Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 Frá athofninni um borð í Heklu í gær er hún var afhent sínum nýju eigendum. Fáni Panama var dreginn að húni í stað þess íslenska. Morgunblaftið/KÖE. Heklan seld: Fer til eldfjallaeyjar- innar Tristan Da Cunha SKIPAÚTGERÐ ríkisins hefur selt strandferðaskipið Heklu fyrir jafnvirði tæplega 18 milljóna ís- lenskra króna og var það afhent hinuni nýju kaupendum í gær. Skipið er selt til fyrirtækis sem skráð er í Panama og mun sigla undir Panama-fána. Raunverulegur kaupandi er þó að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra Skipaútgerðarinnar fyrirtæki í Höfðaborg í Suður- Afríku sem fer með umboð bresku stjórnarinnar til að þjóna íbúum eldfjallaeyjarinnar Tristan Da Cunha sem er bresk nýlenda í Suður-Atlantshafi. Mun skipið, að sögn Guðmundar, verða notað til flutninga á milli eyjarinnar og Höfðaborgar og til humarveiða og vinnslu við eyj- arnar. Að sögn Guðmundar á skipa- útgerðin nú tvö strandferðaskip, Esju og Öskju, og er auk þess með Velu á leigu. Sagði hann að þessi skip væru hæfilegur skipa- kostur fyrir strandferðirnar. Leigusamningurinn um Velu rennur út í desember og er að sögn Guðmundar verið að vinna að framlengingu hans um 7 mánuði. Ákvarðanir um hvað gert verður að þeim tíma liðnum hafa ekki verið teknar. Steingrímur Hermannsson: Fer ekki í skíða- ferðir á ríkisbíl „ÉG GERÐI það sem ég taldi skynsamlegast. Ég var með bfl sem mér fannst dýr í rekstri og þó ríkið greiði reksturinn taldi ég eðlilegt að skipta um og fá bfl sem eyddi minna. Þá má geta þess að auk rekstrar bifreiðanna greiðir ríkið afskriftir og þá eingöngu af því verði sem ég borga fyrir bflinn, þannig að það verða minni greiðslur heldur en ef ég hefði greitt tollinn líka,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, er Mbl. spurði hann af hverju hann hefði sótt um að fá niðurfellingu tolla af bifreið þeirri, sem hann keypti nýverið. Samkvæmt reglum geta ráð- herrar valið milli þeirra kosta að fá bifreið til afnota sem ríkissjóð- ur kaupir og á, eða kaupa eigin ökutæki og fá felld niður aðflutn- ingsgjöld. Mbl. er kunnugt um að ríkissjóður hefur keypt tvær bif- reiðir vegna ráðherranna, jeppa- bifreið fyrir Alexander Stefánsson Fiskiskip selja afla erlendis VÖTTUR seldi í Grimsby á þriðju- dag 54,5 tonn fyrir 1.142.300 krónur, meðalverð 20,96 krónur. Aflinn var aðallega þorskur og ýsa. Oddgeir selur í dag 60—65 tonn, einnig í Grimsby. Á mánudag seldi Snæfugl í Bremerhaven 177,9 tonn fyrir 3.416.300 krónur, meðalverð 19,20. Hoffell seldi einnig í Bremerhaven á þriðjudag 167,1 tonn fyrir 2.939 þúsund, meðalverð 17,59. Engey seldi i Cuxhaven í gær 232,7 tonn fyrir 3.654 þúsund, meðalverð 15.70. Þessi lækkun á meðalverði á Þýskalandsmarkaði er, að sögn LÍÚ, tilkomin vegna of mikils framboðs, ekki vegna þess að um lélegt hráefni sé að ræða. I dag selur Guðrún Þorláksdóttir í Þýskalandi og á morgun, föstudag, Viðey. félagsmálaráðherra og eina aðra, sem notuð er til vara. Morgunblaðið hefur upplýs- ingar um, að nokkrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn hafa eftir að þeir fóru úr ráðherrastólunum notað sér þessa heimild til niðurfell- ingar á aðflutningsgjöldum nýrra bifreiða, en reglurnar gera ráð fyrir að ráðherrar geti nýtt sér hana í heilt ár eftir að þeir fara frá embætti. Þessar sömu reglur munu gilda fyrir starfsfólk í utan- ríkisráðuneytinu eftir um þriggja ára starf, einnig fyrir bankastjóra ríkisbankanna. Forsætisráðherra sagði einnig í tilefni af umræðu um bifreiða- kaup hans, að honum hefði fundist eðlilegra að vera á eigin bifreið þar sem hann kynni ekki við að nota ríkisbifreið til einkanota. „Ég fer mikið í fjalla- og skíðaferðir og kann ekki við að fara í þær á ríkis- bifreið. Þess vegna valdi ég þenn- an kostinn,“ sagði hann. Hann bætti því við í lokin, að reyndar hefði hann þegar kaupanda að nýja bílnum, ef hann æskti. Ef til þess kæmi að hann seldi bílinn myndi hann auðvitað strax greiða tollana af honum. Steingrímur Hermannsson um búvöruverðshækkun 1. okt.: Hækkun grundvallarverðs mjólkurvara á bilinu 4—5% Verið að athuga svigrúm til aukinna niðurgreiðslna ÞFiTTA liggur ekki endanlcga fyrir, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum stefnir í 4—5% hækk- un á mjólkurvörum. Við stefnum Laxá á flot LAXÁ, skip Hafskips, sem strandaði um tíuleytið að staðartíma í fyrrakvöld á leið frá Gautaborg til Álaborgar, suðaustur af Friðrikshöfn, um 2,5 sjómflur norðvestur af Leso á Skagen í Danmörku, fór á flot kl. 23.03 að staðartíma í gærkveldi. Það voru þrír danskir dráttar- bátar, Goliath Goel, Helios og Friggar sem náðu skipinu á flot, en tveir þeir fyrrnefndu höfðu reynt fyrr um daginn árangurs- laust að ná skipinu á flot. Botninn þarna er mjög leirkenndur og virkar ekki ólíkt sogskál og er því erfiðara en annars væri að ná skipinu á flot, að sögn. Björgunar- félagið tók því þann kost að fá 30 þúsund stolið ÞRJÁTÍU þúsund krónum var stolið úr bifreið um helgina. Sendihifreið var stolið frá Digra- nesvegi í Kópavogi á sunnudag og fannst um fjórum klukkustundum síðar í Reynihvammi. Peninga- veski með um 30 þúsund krónum í hafði verið stolið úr bifreiðinni, sem fannst óskemmd. þriðja dráttarbátinn á staðinn, því ef ekki hefði tekist að ná skipinu á flot fyrir miðnætti hefði þóknun björgunarfélagsins minnkað. Atburðurinn átti sér stað í góðu veðri og sakaði engan, en 12 menn voru um borð í skipinu. „Þetta lít- ur bara vel út, litlar sem engar skemmdir virðast hafa orðið á skipinu," sagði Sigurður Leifsson skipstjóri þegar Morgunblaðið náði tali af honum seint í gær- kveldi, rétt eftir að skipið var komið á flot. Skipið er með 350 tonn af stykkjavöru sem lestuð hafði verið í Kaupmannahöfn og Gautaborg og var á leið til Ála- borgar, eins og fyrr sagði, að sækja þangað á þriðja hundrað tonn af fóðri og þangað heldur það, þar sem skemmdir verða kannaðar til fulls. Sigurður sagðist ekkert geta sagt að svo stöddu um hvernig þetta hefði viljað til, það biði sjó- prófanna. Hann sagði að allir væru við bestu heilsu og allt væri í lagi. að því að smásöluverðið verði ekki mikið hærra en til þess þurfa að koma auknar niðurgreiðslur", sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er hann var spurð- ur hvað liði ákvörðun um nýtt bú- vöruverð 1. október. Steingrímur sagði að verið væri að kanna hvort unnt væri að auka niðurgreiðslurnar, en umrædd 4—5% hækkun á við um grundvallarverð varanna. Þá hækkar nýtt kjöt einnig meira, vegna sláturkostnaðar. Stein- grímur var spurður hvort nokk- urt fjármagn væri fyrir hendi til að auka niðurgreiðslurnar. Hann svaraði: „Ef svigrúm er fyrir hendi þá finnst mér það vel koma til greina. Það er til dæmis all- stór fjárhæð fyrir hendi til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar vegna geymslu. Nú eru vextir að lækka og það kann að skapast þar nokkuð svigrúm. Annars verður smásöluverðshækkunin nokkru meiri.“ Ríkisstjórnarfundur: Beðið heimkomu Alberts? „ÉG MUN kanna í fyrramálið hvort einhver sérstök málefni liggja fyrir og það fer eftir því hvort ég kalla saman ríkisstjórn- arfund," sagði forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson er hann var spurður í gær, hvort rík- isstjórnarfundur yrði haldinn árdegis. Ríkisstjórnarfundi sem halda átti á þriðjudag varð að fresta sökum þess hversu margir ráðherrar voru fjarver- andi. Steingrímur sagði einnig í gær, að fjármálaráðherra kæmi til landsins í fyrramálið, föstudagsmorgun, og verið gæti að fundi yrði frestað þar til hann væri kominn. INNLENT Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra: Hótun Sovétmanna óviðurkvæmileg GEIR Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, sem nú er staddur á Alls- herjarþingi Kamcinuðu þjóðanna í New York, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hótun Sov- étmanna um skaðleg áhrif sam- göngubannsins á viðskipti fslands og Sovétríkjanna, ætti engan rétt á sér og væri óviðurkvæmileg, svo vægt væri til orða tekið. Utanríkisráðherra sagði, að Haraldur Kröyer hefði svarað munnlegum mótmælum Fara- fonovs þegar í stað og vísað á bug staðhæfingum um að flug- bannið væri ólögmætt. Utanrík- isráðherra sagði, að 15 daga lendingarbann væri eðlileg viðbrögð vestrænna ríkja við því kaldrifjaða athæfi Sovétmanna að skjóta niður farþegaþotu með 269 manns innanborðs og í alla staði lögmætt. Ráðherrann sagði, að þessi viðbrögð hefðu jafnvel mátt vera ákveðnari. Þetta athæfi Sovétmanna sýndi algert virðingarleysi fyrir mannslífum. í sama anda væri hótunin um neikvæð áhrif á viðskipti íslands og Sovétríkj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.