Morgunblaðið - 10.09.1983, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
Eins og mér sýnist
Monsjúr
Bertrand
Gísli J. Ástþórsson
„Hvað maður
sá af andlitinu
á manninum
var hann alltaf
sótsvartur af
bræði útaf
meintum
ávirðingum."
Þegar menn rjúka burt í
fússi er alls ekkl óvenju-
legt að þeir sjái seinna eft-
ir því, og það er spá mín
að hann Jean Bertrand,
rallarinn sællar minningar,
eigi eftir aö berja uppá hjá
okkur aftur meö dálítið
vandræðalegu brosi.
Spurningin er hvort
kveðjuskot hans hér í
Morgunblaðinu nú fyrir
skemmstu hafi verið þess
eölis aö okkur beri bein-
línis skylda til aö taka hon-
um oþnum örmum.
Bertrand okkar kann aö
hafa sínar góðu hliöar, en
hann var sannarlega ekk-
ert að flíka þeim hér útá
íslandi. Ef ég man rétt
hafði hann einhverntíma á
prjónunum aðför að
stjórnarráöinu: þaö er aö
segja aö hann ætlaði aö
vinda sér inná bæinn þann
og segja þeim háu herrum
sem þar eru í forsvari
nákvæmlega hverskonar
mann þeir heföu að
geyma.
Hann var dæmalaust
hneykslaöur á því og fór
ekki leynt með hvílíkur
reginmunur væri á þeim
viötökum sem hann ætti
vísar í svörtustu Afríku og
svo þeim sem honum voru
búnar hér uppá Fróni. Þeir
voru nú ekki aö þvælast
fyrir honum þeir svörtu
þegar honum hentaði að
sækja þá heim og spæna
upp slóðirnar þeirra.
„Komdu fagnandi," var
viökvæðiö. „Hvar þóknast
monsjúr Bertrand að
spana í ár?“
Einhver munur en bölv-
aöir íslendingarnir sem
hann lýsti svo í sjónvarps-
viötali aö skiptust í tvo
parta einsog örgustu geö-
klofar. í öörum helmingn-
um voru góöir og gegnir
menn og í hinum eintómir
þverhausar; og geta menn
svo dundað viö þaö á síö-
kvöldum aö reikna út hvor
þjóöarparturinn þaö hafi
veriö sem fannst alveg
sjálfsagt aö leyfa monsj-
úrnum að ralla hér af
hjartans lyst þegar honum
sýndist.
Kynni það ekki í og meö
einmitt að hafa veriö stór-
yröaglamriö og svo stund-
um aö auki hrokinn sem
fólst í þessum herraþjóö-
arstælum sem varö til
þess aö jafnvel meinlaus-
ustu menn (og sem hafa
hingað til ekkert veriö að
abbast uppá loftaksturs-
kappa) fóru aö spyrja
sjálfa sig: Hvaö þykist
monsjúrinn vera? Hvaö
maöur sá af andlitinu á
manninum var hann alltaf
sótsvartur af bræöi útaf
meintum áviröingum. Það
virtist aldrei hvarfla aö
honum aö hann væri gest-
urinn en ekki húsráöand-
inn. Hann haföi sjaldnast
svo lítiö aö þurrka af sér.
Raunar var það dálítiö
dularfullt þetta meö
boösbréfiö. Þegar Ber-
trand og kappar hans
lögöu af staö hingað til Is-
lands, vissum viö ekki bet-
ur þessir innfæddu en aö
okkar vísustu menn með
Náttúruverndarráð í
broddi fylkingar sætu enn-
þá meö sveittan skallann
og þinguöu um þaö hvort
við ættum aö veita Ber-
trand og Co. leyfi til loft-
akstursins. Hver gaukaöi
því aö þeim franska aö
honum væri alveg óhætt
aö leggja upp: Sakleys-
ingjar hér heima stæöu aö
vísu í þeirri trú aö máliö
væri ennþá á dagskrá, en
auðvitaö fengi hann akst-
ursleyfið, því mætti hann
treysta. Hver haföi valdið
og vitneskjuna til þess aö
koma þeim þoöum til
kappans að allt væri
klappað og klárt?
Aumingja Náttúru-
verndarráð. Þaö á ekki af
því aö ganga. Mikiö má
vera langlundargeö mann-
anna sem völdust til setu í
þessu ráöi aö vera ekki
fyrir löngu gengnir af skip-
inu. Viö íslendingar erum
flestum þjóöum haröari
viö að skipa nefndir og
ráö og allskonar ráðgjafa-
samkundur sem valds-
mennirnir hundsa síöan
eftir hentugleikum. Meira
að segja neyðaróp þeirra
ráösmanna um meintan
kappakstur um Jökuldal-
inn varö þara aö einskon-
ar dauöahryglu. Stjórnar-
ráösmennirnir spuröu hina
ákærðu hvort þeir væru
sekir, og þegar þeir svör-
uöu einhverra hluta vegna
nei, þá var það mál úr
sögunni. Eftir á aö hyggja
hlýtur Bertrand okkar
stundum aö hafa fundist
hann vera kominn í sæl-
una suðurí Timbuktu.
Hann fjargviðraöist ein
ósköp útaf því í fyrrnefndu
viötali hér í blaöinu hvaö
rukkararnir heföu verið
aögangsharöir. Hann
haföi verið krafinn um
beinharða peninga fyrir
allskyns vöru og þjónustu
sem hann virtist álíta aö
hann heföi átt aö fá hér á
silfurfati. Hann haföi verið
látinn borga þaö sem
hann kallaði tvöfalda
tryggingu — í einfeldni
sinni aö vísu. Þegar hann
tók bílaleigubíla, þá mátti
hann veskú borga leigu
fyrir þá. Og hann haföi
ekki einu sinni fengið
ókeypis bensín.
Ja, þvilíkt.
Hann lýsti yfir í kveðju-
ræöu sinni (nema „þus“ sé
rétta oröið) aö hann ætl-
aöi sko ekki aldeilis aö
bera okkur vel söguna
þegar hann kæmist aftur
til siömenningarinnar.
Ónei. Hann ætlaöi aö
leggja spilin á boröiö. Hálf
þjóöin var sem fyrr er sagt
aldeilis forkastanleg,
nema viö máttum eiga
það, greyin, aö viö höföum
samt alveg dýrlega hroöa-
lega vegi ásamt meö fal-
legu landslagi.
Þaö var einmitt í gervi
hins viökvæma róman-
tíska náttúruskoðara sem
monsjúr Bertrand birtist
okkur þegar aumingja
veslings sálirnar í Náttúru-
verndarráöi báru það
uppá hann aö hann heföi
efnt til einskonar laumu-
ralls þarna í Jökuldalnum.
Bertrand hélt nú síður.
Rallararnir hans höfðu
bara veriö að dásama
landslagið innanúr ryk-
mekkinum þegar þeir
geistust í halarófu upp
dalinn, þeir öölingar.
Þetta heitir aö hafa
hjartaö á réttum staö, efa
ég ekki. Þeir voru þá bara
aö aka sér til afþreyingar í
miöri aksturskeppni!
Og nú er ég aö vona aö
aðrir íþróttagarpar fari aö
dæmi þeirra.
Knattspyrnumenn halda
þá áfram að þeytast al-
sælir um völlinn í hálfleik í
staö þess aö skjögrast til
búningsklefa sinna aö
hvíla sín lúnu bein. Boxar-
inn sippar á milli lota af
einskærri lífsgleöi. Og
kúluvarparinn drepur tím-
ann með því aö leika sér
aö hundraö kílóa lóöum
þar til rööin kemur aftur
aö honum aö reyna sig viö
heimsmetiö.
Njóta flugmorðingjar
forréttinda á íslandi?
— eftir Magnús
Oskarsson
Á undanförnum árum hafa
samskipti íslendinga og Sov-
étmanna farið vaxandi. Að
sumu leyti er þar um að ræða
ánægjulega þróun. Aukin
kynni geta leitt til gagnkvæms
skilnings á viðhorfum annarra
þjóða og dregið úr spennu á
milli ríkja.
En við Islendingar verðum
að gera kröfu til þess að slík
samskipti séu á jafnréttis-
grundvelli. Því hljóta m.a.
eftirfarandi spurningar að
vakna:
1) Sovézk rannsóknaskip gera
sig stöðugt heimakomnari í
Reykjavíkurhöfn og virðist
tilgangurinn m.a. vera sá,
að hvíla áhafnirnar og gefa
þeim tækifæri til innkaupa
í landi, þar sem stöðug
vöruþurrð hrjáir ekki al-
menning. Um sjálfar rann-
sóknirnar er minna vitað.
En njóta íslenzk rann-
sóknaskip sömu réttinda?
Gætu þau leitað hafnar í
Murmansk eða Petsamo í
sama tilgangi, nánast hve-
nær sem þeim hentaði?
2) Sovézkir rannsóknaleið-
angrar hafa farið um há-
lendi Islands og rannsakað
þar allt, sem hugur þeirra
stendur til. Steingrímur
Hermannsson lét meira að
§egja eitt sinn selja þeim
loftljósmyndir af öllu land-
inu! Njóta íslendingar
sömu réttinda í Sovétríkj-
unum? Gætum við t.d. sent
rannsóknaleiðangur til
Kamtsjatka-skaga og feng-
ið keyptar nýjar loftljós-
myndir af öllum skagan-
um?
3) Sovézka fréttastofan APN
hefur útíbú í Reykjavík
með sovézkum og íslenzk-
um starfsmönnum og gefur
hér út fréttablað til dreif-
ingar meðal íslendinga.
Geta íslendingar fengið
sömu réttindi í Sovétríkj-
unum?
4) Sovézkir sendiráðsmenn,
sem hér eru ótrúlega marg-
ir, hafa algert ferðafrelsi á
íslandi og ferðast vítt og
breitt um landið jafnt í
merktum sem ómerktum
bilum. Hafa hinir örfáu ís-
lenzku sendiráðsmenn í
Moskvu sömu réttindi í
Sovétríkjunum?
5) Sovézka sendiráðið í
Reykjavík hefur stöðugt
sótt á um kaup og leigu
fasteigna í Reykjavík. Hef-
ur íslenzka sendiráðið í
Moskvu sambærilegt frelsi
til fasteignaumsvifa í
Moskvu?
6) Sovézkar flugvélar fá öðru
hverju að lenda hér á landi
á leið sinni til Vesturheims,
sérstaklega á flugleiðinni
til Kúbu.
Myndu íslendingar fá
sams konar réttindi til
millilendinga í Sovétríkj-
unum, t.d. ef íslenzkar
flugvélar ættu leið til
S-Kóreu?
Fleiri spurninga mætti
spyrja en um þessar mundir
brennur sú spurning heitast á
vörum íslendinga, hvort sið-
lausir morðingjar saklausra
flugfarþega njóta hér forrétt-
inda, þ.á m. varðandi flug, um-
fram það sem þekkist í nokkru
öðru vestrænu landi?
Er ekki ærið tilefni, einmitt
nú, til að endurskoða þessi
samskiptamál frá grunni?
Magnús Óskarsson er borgarlög-
madur í Reykjavík.
Sjálfstæðishús rís á Höfn
Höfn, 4. september
SJÁLFSTÆÐISMENN hér á Höfn vinna að því þessa dagana af miklu kappi
að reisa sjálfstæðishús á staðnum. Húsið verður tveggja hæða og alls 150
fermetrar. Margir taka þátt í starfínu og óhætt er að segja að húsið þjóti upp.
— Steinar
Miklaholtshreppur:
255 millimetra
úrkoma í ágúst
Borg, Miklahoitshreppi, 8. september.
UNDANFARNA daga hefur ástand með heyskap hér batnað verulega. Tíðarfar
til heyskapar hefur gjörbreyst allt frá höfuðdegi og það sem af er september.
Hey hafa náðst þótt þau séu úr sér sprottin og fóðurgildi verulega rýrnað. Tún
eru þó ennþá blaut en sum þeirra verða tæplega slegin nema góður þurrkur
verði um lengri tíma.
Heyfengur verður verulega minni að vöxtum vegna kalskemmda á vor-
inu og þar við bætist að heyin eru trénuð. Er leitt til þess að vita, að aldrei
hefur jafn mörgum krónum verið fórnað til áburðarkaupa og í vor. Úr-
koma í ágústmánuði á Hjarðarfelli var 255 millimetrar, og aðeins einn
sólarhringur úrkomulaus. f Haukatungu var úrkoman 206 millimetrar og
þrír úrkomulausir dagar. Úrkomumælingum á Arnarstapa hefur verið
hætt.
Ber, kartöflur og grænfóður hefur engum þroska náð í sumar. Síðast-
liðna þriðjudagsnótt var hér frost og skúmað var á pollum um morguninn.
I dag er austan gola og góður þurrkur og vonandi er að styttist til
töðugjaldanna eftir þetta blauta sumar. _ páii