Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 Sœmundur B. Þórðar- son — Minningarorð Fæddur 3. nóvember 1904. I)áinn 21. september 1983. Það er vor í lofti, og heill skari af krökkum í brennibolta á Urðar- stígnum, rjóð og hávær í hita leiksins. Þá ber að fagurgrænan Skóda, sem ekið er hægt og af varkárni niður Baldursgötuna. Við stýrið situr Sæmundur Þórðarson, og þegar krakkaskarinn kemur hlaupandi og hrópar: „Einn hring, bara einn,“ þá brosir hann góðlát- lega í kampinn og fyrr en varir er allur hópurinn horfinn inn í bíl- inn, og þétt setinn bekkurinn. Síð- an hefst ævintýraleg ökuferð um hverfið uns numið er staðar fyrir utan Baldursgötu 7a, þrátt fyrir hávær mótmæli farþeganna. Þannig gerðust ævintýrin fyrir tuttugu árum, og mikið skelfing þótti okkur vænt um hann Sæ- mund, bílstjórann okkar. Sæmundur Benjamín Þórðarson fæddist í Saurbæ í ölfusi, 3. nóv- ember 1904, foreldrar hans voru Þórður Þorgeirsson, bóndi þar, og Ragnhildur Magnúsdóttir. Hann var yngstur 10 systkina, en móðir hans lést af barnsförum skömmu eftir að hann fæddist. Af þeim sökum tvístraðist barnahópurinn og var Sæmundi, tæplega árs- gömlum, komið í fóstur hjá góðu fólki, Símoni Símonarsyni, bónda á Bjarnastöðum í Ölfusi, og konu hans, Ingiríði Eiríksdóttur. Þau hjón áttu þá sex börn fyrir, og því tæpast furða að þeim hafi þótt í nokkuð ráðist að bæta við einum munni í hópinn, og það vandalaus- um, enda veraldleg efni af skorn- um skammti á þessum árum. Það segir því mikið um mannkosti t Móöir okkar, GUDMUNDA TORFADÓTTIR, frá Ási í Vestmannaeyjum, lést í Borgarspítalanum 27. september. Börnin. t Bróöir okkar, ÞÓRARINN EINARSSON, andaöist aö Hrafnistu 28. þ.m. Halla Einarsdóttir, Jón Einarsson. t TÓMAS LÁRUSSON, Álftagróf, veröur jarösunginn frá Skeiöflatarkirkju laugardaginn 1. október kl. 14.00. Sigurbjörg Bjarnadóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SÆMUNDUR B. ÞÓROARSON, Baldursgötu 7a, veröur jarösunginn í dag kl. 13.30 frá Fríkirkjunnf í Reykjavík. Guöríöur Jónsdóttir, Þórhildur Sæmundsdóttir, Jón Gunnar Sæmundsson, Kristín Kjartansdóttir, Smári Sæmundsson, Guöríöur Gisladóttir og barnabörn. t Útför og minningarathöfn um syni okkar og bræöur, ÞÓRÐ MARKUSSON, °0 SIGFUS MARKUSSON, Ásgaröi, Eyrarbakka, sem fórust meö Bakkavík ÁR 100 þann 7. september si. fer fram frá Eyrarbakkakirkju þann 1. október kl. 14.00. Ási Markús Þóröarson, Aöalheiöur Sigfúsdóttir, Vigfús Markússon. Lokað Vegna útfarar Gunnlaugs Ólafssonar, bryta, veröur lokað í dag 21. september milli kl. 10 og 12 f.h. Jóh. Ólafsson og co. hf. 43 Sundaborg 13. þeirra, og þá ekki síður drengsins, sem hjá þeim óx úr grasi, er haft var eftir Símoni löngu síðar: „Þar steig ég rétt spor í lífinu, að taka hann Sæmund til mín.“ Öll systkini Sæmundar eru nú látin, og af fóstursystkinum hans er aðeins eitt á lífi, Halldór Sím- onarson, búsettur í Reykjavík. Sæmundur fluttist til Reykja- víkur er hann var tæplega tvítug- ur, fór til sjós og var við sjó- mennsku næstu 24 árin, eða fram til ársins 1946. Voru þeir um tíma saman á togaranum Hannesi ráðherra, faðir minn og Sæmund- ur, en skipstjóri á því skipi var þá Guðmundur Markússon, náfrændi föður míns og Símonar, fósturföð- ur Sæmundar. Ég hygg, að sjó- mennska á þessum árum hafi ekki verið neitt sældarbrauð, vinnu- harkan var geysileg, oft samfara vosbúð og kulda, en kaupið að sama skapi lágt. Á þessum árum, nánar tiltekið 17. júní 1933, kvæntist Sæmundur eftirlifandi konu sinni, Guðríði Jónsdóttur, föðursystur minni, frá Núpum í ölfusi. Foreldrar Guðríð- ar voru Jón Þórðarson, bóndi, og Guðrún Símonardóttir, en þau voru systkini, Guðrún og Símon Símonarson á Bjarnastöðum fóst- urfaðir Sæmundar. Hún var því ekki ýkja löng, bæjarleiðin, milli æskustöðva Guðríðar og Sæmund- ar, og kynni þeirra hófust því í raun strax í bernsku. Eftir að Sæmundur hætti sjó- mennsku hóf hann störf sem bens- ínafgreiðslumaður og starfaði við það í 25 ár, fyrstu 10 árin á horni Nóatúns og Laugavegs, síðan önn- ur 10 á bensínstöðinni á Hlemmi, og síðustu 5 árin á Hreyfli inn við Grensásveg. Um það leyti sem Sæmundur lauk störfum á Hlemmi eftir 20 ára dygga þjón- ustu við bæjarbúa átti blaðamað- ur Þjóðviljans við hann dálítið viðtal, sem birtist í Þjóðviljanum 2. október 1966 og bar yfirskrift- ina „Það er auðvelt að komast af við fólk“. Síðast í viðtalinu spurði blaðamaður hvort starfið væri ekki kaisasamt á stundum. Svar Sæmundar bar glöggan vott um kímni hans og glettni, sem voru einmitt eitt af hans sterkustu persónueinkennum: „Ég var á tog- urum í 24 ár, og ég held ég hafi ekki fengið verri vaktir en hér á planinu í hörkufrosti og norðan- stormi, en nú, síðan lögreglustöðin var byggð hér norður af, er miklu skýlla fyrir norðanstorminum. Það er gott að hafa skjól af lög- reglunni!" t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vináttu viö andlát móöur okkar og tengdamóöur, SESSELJU GUDJÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö hjúkrunarfólki í Arnarholti og Borg- arspítalanum. María Loftsdóttir, Þórarinn Baldursson, Guðmundur Loftsson, Óskar Loftsson, Jóhann Borg Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Siguröur Hermundarson. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö fráfall konu minnar, OLGU BERGMAN BJARNADÓTTUR. Gunnar Valgeirsson og börn. Skreytingar viö öll tækifæri Útfararkransar og kistuskreytingar meö stuttum fyrir- vara. Allar skreytingar unnar af dönskum skreytingameistara. FlÓra, Hafnarstræti 16, sími 24025. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Þau Sæmundur og Guðríður bjuggu lengst af á Baldursgötu 7a, á hæðinni fyrir neðan foreldra mína. í hinum enda hússins bjó Felix, bróðir Guðríðar, Guðmunda kona hans og frændfólk hennar i föðurætt, Kristjana, Ólafía og Árni. Það má því segja að húsið númer 7 og 7a við Baldursgötu hafi verið sannkallaður „frænd- garður“. Af því fólki sem hér hef- ur verið nefnt eru þær aðeins eft- irlifandi þrjár, Guðmunda, Guð- ríður og Margrét, móðir mín. Börn Guðríðar og Sæmundar eru þrjú, Þórhildur, sjúkraliði, sem giftist Þorgeiri Sigurðssyni, endurskoðanda, en hann er látinn fyrir nokkrum árum; Jón Gunnar, sem starfar á lögfræðiskrifstofu, giftur Kristínu Kjartansdóttir, og Smári, stýrimaður, giftur Guðríði Gísladóttur. Barnabörnin eru orð- in sjö, barnabarnabörnin þrjú og auk þess á Kristín tvö börn af fyrra hjónabandi. Ég hef varla verið kominn langt upp á annað árið þegar ég kyrjaði Heims um ból fyrir Sæmund ofan úr stigaþrepinu við áköf fagnað- arlæti þess síðarnefnda, sem lof- aði mér miklum söngframa. Þótt sú von hans rættist ekki urðum við góðir vinir og ferðirnar marg- ar niður stigann að þiggja góð- gerðir hjá Guðríði frænku minni, eða kandísmola hjá Jóni afa og bros hjá Guðrúnu ömmu, en þau voru í heimili hjá Guðríði og Sæmundi í hárri elli síðustu æviár sín. Sæmundur var rólyndur og vel gerður maður, þægilegur í um- gengni og barngóður, glettinn og oft skemmtilegur í tilsvörum. En hann var miklu meira en þetta. Hann var óaðskiljanlegur hluti af því félagslega umhverfi er ég ólst upp við, rétt eins og tunglið og stjörnurnar voru óaðskiljanlegur hluti af heimsmyndinni. Ekki man ég eftir að þeim hjón- um yrði sundurorða þau 28 ár sem ég hef þekkt til, enda einkenndist hjónaband Guðríðar og Sæmund- ar af gagnkvæmu trausti, skiln- ingi og ást þau rúmu 50 ár sem bæði lifðu. Síðustu æviár sín átti Sæmund- ur við vaxandi vanheilsu að stríða. Á þessum erfiðu tímum var Guð- ríður óþreytandi við að létta hon- um baráttuna, allt til hins síðasta, og þá kom best í ljós hve vel giftur Sæmundur var. Ég votta Guðríði og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Árni Þórðarson. Kveðjuorð Afi minn, Sæmundur Þórðar- son, er látinn. Hann lést að öldr- unardeild Borgarspítalans 21. september sl. Mér var brugðið, þegar ég frétti það, þó hann hafi verið sjúklingur seinustu árin. Amma var honum traust og heim- sótti hann á hverjum einasta degi, og sat hjá honum fram á kvöld, svo nú verður einmanalegt hjá henni, þegar hann er fallinn frá. Þegar ég hugsa aftur, rifjast upp minningar úr Hveragerði, en þangað fór ég oft með þeim og átt- um við þar margar ánægjustund- ir. Þau eiga þar sumarbústað og ræktuðu þar kartöflur, rófur og gulrætur og þar er fallegur garð- ur, þar voru afi og amma í öllum sínum frístundum. Það var ailtaf gott að koma til afa og ömmu og alltaf nóg til af alls konar góð- gæti. Afi fór oft með marga fallega sálma og er mér minnisstæðast þetta fallega vers, sem hann fór oft með og kenndi mér og það hljóðar svona: „Ó sólarfaðir signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau sem tárin lauga og sýndu miskunn ollu því sem andar, en einkum því sem böl og voði grandar." Elsku amma, oft hefur þú geng- ið erfið spor til og frá afa, og heima hjúkraðir þú honum eins lengi og nokkur möguleiki var. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég afa minn. Blessuð sé minning hans. Guðmunda Kmáradóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.