Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 48
Tölvupappír !■■■ FORMPRENT Hverfisgotu 78. simar 25960 25566 i0fi0íiwl»lía^ií> FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 Skip úr sovétflota í Reykjavíkurhöfii Sovétskip í Reykjavíkurhöfn €~ Sovéska hafrannsóknaskipið Leonid Demin í Keykjavíkurhöfn, en það er úr sovéska flotanum. Ragtime á Lækjartorgi Fisléttir ragtime-tónar bárust um miðborg Reykjavíkur í haustsólinni í gær. Fjölda fólks dreif að og naut það þess að heyra bandaríska píanistann Bob Darch og Guðmund Steingrímsson trommuleikara skemmta sér (og vegfarendum) með sveiflandi og léttri ragtime-tónlist. í gærkvöldi léku þeir félagar á veitingastaðnum „í kvosinni", þar sem var sérstakt New Orleans-kvöld. Morgunblaðið/KÖE Eddan væntan- lega áfram í siglingum AUKNAR líkur benda nú til þess, að Farskip hf. haldi áfram rekstri farþegaskips næsta sumar, en samningaviðræður um áframhald- andi leigu ms. Eddu hafa staðið yfir undanfarnar vikur við hina pólsku eigendur skipsins. Þorkell Sigurlaugsson, for- stöðumaður áætlanadeildar Eimskips, sagði i samtali við Mbl., að Pólverjar væru tilbúnir að leigja skipið áfram til eins eða tveggja ára á verði sem Far- skipsmenn gætu sætt sig við. „Þar sem við nýtum skipið að- eins yfir sumartímann var því vandamálið að koma skipinu í verkefni yfir veturinn. Við höf- um í þessu sambandi verið í við- ræðum við aðila á Maritius- eyjum í Indlandshafi, sem hafa lýst áhuga sínum á því, að endurleigja skipið af okkur yfir vetrartímann." Þessir aðilar hafa skoðað skipið og líst mjög vel á það. Þeir vilja nota það til siglinga á Indlandshafi á tímabilinu sept- ember til maíloka og við mynd- um síðan nota það frá júníbyrj- un til ágústloka. Þessum við- ræðum við aðilana á Maritius- eyjum er hins vegar ekki end- anlega lokið, en gera má ráð fyrir, að þeim ljúki á næstu dög- um. Að mínu mati gæti þetta samstarf hentað okkur vel, en stjórn Farskips á eftir að koma saman til að taka endanlega af- stöðu I málinu, en það verður væntanlega á næstu dögum," sagði Þorkell Sigurlaugsson. Fyrsta sovéska skipakoman síðan suður-kóreska farþegaþotan var skotin niður VIÐ FAXAGARÐ í Reykjavíkurhöfn liggur sovéskt hafrannsóknarskip, Leonid Demin að nafni, en það er úr sovéska flotanum. Skipið er fyrsta sovéska skipið sem kemur hingað til lands eftir aö Sovétmenn skutu niður suður-kóresku farþegaþotuna yfir Japanshafi um síðustu mánaða- mót en Mbl. er ekki kunnugt um annað en að afgreiðsla skipsins fari þrátt fyrir það fram með venju- bundnum hætti. Skipið verður hér í 3 daga, fer út aftur á laugardagsmorgun. Það er 7000 tonn með 115 menn um borð, vísindamenn og sjómenn. Að sögn Ólafs Egilssonar í utanríkisráðu- neytinu var leyfi fyrir komu skips- ins veitt þann 12. þessa mánaðar. Því var veitt leyfi til að koma til hafnar, taka vatn og vistir og hvíla áhöfnina. Aðspurður um ástæður leyfisveitingarinnar sagði Ólafur að það hefði þótt rétt „að veita skipinu leyfi til að koma til hafnar í þessum tilgangi". Það sem af er þessu ári hafa allmörg sovésk skip komið hér til hafnar með leyfi utanríkisráðu- neytisins. ólafur sagði að ekki væri eins og er í gildi leyfi fyrir öðrum sovéskum skipum, en Kári Valvesson hjá Skipadeild SÍS sem annast afgreiðslu sovésku skip- anna hér á landi taldi að von væri á einu sovésku skipi til viðbótar fyrir áramót. Mezzoforte boðið á jazz- hátíðina í Montreaux ’84 MEZZOFORTE, sem nú er á hljóm- leikaferðalagi í Vestur-Þýzkalandi, fékk í fyrradag boð um þátttöku í jazzhátíðinni Montreaux '84, sem halda á næsta sumar. Jazzhátíð þessi er talin ein helzta jazzhátið heims og þar koma fram þekktir jazzleikarar. Þetta kom fram í samtali, sem Morgunblaðið átti í gær við Jó- hann Ásmundsson bassaleikara Mezzoforte. Hljómsveitin hefur nú leikið fyrir fullu húsi í Múnchen, Hannover, Berlín, Bonn, Bochum og Hamborg. f gær áttu þeir félag- ar eftir að halda tvenna tónleika áður en þeir halda til Englands, þar sem þeir búa. Á hljómleikum í gærkveldi spiluðu þeir fyrir eitt þúsund manns og höfðu miðar selzt upp á tónleikana fyrir nokkr- um dögum. Fyrsta pólska skipið sjósett 7. október FYRSTA pólska skipið af þrem- ur, sem í smíðum hafa verið í Póllandi, verður sjósett í Gdansk 7. október nk., að sögn Haraldar Gíslasonar, stjórnarformanns Samtogs hf. í Vestmannaeyjum. Samtog hf. er kaupandi að tveimur skipanna, en Hrói í Ólafsvík að því þriðja. Síðara Samtogsskipið verður sjósett um mánuði á eftir því fyrsta, og sagðist Haraldur reikna með að fá þau bæði afhent í kringum næstu áramót. ólafs- víkurskipið verður sjósett eftir áramótin. Samtog hefur þegar staðið skil á greiðslu 20% kostnaðar- verðs og á að greiða 10% við afhendingu. Eftirstöðvarnar, um 70%, eru lánaðar af pólsku skipasmíðastöðinni til sjö ára. Engin opinber fyrirgreiðsla hefur verið veitt. Farafonov hótar við- skiptaþvingunum Sovétmenn mótmæla lendingarbanni: RÍKISSTJORN Sovétríkjanna hefur mótmælt banni við lendingum sovézkra flugvéla á íslandi og umferð þeirra um íslenzka lofthelgi og jafnframt haft i hótunum um, að þetta bann geti haft slæm áhrif á viðskipti íslands og Sovétríkjanna og efnahagssamvinnu milli landanna. Það var Farafonov, fyrrum sendiherra Sovétríkjanna á ís- landi og núverandi yfirmaður Norðurlandadeildar utanríkis- ráðuneytisins í Moskvu, sem kall- aði Harald Kröyer, sendiherra ís- lands í Moskvu, á sinn fund í fyrradag og bar þessi mótmæli fram munnlega. Samskonar mót- mæli hafa verið borin fram við ríkisstjórnir annarra Norður- landa, sem sett hafa á slíkt bann. Bann við lendingum sovézkra flugvéla á íslenzkum flugvöllum og flugi þeirra um íslenzka loft- helgi hefur verið í gildi að undan- förnu og var sett í 15 daga. At- hygli hefur vakið, að mótmælin eru borin fram, þegar aðeins nokkrir dagar eru eftir af bann- tímanum. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins er það talið vís- bending um ágreining í Moskvu um það, hvernig bregðast skyldi við þessu banni. Farafonov mun hafa sagt við Harald Kröyer, að bannið væri ólögmætt, brot á alþjóðalögum og brot á bæði Helsinki-sáttmálan- um og Madrid-yfirlýsingunni. Þá munu Sovétmenn hafa áskilið sér skaðabótarétt á hendur þeim þjóð- um, sem þeir hafa reglulegar flug- samgöngur við. Sjá bls. 2: Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra: Hótun Sov- étmanna vægast sagt óviður- kvæmileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.