Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
39
það gat gert vegna veru sinnar þar
?em unglingur, og þekkti hvern
<rók og kima.
Ásta stundaði ýmis störf fram-
anaf, fór snemma að vinna eins og
allir þurftu að gera í þá daga. Hún
var mikil hannyrðakona, stundaði
saumaskap, lærði m.a. kjólasaum
sem þá var og er kannski enn, sér-
stakt fag, og hafði réttindi sem
kjólameistari.
Þann 14. september 1935 gekk
Ásta í hjónaband. Maður hennar
var Björgvin Grímsson stórkaup-
maður. Það duldist engum sem til
þekktu að það hjónaband var mjög
hamingjuríkt. Þau eignuðust 4
börn og komust 3 þeirra upp: Jó-
hann, framkvæmdastj. hjá fjöl-
skyldufyrirtækinu H.A. Tulinius
hf., kvæntur Sjöfn Kristjánsdótt-
ur, Guðrún, kennari, gift Jóni
Böðvarssyni skólameistara Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja, og Guð-
laugur, forstjóri Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík, kvæntur
Þórunni Hafstein. Einn son, Guð-
laug eldri, misstu þau tveggja
mánaða gamlan árið 1941.
Barnabörnin eru orðin 12 og
barnabarnabörnin 5. Þegar fjöl-
skyldan er orðin þetta stór fer
ekki hjá því að oft verður mann-
margt hjá ömmu og afa, t.d. á
sunnudögum. Alveg er óhætt að
segja um Ástu og Björgvin, að
þetta voru sólskinsstundir í lífi
þeirra þegar allur hópurinn var
samankominn. Samheldni Ástu og
Björgvins var mikil. Hvað sem
gert var gerðu þau saman. Þau
báru alveg takmarkalausa virð-
ingu hvort fyrir öðru.
Ekki var þó allt líf þeirra dans á
rósum. Eins og áður sagði misstu
þau dreng tveggja mánaða gaml-
an. Það eitt hlýtur að vera mikið
áfall fyrir fólk. Annað var líka.
Þau settu á stofn fyrirtæki í fata-
iðn, sem varð mjög stórt á þess
tíma mælikvarða, með fjölda fólks
í vinnu og áttu miklar eignir.
Þessu urðu þau líka að sjá á bak.
Þau misstu allar sínar veraldlegu
eignir, íbúð og allt. Haftastefnan á
þeim árum átti þar hlut að máli
svo og fleira, sem Ásta talaði
sjaldan um og sagði fáum frá, en
aldrei sagði hún neitt misjafnt um
þá er í hlut áttu. Það var geymt en
ekki gleymt. Það að hafa misst
barn og síðar allar eigur sínar
hlýtur að vera áfall sem margir
myndu ekki þola. Þarna kom þeim
hjónum til góða hversu viljasterk
Ásta var. Má fullyrða að viljinn til
að bjarga sér, vera ekki upp á aðra
kominn, samfara samheldninni og
virðingunni hvort fyrir öðru, gerði
það að verkum að byrjað var upp á
nýtt. Síðar keyptu þau fyrirtækið
H.A. Tulinius hf. og hafa rekið það
með miklum myndarbrag. Mennt-
un Ástu sem kjólameistari kom
þeim hér að gagni því aðallega
hafa þau verzlað með vörur fyrir
kvenfólk, ásamt öðru. Óteljandi
eru ferðirnar til útlanda til inn-
kaupa og alltaf fóru þau saman í
slíkar ferðir. Ásta kallaði það að
fara í „siglingu". Þegar Ásta og
Björgvin komu þeim úr þessum
ferðum, sem oft voru margar á ári,
má segja að hafi verið meiriháttar
viðburður hjá barnabörnunum.
Alltaf komu amma og afi með
eitthvað í poka. Jólin, í þessari
merkingu, voru því oft á ári.
Það var alltaf gott og gaman að
koma til Ástu og Björgvins. Við
hjónin kynntumst þeim fyrir
mörgum árum í gegnum aðra og
mynduðust mikil vináttubönd
okkar í milli. Fyrir það og allt
annað þökkum við.
Það, að hafa orðið fyrir áföllum
í lífinu gerði þau Ástu og Björgvin
að leitendum. Þau voru mikið
áhugafólk um æðri máttarvöld,
hvort líf væri að loknu þessu o.fl.
Ásta starfaði mikið að þessum
málum, og óhætt er að segja að
mörg svör hafi hún fengið við hin-
um ýmsu spurningum, sem settar
hafa verið fram um þessi mál, og
vissu hafði hún fengið um ýmis-
legt sem hún vildi vita. Þess
vegna, taldi hún sig vita hvað við
tæki og æðraðist aldrei, og gerði
að gamni sínu til hinstu stundar.
Það er ekki öllum gefið að taka
þannig á móti dauðanum.
Ásta var mikill fagurkeri, unni
listum og var ljóðelsk. Hún var
trúföst og mikill vinur vina sinna.
Hvar sem hún fór og hvað sem
hún gerði, því var tekið eftir. Hún
var aldrei öðruvísi en vel til fara.
Við fráfall Ástu Guðlaugsdóttur
sér fjölskylda hennar á bak mik-
ilhæfri og stórbrotinni mann-
eskju. Mestur er missir Björgvins.
Við hjónin biðjum Guð um að
blessa þau og Ástu óskum við
góðrar ferðar. Ferðar, sem allir
fara í að lokum, misjafnlega ferð-
búnir eins og gengur. Guð blessi
hana.
Mjöll Þóröardóttir,
Olafur Björnsson.
Blómasöludagar
Hjálpræðishersins
„Má bjóða yður blómamerki?"
Það eru ekki ófáir íslendingar sem
hafa heyrt þessa setningu sagða af
konu eða karli í einkennisfötum
Hjálpræðishersins. Það eru líka
margir sem hafa svarað spurning-
unni játandi, greitt fyrir blómið
og fest þetta litla gerviblóm með
íslenska fánaborðanum í barm
sér.
Það er orðin hefð að Hjálpræð-
isherinn selji þessi blómamerki í
byrjun septembermánaðar, það
hefur verið gert síðastliðna ára-
tugi.
Hversvegna erum við að þessu?
Þetta er fjáröflunarherferð til
styrktar vetrarstarfsemi Hjálp-
ræðishersins, einkum starfs meðal
barna og unglinga. Hjálpræðis-
herinn fær enga opinbera styrki
frá ríki eða borg. Því getur oft
verið erfitt að reka starfið fjár-
hagslega. En íslendingar hafa
alltaf sýnt starfi Hjálpræðishers-
ins mikinn skilning og hafa verið
fúsir að láta fé af hendi rakna
þegar leitað hefur verið til þeirra.
Ég treysti því að salan muni
einnig ganga vel í ár. Söludagar
eru frá og með miðvikudeginum
31. ágúst fram að helgi.
Daníel Óskarsson
Salan á Lárusi Sveinssyni SH frá Ólafsvík:
„Af afla getur útgerðin
annaðhvort greitt útgerð-
ar- eða fjármagnskostnað“
— segir Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri
„FYRIR því eru margþættar
ástæður, en fyrst og fremst
eru það fyrirsjáanlegir miklir
rekstrarerfiðleikar. Staðan
er einfaldlega sú að af afla
greiðir útgerðin annaðhvort
útgerðarkostnað skipsins eða
fjármagnskostnaðinn en alls
ekki hvorutveggja," sagði
Guðmundur Björnsson,
framkvæmdastjóri Hrað-
frystihúss Ólafsvíkur í sam-
tali við Mbl. er blaðamaður
sem þar var á ferð fyrir
nokkru spurði hann að því
hvers vegna togarinn Lárus
Sveinsson SH 126 sem Hrað-
frystihúsiö átti að hluta heföi
verið seldur.
Það hefur vakið athygli að á
skömmum tíma voru tvö skip
seld frá ólafsvík, auk Lárusar
var það Guðlaugur Guðmunds-
son, en bæði fóru þau til Vest-
mannaeyja. Lárus Sveinsson
Guðmundur Björnsson fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Ólafsvíkur hf. MorgunbladiA/KKK
sem nýkominn er úr rúmlega 9
mánaða klössun var í sinni
þriðju og síðustu veiðiferð frá
ólafsvík er við vorum á ferð í
ólafsvík fyrir skömmu. Það er
hlutafélagið Lóndragar hf. í
Ólafsvík sem átti togarann en
Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf. á
um helming hlutafjár félagsins.
Guðmundur sagði að Lárus
hefði landað um 30% af hráefni
Hraðfrystihússins eða um 3.000
tonnum á ári þegar hann hefur
verið gerður út allt árið. „Við
vonumst til að þetta verði ekki
til þess að hér skapist tímabund-
ið atvinnuleysi. En það fer þó
auðvitað eftir aflabrögðum og
hvernig tekst til með hina bát-
ana, en við vonumst til að fá í
staðinn meirihluta af afla ann-
arra skipa sem hér leggja upp.“
Lárus Sveinsson hefur verið
gerður út frá Ólafsvík í 6 ár,
hann er af minni gerð skuttogar-
anna, keyptur frá Frakklandi
1977. Guðmundur Björnsson
sagði að við þetta myndi 20
manna áhöfn skipsins missa at-
vinnu sína í bili en hinsvegar
væri ekki vit í að gera skipið út
þegar með meðalafkomu væri
ekki hægt að greiða neitt upp í
fj ármagskostnað.
PNSIÍNING83
SU SIÆRSIA FR\ UPPHAFI
120 íslensk iðnfyrirtæki og stofnanir
kynnaframleiðslu sína og þjónustu
á 4000 fermetra sýningarsvæði í
Laugardalshöll, í skála og á útisvæði.
- Það er betra að ætla sér góðan
tímatil að skoða þessa glæsilegu
sýningu. Og að sjálfsögðu er
veitingasalurinn opinn, þar er boðið
upp á fjölbreytta rétti á vægu verði,
sem þið njótið í þægilegu umhverfi.
5RUKYNNINGAR
KYNNINGARAFSLÆTTIR.
I matvæladeildinni í anddyri
Laugardalshallarinnar gefst gestum
tækifæri á að smakka á hverskonar
réttum og kaupa varning með
kynningarafslætti. Kynntarverða
ýmsar nýjungar og bakarí verður í
fullum gangi meðan sýningin
stendur.
líSKUSÝNINGAR.
Fjölbreyttar fata- og tískusýningar
verða haldnar daglega. 30 manna
sýningarflokkur sýnir. Sýningartími
er kl. 6 og 9 virka daga og kl. 3,6 og
9umhelgar.
JKEMMTIATRIÐI-
HAPPAGESTUR.
Boðið verður upp á ýmis
skemmtiatriði af og til á sviðinu
gegnt áhorfendastúkunni.
Og happagestur dagsins hlýtur
veglegan vinning.
iSLENSK FIWVfTD
ÐNAÐl BtGGD
lEHMSýNING
19/8-4/9
í LAUGARDALSHÖLL
FELAG ISLENSKRA ÐNREKENDA 50 ÁRA
5;ÁUMST!
o
PNUNARTIMI-
AÐGANGSEYRIR.
Sýningin verður opin virka daga frá
kl. 3— 10 og frá kl. 1 -10umhelgar.
Sýningarsvæðinu verður lokað kl.
11 hvertkvöld.
Aðgangseyrir er 100 kr. fyrir
fullorðna og 40 kr. fyrir börn 6-12
ára. Börn yngri en 6 ára hafa f rían
aðgang.
Flugleiðir
bjóða sýningargestum utan af landi
afslátt á flugfargjaldi til Reykjavíkur.
Gagn og gaman fyrir alla
tjölskylduna.