Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 13 aður er takmarkaður og ég horfi ekki björtum augum til framtíðar- innar, ef margir fara út í þetta. Þetta þarf að þróast áður en þetta verður sem búgrein. Það eru margar spurningar, sem enn er ósvarað við uppeldi á gæsunum og reynslulærdómurinn er dýr lær- dómur. Þekking miðað við aðstæð- ur hér á landi verður að vera fyrir hendi og áföll hjá mér hafa átt rætur sínar að rekja til ónógrar þekkingar. T.a.m. þá drápust margir ungar hjá mér í uppeldi í vor, þegar ég setti hey undir þá til þess að hafa þurrara hjá þeim. En þeir þoldu ekki rykið úr heyinu og drápust úr heymæði eins og menn og hross fá stundum. Það skortir því mikið enn á þekkingu við ræktun á þessum fuglum og þegar einni spurningu er svarað 1 þess- um fræðum, þá koma bara tvær nýjar upp í staðinn. Þeir sem eru fyrir fuglaket telja aligæsirnar vera algert lostæti í samanburði við villigæs, að ketið sé mýkra og betra. En það þarf að fara með gætni út í þennan bú- skap til þess að menn fari ekki á hausinn vegna offramleiðslu." Þegar þetta er skrifað, þá eru ísfuglsmenn í óða önn við að farga gæsunum, sem eru um 4 kg fallið af þeim. Þorvaldur sagði, að það hefði verið erill að halda þessu innan landamerkja í sumar. Það væri nóg af ám í Borgarfirðinum og gæsirnar vildu gjarnan setjast á þær og láta strauminn bera sig langt. Hann hefði riðið í kringum þær í sumar. En síðan þyrfti að fara af baki til þess að reka þær * rólega annars gæfust þær upp, og nú hefði hann farið í flugvél til þess að leita að þeim síðustu fyrir förgunina. En þetta væri spenn- andi atvinnuvegur og gaman að byggja þetta upp. — pÞ Stykkishólmur: Námskeið um uppbyggingu og rekstur fyrirtækja — á vegum Idntækni- stofnunar íslands Stykkishólmi, 22. september. IÐNTÆKISTOFNUN íslands stóð fyrir námskeiði hér í Stykkishólmi í gær og í dag. Var þetta námskeið haldið á Hótel Stykkishólmi, og var um stefnumótun fyrirtækja, upp- byggingu og rekstur. Frá Iðn- tæknistofnuninni mættu Ingjaldur Hannibalsson forstjóri hennar og Sigurður Guðmundsson viðskipta- fræðingur. Ég hitti á eftir einn þátttak- anda ráðstefnunnar, Gunnar Haraldsson, forstjóra Trésmiðj- unnar Aspar í Stykkishólmi, en Ösp hefur mjög beitt sér fyrir framleiðslu einingahúsa og selt þau víða. Gunnar var ekki í vafa um giidi námskeiðsins. Margt hefði þar komið fram sem gæti bæði leiðbeint og hjálpað í uppbygg- ingu framtíðariðnaðar og þróun- ar þess sem fyrir hendi er. Hann taldi að nauðsyn væri að koma þannig námskeiðum á sem viðast um landið. Trésmiðjan Ösp og Skipa- smíðastöðin Skipavík voru uppi- staða þessa námskeiðs. FréttmriUri. ^^^skriftar- síminn er 830 33 BÚNAÐARBANKINN KÓPAVOGI HAMRABORG 9 - SÍMI42222 Sverrir útibússtjóri Lilja innlán Helga gjaldeyrir Við tökum til starfa föstudaginn 30. september og önnumst öll innlend og erlend bankaviðskipti. Bankastjórn og starfsfólk býður ykkur velkomin í bankann til að hefja við- skipti og þiggja kaffisopa. Leifur fulltrúi Björg útlán íris innlán Oddrún gjaidkeri BÍNAÐARBANKI ÍSLANDS Aðalviðskiptabanki Kópavogskaupstaðar frá upphafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.