Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 33 Verzlunarráð íslands: Áframhaldandi könnun á rekstri Pósts & síma Fmmkvæmdastjórn Verzlunarráðsins hefur skipað fjarskiptanefnd VÍ. Hlutverk nefndarinnar er tvíþætt. í fyrsta lagi að kanna rekstur og þjónustu Pósts og síma með tilliti til þarfa fyrirtækja og aukins viðskiptafrelsis, og í öðru lagi, að fylgjast með helstu tækninýjungum á sviði fjarskipta og gera tillögur um fyrirkomulag, svo tækninýjungar geti komið íslenskum fyrirtækj- um sem best að gagni. 1 nefndinni eru þeir Pétur J. Eiríksson, Flugleiðum hf., formað- ur, Anton Örn Kærnested, Al- menna bókafélaginu, og Paul Han- sen, Hf. Eimskipafélagi íslands. Fyrir nokkrum árum starfaði nefnd á vegum VÍ, sem kannaði rekstur og þjónustu Pósts og síma. Nefndin skilaði ítarlegri skýrslu og tillögum til úrbóta. Nokkrar af tillögum nefndarinnar náðu fram að ganga, svo sem frjáls innflutn- ingur á notendabúnaði, að vísu að- eins fyrir heimili, en ekki fyrir fyrirtæki. Á síðustu árum hafa orðið örar breytingar í fjarskiptatækni, sem bjóða upp á ýmsa möguleika, sem ekki þekktust áður. Hlutverk nefndarinnar verður því að fylgj- ast með helstu nýjungum á þessu sviði og kanna hvort núverandi fyrirkomulag hindri, að nýjungar berist fljótt til landsins. Þá mun nefndin fylgja eftir þeim tillögum í fyrri skýrslu, sem ekki hafa náð fram að ganga. Ullarútflutningur hefur dregizt saman — Um 639,8 tonn flutt út janúar til júní Iðnaðarútflutningur 22,4% af heildinni ULLARÚTFLUTNINGUR íslendinga dróst saman um 9% fyrstu sex mánuði ársins, þegar samtals voru flutt út 639,8 tonn, borið saman við 699,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára var um 76%, eða 247,6 milljónir króna á móti 140,9 milljónum króna. Þegar verðmætaaukningin er skoðuð verður að hafa í huga, að meðalgengi dollara á tímabilinu janúar til júní sl. var um 21,77 krónur, en á sama tíma í fyrra 10,25 krónur. Til þess að afla sama gjaldeyris í dollurum þarf útflutn- ingur því að aukast um í námunda við 100% milli ára í íslenzkum. ULLARLOPI OG BAND Útflutningur á ullarlopa og -bandi dróst saman um 20% á um- ræddu tímabili, þegar samtals voru flutt út 329,3 tonn, borið saman við 412,1 tonn á sama tima í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára var aðeins '57,5%, en langt undir hækkun meðalgengis. Verð- mæti útflutnings á ullarlopa og -bandi í ár var tæplega 64 milljón- ir króna, borið saman við 40,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. PRJÓNAVÖRUR Útflutningur á prjónavörum jókst um 5,65% á fyrstu sex mán- uðum ársins, þegar út voru flutt 183,3 tonn, borið saman við 173,5 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára var um 85%, eða liðlega 147 milljónir króna á móti tæplega 79,5 milljón- um króna á sama tíma í fyrra. ULLARTEPPI Útflutningur á ullarteppum jókst um tæplega 4% fyrstu sex mánuði ársins, þegar alls voru flutt út 68,7 tonn, borið saman við 66,1 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 100%, eða 16,6 milljónir króna á móti 8,3 milljónum króna. YTRI FATNAÐUR Útflutningur á svokölluðum ytri fatnaði dróst saman á umræddu tímabili um 26,5%, þegar alls voru flutt úr 9,4 tonn, borið saman við 12,8 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætasamdrátturinn milli ára er um 23,7%, eða liðlega 6 milljón- ir króna, bornar saman við tæp- lega 7,9 milljónir króna. VÖRUR ÚR LOÐSKINNUM Útflutningur á vörum úr loð- skinnum dróst saman um 1,8% fyrstu sex mánuði ársins, þegar alls voru flutt út 5,5 tonn, borið saman við 5,6 tonn á sama tíma i fyrra. Verðmætaaukningin milli ára var hins vegar liðlega 115%, eða tæplega 10,2 milljónir króna á móti liðlega 4,7 milljónum króna. Á síðastliðnu ári nam útflutningur iðnaðarvöru samkvæmt verslunar- skýrslum um 1898 millj. króna sem er um 22,4% af heildarútflutningi landsmanna. Við þennan útfhitning störfuðu 60 fyrirtæki og er þá stuðst við upplýsingar sem ÚI hefur unnið, því að fjölmargir fleiri stunda út- flutningstilraunir. Þessar upplýs- ingar er að finna í nýútkominni ársskýrslu Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Þar segir ennfremur: Fyrirferðarmestur er útflutn- ingur áls og álmelmis, sem dróst saman á árinu að magni til um 3% og nam alls 852 millj. kr. Annar stærsti útflutningshóp- urinn eru ullarvörur og nam út- flutningur þeirra 388 millj. króna sem jafngildir 58% aukningu. Þriðji stærsti útflutningshópur- inn er kísiljárn og nam útflutning- ur þess 243 millj. kr. og er aukning nú 97%. Fjórði stærsti vöruhópurinn er útflutningur niðursuðu og niður- lagðra sjávarafurða, sem jókst úr 64 millj. kr. 1981 í 157 millj. 1982. Aukning 147% og er það mesta aukning eins vöruhóps á skrá yfir útflutning iðnaðarvöru. Fimmti stærsti vöruhópurinn er skinnvara og nam útflutningurinn þar 101 millj. kr. og hafði einungis aukist um 9% milli ára. Þá eru upptaldar þær vöruteg- undir sem ná þvi að nema 100 Litlar breytingar á gengi í sl. viku — Dollar lækkaði um 0,14% — Pundið hækkaði um 0,22% — Danska krónan hækkaði um 0,12% — V-þýzka markið hækkaði um 0,29% MJÖG LITLAR BREYTINGAR urðu á gengi erlendra gjaldmiðla í liðinni viku. Dollaraverð lækkaði til að mynda um 0,14%, en sölugengi Bandaríkja- dollars var skráð 28,100 krónur í upphafi vikunnar, en 28,060 krónur sl. fostudag. Frá áramótum hefur dollaraverð hækkað um 68,53%, en í ársbyrj- un var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 16,650 krónur. GENGISÞROUNIN VIKURNAR 12.-16.0G 19.-23. SEPTEMBER 1983 BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið hækkaði um 0,22% i verði í siðustu viku, en sölugengi pundsins var skráð 42,087 í vikubyrjun, en sl. föstudag var það hins vegar skráð 42,181 króna. Frá áramótum hefur sölu- gengi brezka pundsins hækkað um 47,33%, en i ársbyrjun var það skráð 28,631 króna. DANSKA KRÓNAN Danska krónan hækkaði um 0,12% í síðustu viku, en sölugengi dönsku krónunnar var skráð 2,9255 krónur i upphafi vikunnar, en sl. föstudag var það hins vegar skráð 2,9250 krónur. Frá áramót- um hefur danska krónan hækkað um 47,55% i verði, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,29% í verði í siðustu viku, en sölugengi þess var skráð 10,5027 krónur i upphafi vikunnar. Síð- astliðinn föstudag var sölugengið hins vegar skráð 10,5328 krónur. Frá áramótum hefur vestur-þýzka markið hækkað um 50,37% í verði, en í ársbyrjun var söíugengi þess skráð 7,0046 krónur. millj. króna í útflutningi en næst- ar að vöxtum eru kisilgúr 70 millj. kr. og vörur og tæki til sjávarút- i 51 millj. kr. Vrlega birtir Hagstofan skrá yfir 50 stærstu útflytjendur á ís- landi. Sé sú skrá athuguð kemur í Ijós að helmingur þeirra flytur út iðnaðarvörur, þar af 20 eingöngu en 5 með öðrum útflutningi. Ekki liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um fjölgun útflytj- enda síðan útflutningsskrifstofa Félags ísl. iðnrekenda var sett á stofn um áramótin 1968/69, en þá fór útflytjendum að fjölga. Aftur á móti eru til skrár á Hagstofunni yfir útflutning einstakra útflytj- enda 1971, árið sem Útflutnings- miðstöðin hóf starfsemi sína. Þá reyndust þeir vera um 29 séu sömu skilyrði lögð til grundvallar og 1982. Af þessum útflytjendum flytja nú 2 út í gegnum Sölustofn- un lagmetis en 12 hafa hætt út- flutningi. Samkvæmt framansögðu eru 17 fyrirtæki frá 1971 starfandi í hópi þessara 60 frá 1983. Þetta gefur til kynna að nýir út- flytjendur iðnaðarvöru frá 1971 séu 43 fyrirtæki og hefur þannig tala útflytjenda meira en þrefald- ast. Af þessum tölum má sjá að ekki hefur vantað djörfung í starfsem- ina. Athafnamönnum i hópi út- flytjenda iðnaðarvöru hefur tekist að hasla sér völl á markaði erlend- is. Varan hefur hlotið náð fyrir augum erlendra kaupenda og stundum líkað mjög vel. Og áhrifa útflutningsreynslunnar gætir líka heimafyrir. Markaðsstarfið hér verður markvissara og ákveðnara, og þar með árangursríkara. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að verkefni hjá Útflutn- ingsmiðstöðinni til þess að auka útflutninginn til Færeyja. Á þessu tímabili hafa fulltrúar ÚI alls ferðast 6 sinnum til Færeyja til þess að kanna með hvaða hætti megi koma þar ákveðnum vörum á markað. Hér er um nýjung í þjón- ustu Útflutningsmiðstöðvarinnar að ræða, m.a. vegna þess að í þessu átaki hvílir þunginn i byrjun að langmestu leyti á herðum starfs- manna ÚI. Á ferðum sínum kanna þeir fyrst almennt stöðu vörunnar á markaði, bæði verð og gæði. Þessu næst er að gera frummark- aðskönnun, sem gefi þó nægilegar upplýsingar til ákvarðana. Séu niðurstöður jákvæðar hefst athugun á dreifileiðum, og síðan leit að umboðsmannsefni en ein- mitt dreifileiðir og dreifendur geta veitt mikilvægar upplýsingar um hugsanlega umboðsmenn. Að lokum er að taka ákvarðanir um frumkynningu á vörunni sem er a.m.k. nauðsynleg þegar um neyt- endavöru er að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.