Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 xjötou- ípá HRÚTURINN |I|V 21. MARZ—19.APRÍL I>ú færð mjög ruglandi upplýs- ingar í dag. Vertu á verði. Þad er mikil spenna á vinnustað þín- um í dag. Reyndu að eiga ein- hvern tíma aflögu til þess að vera með fjölskyldunni. NAUTIÐ ill 20. APRlL-20. MAl Þú ert ekki með gott fjármálavit í dag. Reyndu að forðast að versla eða fara með peninga í dag. Vertu heima í kvöld og skemmtu þér með fjölskyld unni. h TVÍBURARNIR 21. MAl—20. JÚNl Farðu út að skemmta þér með fjölskyldunni. Reyndu gleyma öllum áhyggjum og ekki taka það illa upp þó einhver fjölskyldunni sé ekki í góðu skapL 3JK! KRABBINN 21. JÍINl—22. JÍILÍ Farðu varlega ef þú þarft að ferðast í dag. Reyndu að hafa ekki of miklar áhyggjur af hlut um sem þú getur engu breytt um. Leyfðu sjálfum þér ein- hvern lúxus til þess að létta lundina. í«ílLJÓNIÐ 5Tí||23 JÚLl-22. ÁGÚST M þarft *ð rera sparsamur í dag. Sérstaklega á þetta viA í sambandi við skemmtanir. Ekki taka lán hjá vini þínum. Svar- aðu bréfi sem þú átt ósvarað. MÆRIN 23. ÁGÚST-22. SEPT. Vertu rólegur í dag og reyndu að forðast deilur við þína nán- ustu. Þú færð góða hugmynd sem þú skalt reyna að koma í framkvæmd. Þú ert heppinn í ástamálum. VOGIN 23. SEPT.-22. OKT. Ef þú ert á ferðalagi skaltu reyna að forðast áhyggjur alveg eins og þú getur. Þetta er góður dagur til samvinnu og rök ræðna. Prófaðu að borða á skrítnum veitingastað. DREKINN 23. OKT.-21. NÓV. Ekki eyða peningum í skemmt anir í dag. Vinir þínir vilja lána þér en þú skalt ekki þiggja það. I*ér gengur vel í vinnunni og ert ánægður þar. ,f| BOGMAÐURINN 22. NÓV.-21. DES. (>ættu þess að vera ekki með neitt kæruleysi í vinnunni í dag. (>ættu hófs í neyslu á áfengi. Þú hefur áhyggjur af ástamálunum. Borðaðu úti og ræddu málin þá lagast þetta. STEINGEITIN 22. DES.-19. JAN. Vertu vel á verði í dag. Það liggja hættur á vinnustað þín- um. Forðastu lyf og áfengi í dag. Vertu samvinnuþýður. I kvöld skaltu hitta vini þína og ástin blómstrar. H 0 VATNSBERINN 20. JAN.-18. FEB. Þú skalt ekki Uka þátt í fjár- spilum eða einhverju sem er ólöglegt. Þú ert viðkvæmur fyrir í dag. Forðastu áfengi. Vertu sem mest heima með þínum nánustu. í FISKARNIR 19. FEB.-20. MARZ Þú átt erfitt með að halda hlut unum aðskildum í dag. Það verða því líklega árekstrar á milli vinnu og fjölskyldulífs. (>ættu þess að fá nóga hvíld. Heilsan þarfnast þess. X-9 DYRAGLENS 1 HM ... N/&S/VA 'OFyRtRSJAAHLEóífr KRiNQUH1 ðTÆÐMA. - <j£ TTJ/U VlP EKK< FENGIPAMMAM (Sbst,. ■ LJÓSKA SMÁFÓLK BRIDGE Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Suður spilar 6 hjörtu eftir að austur hafði vakið á einum tígli. Norður ♦ D1084 VÁ543 ♦ G72 4Á8 Vestur Austur 4 62 4 K753 V 102 V D ♦ 95 ♦ ÁD10863 4 G765432 4 K10 Suður ♦ ÁG9 ▼ KG9876 ♦ K4 4D9 Lauf út banar þessum ófyr- irleitna samningi í einu höggi, en vestur kom eðlilega út í lit makkers, tígli. Austur drap á tígulásinn og spilaði aftur tígli. Nú eru ellefu slagir mættir með spaðasvíningunni, en þitt vandamál verður að finna kastþröngina sem gefur tólfta slaginn. Austur þarf að valda þrjá liti, spaða, tígul og lauf, þann- ig að einhvern veginn ætti að vera hægt að negla hann. En kastþröngin er fremur óvenju- leg, eins konar tromp víxl- þröng. Trompi er spilað nokkr- um sinnum og spaðanum svín- að. Fljótlega kemur upp þessi staða: Norður 4 D ♦ G 4Á8 Vestur Austur 4- 4 K V- V- ♦ - ♦ D 4G765 Suður 4 - V87 ♦ - 4D9 4 K10 Næstsíðasta trompinu er spilað og iaufi kastað úr blind- um. Austur á enga vörn, hann fleygir lauftíunni í þeirri veiku von að makker eigi drottninguna, en þá fellir lauf- ásinn kónginn og síðasta trompið sér um að skaffa inn- komu á laufdrottninguna. Umsjón: Margeir Pétursson Á Multitabs-skákmótinu í Kaupmannahöfn í júlí kom þessi staða upp í skák Danans Bjarke Kristensens, sem hafði hvítt og átti leik, og Jonathans Tisdall, Bandaríkjunum. Hvít- ur virðist nú í vandræðum, en Daninn hafði séð mjög langt fram í tímann er hann leyfði svörtum að fá þessa stöðu. 36. Dxb8+! — Bxb8, 37. Hxb8+ - Kf7, 38. Re5+ - Kf6, 39. f4 (Svartur er nú glataður vegna hótunarinnar 40. Hf8+! — Dxf8, 41. Rd7+ og hvítur fær léttunnið peðsendatafl) Dd6, 40. Hb7 og svartur gafst upp. Norðurlandameistarinn ný- bakaði, Curt Hansen, varð efst- ur á mótinu ásamt ungverska stórmeistaranum Adorjan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.