Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 Norsk fiðlutónlist Tónlist Jón Ásgeirsson Norðmenn hafa átt feikna- góða fiðluleikara enda búa þeir að sérkennilegri hefð í meðferð þessa viðkvæma hljóðfæris allt frá fyrstu tíð. Til eru margar sögur um gæfulitla menn er máttu við fátt annað una en fiðluleik og bjuggu yfir þeirri galdra- kunnáttu að fólk gleymdi stað og stund og nærri dans- aði frá sér vit og æru er þeir léku söngva sína. Sú tónlist- arhefð er þessir „spilarar" skópu og blómstraði t.d. í tónlist Griegs er enn í dag lifandi list í leik og dansi. Norskur fiðluleikari, Sven Nyhus að nafni, sem er hér á landi í stuttri heimsókn að kynna sér íslenska þjóðlaga- tónlist fyrir norska útvarpið, hélt tónleika í Norræna hús- inu sl. þriðjudag og lék norska fiðlutónlist bæði á venjulega fiðlu og Harðang- ursfiðlu. Auk þess að leika gamla dansa lék hann eigin tónverk, m.a. Rondo fyrir Harðangursfiðlu. Sven Nyhus er góður fiðlu- leikari og var leikur hans gæddur þeirri undarlegu ið- andi, er gerir það ofur eðli- legt að fólk gleymi sér og dansi og dansi. Fínlegar og kitlandi trillur og áherslur, er hljómuðu á móti sérkenni- legu og hvetjandi fótastappi, urðu í leik Nyhus mögnuð tónlist. Það vantaði nokkuð á að unnendur þjóðlegrar tón- listar létu svo lítið að koma á þessa skemmtilegu tónleika. Hér gat að heyra góðan flutning á einum sérkenni- legasta menningararfi Norð- urlanda. Trúlega þætti mönnum meira um vert að hlusta á Country Western tónlist, sem er í rauninni flatneskjuleg undanrenna á norrænni fiðlutónlist er norrænir innflytjendur fluttu með sér til Ameríku. Þessa menningarlegu skuggamynd, sem bæði Country Western og Blue grass tónlist eru, hefur verið reynt að troða upp á fólk hér á landi, bæði af útvarpi og sjónvarpi og svipar til þeirra tilrauna að kenna fólki að hlusta á klassíska tónlist í léttum útsetningum. Slíkt leiðir til þess að hópur manna nær aldrei að kynn- ast frumgerðunum. Þarna fæst fjölmiðlun við mjög viðkvæmt uppeldisat- riði, sem ef til vill mætti út- skýra á áhrifamikinn máta með því að útfæra þvílíka listkynningu á myndlistar- og bókmenntaverkum, þar sem notast væri við einfaldar og ónákvæmar eftirlíkingar og styttar endursagnir á skáldverkum. Hætt er við að slíkt teldist ekki til bóta, bæði varðandi meðferð verkanna og sem mannbæt- andi efni fyrir listneytendur. Guðsríki og gereyðing Kirkja og kjarnorkuvígbúnaður Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Mál og menning, 1983, 173 bls. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með frið- arhreyfingum að kristin kirkja hefur tekið þátt í þeim. Hér á landi hefur þátttakan verið í lág- marki að því er mér hefur sýnst. En erlendis hefur kirkjan oft haft frumkvæði að umræðu um kjarn- orkuvopn og friðarmál, samið ályktanir sem hafa verið umdeild- ar og tekið virkan þátt í starfsemi friðarhreyfinga. Það er ráðgáta hvers vegna kirkjan hefur séð ástæðu til að taka svo eindregið undir málstað friðarhreyfinganna. Það er nefni- lega svo að hvorki saga kirkjunnar né Biblían sjálf eru vottur um skilyrðislausan friðarboðskap. Á báðum stöðum fara saman kær- leiksvilji og óttaleysi við að beita valdi, vopnavaldi líka. Þar að auki hafa mótmælendakirkjurnar ekki beitt sér mjög gegn yfirvöldum enda var það sameiginleg skoðun Lúters og Kalvíns að andstaða gegn yfirvöldum væri af hinu illa. „Það er ekki rétt fyrir neinn sem vill vera kristinn að setja sig gegn yfirvöldum sínum, hvort sem þau hegða sér réttlátlega eða ranglát- lega,“ segir Marteinn Lúter um þetta efni á einum stað. (Sjá Sab- ine og Thorsson: A History of Pol- itical Theory, bls. 338.) Það kemur því nokkuð á óvart þegar kirkjan tekur þátt í andófi gegn kjarn- orkuvopnum þar sem einn þáttur- inn er nokkuð hörð gagnrýni á eig- in stjórnvöld. Á þessu ári kom út pappírskilja hjá Máli og menningu um kirkju og kjarnorkuvopn með undirtitlin- um: Friðarumræðan af sjónarhóli kirkju og kristinna safnaða. Bókin kom fyrst út árið 1979 á vegum Samkirkjulega friðarráðsins í Hollandi og tekur nokkuð mið af aðstæðum þar í landi. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að málflutningur bókarinnar hefur almennara gildi en svo að það ein- skorðist við Holland. Það er ekki sagt hverjir sömdu þessa bók. í formála segir að Samkirkjulega friðarráðið hafi „fengið til þess hóp sérfróðra manna á hinum ýmsu sviðum, sem snerta vígbún- að samtímans". Bókinni er skipt í tíu kafla. Hún er byggð þannig upp að fyrstu fjórir kaflarnir setja fram upplýs- ingar um kjarnorkuvígbúnað og þróun hans frá 1962 og viðhorf nokkurra kirkjudeilda í Hollandi til hans. Kaflar 5 til 10 setja fram sjónarmið kirkjunnar um efnið og snúast um siðfræði, sálfræði, ógnarjafnvægið og kjarnorkuvopn svo að eitthvað sé nefnt. Að síð- ustu eru fimm viðaukar sem eru kirkjulegar samþykktir ýmiss konar sem snerta þettá efni. í sem stystu máli þá er það boðskapur þessarar bókar að mönnum beri að vera andsnúnir kjarnorkuvopnum, bæði því að hafa slík vopn og beita þeim. Þess vegna ber kirkjunni og öðrum að styðja friðarhreyfingar. Það verð- ur að segjast eins og er að það er erfitt að átta sig á þeim ástæðum og rökum sem liggja til þessarar afstöðu. Það er reyndar megin- einkenni þessarar bókar, þegar upplýsingum sleppir, að vaða elg- inn. En þó má með góðum vilja greina að minnsta kosti þrjár ástæður. í fyrsta lagi þá hefur maðurinn gert sig að herra sög- unnar með kjarnorkuvopnunum og þokað Drottni almáttugum úr því sæti. Að styðja kjarnorkuvopn er því skurðgoðadýrkun. í öðru lagi valda kjarnorkuvopn vonleysi. Þeim fylgir ævinlega hætta á ger- eyðingu og við höfum enga full- vissu fyrir því að hún geti ekki átt sér stað. í þriðja lagi þá brjóta kjarnorkuvopn í bága við hefð- bundna kenningu kirkjunnar um réttlátt stríð. Áf þessu leiðir að tilvist og beiting kjarnorkuvopna brýtur í bága við kristilega sið- ferðisvitund. Kristnum mönnum ber því að berjast gegn kjarnorku- vopnum, jafnvel með einhliða að- gerðum. (Sjá t.d. bls. 143.) Þessar ástæður sýnast mér vera að flestu leyti á misskilningi byggðar. Það er afar óljóst hvað átt er við með því að maðurinn sé herra sögunnar og hafi orðið það með tilkomu kjarnorkuvopnanna. Það má skilja það svo að hann geti eytt sjálfum sér í einhverjum marktækum skilningi. En þá er hér sami hluturinn og talað er um í annarri ástæðunni. En það sem hér er ýjað að óljósum orðum, eins og flestu öðru í þessari bók, er ein- hvers konar frumstæð andúð á tækni og tækniþróun. Maðurinn hafi gert sig að herra sögunnar með tækninni og síðan misst vald á henni. Það má vel setja fram skipulega gagnrýni á tækni og tækniþróun. En hana er ekki hér að finna og því ómögulegt að henda reiður á því hvað verið er að fara. Staðreyndin er sú, að með uppgötvun kjarnorkunnar voru leystir úr læðingi meiri kraftar en áður hafði gerst. En kjarnorkuna má nota til góðs og ills eins og allt annað. Vopnin sem smíðuð hafa verið með kjarnorkunni eru böl sem, að því er virðist, er óhjá- kvæmilegt. Vitneskjan til að smíða vopnin er fyrir hendi. Þótt menn óski þess og geri um það samþykktir og gangi í fjöldagöng- um gegn þeim, þá verða kjarn- orkuvopn ekki afmáð. Eini raun- verulegi kosturinn er að læra að lifa með þeim. Ef afmá á kjarn- orkuvopn af jörðunni verður að af- má alla þá sem hafa þekkingu til að smíða þau og allar bækur sem varðveita þekkinguna. Þeir sem vilja eyða kjarnorkuvopnum hjlóta að vilja þetta líka. En það Kampen paa fjeldsletten — Heiðarvígasaga Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Kampen paa fjeldsletten. Útg. Tellerup. Myndskreytt af Kobert Jenssen og þýdd og framsögð af Keld Belert. Keld Belert mun hafa snúið fleiri íslendingasögum á dönsku, þar á meðal Gunnlaugs sögu ormstungu, Hrafnkötlu, Gísla- sögu og Eglu og ef til vill fleiri. Keld Belert orðar það svo, að hann endursegi sögurnar en þýði þær ekki, vegna þess að hann hefur á ýmsum stöðum breytt eða skrifað upp kafla sem hann telur að hafi verið nauðsynlegt til að danskir nútímalesendur fái skilið sögurnar. Þó leggur hann áherslu á að hann haldi sér alveg við söguþráðinn og þær breytingar sem hann geri skipti ekki neinu fyrir inntak sagn- anna. Um þetta leyti er Njáls- saga að koma út í samskonar út- gáfu hjá Tellerup, en hún hefur ekki borist hingað enn. Heiðar- vígasaga — Kampen paa fjeld- sletten — er ein af elstu íslendingasögunum og persónu- lýsingar hennar hafa jafnan þótt með nokkrum öðrum brag en í öðrum íslendingasögum — raun- særri mætti víst kalla það og víðs fjarri frá stíl Njálu, sem hlýtur að flokkast undir að vera „rómantisk" saga. S^no'T'KampCn pá fjeldsletten Keld Belert var á slóðum sög- unnar í nokkurn tíma fyrir tveimur árum og fékk aukin heldur til útgáfunnar styrk úr Norræna þýðingarsjóðnum. Deila má um, hversu rétt og eðli- leg aðferð Belerts er — þ.e. að endursegja sögurnar. Það hefur augljósa kosti, en hætt er líka við að ýmislegt fari forgörðum. Erlendir lesendur njóta kannski hvort sem er sagnanna á annan hátt en íslendingar, svo að við megum auðvitað ekki vera of viðkvæm. Ég hef ekki borið text- ann saman við hinn íslenska, en í fljótu bragði séð finnst mér sagan hafa misst ansi mikið af lit sínum í útgáfu Belerts. Mynd- skreytingar Roberts Jensen eru hins vegar mjög til prýði. er ólíklegt að höfundar þessarar bókar eða aðrir, sem eru þeim sammála, vilji það. Kjarnorkuvopn valda ekki von- leysi. Það er beiting þeirra og af- leiðing hennar sem geta valdið ótta, jafnvel vonleysi þegar verst lætur. Ég hygg að þetta eigi frem- ur við um ungt fólk en aðra. En það er ekkert óvenjulegt að ungt fólk uggi um framtíðina. Það þarf ekki kjarnorkuvopn til. Það sem hér er sagt um áhrif kjarnorku- vopna á sálarlíf manna er í einu orði sagt þvættingur. Hann kemur í veg fyrir að höfundarnir taki eft- ir einni merkilegri staðreynd. Hún er sú að mannfólkinu hefur gengið vel að lifa með kjarnorkuvopnum, þau hafa verið einföld og, miðað við aðra kosti, ódýr lausn á örygg- isvanda Vesturlanda. Það er hins vegar rétt að það þyrmir stundum yfir menn þegar j)eir uppgötva það að veröldin þarf ekki að vera til á morgun. Það er einungis tímanna tákn að kjarn- orkuvopn eru tilefni slíkra upp- götvana. Menn gætu komist að raun um nákvæmlega sama hlut með því að lesa skoska heimspek- inginn David Hume. Við getum aldrei haft neina tryggingu fyrir því að veröldin haldi áfram að vera til. Mér sýnist raunar gereyðingar- óttinn afvegaleiða höfundana í mjög mikilvægum efnum. Á bls. 148 stendur: „Ef mennirnir kalla yfir sjálfa sig dauðadóminn og binda enda á sögu sína, heldur saga Guðs þá áfram? Guð heyrir — en heyrir hann líka þótt engir menn séu lengur til sem vilja heyra? Eftir þær hörmungar sem áttu sér stað í Hírósíma og Auschwitz er kannski aðeins unnt að trúa vegna þess að vitni eru til sem hafa gengið í gegnum þær hörmungar." Ég skil þessa klausu svo að verið sé að gefa þá hug- mynd í skyn að tilvist Guðs velti á því að menn séu til. Væru þeir ekki til, þá væri hann ekki til held- ur. Hér er sem sagt verið að neita t>eim eiginleika Guðs að hann sé eilífur. Einhvern tíma hefði það verið kallað guðlast. Þessi kafli sýnist mér til dæmis stangast á við það sem sagt er í formála. Þar er haft eftir Lúter: „Jafnvel þótt ég vissi, að heimur- inn færist á morgun og ég hefði ákveðið að gróðursetja eplatré í dag, þá myndi ég samt gera það.“ f þessum orðum kemur fram skeyt- ingarleysi og umhyggja, eins og réttilega er bent á í formálanum. En ég hélt, satt best að segja, að skeytingarleysið byggðist á full- vissunni um tilvist æðri verðmæta fremur en hinum veraldlegu gæð- um, fullvissunni um tilvist Guðs óháð veröldinni. En kannski það hafi verið misskilningur. Þriðja ástæðan sem nefnd var til stuðnings niðurstöðum bókar- innar var að kjarnorkuvopn brytu í bága við kenninguna um réttlátt stríð. Það er rétt, að kjarnorku- vopn og hugsanleg beiting þeirra virðast brjóta í bága við þessa kenningu. En það er líka nefnt, að hin aukna nákvæmni vopnanna veldur því að hægt er að skilja á milli þess að beina flaugunum að hernaðarmannvirkjum og óbreytt- um borgurum. Ég held að vel sé hægt að koma þeim heim og sam- an við kenninguna um réttlátt stríð, en rek það ekki hér. Því má bæta við að það sem sagt er um málflutning hins kristna siðfræð- ings Ramsey er algerlega ófull- nægjandi og hrekur á engan hátt skoðanir hans. Það eru margir gallar á þessari bók og hafa ekki allir verið nefnd- ir hér. Þó er sá verstur sem hér verður nefndur í lokin. Hann er að leggja Vesturveldin og Sovétríkin að jöfnu, eins og reyndar er plag- siður í friðarhreyfingunum. Þetta gengur reyndar svo langt að varn- ir Vesturlanda eru tengdar útrým- ingu Þjóðverja á Gyðingum í Seinni heimsstyrjöldinni. Það er til marks um hið brenglaða mat á hagsmunum Vesturlanda, sem liggur til grundvallar þessari bók. Því er haldið fram í þessari bók að stíga beri fyrstu skrefin til af- vopnunar einhliða. Það má leiða sterkar líkur að því að þetta auki hættu á kjarnorkustríði. Samt segir í þessari bók: „Fullyrðing eins og „ég vil kjarnorkuvopnin á brott, þótt ég viti eða álíti að það auki líkurnar á kjarnorkustyrj- öld“ er fráleit." (bls. 118). En svona auðveldlega er ekki hægt að óska rökunum og staðreyndunum burtu. Það má hafa sömu regluna um friðarhreyfingarnar, og þar með þessa bók, og Orwell hafði í ríki sínu 1984: Fáfræði er styrkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.