Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 Minning: Próf. Kristbjörn Tryggvason lœknir Kristbjörn Tryggvason lést að- faranótt 23. ágúst sl. Kom andlát hans ekki á óvart, þar sem hann hafði um árabil átt við alvarlegan hjartasjúkdóm að stríða. ‘'Kristbjörn Tryggvason fæddist í Reykjavík 29. júlí 1909, sonur hjónanna Tryggva Björnssonar, skipstjóra, og konu hans, Krist- jönu Guðlaugsdóttur, bónda í Hvammi í Eyjafirði Jónssonar. Stúdentsprófi lauk Kristbjörn frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og embættisprófi í læknis- fræði frá Háskóla Islands sumarið 1926. Hann stundaði sérnám í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn og var viðurkenndur sérfræðingur í barnalækningum hér á landi í nóvember 1940. Eftir heimkomuna frá Kaupmannahöfn sama ár hóf hann störf í sérgrein sinni. Á þeim árum tíðkaðist það, að læknar færu í sjúkravitjanir í heimahús jafnt að nóttu sem degi og þar var Kristbjörn Tryggvason engin und- antekning nema síður væri. Hygg ég að þeir séu æði margir, sem minnast með þakklæti heimsókna hans á hvaða tíma sólarhrings sem var til veikra barna sinna og er undirritaður þeirra á meðal. Hann var sterkur persónuleiki og átti að verðleikum óskorað traust sinna sjúklinga. Kristbjörn var af- ar glöggur að greina sjúkdóma við sóttarsæng. Samviskusemi var honum í blóð borin og hann hlífði sér hvergi þar sem hann gat orðið að liði. Skapaðist því iðulega náið persónulegt samband og vinátta milli læknisins, sjúklinga hans og aðstandenda þeirra, sem ekki rofnaði þótt árin liðu. Á þeim árum, sem Kristbjörn stundaði barnalækningar úti á meðal fólks hér í borginni, vann hann jafnframt sem aðstoðar- læknir ungbarnaverndar Líknar og síðar á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Var honum starfið að heilsuverndarmálum yngstu kynslóðarinnar ávallt mjög hug- leikið, enda leituðu heilbrigðisyf- irvöld oft ráða hjá honum varð- andi skipulag í þeim efnum. Þegar barnadeild var sett á stofn við Landspítalann árið 1956, var Kristbjörn ráðinn þar deild- arlæknir og síðar var hann skipaður yfirlæknir deildarinnar. Árið 1965 flutti barnadeildin í nýtt og fullkomið húsnæði í Landspítalanum. Mat Kristbjöm ávallt mikils þann stóra þátt, sem félagskonur í Kvenfélagi Hrings- ins áttu í að skapa hina nýju og bættu aðstöðu. Árið 1960 var Kristbjörn skip- aður dósent í barnasjúkdómafræði við Háskóla íslands og 1970 pró- fessor í greininni. Hann var mjög rómaður af stúdentum sem góður kennari og þóttu verkleg námskeið hans til fyrirmyndar. Kristbjörn fylgdist vel með í fræðigrein sinni og fór oft í heimsóknir til erlendra sjúkrahúsa á Norðurlöndum, í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Meðal annars var honum boðið til Harvard-háskóla, þar sem hann flutti fyrirlestra. Kristbjörn Tryggvason tók rík- an þátt í félagsmálum stéttar sinnar fyrr á árum, sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og var formaður þess 1948—1950. Þá var hann í stjórn Elli- og örorkutrygg- ingasjóðs lækna frá stofnun hans 1945 og fram til 1976. Hann var kjörinn heiðursfélagi í Læknafé- lagi Reykjavíkur á sl. ári. Meðal stéttarbræðra á Norðurlöndum var Kristbörn vel þekktur og mik- ils metinn. Hann sat í stjórn Nordisk peditrisk Kongres 1967—1976 og var þar forseti 1970—1973, en á þeim tíma var þing norræna barnalækna haldið hér á landi. Þá var Kristbjörn heiðursfélagi í Dansk pediatrisk selskab og barnlákarföreningen í Finnlandi auk Félags íslenskra bamalækna. Eftir að Kristbjörn lét af störf- um prófessors og yfirlæknis árið 1974 undi hann því ekki að setjast í helgan stein, en gerðist héraðs- læknir af og til næstu árin. Kristbjörn var ferðagarpur hinn mesti meðan heiisa leyfði og ferðaðist um landið þvert og endi- langt í hópi innlendra og erlendra vina. Öræfin heilluðu hann sér- staklega og braust hann áður fyrr yfir marga torfæruna bæði á Kjal- vegi, Fjallabaksleið, Sprengisandi og Herðubreiðarslóðum til að kanna eftirsóttan áfangastað. Hann undi sér einnig vel við fagra laxveiðiá í hópi góðra kunningja. Kristbjörn Tryggvason var maður einarður í framkomu og hreinskiptinn. Hann hafði fast- mótaðar skoðanir og átti auðvelt með að taka málefnalega afstöðu. Hann var ákveðinn stjórnandi, en harðastur var hann við sjálfan sig. Kristbjörn Tryggvason var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Fanney Sigurgeirsdóttir, en hún lést árið 1941. Síðari kona hans er Guðbjörg Helgadóttir Bergs. Eru börn þeirra hjóna þrjú, öll mikið mannkostafólk, en þau eru: Helgi, dr. med., kvæntur Sigríði Sigurð- ardóttur. Fanney, gift Gunnari Einarssyni endurskoðanda og Halla kennari, ógift. Heimili þeirra Dúddu, en svo er Guðbjörg kölluð meðal vina, og Kristbjarnar var rómað fyrir rausn og myndarbrag meðan bæði héldu heilsu. Við hjónin þökkum innilega margar ánægjulegar samverustundir á heimili þeirra sem og utan þess. Að leiðarlokum þakka ég hjart- anlega fjörutíu ára náin kynni og kveð drengskaparmann og góðan vin. Guðbjörgu og fjölskyldunni allri eru sendar innilegustu samúð- arkveðjur. Ólafur Bjarnason Kristbjörn Tryggvason barna- læknir er látinn. Með honum er genginn merkur maður og braut- ryðjandi í íslenskri læknastétt. Kristbjörn fæddist í Reykjavík, uppalinn í vesturbænum, sonur hjónanna Tryggva Björnssonar skipstjóra og konu hans, Krist- jönu Guðlaugsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- Gunnar Péturs- son — Kveðjuorð „Hann var drengur góður," var eitt sinn sagt um mætan mann. Einnig má vitna til Njáls sögu þar sem s'egir að Bergþóra hafi verið „drengur góður". — Þessi orð hæfa Gunnari Péturssyni. Á of stuttri lífsleið hans, og á stundum erfiðri, vita allir sem hann þekktu, að hann brást ekki þeim sem honum þótti vænt um. Hann var tryggur og trúr í eðli sínu. Ljómandi greindur, gaman- samur og orðhnittinn. Margur maðurinn mætti öfunda slíkan mann af þeim hæfileikum sem hann fékk í vöggugjöf. Ekki er ástæða til að rekja lífs- feril hans hér. Það munu aðrir gera. En góðs drengs er víða sakn- að. — Er nú skarð fyrir skildi, þar sem hann er allur. Almættið verndi hann, og ljósið vísi honum veg um óþekkta stigu, sem við öll eigum eftir að feta. Með kærleik og þakklæti er vin- ur kvaddur að sinni. B.J. um í Reykjavík árið 1931 og emb- ættisprófi í læknisfræði frá Há- skóla íslands árið 1936. Stundaði síðan héraðslæknisstörf og hlaut almennt lækningaleyfi 7. júní 1939. Hann fór til Danmerkur og starfaði þar á ýmsum sjúkrastofn- unum, þó aðallega á barnadeild- um. Kom heim til íslands aftur í byrjun síðasta stríðs, einn af Pets- amóförunum. { nóvember 1940 hlaut hann viðurkenningu sem sérfræðingur í barnalækningum og stundaði síðan almennar lækn- ingar og barnalækningar í Reykjavík. Hann lagði sjúklinga sína inn í Landakotsspítala og meðhöndlaði þá þar þó ekki væri þar sérstök barnadeild á þeim tíma. Jafnhliða þessu starfaði hann við ungbarnavernd Líknar og síðar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1941—1952. Hann var læknir Vöggustofu Reykjavíkur- borgar við Sunnutorg og barna- heimilis Reykjavíkurborgar að Silungapolli. Þó Kristbjörn væri ekki fyrsti íslenski læknirinn sem hlaut sér- fræðingsviðurkenningu sem barnalæknir var hann um margt brautryðjandi á sviði barnalækn- inga hér á landi. Störf Kristbjarn- ar að velferðarmálum íslenskra barna voru margþætt. Hann átti mikið og gott samstarf við kvenfé- lagið Hringinn alla tíð og studdi Hringskonur í starfi þeirra að uppbyggingu sérstaks barnaspít- ala. Þetta starf leiddi til þess að sérstök barnadeild var opnuð 19. júní 1957 í eldri byggingu Land- spítalans. Þar var Kristbjörn skipaður deildarlæknir og síðar yfirlæknir og gegndi því starfi uns hann lét af störfum í september 1974. Þessa deild skipulagði hann frá grunni. Á árinu 1965 flutti deildin svo í nýbyggingu Landspít- alans og hét nú Barnaspítali Hringsins. Fátt var Kristbirni hugleiknara en vöxtur og viðgang- ur Barnaspítalans, sem var óska- barn hans. Hann fylgdist með starfseminni þar alla tíð eftir að hann lét af embætti svo og þeim er þar unnu. Fljótlega eftir að Kristbjörn koma heim tók hann að miðla öðr- um af þekkingu sinni. Hann flutti fyrirlestra og kenndi m.a. í Hjúkr- unarskólanum. Barnalæknisfræði var þá ekki kennd sem sérstök grein í læknadeildinni en lækna- stúdentar fengu veður af Krist- birni og ég minnist þess að Félag læknanema fékk hann til að flytja fyrirlestra á kvöldfundum hjá okkur á Gamla Garði. Síðar var svo upp tekin kennsla í barna- læknisfræði við læknadeild Há- skóla íslands og varð Kristbjörn dósent í september 1960 og próf- essor í september 1970 og gegndi því embætti uns hann lét af störf- um í september 1974. Kristbjörn naut álits og viður- kenningar stéttarbræðra sinna hér á landi sem erlendis. Hann var heiðursfélagi í Félagi íslenskra barnalækna, Læknafélagi Reykja- víkur, norræna barnalæknasam- bandinu, danska- og finnska barnalæknafélaginu. Hann flutti fyrirlestra vestanhafs í boði Har- vard-háskóla í Boston. Sat i stjórn norræna barnalæknasambandsins og var forseti þess 1970—1973. Hann var aðalforgöngumaður þess að samnorrænt barnalækna- þing var haldið hér í Reykjavík sumarið 1973 og var forseti þess þings, sem tókst með afbrigðum vel. Kristbjörn var aðal hvata- maður að stofnun Félags íslenskra barnalækna. Hann sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1944— 1946 og var formaður þess félags 1947—1950. Hann var í stjórn Elli- og örorkutryggingasjóðs lækna frá stofnun hans árið 1945 til 1976 og sinnti ýmsum öðrum félags- störfum í þágu lækna. Kristbjörn ritaði fjölmargar greinar í Læknablaðið og víðar. Kristbjörn Tryggvason var maður duglegur og skyldurækinn í starfi, gerði miklar kröfur til sjálfs síns og annarra er með hon- um störfuðu. Hann var hæggerður en skapmikill og hélt fast við sinn málstað, hver sem í hlut átti. Hann var vinfastur, stundum dá- lítið hrjúfur á yfirborði en undir niðri hlýr og hjálpsamur, kom það best fram í samskiptum hans við sjúklingana og foreldra þeirra. Hann sagði eitt sinn: „Þetta fólk trúir okkur fyrir því dýrmætasta sem það á, börnunum sínum." Kristbjörn Tryggvason var vel menntaður læknir, las mikið.sótti læknaþing og námskeið og fylgdist vel með nýjungum í starfinu. Hann lagði mikla alúð við kennslu og var sífellt að miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu. Ég minnist Kristbjarnar fyrst sem kennara míns, síðar sem yfir- manns og samstarfsmanns um árabil. Hann var óvenjulega glöggur „kliniker" og sá og skynj- aði ýmislegt sem við hin komum ekki auga á fyrr en hann benti á það. Lengst af þeim tíma er Krist- björn starfaði við Barnaspítala Hringsins átti hann við að stríða erfiðan sjúkdóm er sjaldnast lét hann í friði. Hann þurfti margoft að liggja í sjúkrahúsum vegna þessa og gekkst undir stórar að- gerðir erlendis. Þrátt fyrir þetta var það fjarri skapi Kristbjarnar að æðrast og ræddi hann tæpi- tungulaust um sjúkdóm sinn og kom til starfa eftir hverja raun, fullur áhuga og starfsgleði. Eftir að Kristbjörn lét af emb- ætti stundaði hann héraðslækn- isstörf í viðlögum, fyrst einn en síðar í samvinnu við son sinn, Helga lækni, allt fram á síðasta dag. Kristbjörn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Fanney Sig- urgeirsdóttir, en hana missti hann eftir skamma sambúð. Síðari kona hans er Guðbjörg Helgadóttir er bjó honum gott heimili og stóð við hlið hans meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þeim varð þriggja barna auðið, Helga, Fanneyjar og Höllu. Með þessum fáum orðum vil ég fyrir hönd samstarfsfólks Krist- bjarnar Tryggvasonar á Barna- spítala Hringsins, Landsíptalan- um, votta honum virðingu og þakklæti fyrir samfylgdina á liðn- um árum. Við yljum okkur við minningu góðs vinar. Eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum vottum við samúð okkar. Heiðruð sé minning hans. Björn Júlíusson Mig setti hljóðan, er mér barst fregnin um lát Kristbjarnar Tryggvasonar, eins besta vinar míns og starfsbróður. Að vísu var mér svo vel kunnugt um hinn erfiða hjartasjúkdóm, sem hann þjáðist af í fjölmörg ár, að mér kom það engan vegin á óvart. Sjálfur sagði Kristbjörn oft brosandi, að hann ætti að réttu lagi að vera löngu dáinn úr þess- um sjúkdómi. Þrátt fyrir veikindi sín hlífði hann sér lítt. Eftir að hann lét af störfum sem prófessor og yfirlæknir barnadeildar Landspítalans fór hann alloft út á land og starfaði fyrir héraðslækna í fríum þeirra eða forföllum. Hann fór þá oft í erfiðar sjúkra- vitjanir út í héruðin og virtist honum falla einkarvel slík störf úti á landi. Ég minntist stundum á það við hann að þetta hlyti að vera of erf- itt fyrir hann, en hann svaraði því til að hann vildi starfa og lifa sem eðlilegustu lífi meðan hann gæti og taka þeirri áhættu, sem því fylgdi. Svo mikill var áhuginn og starfslöngunin. Kristbjörn var alla tíð mjög ósérhlífinn og fljótur að koma til hjálpar er til hans var leitað. Ég gleymi því aldrei hve natinn og umhyggjusamur hann var við börn mín, er þau veiktust. Við hjónin höfum oft minnst á það þegar Guðrún dóttir okkar, þá fimm ára gömul, varð skyndilega fársjúk og ég var staddur erlendis. Móðir hennar hringdi í Kristbjörn síðla kvölds og hann kom að vörmu spori og skoðaði hana. Taldi hann þetta vera lungnabólgu og gaf henni viðeigandi meðferð. Snemma næsta morgun vitjaði hann hennar áður en hann fór á spítalann og aftur að kvöldi sama dags. Svona hélt hann áfram að stunda telpuna næstu daga þar til henni var batnað. Það hafa fjölmargir svipaða sögu að segja af umhyggjusemi og dugnaði þessa frábæra læknis. Eg hafði oft gaman að því hve ákveðinn og einbeittur hann var. Hann var fljótur að ákveða hlut- ina og tók þá engum vettlingatök- um. Kristbjörn var mjög glöggur á sjúkdómsgreiningar, velmenntað- ur og víðlesinn. Náms- og starfsferil hans ætla ég ekki að rekja hér. Það munu aðrir gera. Við vorum samstúdentar og héldum upp á 50 ára stúdentaaf- mælið með hátíðlegum hætti fyrir rúmlega einu ári. Kynni okkar urðu fyrst mjög náin eftir að ég kom heim frá Danmörku árið 1945 að afloknu framhaldsnámi. Ég fann fljótt, að ég hafði eign- ast traustan og góðan vin í Krist- birni og leitaði oft ráða hjá hon- um. Þau eru mörg börnin, sem að hann fékk frá mér til skoðunar og meðferðar. Hann sendi einnig oft börn til mín með sjúkdóma í hálsi, nefi og eyrum, einkum þau sem þjáðust af slæmum eyrnabólgum. Kristbjörn hafði mjög gaman af lax- og silungsveiði eins og ég og vorum við oft saman við þá íþrótt. Ekki man ég hve mörg sumur við vorum saman að veiði í Laxá í Þingeyjarsýslu, en þau voru mörg. Þar gekk hann til verks með sama áhuga og atorku eins og öðru sem að hann tók sér fyrir hendur, árrisull og iðinn, enda fengsæll. Við spjölluðum oft um ýmis ævintýr, sem við lentum í við Laxá og höfðum gaman af. Hann var einn besti félagi sem ég hefi átt. Árið 1954 var ég að leita að öðru húsnæði fyrir lækningastofu mína, því að ég þurfti að rýma það sem ég hafði haft í húsi Gunnl- augs heitins Einarssonar læknis, að Sóleyjargötu 5, þar eð Kristján sonur hans þufti á því að halda fyrir tannlækningar. í vandræðum mínum leitaði ég til Kristbjarnar og kvaðst hann vita um hæð í næsta húsi við sig á Miklubraut 50, sem mundi losna fljótlega. Hafði hann milligöngu um að ég fengi hæðina keypta og það fór svo. Kristján heitinn Hannesson læknir gekk inn í kaupin með mér og hafði þar einnig sína stofu. Síð- an hefi ég starfað í nábýli við Kristbjörn og við því átt hægt með að líta inn hvor til annars. Þegar ég kom til landsins 1945 var Kristbjörn ekkjumaður. Fann-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.