Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 Hef opnað læknastofu Einar Thoroddsen, sérgrein háls- nef- og eyrnalækn- ingar, hefur opnað læknastofu í Glæsibæ. Tímapantanir í síma 86311. Söngmenn Karlakórinn Fóstbræöur getur bætt viö sig söng- mönnum. Upplýsingar í síma 84870 eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. Til sölu V Scania LBS 111, skráöur árgerð 1982, ekinn 25 þús. km. ísarn hf. Reykjanesveg 10 — Sími 20720. Líkamsrækt Suðurveri 83730 Vetrarnámskeið hefst 3. okt. Innritun hafin ★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. ★ Byrjenda — framhald — og lokaöir flokkar. ★ 11 vikna námskeið fyrir framhald og lokaöa flokka 3. okt. til 15. des. ★ 6 vikna námskeið fyrir almenna flokka 3. okt. til 10. nóv. og ★ 5 vikna námskeið 14. nóv.—15. des. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Þannig er talið að íranir hafi misst að minnsta kosti 100 þús- und menn — vestrænir sérfræð- ingar segja 150 þúsund — í mis- heppnuðum árásum á borgina Basra í Irak í fyrrasumar. í ljósi þessa og með tilliti til þess að ávinningur af stríðinu hefur nán- ast enginn orðið, hefur verið tal- að um „hið tilgangslausa stríð“. Stríðið hefur komið mjög illa við efnahag beggja ríkjanna. Jafnvel þótt Saudi Arabar og aðr- ar Persaflóaþjóðir standi við lof- orð um efnahagsaðstoð við íraka eiga þeir við gífurlegan fjárlaga- halla að etja. Tjón þeirra vegna lokunar helztu olíuútflutnings- æðar þeirra, olíuleiðslunnar til Blikur á lofti í bardögum írana og íraka eftir þrjú árangurslítil ár á vígaslóð Um þessar mundir eru liðin þrjú ár frá því algjör styrjöld hófst milli írana og íraka, er íraskar orrustuþotur gerðu loftárás á flugvöllinn í Teheran, en áður höfðu löndin átt í smáskærum víða meðfram landamær- unum í fjóra mánuöi. Samkvæmt heimildum vestrænna leyniþjónustu- manna hefur stríðið verið að þróast á þann veg upp á síðkastið að talið er að vart verði aftur snúið úr þessu, og smám saman eru vonir um að stilla megi til friðar að þverra. Kaup íraka á frönskum orrustuþotum vopnuð- um exocet-flugskeytum og hótanir írana um að stöðva olíuútflutning frá Persaflóa með því að loka Hormuz-sundi hafa magnað ófriðarbálið. Irakar hafa styrkt stöðu sína með því að tryggja sér fimm franskar Super Etendard orrustuþotur, sem búnar verða exocet-flaugum. Með tilkomu þeirra er aðalolíuútskipunarhöfn frana á Kharg-eyju í mikilli hættu, svo og aðrar olíuhafnir. Irakar hafa reyndar haft yfir- burði hvað flugvélafjölda snertir, en ekki getað notfært sér það sem skyldi vegna beygs orrustuflug- manna, sem ekki hafa þótt sækja nógu ákveðið og djarft fram í árásarferðum, að sögn útlendinga í Baghdad, sem fróðir eru um hernað. Þetta vandamál ætti að verða úr sögunni með tilkomu Etend- ard-flugvélanna, þar sem hægt verður að skjóta exocet-flug- skeytinu að skotmarki úr mikilli fjarlægð og fjarstýra því í mark. Þótt exocet-flugskeytin hafi ekki reynst of áreiðanleg — aðeins eitt af fjórum olli umtalsverðu tjóni í Falklandseyjastríðinu í fyrra — þá telja bandarískir hernaðarsér- fræðingar tilkomu þeirra við Persaflóa munu valda þáttaskil- um í átökum írana og íraka þar. I því sambandi er það írökum styrkur að Irani skortir lang- drægar bardagaflugvélar til að kljást við Super Etendard og ekki eiga þeir heldur gagnflaugar gegn exocet-flugskeytunum. Að vísu lítur út fyrir að einhver bið verði á afhendingu Etendard flugvélanna, þar sem Frakkar hafa frestað afhendingu þeirra vegna hótana frana um að grípa til hefndaraðgerða gegn Frökk- um, m.a. gegn sendiráðum þeirra víða um heim, ef þeir afhendi fr- ökum þoturnar og flugskeytin. Örþrifaráð Þær hótanir írana að taka fyrir allan olíuútflutning frá Persafló- anum, þ.e. olíuútflutning Saudi Arabíu, Kuwait, Bahrain, Sam- einuðu furstadæmanna, og Qatar og að sjálfsögðu fraka, hafa einn- ig breytt vígstöðunni. franir geta ekki lokað Horm- uz-sundi nema með því að beita hervaldi og allar líkur eru á að þeir reyni að stöðva skipaferðir um sundið, sem tengir Persaflóa við Arabíuflóa og Indlandshaf, með því annað hvort að koma þar fyrir tundurduflum eða með því að halda uppi skotárásum á skip sem reyna að sigla þar um. Hins vegar hafa t.d. Banda- ríkjamenn sagt að Vesturveldin muni koma í veg fyrir að sundinu verði lokað, vegna mikilvægis siglingaleiðarinnar fyrir olíu- flutninga til Vesturlanda, og er óttast að vestræn ríki dragist inn í átökin ef franir láta verða af hótunum sínum um að loka sund- inu. Að f ranir og frakar skuli reiðu- búnir að ganga þetta langt, að loka fyrir skipaferðir um Hormuz-sund og að freista ger- eyðingar olíumannvirkja með exocet-flugskeytum, er til marks um þá kyrrstöðu, sem annars er í öðrum vopnaviðskiptum þeirra. írakar höfðu undirtökin í átök- unum fyrst eftir að þeir létu til skarar skríða. Herir þeirra lögðu bróðurpartinn af Khuzistan- héraðinu í fran undir sig, eyði- lögðu olíuhreinsunarstöð írana í Abadan, sem var stærsta olíu- hreinsunarstöð í heimi, og sóttu síðan austur á bóginn og norður. Mikið mannfall Að því kom að írönum tókst að samstilla sveitir sínar og hrekja fraka aftur til landamæranna, auk þess sem þeir endurheimtu bróðurpartinn af Khuzistan og ýmsa mikilvæga landamærabæi. Létu íranir ekki staðar numið, heldur reyndu árangurslítið að ráðast inn í írak. Báðir deiluaðil- ar hafa jafnan lýst yfir miklu mannfalli andstæðingsins, og þótt erfitt hafi reynst að henda reiður á upplýsingum um gang stríðsins er þó ljóst að manntjón beggja er mikið og skiptir jafnvel hundruðum þúsunda hermanna. Miðjarðarhafs sem liggur um Sýrland, er mjög tilfinnanlegt. Ný leiðsla, sem verið er að leggja um Saudi Arabíu, verður ekki komin í gagnið fyrr en í fyrsta lagi árið 1985. Olíutekjur til hergagnakaupa Ástandið er ekki betra hjá ír- önum, þar sem verulegur sam- dráttur hefur orðið I olíuútflutn- ingi þeirra. Og þær tekjur, sem franir hafa af olíunni, hafa svo til eingöngu verið notaðar í stríðs- reksturinn, til kaupa á hergögn- um frá austantjaldsríkjunum og Norður-Kóreu. Hefur það gert að verkum að efnahagslif allt er í hálfgerðri rúst og skortur á öllum sviðum. Skortur er á nauðsynjum eins og matarolíu og einnig er al- gengt að iðnframleiðsla hafi dregist saman vegna skorts á varahlutum í framleiðsluvéiarn- ar. Samkvæmt upplýsingum Lloyd’s tryggingafélagsins í Lundúnum hefur 34 skipum verið sökkt í stríði frana og íraka og rúmlega 80 eru innlyksa á Shatt Al-Arab fljótinu, sem fellur í Persaflóa, en á bökkum þess voru viðkvæm olíumannvirki og olíu- leiðslur, sem lífsnauðsynleg voru báðum löndunum. Löndin hefur greint á um iandamæri við Shatt Al-Arab í margar aldir, en sú deila kom að nýju upp á yfirborð- ið fyrir þremur árum er Saddam Hussein íraksforseti rifti landa- mærasamningi, sem hann gerði fimm árum áður við þáverandi franskeisara, en samkvæmt hon- um lágu landamæri Iraks og ír- ans eftir fljótinu miðju. Nú halda frakar því fram að nýju að þeir eigi allt ósasvæðið. Og vegna þess að hvorki hefur gengið né rekið í átökunum um ósasvæðið, þykir víst að írakar leiðist út í að skjóta exocet- flugskeytum á skotmörk við Persaflóa. Vestrænir leyniþjón- ustumenn segja fraka binda miklar vonir við flugskeytin, og vegna veikra loftvarna Irana er því spáð að til verulegra tíðinda fari að draga í átökunum. Ileimildir: New York Times, AP. Ágúsí Asgeirsson er bladamadur í erlendrí fréttadeild Morgunblaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.