Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 17 Krossferð Jóns Óttars gegn Scarsdale-kúrnum Það er erfitt að greina ástæð- una fyrir hinum undarlegu og þversagnarkenndu staðhæfing- um Jóns Óttars Ragnarssonar um Scarsdale-kúrinn. Að sögn Jóns óttars er er kúrinn „ágæt- ur að því leyti að hann byggir á réttum grundvallarforsendum". Hins vegar eru þær „seldar á fölskum forsendum". Telur hann að gripið hafi verið til örþrifa- ráða til að selja kúrinn(!). Góður nemandi les kennslu- bókina sína áður en hann gengst undir próf í fræðunum. Maður skyldi halda að virtur háskóla- kennari læsi bók áður en hann fjallar um hana (í marggang) í blöðum. En svo virðist ekki vera. Hvers vegna ekkí að lesa bókina? Þessvegna sitja menn undr- andi með Moggann fyrir framan sig og lesa þá speki dósentsins „að til þess að megrun nái til- skildum árangri þarf hún oft að verða ævarandi, hún verður hluti af lífsstíl fólks. Það þarf með öðrum orðum að gera var- anlega breytingu á eigin lífs- venjum..." Það er einmitt þetta sem bókin Scars- dale-kúrinn gengur út á. Þráhyggja Jóns Óttars er ein- dæma slæmt tilfelli, sem lækn- ast vart fyrr en hann hefur lesið bókina alla. Scarsdale-kúrinn er ekki neinn töfrakúr. Hann er alvöru- kúr, sem sannað hefur ágæti sitt í nær 25 ár, ekki síst eftir að bókin kom út í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum, áður á laus- blöðum sem fóru landa og álfa á milli. í sambandi við Scarsdale- kúrinn má fullyrða að þar hefur engu verið lofað upp í ermi. Þeir, sem fara nákvæmlega eftir hon- um, uppskera fyllilega það sem lofað er, verða léttari, heilbrigð- ari og hraustari en fyrr. Um þetta geta hundruð eða þúsundir Islendinga nú þegar vitnað. Óljósar dylgjur Óljóst tal Jóns Óttars um „bakreikninga" á þessum kúr er undarleg speki, sem þarfnast nánari útskýringa. Að ekki sé talað um „kattarþvott í sjón- varpssal" og aðdróttanir um falsanir. Staðreyndin er, hvort sem dósentinum líkar betur eða verr, að fjöldi fólks hefur í sumar náð kjörþyngd sinni eftir kúrnum. Margt af þessu fólki hefur einmitt breytt matarvenj- um sínum eftir að hafa kynnst þeim fjölbreytta mat, sem boðið er upp á í bókinni. Þetta fólk hefur sýnt okkur útgefendum bókarinnar mikið þakklæti. Hún hefur selst mjög vel og var greinilegt að mikil þörf var fyrir þessa bók á íslenskum markaði. Og bókin heldur áfram að selj- ast jafnt og þétt. Þakklæti fjöldans er bestu launin Það mikla þakklæti, sem okkur hefur verið auðsýnt nú í sumar fyrir það framtak að gefa bókina út, er í sjálfu sér þau laun sem mest virði eru í okkar augum. Verði um peningalega þénustu að ræða, sem Jón Óttar virðist óttast mjög, þá mun því fé áreiðanlega verða varið til að gefa út fleiri bækur, sem stuðla að betra lífi fólks í þessu landi. En við munum aðeins velja til útgáfu bækur, sem við vitum að koma að gagni, alveg eins og við gerðum með Scarsdale-kúrinn. Vonum við nú að vísindamað- urinn Jón Óttar Ragnarsson fari að móttaka skilaboðin í bókinni Scarsdale-kúrinn, en þau eru einföld: 1. Hröð og örugg megrun, 2. Breyttar og hollari matarvenjur sem stuðla að kjörþyngd þess sem eftir kúrnum fer. Aðdróttanir um að bókin hafi selst vel eru skrítnar. En lýsa þær ekki einhverri öfund eða ergelsi skrifarans? Hvað um það, við vonum að þessi mikli vísindamaður fæli engan frá að lesa og fara eftir ráðleggingum Tarnowers og Bakers, og ræni þá þar með þeirri ánægju að fá að léttast á öruggan hátt þar til kjörþyngd er náð. Eins og dós- entinn veit ugglaust eru þeir allt of margir í okkar þjóðfélagi sem hrjáðir eru af þessu vandamáli. Hvers vegna þá að verða eins konar krossferðariddari gegn þessari góðu bók, sá fyrsti í ver- öidinni? F.h. útgefenda Scarsdale- kúrsins. Guðlaugur Bergmann, Jón Birgir Pétursson. Rætt um aukna samvinnu og við- skipti Grænlendinga og íslendinga DAGANA 18.—20. september sl. fóru forsvarsmenn nokkurra íslenskra irtnfvrirtækja í heimsókn til Godtháb f Grænlandi. Það var Útflutningsmið- stöð iðnaðarins sem skipulagði ferð- ina, en tilgangur hennar var að fylgja eftir og styrkja þau sambönd, sem sköpuðust þegar hópur Graenlendinga kom hér í heimsókn í sumar í tilefni Iðnsýningar Félags íslenskra iðnrek- enda. Með í ferðinni voru fulltrúar frá þremur skipasmiðastöðvum og þremur fyrirtækjum sem framleiða tæki fyrir sjávarútveg. Grænlendingar kaupa nú þegar íslensk veiðarfæri í nokkrum mæli og einnig veita Isfirðingar græn- lenskum rækjuveiðitogurum ýmsa þjónustu þegar þeir stunda veiðar við austurströnd Grænlands. 1 viðræðum við grænlensk fyrir- tæki og stofnanir kom í ljós mikill áhugi þeirra á auknum viðskipta- tengslum milli landanna. Meðal þeirra möguleika sem rætt var um voru viðgerðir á togurum og nýsmiði minni stálbáta. Slíkar við- gerðir eru nú að mestu framkvæmd- ar í Danmörku, en allt bendir til að við séum vel samkeppnisfærir við þá i þessum efnum. Á næsta ári munu hefjast til- raunaveiðar á hörpuskel við vestur- strönd Grænlands. Óskuðu Græn- lendingar í því sambandi eftir tækniþekkingu og vélum frá íslandi. I viðræðum við Grænlendingana var komið inn á vandamál vegna vöruflutninga milli Grænlands og íslands. Allir vöruflutningar fara nú til Grænlands í gegnum Álaborg og veldur það að sjálfsögðu miklu óhagræði og auknum flutnings- kostnaði. Það er því mikilvæg for- senda fyrir auknum útflutningi okkar til Grænlands að beinir flutn- ingar komist á milli landanna. Eigum allt í sláturgerðina. HAGKAUPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.