Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 „Maó var ekki glæpamaður" en var hann geðveikur? í nýjasta hefti bandaríska vikuritsins Time er að fínna ítarlega grein um Kína eftir blaðamanninn Theodore H. White. White fór fyrir 45 árum fyrsta sinni til Kína og kynnti sér þá land og þjóð. Hann sneri aftur til landsins fyrr á þessu ári til þess að kynna sér allar þær breytingar, sem orðið hafa í landinu frá því hann kom þangað fyrst. Grein hans er um margt athyglisverð og hér á eftir fara nokkur atriði úr henni. „... Maó var að sjálfsögðu stærsta nafnið í hópi félaganna, sem ekki aðeins höfðu náð að skekja undirstöður landsins held- ur alls heimsins. Hann hélt til Peking og varð guð og það leikur vart nokkur vafi á því að hann varð jafnframt geðveikur..." „ ... Peng Dehuai, mikilhæfur herforingi, sem barist hafði við hlið Maós í 20 ár og var síðar út- nefndur varnarmálaráðherra, varð fyrstur til þess að gagnrýna Maó opinberlega. Sú gagnrýni varð honum dýrkeypt. Sýktur af krabbameini var hann lagður inn á almenningssjúkrahús og látinn deyja drottni sínum á sjúkrastofu, þar sem pappír huldi glugga her- bergisins svo hann fengi ekki litið sólina..." Af spjöldum sögunnar? „... Það sem núna er að gerast í Kína eru miklar umræður um hvort þurrka eigi Maó Tse-tung alfarið út af spjöldum kínverskrar sögu eða hvort leyfa eigi þeirri „Maó-hugsun“, sem enn eimir eftir af, að falla í gleymskunnar dá í tímans rás..." ... Enn meiri hörmungar áttu sér stað í Kína á þeim tíma er Nixon Bandaríkjaforseti fór þang- að í heimsókn 1972; þjóðhetjur voru drepnar eða þeim þröngvað til að fremja sjálfsmorð, tugir þúsunda af ágætu fólki voru í fangelsi eða sættu pyndingum, t mörg þúsund manns voru líflátin af öfgamönnum og herinn tilkall- aður til að koma á lögum og reglu eftir að blóðið flaut um göturnar af vöidum ungra rauðra varðliða í borgarastyrjöld ... “ „ ... Þ e i r, sem umgengust hann (Maó, innsk. blm.) á þeim tíma er veldissól hans var hæst á lofti og er hann var orðinn geð- veikur, undrast hvað varð til þess að orsaka hin illu umskipti í hon- um og jafnframt hvenær þau urðu. Frá sjúkdómsfræðilegum sjón- arhóli horfir málið þannig við: Þeir sem rannsökuðu málið segja hann um margra ára skeið hafa þjáðst af Alzheimer-sjúkdómnum, heilasjúkdómi, sem leiðir ti! ótímabærrar öldrunar. Að sögn kunnugra fékk Maó nokkur væg hjartaáföll árið 1959, en aðrir segja þau ekki hafa angrað hann fyrr en tveimur árum síðar. Smám saman breyttist Maó í hegðun og tók í auknum mæli á móti gestum í svefnherbergi húss síns. Her- bergið líktist einna helst svínastíu og bækur, blöð og bæklingar voru dreifð um rúm hans. Hann var lokaður af frá umheiminum og varð fangi í eigin höll, fangi konu sinnar, Jiang Qing, og Shanghai- Maó Tse-tung í miðju með Chou En-lai (tv.) og Chu Teh sér við hlið þremur árum fyrir byltinguna 1949. Jiang Qiung, eiginkona Maós, á flugvellinum f Peking 1974. búanna, sem mynduðu fjórmenn- ingaklíkuna með henni. Þegar dró nær endalokum átti hann orðið erfitt um mál. Þurfti túlka til þess að greina hvort eitthvert vit var í umli því og hryglum, sem hann sendi frá sér. Þegar hér var komið sögu var búið að drepa alla hans nánustu vini eða þeir höfðu verið gerðir brottrækir frá híbýlum hans. Jiang Qing túlkaði allar skipanir hans..." Skelfingarskeið „... Skipta má hörmungar- tímabilinu, sem fylgdi í kjölfar menningarbyltingarinnar, í þrjú skeið. Lokaskeiðið hófst eftir að Lin Biao fórst í flugslysi í sept- ember 1971, er hann reyndi að flýja eftir að flett hafði verið ofan af fyrirætlunum hans um að myrða Maó. Lin Biao gerði sér grein fyrir krankleika Maós og taldi, að um leið og honum yrði komið fyrir kattarnef yrði endi bundinn á þetta ofurvald ..." „... Á meðan skelfingarskeið þetta stóð yfir í Kína í kjölfar menningarbyltingarinnar má líkja ástandinu við það sem var á valdatímum nasista í Þýskalandi. Hópar rauðra varðliða og hug- sjónamanna börðust hverjir gegn öðrum í öllum borgum landsins og kepptust með því við að heiðra hugsun Maós. Frásagnir manna úr innsta hring staðfesta þá skálm- öld er ríkti..." „... Engin staðfest frásögn er til af valdaráninu er fjórmenn- ingaklíkunni var steypt af stóli. (Atburðurinn átti sér stað þann 6. október 1976, innsk. blm. Mbl.) Því var stjórnað af gömlum herfor- ingjum, Ye Jianying og Li Xianni- an. Vitneskja mín byggist aðeins á þeim fáu setningum, sem mér tókst að kreista út úr Wu Xiu- quan, varahershöfðingja kín- verska hersins á þeim tíma. Sagði hann að herinn hefði engri mót- spyrnu mætt við handtöku fjór- menninganna á heimilum þeirra. Það var þó ekki fyrr en 6 dögum Símamynd AP. Með sigurbros á vör John Bertrand, skipstjóri áströlsku skútunnar Australia II, er hér brosmildur á svip. Hann hafði enda ærna ástæðu til. Undir hans stjórn rufu Ástralir 132 ára einokun Bandaríkjamanna í keppninni um Ameríkubikarinn í siglingum. Sovéskar farþegaþotur með njósnamyndavélar Frá Önnu Bjarnadóttur, rréttaritara Mbl. í Sviss. ÞOTUR sovéska flugfélagsins Aero- flot, af gerðinni Tll—154, sem fljúga í áætlunarflugi til borga í Vestur-Þýska- landi og Sviss, eru búnar mjög ná- kvæmum njósnamyndavélum. ARD- sjónvarpsstöðin í Vestur-Þýskalandi sýndi nýlega mynd þar sem myndavél- arlinsur sáust mjög vel á belg þotu af þessari gerð, sem var að lenda á flug- vellinum í Frankfurt. Talsmaður svissneska hersins staðfesti í gær að sovéskar vélar sem fljúga til Zurich og Genfar væru einnig búnar myndavélum. Hann sagði að það væri ekkert leyndarmál, tillit væri til þess tekið og mikilvæg- ustu hlutir hersins væru faldir fyrir þeim. Sviss er Iltið land og sovéskar vél- ar fljúga yfir mestallan hluta lands- ins í áætlunarflugi sinu þangað. Sov- ésk vöruflutningavél fór út af leið í fyrra og flaug yfir Gotthard-fjall- garðinn. Flugherinn beindi vélinni inn á rétta braut, en stjórnvöld gerðu ekkert í málinu. Fyrr í þessum mánuði þurfti flugherinn að hafa af- skipti af búlgarskri vél sem var á ferð í svissneskri lofthelgi í óleyfi. Fyrirspurn var um þessi mál í svissneska þinginu í gær og sam- göngumálaráðuneytið hefur nú lofað að kanna þau nánar. TU—154-vélarnar eru þannig úr garði gerðar að þær geta verið not- aðar bæði til farþega- og hernaðar- flugs. Talsmaður svissneska flug- hersins fullyrti að bandarfskar far- þegaþotur væru ekki búnar sama út- búnaði og hinar sovésku og benti á að Bandaríkjamenn fá allar myndir sem þeir þurfa frá gervihnöttum. Flugbanni milli Sviss og Sovét- ríkjanna lýkur á fimmtudag. Það var sett 14. september til að mótmæla skotárás Sovétmanna á kóresku far- þegaþotuna fyrr í þessum mánuði. Kemst Pakistan í úr- slit á HM Stokkhólmi, 28. september. AP. BANDARÍSKU og pakistönsku bridgesveitirnar héldu áfram upptekn- um hætti á heimsmeistaramótinu í bridge í Stokkhóimi í gær og sigruöu báðar ( síðari leikjum dagsins, banda- ríska sveitin vann þá sænsku 19—11 og sú pakistanska sigraði lið karab- ísku eyjanna 24—6. í bridge? Fyrr um daginn mættust Banda- ríkin og Pakistan og lauk leiknum með yfirburðasigri Bandaríkjanna. Átta umferðum er ólokið, en staðan að sex umferðum loknum er sú, að Bandaríkin hafa 138 stig, Pakistan 112, Svíþjóð 87,5, Nýja Sjáland 87, ftalia 85, Brasilía 76, Indónesfa 64 og karabísku eyjarnar 60 stig. Dansari missti vinnuna: Loftaði ekki ballerínunum Lundúnum, 27. neplember. AP. Ballettdansarinn Geoffrey Wynne missti vinnuna hjá „London Festival Ballet“ fyrir stuttu og var ástæðan sú að hann var of linur og kraftlaus. „Hann skorti ýmis karl- mennskutákn, og við gátum því ekki notað hann lengur,“ sagði í fréttatilkynningu frá dansflokknum. Wynne var að vonum óánægð- ur, enda hafði hann starfað við flokkinn í 8 ár. En hann loftaði ekki lengur stúlkunum þegar að tilþrifamiklum atriðum kom. Að sjálfsögðu var það ekki nógu gott, en Wynne er aðeins 60 kíló og fremur stuttur. Vinnuveit- endur hans segja hinn 35 ára gamla dansara hafa náð há- punkti sínum fyrir nokkrum ár- um, hann hefði haldið sér vel, en kröfurnar hefðu aukist. Ekki var þess getið hvort ballerínurnar hefðu þyngst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.