Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 23

Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 23 nenn sýndu Ólöfu ótrúlegt tillitsleysi arnir framhjá. Hvorki fleiri né færri en 30 bílar óku framhjá henni á Hverfisgötunni án þess að stansa. Loks kom lögreglumaður á bifreið og stöðvaði umferðina svo Ólöf litla kæmist yfir gangbraut- ina. Það var sólskin og blíða í gær þegar Ólöf lagði af stað í skólann. Hún athugaði fyrst hvort hægt væri að komast yfir Hverfisgötuna við Vatnsstíginn, en í sannleika sagt var það ekki fýsilegt. Þar er ekki gangbraut, auk þess hafði sendibíl verið lagt ólöglega og byrgði fyrir útsýni. Ólöf gekk að gatnamótum Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar er gangbraut, en aftur hafði sendibifreið verið lagt ólöglega þannig að hún byrgði út- sýni vestur eftir götunni. Ólöf hélt þá leiðar sinnar norðan megin götunnar og hugðist fara yf- ir Hverfisgötuna við Vitastíg. Það- an blasir Austurbæjarskólinn við henni og er líklega besta leiðin; minnst hætta á að hún villist. En það var ekki auðhlaupið að komast yfir. Ólöf stóð þolinmóð á gang- stéttinni við gangbrautina en öku- menn sinntu henni ekki hið minnsta. Hvorki fleiri né færri en 30 bifreiðum var ekið hjá — enginn ökumanna sinnti ólöfu litlu. Þeir óku framhjá, sumir hratt, raunar áberandi hvað strætisvögnum var ekið hratt eftir Hverfisgötunni. Loks kom lögreglumaðurinn, sem áður er getið, og stöðvaði um- ferðina og hleypti ólöfu litlu yfir svo hún gat haldið leiðar sinnar. Það gekk vel að komast yfir Lauga- veginn — aldrei þessu vant var umferð lítil. Sama gilti um Grett- isgötu. Njálsgatan var öllu verri en eftir skamma bið komst hún yfir. Hið sama gilti um Bergþórugötu og í porti Austurbæjarskóla tóku þær Guðrún og Nína á móti Ólöfu. En skömmu síðar — þegar blaðamað- ur og ljósmyndari héldu leiðar sinnar, var bifreið ekið á miklum hraða austur Bergþórugötu. Við hlið eins fjölmennasta barnaskóla borgarinnar. Hugsunarleysi öku- manna virðist engin takmörk sett. Reykjavík skartaði sínu fegursta þegar ólöf fór í skólann í gær, sólin brosti við borgarbúum. Þrautin verður þó þyngri þegar veður ger- ast válynd í vetur. Þegar litil stúlka þarf að komast leiðar sinnar — þegar þúsundir skólabarna þurfa að komast leiðar sinnar í skólann — er brýnt að allir taki höndum saman um að vernda yngstu vegfarendurna. H.Halls. 6. Nína og Guðrún taka á móti Ólöfu við Austurbæjarskólann. Ólöf á gatnamótum Grettisgötu og Vitastígs. kastígs og Hverfisgötu — þar hafði ið gangbrautina. 4Um 30 bifreiðum var ekið framhjá Ólöfu við gangbrautina á Hverfisgötu Á leiðinni heim — Páll Garðarsson, lögregluþjónn stöðvar umferðina og • við Vitastíg, án þess að nokkur ökuraaður hirti um að stansa og hleypa ( • hleypir Ólöfu yfir Hverfisgötuna. Myndir Mbl. JiUius. henni yfir. ■>hultz sam- morgun Geir Hailgrímsson sagði, að rætt hefði verið um ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að atburðir af þessu tagi gætu endurtekið sig. Það er ljóst, sagði utanríkisráðherra, að ýmsar þjóðir munu ákveða a.m.k. hálfsmán- aðarbann við flugferðum til og frá Sovétríkjunum. Þá sagði Geir Hallgrímsson, að ræða Gromykos á Madrid-ráðstefn- unni hefði fallið í grýttan jarðveg og mönnum hafi fundist hún vera utan marka velsæmis. Þessi atburður varpaði skugga á ráðstefnuna, sagði Geir Hallgríms- son. Menn höfðu gert sér vonir um, að hún yrði hvatning til betri samskipta þjóða á milli og mundi stuðla að bættu andrúmslofti í alþjóðamálum. Þetta athæfi Sovétmanna er hins veg- ar brot á bæði Helsinki-samþykktinni og lokaskjali Madrid-ráðstefnunnar. Heildaraflinn hefur dregist saman um tæpar 70.000 lestir Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, flytur ræðu sína á Madrid-ráðstefnunni. HEILDARAFLI landsmanna fyrstu 8 mánuði þessa árs varð samtals 478.959 lestir en á sama tíma í fyrra varð hann 546.714 lestir eða 67.755 lestum minni nú. Heildar þorskafl- inn þetta tímabil reyndist tæpum 63.000 lestum minni en á sama tíma- bili í fyrra. Rækjuafli reyndist hins vegar um 2.000 lestum meiri nú en í fyrra samkvæmt aflatölum Fiskifé- lags íslands. Sé litið á dæmið eftir veiðiskip- um kemur í ljós, að afli báta hefur dregizt samam um rúmar 50.000 lestir, var nú 222.994 lestir en í fyrra 273.707. Þorskafli báta dróst saman um rúmar 47.000 lestir, er nú 131.770 en var í fyrra 179.203. Afli togara þetta tímabil nú er um 17.000 lestum ininni en í fyrra eða 255.965 lestir á móti 273.007 í fyrra. Þorskafli togara er tæpum 14.000 lestum minni nú en í fyrra. Rækjuaflinn þetta tímabil nú reyndist 8.603 lestir á móti 6.607 í fyrra. Sé aðeins ágústmánuður þess- ara tveggja ára borinn saman kemur í ljós að þorskafli báta er nánast sá sami eða rétt rúmar 8.000 lestir, en heildaraflinn er nú EDDAN farþegaskip Farskips hreppti vont veður héðan á leið sinni til Bretlands nú í vikunni og þegar Morgunblaðiö hafði samband við skipið í gær, var að nýju spáð versn- andi veðri. Þá var skipið þegar orðið 12 tímum á eftir áætlun til New- castle, en þangað á þaö að koma á aáætlun á laugardagsmorgnura. Talsverðar líkur eru því á að skipinu tæpum 200 lestum meiri. Heildar- afli togara varð nú um 10.000 lest- um minni en í fyrra, eða 35.379 lestir nú á móti 45.466 og þorskafl- inn reyndist rúmum 9.000 minni nú en í fyrra eða 36% minni. Hins vegar þrefaldaðist rækjuaflinn tæplega eða óx úr 490 í 1.307 lestir. seinki enn frekar. Allt upp í 12 vindstig voru á fimmtudag og létu farþegar þá flestir fyrirberast í kojum. Aflýsa varð bridgekeppni þann daginn, en bridgemót fer fram um borð í þessari ferð Eddunnar. Einn káetugluggi brotnaði í veðrinu og sjór streymdi inn, en engum varð meint af. 12 tíma töf hjá ms. Eddu á útleið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.