Morgunblaðið - 31.08.1983, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 35
Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins sl. sunnudag staðfestir
þetta, en þar stóð um hug-
myndirnar núna og tilboð Hjör-
leifs: „Nú, eins og í ráðherratíð
Hjörleifs Guttormssonar, verð-
ur litið á hækkun á þessu bili
sem byrjunarhækkun."
4) Stefna Alþýðubandalagsins
sem Hjörleifur Guttormsson
var að reyna að framfylgja í
samskiptunum við Alusuisse á
meðan hann var iðnaðarráð-
herra er þessi: „Alþýðubanda-
lagið er því andvígt að erlend
auðfélög fái aðstöðu til at-
vinnurekstrar á íslandi...“
(Stefnuskrá Alþýðubandalags-
ins, útg. 1981, bls. 72.)
í þingræðu 4. desember 1980
lýsti Hjörleifur Guttormsson,
þáv. iðnaðarráðherra, þessari
skoðun: „... að hagkvæmast
væri að skrúfa fyrir þetta stór-
iðjuver, álverið, í áföngum og
spara með því sem svarar heilli
stórvirkjun.” í þessu alþýðu-
bandalagsljósi verður að skoða
allar gjörðir og yfirlýsingar
Hjörleifs Guttormssonar um
álverið og Alusuisse.
5) Hjörleifi Guttormssyni ferst
síst allra að býsnast yfir „raf-
orkureikningi hverrar meðal-
fjölskyldu" og hækkun hans.
Þegar litið er yfir þau ár sem
liðin eru síðan álverið í
Straumsvík hóf starfrækslu
1970 og hvaða flokkur hefur
lengst farið með iðnaðarmál í
ríkisstjórn á þeim tíma, kemur
í ljós, að það er Alþýðubanda-
lagið og sá iðnaðarráðherra
sem lengst hefur setið er ein-
mitt Hjörleifur Guttormsson.
Bnginn iðnaðarráðherra kemst
heldur með tærnar þar sem
Hjörleifur Guttormsson hefur
hælana þegar áhrif opinberra
afskipta á rafmagnsverð eru
metin. Er skorað á þá aðila sem
gleggstar upplýsingar hafa um
myndun raforkuverðs hér á
landi að meta vægi einstakra
iðnaðarráðherra og aðgerða
þeirra í raforkuverðinu og
birta það opinberlega. Á meðan
framsóknarmenn sátu þó enn í
stjórn með Hjörleifi Guttorms-
syni birtu þeir þessar tölur og
upplýsingar mönnum til glöggv-
unar (sjá Tímann 14. desember
1982):
„Árangur iðnaðarráðherra er
enginn í tvö ár. Iðnaðarráðherra
hefur sjálfur lýst málinu (álmál-
inu, innsk. Mbl.) svo í sjónvarpi að
enginn árangur hafi náðst. Þjóðin
hefur stórtapað á þessari tveggja
ára sjálfheldu. Frammistaða iðn-
aðarráðherra þýðir að enn er raf-
orka til ÍSALs á útsöluverði. Ef
miðað er við tvöföldun raforku-
verðs, hafa tapast á þessum tveim
árum 16 milljónir dollara. Ef mið-
að er við þreföldun, hafa tapast 32
milljónir dollara, eða rúmir 50
milljarðar gkróna. Telja menn að
þjóðin hafi efni á að halda svona
áfram? ... Áframhaldandi að-
gerðir hans (Hjörleifs, innsk.
Mbl.) í þessum dúr þýða núll í
hækkun orkuverðs til Islendinga.
Engin leið er að standa lengur að
þjóðarsamstöðu um núllið. Málið
verður að fara í nýjan farveg."
Nú sem fyrr þolir Hjörleifur
Guttormsson ekki að málið sé sett
í nýjan farveg — en sá er þó mun-
urinn, að nú fær hann engu um
það ráðið, sama hve oft hann
ræðst á Morgunblaðið fyrir að
lýsa ráðherragjörðum hans.
ára vígsluafmælis Reykhólakirkju
minnst aö viðstöddu fjölmenni.
Fimm prestar þjónuðu við messu-
gerðina en þeir voru Sigurður Páls-
son, vígslubiskup, Þórarinn Þór pró-
fastur, Patreksfirði, I)alla Þórðar-
dóttir, sóknarprestur á Bfldudal, Sig-
urður Sigurðarson, sóknarprestur á
Selfossi og Valdimar Hreiðarsson,
sóknarprestur á Reykhólum.
Guðrún Sigríður Sveinbjarnar-
dóttir óperusöngkona sem hefur
raddþjálfað kirkjusöngfólkið, söng
einsöng. Það verður að teljast akk-
ur fyrir þjóðkirkjuna að fá svo
mikilhæfa listakonu til starfa á
vegum kirkjunnar. Friðrik Stef-
ánsson orgelleikari og tónlistar-
kennari frá Akranesi lék einleik í
messunni en hann er ættaður í
föðurætt héðan úr Reykhólasveit
og er það ætíð ánægjuefni og
manndómur að halda tryggð við
sínar ættarstöðvar. Organleikari
Reykhólakirkju er ólína Jónsdótt-
ir.
Tvísöng við gítarundirleik
sungu þau Lilja Sigurðardóttir og
Hörður Ingason en ljóð og lag var
eftir Bjargeyju Arnórsdóttir frá
Hofstöðum. Óvenjumargir kirkju-
gesta tóku þátt í altarisgöngu og
stóð guðsþjónustan í lVfe klukku-
stund. í tilefni kirkjudagsins barst
Reykhólakirkju að gjöf frá Ingi-
björgu Árnadóttur og Jóni ólafs-
syni, Börmum, stækkuð mynd af
Ólafi Þorlákssyni en hann var
meðhjálpari í Reykhólakirkju í 36
ár. Hann lést árið 1967.
Að lokinni guðsþjónustu bauð
sóknarnefnd öllum kirkjugestum
til veislu. Þar opnaði Stefán
Skarphéðinsson, sýslumaður, mál-
verkasýningu er Þórdís Tryggva-
dóttir, Patreksfirði, hafði unnið og
undirbúið. Á sýningunni gátu
gestir séð málverk er Þórdís mál-
aði og íbúar Barðastrandarsýslna
gáfu forseta íslands af tilefni
komu hans í sumar, og hafði þökk
fyrir komuna. Formaður sóknar-
Tónlistaskólinn:
Strengja-
sveitin á
snældu
ÚT ER komin 60 mínútna króm-
snælda í dolby með Strengjasveit
Tónlistarskólans í Reykjavík, stjórn-
andi er Mark Reedman. Helstu verk
á snældunni eru „Antice Danze ed
Arie“ eftir Respighi og „Simple
Symphony" eftir Britten, einnig verk
eftir Hindemith og Purcell.
Verkin eru flest þau sömu og
sveitin lék í alþjóðlegri tónlistar-
keppni strengjasveita í Belgrad í
Júgóslavíu sl. sumar en þá hafnaði
Strengjasveitin í 4. sæti og vakti
mikla athygli fyrir frammistöð-
una.
Útgefandi er Fermata.
nefndar, Finnur Kristjánsson,
hefur beðið fyrir þakklæti til allra
sem stuðluðu að þessari velheppn-
uðu hátíð og fyrir gjafir sem
kirkjunni hafa borist. Nú er sókn-
arpresturinn okkar, Valdimar
Hreiðarsson, að fara til frekara
náms í Bandaríkjunum og fylgdu
honum og fjölskyldu hans hlýjar
kveðjur héðan.
Prestakallinu verður þjónað frá
Búðardal.
Því miður verður að deila á yfir-
stjórn kirkjumála i Reykjavík
fyrir að hafa ekki prest hér á
Reykhólum og á sú ádeila ekkert
skylt við prestinn í Búðardal, sem
gerir vel að vilja þjóna okkur
næstu mánuðina eða árið. í okkar
augum, sem eru kristin, er það
stórt atriði að prestur sé meðal
okkar og taki þátt í mannlifi
okkar. Það er staðreynd að þvi
sjaldnar sem messað er, því verð-
ur minni þörf fyrir kirkjuna og
kirkjan hrindir þannig fólki frá
sér, en starf prestsins er ekki ein-
göngu fólgið í því að stíga í stól-
inn. Hann á bæði að vera trúnað-
arvinur fólksins og andlegur leið-
togi. Kirkjan má aldrei fara í
manngreinarálit og því á þjónum
hennar að vera jafnkært og jafn-
vel mikilvægara að þjóna þar sem
ef til vill er erfiðast að starfa.
Sveinn
Sumir
versia dýrt-
aðrir versla hjá okkur
Kjúklingar
Lambalifur
68«
Nýreykt
Folaldakjöt
Á KYNNINGAR-
VERÐI
AUSTURSTRÆTI 17
STARMÝRI 2
20 ára vfgsluafmæli Reykhólakirkju
MiÁhúsum, 29. ágúst.
SUNNUDAGINN 28. ágúst varð 20
& & & Sfe &
ÞvottaefnlA Þvottaefnlö Þvottaefnlö Þvottaefnlö Þvottaefniö
40% minna magn = 40% lægra verð
Ameríska þvottaefniö fæst nú aftur í íslenskum verslunum. Notið 40% minna af TIDE í þvottavélina,
en þér eruö vön.
Heildsölubirgðir: Ólafur Thordersen, heildverslun. Sími: 92-2111. Akureyri: Bjarni Bjarnaaon, Sími: 96-22895.