Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 222. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Drúsar hóta að viröa vopnahléið að vettugi — ef flugvöllurinn í Beirut verður opnaður Á baðkeri frá London til Leningrad Tuttugasta og fimmta júní sl. lagði William Neal, 22ja ára gamall Englendingur, upp í all- sérkennilegt ferðalag, sem hófst í London og átti að ljúka í Len- ingrad. Farkostur hans er baðker búið utanborðsmótor en þar sem sjóhæfni þess er dálítið vafasöm hefur William lítið getað siglt nema í ládauðum sjó. Eftir þrjá mánuði komst hann þó til Hels- inki, höfuðborgar Finnlands, og þaðan lagði hann í gær upp í síð- asta áfangann. Á myndinni sést hvar William heldur út úr höfn- inni í Helsinki en hann segir, að tilgangur ferðarinnar sé tvíþætt- ur. f fyrsta iagi að komast í met- abók Guinness og í öðru lagi að safna fé til krabbameinsrann- sókna í Bretlandi. Hefur hann nú þegar safnað um 180.000 ísl. kr. AP. Beirul, 28. september. AP. WALID Jumblatt, leidtogi drúsa í Líbanon, hótaöi í dag að virða vopna- hléið að vettugi ef ríkisstjórnin léti verða af því að opna flugvöllinn í Beirut fyrir almennri flugumferð. Fulltrúar líbanska stjórnarhersins og þriggja stærstu hreyfinganna, sem berjast í landinu, áttu í dag fund fyrir sunnan Beirut og ræddu um fram- kvæmd vopnahlésins. f yfirlýsingu frá Jumblatt og flokki hans, Framfarasinnaða sósí- alistaflokknum, sagði, að ríkis- stjórnin hefði gert flugvöllinn í Beirut að herbækistöð og haldið þaðan „uppi loftárásum á almenna borgara í Chouf-fjöllum". Þess vegna hefði hersveitum drúsa verið skipað að hefja umsvifalaust skothríð á flugvöllinn ef reynt yrði að opna hann að nýju. Ríkisstjórnin hafði ráðgert að opna flugvöllinn aftur fyrir borgaralegri flugumferð en hann hefur verið lokaður síðan 28. ágúst sl. Fulltrúar líbanska hersins, krist- inna manna, drúsa og múham- eðstrúarmanna af trúflokki shíta héldu í dag fund á einskis manns landi á milli byggða drúsa og krist- inna manna fyrir sunnan Beirut. Eftir tveggja tíma viðræður náðist samkomulag um að setja upp „sam- eiginlega eftirlitsstöð" þar sem fylgst yrði með, að vopnahléið væri haldið og skipulögð hjálp fyrir óbreytta borgara, sem illa hafa orð- ið úti í ófriðnum. Langflestir leiðtogar hinna stríð- andi fylkinga i Líbanon segjast ætla að virða vopnahléið en láta þess þó getið um leið, að þeir muni taka upp vopn ef fyrirhugaðar við- ræður um þjóðarsátt fara út um þúfur. Pólland: Rógsherferð gegn Walesa Y arsjá, 28. september. AP. PÓLSKA ríkissjónvarpið leyfði í dag áheyrendum sínum og áhorfendum að hlýða á segulbandsupptökur með sam- tali tveggja manna. Var sagt, að mennirnir væru Lech Walesa og bróð- ir hans, Stanislaw, en umræðuefnið var hvernig ávaxta mætti eina milljón dollara á Vesturlöndum þannig að gróðinn yrði sem mestur. Fólk, sem erlendir fréttamenn í Varsjá spurðu áliLs á samtalinu, lýsti yfir við- Bandaríkjaforseti til Kína á vori komanda Kínverjar fá bandarísk vopn og tæknibúnað Peking, 28. september. AP. CASPAR Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í Peking í dag, að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, færi í opinbera heimsókn til Kína í aprfl næsta vor en áður, eða í janúar nk., myndi Zhao Ziyang, forsætisráöherra Kína, sækja Bandaríkjamenn hcim. Á blaðamannafundi, sem Wein- berger boðaði til í Alþýðuhöllinni í Peking, skýrði hann frá því, að Bandaríkjastjórn væri fús til að selja Kínverjum loftvarnavopn, vopn gegn skriðdrekum, önnur varnarvopn og ýmsan tæknibúnað, sem þeim hefur verið neitað um hingað til. Auk þess sagði hann, að Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína, færi í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í janúar nk. og Reagan til Kína í apríl. Hafa þess- ar ferðir raunar lengi verið á döf- DENG Xiao-ping, helsti ráðamaður í Kína, er hér með Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Er myndin tekin í Alþýðuhöllinni í Peking en þar hélt Weinberger blaðamannafund og skýrði m.a. frá því, að Reagan Bandaríkjaforseti myndi fara í opinbera heimsókn til Kína í aprfl nk. ap. inni en óánægja Kínverja með stuðning Bandaríkjamanna við Taiwan hefur spillt samskiptum þjóðanna nokkuð. Sagði Weinberger, að Kínverjum stæði nú til boða að kaupa þau vopn og tæknibúnað, sem þeir hefðu lengi sóst eftir auk þess sem ráðgert væri, að hernaðarsérfræð- ingar frá báðum þjóðunum rædd- ust við og að fulltrúar herja þeirra beggja skiptust á heimsóknum. Sagði hann, að á ýmsu væru skoð- anir ráðamanna ríkjanna vissulega skiptar en „um meginmálin erum við næstum sammála". Sovétmenn hafa að undanförnu átt viðræður við Kínverja um eðli- leg samskipti ríkjanna og í dag sagði Tass-fréttastofan frá fyrir- hugaðri heimsókn kínverska for- sætisráðherrans til Bandaríkjanna en lét þess hins vegar ógetið, að Reagan færi til Kína. bjóði á þessari nýjustu tilraun stjórn- valda til að ófrægja Walesa í augum þjóðarinnar. Lech Walesa sagði í dag, að sam- talið væri fölsun og langflestir þeirra, sem teknir voru tali á götu úti og spurðir álits, tóku undir það og sögðu, að rógurinn gegn Walesa væri „viðbjóðslegur" og lýsti best þeim mönnum, sem að baki honum stæðu. í dagblöðum og útvarpi var samtalið kynnt mjög rækilega áður en það var flutt í sjónvarpi og birt- ur úrdráttur úr því. Var hann mjög stuttur og ástæðan sögð sú, að ríkisfjölmiðlarnir veigruðu sér við að birta fyrir almenningi munn- söfnuðinn í Walesa og allt það ljóta, sem hann hefði sagt um Pál páfa II, yfirstjórn kirkjunnar og aðra. Þetta er í annað sinn f þessum mánuði, sem reynt er að gera lítið úr Walesa í pólska sjónvarpinu og í bæði skiptin hafa aðrir fjölmiðlar lagt sitt af mörkum í sama skyni. Lýsi hindrar hjartasjúkdóma Ósló, 28. september. ÞÓTT íslendingar hafl um aldir vit- að, að lýsið er margra meina bót, stóðu menn í útlandinu lengi í þeirri trú, að það gæti valdið hjartasjúk- dómum. Að vísu hafa erlendir vís- indamenn verið að leiða getum að því gagnstæða á undanförnum árum en nú þykir norskur vísindamaður loksins hafa sannað það, að sá, sem tekur eina matskeið af þorskalýsi daglega, þarf ekki upp frá því að hafa miklar áhyggjur af hjartasjúk- dómum. Norski vísindamaðurinn, dr. Jon Norseth, sem starfar við líf- efnafræðideild Landspítalans í Ösló, mun nú á næstunni kynna niðurstöður rannsókna sinna á ómettuðum fitusýrum, t.d. þorskalýsi, en þar kemur m.a. fram, að ein þeirra, sem kallast timnodon, getur komið í veg fyrir blóðtappa. Við rannsóknirnar notaði Nor- seth rottur sem tilraunadýr og kom í ljós, að þegar þeim var gef- in ómettuð fitusýra ásamt ann- arri fæðu safnaðist í fyrstu fita í hjartavöðvann. Þegar frá leið og rotturnar vöndust fitunni þá hvarf hún hins vegar alveg og sýnir reynslan, að nákvæmlega það sama gerist með menn. Dr. Jon Norseth segir, að vissu- lega sé hægara að gefa heilræði en halda þau en hann segist samt vilja hvetja alla til að „taka eina matskeið af þorskalýsi daglega allt árið um kring og á veturna, þegar kalt er í veðri, er gott að borða fisk, helst feitan". Ekkert nýtt - segir Andropov um tillögur Reagans Moskvu, 28. september. AP. YURI V. Andropov, forseti Sov- étríkjanna, sagði í dag um tillög- ur Reagans Bandaríkjaforseta um takmörkun kjarnorkuvopna í Evrópu, að í þeim fælist ekkert nýtt, en vísaði þeim þó ekki al- veg á bug. Sagði Andropov í yfirlýs- ingu, sem Tass-fréttastofan greindi frá, að Bandaríkja- stjórn vildi ekki ræða „í al- vöru“ um fækkun kjarnorku- vopna í Evrópu og lét þess jafnframt getið, að það, sem fyrir Sovétmönnum vekti, væri „friður á jörðu“. Reagan bar fram tillögur sínar í ræðu, sem hann flutti á allsherjarþingi SÞ sl. mánudag en þar bauðst hann til að fækka þeim eld- flaugum, sem fyrirhugað er að setja upp í Evrópu, gegn því, að Sovétmenn fækkuðu sínum. Andropov ítrekaði flestar fyrri tillögur Sovétmanna en það hefur vakið athygli er- lendra fréttamanna í Moskvu, að hann minntist ekki á þá kröfu, að eldflaugar Breta og Frakka verði einnig taldar með í þeim viðræðum, sem nú fara fram í Genf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.