Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 3 Slátursalan hafin Slátursalan er hafín í Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands er með slátur- sölu í hefðbundnum stíl í sparimarkaði fyrirtækisins í Austurveri og versluninni við Iðufell í Breiðholti. Afurðasala SÍS selur slátur í 3 og 5 slátra pakkningum í ýmsar verslanir. Hvert slátur kostar í ár 110 til 115 krónur, en fyrir það fær kaupandinn: 1 kg mör, 1 lítra blóðs, vömb og kepp, hálsæð, lifur, þind, nýru, hjarta og haus. Myndina tók Kristján Örn Elíasson Ijósmyndari Mbl. í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands við Laxá í Leirársveit fyrir skömmu en á henni sýna Halldór Benediktsson sláturhússtjóri og Anna frá Belgsholti honum hvað hann fær mikinn mat í einu slátri. Björgvin og Jóhann í söngvakeppni á írlandi „ÁSTÆÐAN fyrir því að okkur Jóhanni var boðin þátttaka í þessari söngva- keppni er sú, að ég komst í úrslit í keppninni fyrir tveimur árum og þá hafði Jóhann gert enskan texta við lagið mitt. Þátttakendur í ár eiga það allir sameiginlegt, að hafa áður komist í úrslit í þessari keppni," sagði Björgvin Halldórsson hljómlistar- maður, sem á sunnudaginn heldur til írlands ásamt Jóhanni Helga- syni hljómlistarmanni. Þar munu þeir taka þátt í hátíðarkeppni Castlebar-söngvakeppninnar, sem nú er haldin í átjánda sinn. Tilnefningar laga bárust frá alls sautján löndum í ár og voru valin þar úr 24 lög frá 9 löndum. Castle- bar International Song Contest er almennt talin þriðja stærsta söngvakeppni heims á eftir keppn- inni í Tókýó og Eurovision. Tíu lög verða valin til úrslita að loknum tveimur keppnisdögum og verður úrslitakeppninni sjónvarpað um Bretlandseyjar. Björgvin Hall- dórsson hafnaði í fjórða sæti í keppninni 1981 með lag sitt „Ský- ið“, er Jóhann Helgason hafði gert við enskan texta í tilefni keppn- innar. Lag Björgvins í ár heitir á ensku „Baby Don’t Go“; það er m.a. að finna á síðustu plötu hljómsveitarinnar Brimklóar, þar sem það bar heitið „Því varstu að fara?“. Lag Jóhanns í keppninni heitir „Sail On“ og er að finna á plötu hans „Tass“, sem út kom á síðasta ári. Söngvakeppnin í Castlebar hefst á þriðjudaginn en lýkur á föstudagskvöld. Björgvin gat þess, að það væri ekki síst fyrir velvilja Flugleiða, að þeir Jóhann gætu tekið þátt í þessari keppni. 35 tonn af kældu dilka- kjöti til Danmerkur BÚVÖRUDEILD SÍS hefur gert samning um sölu á allt að 35 tonn- um af kældu dilkakjöti til Danmerk- ur. Kaupandi er Irma-verslanakeöj- an. Kjötið er frá sláturhúsinu í Borg- arnesi. Það er kælt þar og pakkað, sent í kæligámi á Keflavíkurflugvöll, flutt með flugvél til Kaupmanna- hafnar og fer beint úr flugvélinni á kælibíl sem flytur það í verslan- ir. I fréttabréfi Sambands ís- lenskra samvinnufélaga segir að 15 tonn séu þegar farin og verðið sé um 20% hærra en fæst fyrir fryst kjöt í Danmörku en auka- kostnaður sé nokkur samfara því að senda það með flugi. Nú setjum við nýtt met í sjónvarpstilboðum. Við bjóðum 26"CS-1006 Philips litsjónvarp með innan við 10% útborgun og eftirstöðvar má greiða á allt að 8 mánuðum. Pað fæst líka á frábæru staðgreiðsluverði, aðeins kr. 35.900.-. Við komum tækinu heim í stofu, stillum það og þið fáið vetrardagskrá sjónvarpsins eins góða og möguiegt er. Þetta köllum við sveigjanleika í samningum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.