Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 20

Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Framfaraflokknum er spáð auknu fylgi — í fylkis- og sveitarstjórnakosningum í Noregi Oslo, 9. september. Frá fréttariUra Morgunblaðsins, Jan Erik Lauré KOSNINGAR fara fram í Noregi á sunnudag og mánu- dag og verður þá kosið í sveitarstjornir og til fylkis- þinga í landinu. Þó að þessar kosningar séu svæðisbundn- ar, móta þjóðmálin kosn- ingabaráttuna að talsverðu leyti. Skoðanakannanir berida til þess, að styrkleikahlutföllin milli stóru flokkanna tveggja, Hægri flokksins og Verkamannaflokk- ins, eigi eftir að haldast lítið breytt og að Hægri flokkurinn fái 31,5% en Verkamannaflokkurinn 37%. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að hinir hægri flokkarnir tveir, sem aðild eiga að norsku ríkisstjórninni, það er Kristilegi Flýðu til Austur- ríkis í loftbelg Austurríki, 9.9. AP Tékkneskur byggingar- verkfræðingur, kona hans og tvö börn, flýðu til Aust- urríkis í fyrrinótt í heima- gerðum loftbelg. Austurríska lögreglan hefur neitað að gefa upp smáatriði varðandi flótta tékknesku fjöl- skyldunnar, vegna hættu á refsi- aðgerðum gegn ættingjum fjöl- skyldunnar, sem enn eru í Tékkaslóvakíu. Ónefndur lögreglumaður gaf þó þær upplýsingar að fjölskyld- an hefði ráðgert flótta í tvö ár, og hefði loftbelgurinn verið smíðaður í leyni úr regnkápum sem saumaðar voru saman, bráðabirgða trégólfi og stál- grind. Fjölskyldan hóf flóttann fyrir miðnætti á miðvikudag, og innan 50 mínútna var belgurinn kom- inn yfir landamærin og inn í Austurríki. Landamæraverðir sáu loga í 2'k km hæð, og skutu í átt að honum, en gátu ekki gert sér grein fyrir hvaða fyrirbæri þetta var. Eftir að fjölskyldan lenti heilu höldnu nálægt landamærabæn- um Drasenhofen, gekk hún inn í bæinn og lét lögreglu vita af sér. Fjölskyldan hefur nú beðið hælis sem flóttamenn í Austurríki. A lúxushótelí í hjarta Amsterdam Vikudvöl fyrir ótrúlega lágt verð. Nú er rétti tíminn fyrir vikudvöl í Amsterdam, þar sem fjölskrúðugt mannlíf og alþjóðlegir menningarstraumar skapa einstaka stemmningu á degi og nóttu. Við gistum á Sonesta, fimm stjörnu lúxushóteli í miðpunkti borgarinnar, - annálað fyrir glæsilegan aöbúnað og þjónustu. örstutt er á söfnin, í verslanirnar, á veitinga- staðina og næturklúbbana og dvölin verður ógleymanlegt ævintýri frá fyrsta degi. Verð aðeins kr. 14.980.- Innifalið: Flug, akstur að og frá flugvelli erlendis og gisting á lúxushótellnu Sonesta m/morgunverði. Samvinnuferöir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28699 þjóðarflokkurinn og Miðflokkur- inn, eigi eftir að tapa fylgi. Það er jafnvel talið, að Kristi- legi þjóðarflokkurinn eigi eftir að bíða afhroð í kosningum og fái ekki nema 7,2% í stað 10,5% áður og að Miðflokkurinn fái 6,5%, en hann hafði 8,6% áður. Líklegast- ur sigurvegari kosninganna er talinn vera Framfaraflokkur- innn, sem er bræðraflokkur Glistrups í Noregi. Flokkurinn hefur vaxið að fylgi í öllum kosn- ingum að undanförnu. Árið 1979 fékk flokkurinn aðeins 2,5% at- kvæða, í kosningunum til Stór- þingsins 1981 hlaut hann 4,5% og fékk þar fjóra menn kjörna og nú þykja líkur á, að flokkurinn fái 6,5% og geti því virkilega látið að sér kveða á fylkisaþingunum. Fylkin í Noregi eru 19 og eru jafnaðarmenn ráðandi flokkur þremur þeirra. Mikil eftirvænt- ing ríkir um úrslit kosninganna á sjö fylkjsþingum, þar sem líkur eru taldar á, að úrslit kosn- inganna verði þau, að breytingar á fylkisstjórnunum fylgi í kjöl- farið. Brak úr annarri flugvél uppreisnarmanna f Nicaragua, sem gerðu loftárásir á stöðvar í Nicaragua í gær og fyrradag, hinar fyrstu f sögu átakanna þar í landi. Hermönnum tókst að skjóta niður aðra flugvélina, Cessnu-402, sem gerði árás á höfuðborgina í fyrradag, og sést hér hluti braks hennar, þar sem hún brotlenti við flugvallarbyggingar. ap/ símamynd. Loftárásir skæruliöa á stöðvar í Nicaragua Managua. 9. september. AP. FLUGVÉLAR skæruliða gerðu loft- árásir á skotmörk í Nicaragua ann- an daginn í röð. Átökin í landinu hafa tekið nýja stefnu, því áður hafa skæruliðar ekki gert árásir úr lofti. Rétt fyrir dögun á fimmtudag vörpuðu tvær flugvélar af gerðinni Cessna 402 sprengjum á höfuð- borgina og hlaust talsvert tjón á mannvirkjum af, en manntjón varð ekki. Önnur flugvélin varpaði sprengjum á hverfi þar sem bú- staður utanríkisráðherra er, og komst hún undan, en talið er að flugvélarnar hafi komið frá Costa Rica. Hin flugvélin varpaði sprengj- um á flugvöllinn f Managua og hlaust þar einnig af talsvert tjón, en hermönnum, sem mönnuðu loftvarnabyssur, tókst að skjóta flugvélina niður, og brotlenti hún við flugstöðvarbygginguna. Þrír hermenn slösuðust. f dag gerðu tvær T-28 flugvélar árás á Kyrrahafsborgina Corinto, sem er ein helzta hafnarborg Nic- aragua, og ollu þær smávægilegu tjóni á fjórum birgðatönkum í olíustöð, en engan sakaði, að sögn talsmanns hersins. Hann sagði að flugvélarnar hefðu varpað sprengjum og skotið eldflaugum, sem flestar hverjar hefðu farið í hafið eða sprungið á opnu landi, og því litlu tjóni vald- ið. Þvf næst réðust báðar flugvél- arnar á mikilvæga brú skammt frá á þjóðveginum til Managua, en urðu frá að hverfa er skotið var án afláts af loftvarnabyssum. Flug- vélarnar flýðu til Hondúras. Járnbrautaslys við Kaupmannahöfn: Þrír fórust Kaupmannahöfn, 9. september. AP. Þrír menn fórust og 15 slösuðust, sumir alvarlega, þegar tvær járn- brautalestir rákust á rétt við lesta- stöðina í Stenlnse, skammt norður af Kaupmannahöfn í morgun. Slysið varð er önnur lestin stað-- næmdist ekki á stöðinni, sam- kvæmt venju, heldur hélt áfram á 75 km hraða og keyrði beint fram- an á farþegalest, sem var að nálg- ast Stenlose. Óljóst er hvers vegna lestin, sem var tóm, stöðvaði ekki á stöð- inni, þrátt fyrir ljósmerki og kall- merki stöðvarstjóra. Annar lest- arstjóranna er í hópi hinna slös- uðu. -- Það tók slökkviliðs- og björgun- armenn þrjár stundir að bjarga fólki út úr fremstu lestarvögnun- um, sem sumir fóru út af sporinu og ultu við áreksturinn. Slysið varð í dögun og var úr- hellisrigning er það átti sér stað. Singapore: Rússar rufu lofthelg- ina fjórum sinnum SOVÉZKAR farþegaþotur frá Aeroflot rufu lofthelgi Singapore fjórum sinnum 1980 með þvf að fljúga þá nærri herflugvelli þar. Skýrði blaðið The Straits Times frá þessu í dag og sagði, að stjórn- in í Singapore hefði mótmælt öll- um þessum atvikum harðlega við sovézk stjórnvöid. The Straits Times segir, að sovézku farþegaþoturnar hafi farið inn á bannsvæði í lofthelgi Singapore, er þær nálguðust Lebar-flugvöll. Þrisvar héldu sovézku flugmennirnir því fram eftir á, að þeir hefðu breytt um stefnu vegna skýjafars. Engar aðrar flugvélar tilkynntu hins vegar um slíkt skýjafar og veð- urskýrslur sýna, að himinn var heiðskír þessa daga. Blaðið skýrði frá þessu á for- síðu við hliðina á frétt frá Madr- id af ummælum Andrei Gromyk- os, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, þar sem hann lýsti þvi yf- ir, að landamæri Sovétríkjanna væru „heilög”.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.