Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 45 .... ji T VELVAKANDI ^ \ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS 1í /ir Krím- usnr d If Þessir hringdu Ekki verið minnst á þessa aðferð hér SigurAur Einarsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig hefur lengi langað til að minnast á sambýli hunda og manna í Reykjavík og ná- grenni. Nýlega kvörtuðu póst- menn í Garðabæ yfir því, að þeir gætu ekki borið út póst í viss hús, vegna hamagangs í hundum. Og þó að hundar séu bannaðir í Reykjavík, þá hefur sama vandamál hrjáð póst- menn þar. Ég hef verið svolítið hissa á því, að aðferð sem not- uð er í Bandaríkjunum, í viður- eign póstmanna við hunda, skuli ekki hafa verið notuð hér, eða a.m.k. minnst á hana í um- ræðum um þessi mál. Hún er einfaldlega sú, að póstmenn þar vestra bera á sér vatns- byssur, sem fylltar eru með borðediki. Sprauta þeir edikinu framan í hunda, sem gera sig líklega til að bíta þá. Þetta verður til þess, að hundana logsvíður í augun og þeir blind- ast um stundarsakir, nógu lengi til þess að póstmennirnir geta skilað af sér bréfunum án þess að eiga nokkuð á hættu. Og hundarnir eru jafngóðir eftir. Eins fara þeir að, sem eru úti að skokka, í úthverfum eða jafnvel utan byggða, þeir hafa ævinlega með sér vatns- byssuna, hlaðna ediki. 30 „Aflífa varð dýrin úr því sem komið var“ — segir Eiríkur Beck, lögregluþjónn ..A|),.,a .A .n>r* ..... þ»l -rn. komiö ..r Hund.rn.r -, u .........- »»rAi Eirikor Brrk n k.n. >.r hilinn «T HnlU. m .Ijrtirndor humlurim Fyrirspurn til Eiríks Beck lögregluþjóns Guðrún Á. Símonar hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eiríkur Beck, lögreglu- þjónn, segir orðrétt í viðtali sem birtist í Mbl. í dag (þriðju- dag), á bls. 30: „Það varð að aflífa dýrin úr því sem komið var. Hundarnir voru svo æstir og ráðvilltir." I framhaldi af þessu langar mig að spyrja Eirík Beck: Mundi undir nokkrum kringumstæðum vera réttlætanlegt að beita svo hrottafengnum aðgerðum við fólk, sem er bæði ráðvillt, æst og í áflogaham? Það gegnir nefnilega nákvæmlega hinu sama um hunda og menn, þeg- ar svona stendur á: Það ber að taka viðkomandi úr umferð og róa hann niður. Og það var ein- mitt það sem gerðist í þessu tilviki. Hundurinn var kominn heim til sín, og hættan liðin hjá. Þá koma lögregluþjónarn- ir þangað, draga hann út og hundurinn tryllist á nýjan leik. Ég fæ ekki annað séð en til- gangurinn með þessari aðgerð lögregluþjónanna hafi verið sá einn að aflífa hundinn. Er þetta ekki að misbeita valdi? Launahækkunin 1. okt.: Hefði mátt standa öðruvísi að verki Margrét Matthíasdóttir skrifar: „Ágæti Velvakandi. Nú líður óðum að því, að 4% launahækkunin komi til launþega, eða þann 1. október. Ég get nú ekki að því gert, að mér finnst að mátt hefði standa þarna öðruvísi að, til þess að þeir tekjulægstu fengju heldur meiri bót en raun ber vitni. En ráða- mennirnir hafa ekki rekið augun í þetta, eða þá, að þeir vilja ekki sjá það. Þar á ég við, að ákveðin upphæð, t.d. 1.200,00 kr., hefði verið látin ganga yfir alla línu launþega, því eins og við vitum eru þau ákaflega misjöfn eða frá um 10.000,00 kr. til 80.000,00 kr., sem gerir 400,00 kr. til 3.400,00 kr. launahækkun. Þarna hefði ég haldið, að betra hefði verið, að hafa ákveðna upp- hæð á öll laun, heldur en að ríg- halda alltaf í prósentuhækkanir. Annars er vel, ef hægt er að draga úr verðbólgunni, en þetta skeður alls ekki átakalaust, og er Margrét Matthíasdóttir lægst mjög aðþrengt hjá þeim launuðu eins og allir vita. Algjör verðstöðvun þyrfti að gilda, hvort sem hið opinþera ætti í hlut eða ekki, á milli launabreyt- inga. Kærar kveðjur." David Bowie í Skonrokki Hugrún (4406—4383) skrifar: „Hvernig væri nú að fara að sýna David Bowie í Skonrokki? Það er talsvert langt síðan lögin Let’s Dance og Cat People voru vinsæl, en ekki hafa þau enn verið sýnd. Aftur á móti er hægt að sýna aðrar hljómsveitir og söngv- ara mörgum sinnum í þessum þætti, en Bowie hefur aðeins kom- ið þar við einu sinni, svo að ég viti, og þá með lag, sem var vinsælt fyrir u.þ.b. þremur árum, Ashes to Ashes. Hvernig væri að koma með eitthvað af nýrri lögunum, eins og t.d. Cat People, Let’s Dance, China Girl eða Modern Love? öll þessi lög hafa verið á vinsældalistum víða um heim. Með fyrirfram þökk.“ GÆTUM TUNGUNNAR Einhver sagði: Þeir komu í stað hvors annars. Rétt væri: Þeir komu hvor í annars stað. SIG6A V/öGA £ hLVtMU RLLTRF 5V0NR ÞE6HR HON RU6LHST i DÖ6UNUM. A Skrifstofuhúsnæði óskast Óskum aö taka á leigu 70—100 fm skrifstofuhúsnæöi. Uppl. í síma 84911. Heimasími 28218. HUGSAÐU Þig tvisvar um áður en þú kaupir uppþvottavél. Loksins höfðum við efni á að eignast almennilega upp- þvottavél. Eldhúsið er helsti vinnustaður hússins. Þess vegna þótti okkur mikilvægt að nýja vélin væri hljóðlát. Jafnframt var nauðsyn- . legt að hún sparaði rafmagn, því gamla vélin eyddi óheyrilega. ii Blomberg Rondotella vélin hefur þessa kosti auk margra annarra. Éjjjw Þess vegna varð hún fyrir valinu. • Þreföld skolun og yfirúðun ,, tBSm? ''xt&' • Stillanlegur styrkur á neðri • Hljóðlát, aðeins 49 db. W Og það er tveggja ára ábyrgð á Blomberg, taktu eftir því. V EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A Sfml 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.