Morgunblaðið - 31.08.1983, Side 41

Morgunblaðið - 31.08.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 41 fclk í fréttum Allt búið hjá Karólínu + Karólína, prinsessa af Mónakó, og Robertino Rossellini eru skilin að skiptum. Síðast sáust þau sam- an á veitingahúsi í London annan júlí síðastliðinn. Þar virðast þau hafa gert ýmsa hluti upp á milli sín, en ekki fylgir sögunni hvort þeirra hafi staðið að uppsögninni, ef svo má að orði komast. Robertino virðist ekki hafa látið þetta mikið á sig fá, því hann hef- ur stöðugt síðan verið í fvlgd nítján ára gamallar stúlku frá Italíu, Isa- belle að nafni, sem er stjarna ít- alska sjónvarpsins. Þessa stundina skemmta þau sér saman á einni af grísku eyjunum. Aftur á móti sést Karólína ein á báti á nýtísku diskótekum Mónakóborgar, eða á förnum vegi með pabba sínum. Alla vega virð- ist hún vilja vera ein þessa dag- ana, því hún lagði Dior-kjólana sína á hilluna um daginn, brá sér f gallabuxur og T-skyrtu, og lagði af stað til kastalans í Marshais til að sofa ein í tjaldi undir tré... Karolina, prinsessa af Mónakó, með Roberto Rossellini. Unnið að smíði járnaldarbæjar í Lejre á Sjálandi í Danmörku fara nú fram rannsóknir á forn- sögulegum byggingum og er jafnframt unnið að því að endur- reisa þær í sinni upphaflegu mynd. Það eru ekki bara Danir, sem að þessu verki vinna, heldur einnig ungt fólk frá öðrum Norð- urlöndum og þar á meðal frá Is- landi. Bærinn, sem verið er að endurgera, er talinn vera frá því um Krists burð og á myndinni sést hvar sumt af unga fólkinu viðar að sér efni i girðinu um- hverfis bæinn eins og þær tíðk- uðust fyrir um tvö þúsund árum. Lengst til hægri á myndinni er Iðunn Eir Jónsdóttir, Kópavogi, þá Valgerður Haraldsdóttir, líka úr Kópavogi, Elísabet Arna Helgadóttir, Reykjavík, Elisa- beth Sundby, Noregi, og Asbjörn Poulsen og Simon Drost frá Danmörku. Það eru samtökin Dansk- Amerikansk Field Service, sem kosta dvölina í Lejre og er fyrir- hugað að svo verði einnig næsta ár. Að sögn búðastjórans, Hans-Ole Hansen, gera menn sér vonir um, að íslenskt æsku- fólk muni þá aftur koma til starfa. Hann lét þess getið, að ekki væri bara um að ræða við stanslaust strit, heldur væri oft brugðið á leik í sumarblíðunni á Sjálandi. COSPER matseöli kvöldsins Forréttur Gratíneraó, ferskt blómkál meó ostasósu •ða sniglar í rjóma-kampavínssósu meó rifsberjum. Aöalréttur: Hreindýrafillet meó blóöbergssósu •öa lambabuff með fjallakryddi og rjóma-vínberjasósu aöa hnetusteiktur regnbogasilungur, gljáóur meó púöur- sykri aöa smjörsoóinn lax í rjóma-hvítlaukssósu. Eftirréttun Marenskaka meó „kiwi“-ávexti. Hvíldarstadur í hádeginu. Höll aö kvöldi. Velkomin. ARMARHÓLL Á horni Hvtfliigðtu og IngóHMtrati*. BorðapanUnir I slma 18833. —-- -■■■■ = Klæðnjngarstál sem VÖRN er í.. er litaða klæðningarstálið meö tvöföldu acrylhúðinni. SINDRAj rÆ .STÁLHF Borgartuni 31 sími 27222 Þú svalar lestrarjxirf dagsins ijöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.