Morgunblaðið - 10.09.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
21
Flugmað-
urinn verði
framseldur
Gíslar látnir
lausir í staðinn
LLssabon, 9. ágúst AP.
TUTTUGU OG FJÓRIR sovézkir
gísiar, sem í haldi eru hjá uppreisn-
armönnum gegn stjórnvöldum í
Mozambique, verða látnir lausir
„strax“, ef sovézk stjórnvöld senda
flugmann þotunnar, sem skaut
suður-kóreönsku farþegaþotunna
niður í síðustu viku, til Seoul. Skýrði
talsmaður uppreisnarmanna frá
þessu í gær.
Uppreisnarmenn, sem berjast
gegn stjórn marxista í Mozam-
bique, settu tvö skilyrði fyrir því,
að sovézku gíslarnir verði látnir
lausir. Annað er, að sovézki flug-
maðurinn verði framseldur til
Seoul en hitt, að hann verði þar
„dreginn fyrir rétt“.
■ ■■
\T/
ERLENT,
7 millj. dollara gimsteinn
Stærsti hjartalaga gimsteinn heims, „Le Grand Coeur d’Afrique** er nú til sölu í London, sem hluti af 50
gimsteina hálsmeni. Til þess að framleiða þennan einstaka stein, varð að höggva til þann 278 karata
gimstein, sem sést til vinstri til þess að fá fram hjartalaga gimsteininn, sem er 70 karöt og metinn er á 7
millj. dollara (nær 200 millj kr.)
Hvirfilvindur gerir usla
Ilong Kong, 9. september. AP. L
Hvirfilvindurinn Ellen skall á
Hong Kong í fyrradag, og fórust
a.m.k. 6 manns. 180 aðrir slösuðust
þegar hvirfilvindurinn, sem er annað
mesta óveður sem skollið hefur á í
Hong Kong til þessa, gekk yfir.
Vindhraðinn komst upp í 225 km á
klst. og orsakaði gífurlegt tjón á
mannvirkjum.
Þegar stormurinn hafði gengið
yfir milljónaborgina, var allt at-
hafnalíf í borginni lamað, og 22
skip og bátar strönduðu, þ.á m.
21.000 tonna flutningaskip.
Hinir 180 sem slösuðust, höfðu
yfirleitt orðið fyrir höggi af völd-
um götuskilta, eða annarra laus-
legra hluta sem hvirfilvindurinn
reif með sér. Meðal þeirra sem lét-
ust, var 7 ára gömul stúlka. Hún
hafði kramist undir fataskáp sem
féll um koll í óveðrinu. Miðaldra
maður lést þegar þak á kofa hans
hrundi og slökkviliðsmaður og
tvær systur létust af völdum
skriðufalla. Þriggja manna er
saknað, en talið er að þeir hafi
farist er bátur þeirra strandaði.
Ellen er mesti stormur sem
gengið hefur yfir Hong Kong síð-
an hvirfilvindurinn Hope skall á
árið 1979, en þá létust 8 manns og
123 slösuðust.
Skrifstofum Aeroflots
lokað í Bandaríkjunum
Starfsmönnum félagsins skipað að verða á brott
Wa.shington, 9. september. AP.
RONALD Reagan, forseti Banda-
ríkjanna, hefur hvatt vinaríki til
þess að fara að fordæmi Banda-
ríkjamanna og rjúfa við-
skiptatengsl við sovézka fiugfélag-
ið Aeroflot og loka söluskrifstofum
þess. Er þetta þáttur í þeim að-
gerðum, sem Bandaríkjastjórn hef-
ur gripiö til vegna suður-kór-
eönsku farþegaþotunnar, er Rúss-
ar skutu niður í síðustu viku. Hef-
ur bandaríska utanríkisráðuneytið
látiö framfylgja fyrirmælum forset-
ans um að loka opinberlega skrif-
stofum Aeroflots í New York og
Washington og skipa starfs-
mönnum félagsins þar að verða á
brott frá Bandaríkjunum.
Vestur-Þýzkaland og flest
önnur aðildarríki NATO hafa
samþykkt að hætta öllum flug-
ferðum til Sovétríkjanna í tvær
vikur frá og með 15. september
nk. Var frá þessu skýrt af hálfu
stjórnvalda f Bonn í dag. Sagði
Júrgen Sudhoff, talsmaður
stjórnarinnar, að utanríkisráð-
herrar NATO hefðu á fundi sín-
um í Madrid tekið ákvarðanir
um þessar aðgerðir til þess að
leggja áherzlu á fordæmingu
sína á Sovétríkjunum fyrir að
skjóta niður suður-kóreönsku
farþegaþotuna. Lendingarleyfi á
Vesturlöndum fyrir flugvélar
Aeroflots verða einnig felld
niður á þessu tveggji vikna
tímabili.
Sudhoff tók það frí m, að
Frakkar og Grikkir hefðu ekki
fallizt á að taka þátt í þessum
aðgerðum og óvíst væri um
þátttöku Danmerkur og Tyrk-
lands.
Japönsk stjórnvöld bönnuðu í
dag flug Aeroflots til Japan að
sinni og báðu Sovétmenn um að
„íhuga hegðun sína vandlega"
vegna farþegaþotunnar, sem
þeir skutu niður.
Viðræður um fækkun
kjarnorkuvopna:
Rússar
að draga
í land í
kröfum
sínum?
Madrid, 9. september. AP.
RÚSSAR hafa gefið til kynna að þeir
séu hugsanlcga reiðubúnir að falla
frá þeim kröfum sínum, að brezk og
frönsk kjarnorkuvopn verði talin með
í viðræðunum í Genf um fækkun
kjarnorkuvopna, aö sögn Hans-
Dietrieh Genscher utanríkisráðherra
V estu r-Þýzkalands.
Genscher sagði á blaðamanna-
fundi að Andrei Gromyko utanrík-
isráðherra hefði gefið þessa af-
stöðubreytingu Rússa til kynna í
viðræðum þeirra í gær. Kvað
Genscher hér um mjög jákvæða
stefnubreytingu að ræða, ef sönn
væri.
Varaði Genscher þó við of mikilli
bjartsýni, því það eitt skipti máli
sem þeir byðu fram í samningavið-
ræðunum í Genf um fækkun
meðaldrægra kjarnorkuflauga.
Viðræðurnar í Genf, sem hófust
1981, hafa staðið í stað að undan-
förnu vegna kröfu Rússa um að 162
brezkar og franskar kjarnorku-
flaugar yrðu taldar með, þar sem
þær hefðu drægni á við þær kjarn-
orkuflaugar, sem um væri verið að
fjalla í viðræðunum.
Bæði Bretar og Frakkar hafa
ekki ljáð máls á því að flaugar
þeirra yrðu taldar með í Genf, og
hafa þeir verið studdir af banda-
mönnum sínum í þeim efnum.
McGovern
í framboð?
W a.shington, 9. september. AP
GEORGE McGovern, fyrrum öld-
ungadeildarþingmaður, mun bráð-
lega tilkynna hvort hann gerir aðra
tilraun við að ná útnefningu demó-
krata til forsetakosninganna í
Bandaríkjunum 1984.
McGovern var frambjóðandi
demókrata í forsetakosningunum
1972, en tapaði þá fyrir Richard
Nixon.
Seirawan
vann Tal
Nic.sik, 9. september. AP.
BANDARÍSKI skákmeistarinn
Yasser Seirawan sigraði Sovét-
manninn Mikhail Tal, fyrrum
heimsmeistara, í 12. umferð
skákmótsins í Nicsik, sem tefld
var á fimmtudag. Jafntefii varð
hins vegar í skák Svíans Ulf
Andersons og Garri Kasparovs
frá Sovétríkjunum en sá síðar-
nefndi er enn efstur í mótinu.
Seirawan, sem einnig hefur
unnið Spassky, fyrrum heims-
meistara, í þessu móti, tefldi til
jafnteflis á móti Tal. Sá síðar-
nefndi hafnaði jafnteflisboðinu,
en lék síðan ónákvæmum leik og
tapaði peði. Þar með var skákin
unnin fyrir Seirawan.
Úrslit í 12. umferð urðu að öðru
leyti þessi: Ljubojevic vann Ivano-
vic, en jafntefli varð hjá Petrosian
og Nikolic og Sax og Spassky.
Skákir þeirra Gligorics og Miles
og Portisch og Larsens fóru f bið.
Staða efstu manna í mótinu er nú
þannig, að Karparov er enn efstur
með 9 vinninga, þá kemur Larsen
með 7% vinning og Spassky, And-
erson og Portisch hafa 6 vinninga
hver.