Morgunblaðið - 10.09.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
19
þessar viðræður muni brátt skila
árangri, stuðla að betri og örugg-
ari heimi og verði meginþáttur í
raunhæfri, almennri og alhliða af-
vopnun.
Islenska þjóðin, sem býr við lýð-
ræði og hrósar sér af elsta þjóð-
þingi heims álítur að mannrétt-
indi og frelsi séu forsendur eðli-
legra samskipta og samvinnu
ríkja á milli. Við óskum spönsku
þjóðinni sérstaklega til hamingju
með endurreisn lýðræðis og mann-
réttinda í landi sínu. Gestgjafar
okkar hafa gefið verðugt fordæmi
fjölda þjóða sem njóta ekki enn
þessara grundvallarréttinda.
Á sviði mannúðarmála er að
finna í Madrid-skjalinu ýmsar
nýjar skuldbindingar sem ekki var
að finna í lokasamþykktinni frá
Helskinki. Meðal þessara skuld-
bindinga eru ákvæði um réttindi
verkalýðsfélga og launþega. Koma
okkur þá í hug þjáningar pólsku
þjóðarinnar. Einnig má nefna
skuldbindingu ríkja til að tryggja
frjálsan aðgang að erlendum
sendiráðum og ræðisskrifstofum.
Þá er í fyrsta skipti á vettvangi
Öryggisráðstefnunnar gert sam-
komulag um að verulegt átak
verði gert í baráttunni gegn
hryðjuverkum og þau fordæmd.
Ég vil ekki láta hjá líða, þar sem
ísland er mjög háð utanríkisvið-
skiptum um alla afkomu sína, að
benda á að frjáls verslun er einnig
mikilvæg til styrktar friði og ör-
yggi í Evróðu og annars staðar í
heiminum, eins og framfarir á
öðrum sviðum samskipta þjóða.
{ Madrid-skjalinu leggja aðild-
arríki áherslu á að hinar mann-
legu hliðar heimsfjölskyldna og
einstaklinga fái að njóta sín og
stuðli að eðlilegum og traustum
samskiptum þátttökuríkjanna í
þágu raunverulegrar slökunar-
stefnu í alþjóðamálum.
Raunverulegur árangur hefur
náðst hér í Madrid.
Tekist hefur að tryggja jafn-
vægi milli hinna ýmsu þátta loka-
samþykktarinnar með samstöðu
Vesturlanda. Einróma samkomu-
lag okkar mun verða grundvöllur
frekari viðleitni til að hrinda í
framkvæmd skuldbindingum,
bæði lokasamþykktar Helsinki-
ráðstefnunnar og Madrid-skjals-
ins. Við munum skýra almenningi
í löndum okkar frá skyldum þeim
sem við höfum tekist á hendur
með þessu skjali og gera þjóðum
okkar og annarra landa ljósa
ábyrgð þeirra, sem standa ekki við
skuldbindingar sínar.
Við undirritun lokasamþykktar-
innar í Helsinki lét ég svo um
mælt að við værum ekki að reisa
nein „Potemkin-tjöld". Við ættum
hvorki að blekkja okkur sjálf né
aðra. Þessi sannindi eru enn í gildi
þegar við samþykkjum Madrid-
skjalið.
Við skulum vona að efndir
Madrid-skjalsins séu í samræmi
við ákvæði þess og að skilningur
og samvinna ráði ferðinni þannig
að þátttökuríkin geti lifað saman,
unnið saman og stuðlað að raun-
hæfari samskiptum byggðum á
friði, öryggi og réttlæti. Þessum
göfugu fyrirheitum megum við
ekki bregðast.
Öll þátttökuríkin þrjátiu og
fimm sem hér eiga fulltrúa verða
að virða heit sín og standa i einu
og öllu við þær skuldbindingar
sem þau hafa nú tekist á hendur.
ur, og stöðugt komi á markað nýj-
ar gerðir bíla. Það sé hins vegar
ánægjulegt að siðasta árið í lífi
sinu, hafi gamla gerðin af Golf
enn verið á toppnum hvað sölu
snerti, þrátt fyrir nýjar gerðir og
harðari samkeppni, en venjan sé
sú að það dragi úr sölu bifreiða
eftir þvi sem lengra líði frá þvi
þær koma fram. Staða Volkswag-
en verksmiðjanna sé sterk, með
Evrópu sem sinn sterkasta mark-
að, einkum innanlandsmarkað í
Þýskalandi, og síðan Frakkland og
England og Italíu.
Á síðastliðnu ári hafi Vokswag-
en verksmiðjurnar til dæmis sent
frá sér nýja gerð af Audi 100, sem
hafi hlotið mjög góðar viðtökur,
enda sé um frábæran bíl að ræða.
Þarna sé Volkswagen að færa út
kvíarnar og renna fleiri og styrk-
ari stoðum undir reksturinn, því
þeir hafi ekki verið mjög sterkir á
þessum markaði hingað til.
Golf peninganna virði
„Auðvitað erum við með dýrari
bíla en til dæmis Japanir," sagði
Krems aðspurður um verðið á
þýskum bílum. „Þýska markið
hefur verið mjög sterkt gagnvart
öðrum gjaldmiðlum, sem hefur
gert útflutninginn erfiðari en ella.
Þá erum við með ólíkt þjóðfélags-
kerfi frá því sem Japanir hafa til
dæmis og það er fleira sem gerir
það að verkum að þeir geta fram-
leitt ódýrari bíla en við. Við höld-
um okkar stefnu fyrir því. Við
bjóðum upp á þýsk gæði og tækni
á hæsta stigi og óttumst ekki sam-
keppnina hvað það snertir. Til að
mynda bjóðum við nú upp á 6 ára
ábyrgð gegn ryðskemmdum á sér-
hverjum nýjum bíl. Bílarnir eru
ryðvarðir hjá verksmiðjunum og
sú ryðvörn dugir í 6 ár. Þetta er
engin áhætta fyrir okkur, en fyrir
viðskiptavinina skiptir það miklu
máli.
Þó fólk átti sig ef til vill ekki á
því, þá er Golfinn framleiddur á
mjög samkeppnisfæru verði við
aðra bíla, þegar mið er tekið af því
sem fólk fær fyrir peningana,
þarna er um mikið meiri bíl að
ræða, en fólk áttar sig almennt á.
Endanlegt verð á íslandi hefur
ekki verið ákveðið ennþá, en við
höfum einmitt staðið í viðræðum
um það og ég er viss um að við
komumst að góðu samkomulagi,"
sagði Krems.
„Ég myndi bjóða honum í prufu-
keyrslu og eftir það ætti það ekki
að vera neitt vandamál fyrir góð-
an sölumann að sannfæra kaup-
andann, ekki síst vegna hins háa
endursöluverðs, sem er á Golf alls
staðar í heiminum," sagði Krems,
er hann var spurður um hvernig
hann myndi fara að þvi, að sann-
færa íslenskan kaupanda um að
kaupa þýskan bíl í stað ódýrari
bíls annarrar tegundar.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Indira Gandhi, Indland. 1 Zia Ul Haag, Pakistan.
Singye Wangchuck, forsætisráð- Abdul Gayoom, þjóðhöfðingi
herra Bhutan. Maldives-eyja.
Birenda konungur í Nepal.
Athyglisvert framtak sjö Suð-
austur-Asíu ríkja gæti boðaö
betri daga í þeim heimshluta
Sambúðarerfiðleikar og almenn togstreita hefur lengi sett svip sinn á
skipti ýmissa landa Suðaustur-Asíu. Nú virðist sem áhugi sé að vakna
fyrir því að þessi ríki reyni að greiða úr ágreiningsmálum, enda óhætt að
fullyrða að valdastreita og skoðanamunur, trúarbragðagreinir og fleira
hefur auðvitað staðið þessum löndum fyrir þrifum á leið til betri lífskjara.
jö ríki ákváðu fyrir nokkru
Sað efna til fundar í Nýju
Delhi og stóð fundurinn í tvo
daga. Ákveðið var að reyna að
setja upp eins konar vinnuáætl-
un sem reynt yrði að fylgja og
það eitt út af fyrir sig, að full-
trúar þessara landa skyldu koma
sér saman um að hittast, er tölu-
vert merkilegt.
Hér var um að ræða utanrík-
isráðherra Indlands, Pakistan,
Bangladesh, Nepal, Sri Lanka,
Bhutan og Maldives-eyja, sem
eru í suðvestur af Indlandi. I yf-
irlýsingu eftir fundinn kunn-
gerðu fulltrúarnir að þeir hefðu
á prjónunum áform um að efla
samvinnu á ýmsum sviðum og
nefndu sérstaklega til efna-
hagsmál, félagsmál, menning-
armál, vísindi og tækniþekkingu.
Þó svo að fulltrúarnir hafi
hitzt og talað saman er sjálfsagt
enn iangt í land með að þessi ríki
geti farið að vinna saman. Ekki
skal því gleymt að Indverjar og
Pakistanir hafa háð þrjár meiri-
háttar styrjaldir og enn er sam-
búð ríkjanna mjög stirð. Sambúð
Indverja og Bangladesha er ekki
heldur upp á það bezta og versn-
aði stórlega eftir morðið á fyrsta
forseta landsins, Mujibur Rahm-
an.
Fámennari ríkin á þessu svæði
óttast að í samskiptum eða sam-
vinnu muni Indverjar með sínar
800 milljónir íbúa verða allsráð-
andi, en embættismenn í Nýju
Delhi hafa þó lagt sig fram um
að tala um jafnan rétt og skyld-
ur til að forðast ásakanir um yf-
irgangsstefnu Indverja.
En fleiri ljón kynnu að vera á
veginum. Blandast þar inn I
tengsl ýmissa þessara ríkja við
stórveldin. Indverjar eða ind-
verska stjórnin þó öllu heldur
hefur mikil sambönd við Sovét-
ríkin, aftur á móti halla her-
stjórnir Pakistan og Bangladesh
sér heldur að Bandaríkjunum.
Embættismenn í Pakistan við-
urkenna í einkasamræðum að
mikið þurfi að ræða og ýmsar
krókaleiðir þurfi að fara í slíkum
viðræðum, áður en þessi ríki geti
náð svo langt að móta einhverja
heildarstefnu í þeim málefnum,
sem að ofan var vikið að.
Utanríkisráðherra Pakistan,
Yakub Khan, fór nýlega í heim-
sókn til Bangladesh, en ekki eru
nema tólf ár síðan Bangladeshar
háðu blóðuga styrjöld við pakist-
anska herinn og upp af þeirri
styrjöld spratt síðan ríkið
Bangladesh. Þessi heimsókn
þykir vísbending um að fulltrúar
ríkjanna hafi jákvæða afstöðu
til nánari samskipta. Bæði í
Pakistan og Bangladesh eru
herforingjastjórnir við völd, eins
og áður er sagt og bæði ríkin
geta að sumu leyti sameinast í
ótta við yfirgangssemi og alræði
Indverja í þessum heimshluta.
Það er í rauninni óttinn við Ind-
land sem gengur eins og rauður
þráður gegnum þetta allt. Ind-
land er risinn í heimshlutanum
— bæði hvað varðar stærð og
mannfjölda. Fyrri tilraunir til
að leiða þessi ríki saman — fyrir
milligöngu þeirra beggja Sov-
étmanna og Bandaríkjanna hafa
mistekizt og ástæður fyrir því án
efa þessi kvíði við að Indverjar
munu hreinlega gleypa smáríkin
og þau verða áhrifalaus með
öllu.
En sem styrjöldin og ólgan í
Miðausturlöndum heldur áfram,
Rússar halda áfram að berja á
afgönskum uppreisnarmönnum
með æði takmörkuðum árangri,
virðist svo sem ríki Suðaustur-
Asíu þurfi að ná betur saman til
að koma í veg fyrir að þar skap-
ist ástand ámóta og í ýmsum
öðrum heimshlutum, auk Mið-
austurlanda má auðvitað nefna
Mið-Ameríku og fleiri átaka-
Jayawardene, hæstráðandi Sri
Lanka.
svæði. Þjóðir þessara landa gera
sér grein fyrir því að lítið má út
af bera í samskiptum þeirra,
hagsmunir stangast á, ættbálka-
deilur eru djúpstæðar, trúar-
bragðadeilur geta komið öllu í
bál og brand, svo að nefnt sé að-
eins fátt eitt. Engu að síður eða
kannski einmitt þessvegna gera
menn sér grein fyrir því hversu
mikilvægt er að styrkja frið og
eindrægni í Suðaustur-Asíu,
enda hafa ýmsar þjóðir þar
fengið sig fullsadda af styrjöld-
um og hörmungum þeirra.
Fyrsta verkefni SARCS verð-
ur ekki stórt í sniðum, en það eru
þó að minnsta kosti stigin fyrstu
skrefin: samræmd skulu lög um
vegabréf og vegabréfsáritanir til
og milli þessara landa, samgöng-
ur og póstþjónustu og síma.
Þessi mál — þótt lítilvæg séu á
mælikvarða heimsvandamála —
hafa töluvert mikið vægi og það
getur gefið bendingu um, hvern-
ig til tekst í framtíðinni milli
þeirra, takist að leiða þau til
lykta.
Síðan er trúlegt að löndin snúi
sér að einhverskonar samvinnu
varðandi efnahagsmál og reynd-
ar er óhætt að fullyrða, að þó að
allt muni þetta taka sinn tíma og
ekki bera árangur i einum græn-
um hvelli gæti þetta verið fyrir-
boði betri og friðsamlegri tíma
fyrir þennan mikilvæga hluta
Suðaustur-Asíu.
(Heimildir: Observer John
Stokes, Asia Yearbook 1983)