Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 c 196.1 minfnl Prro Syndiciu vHann- kom'mn. einu Sinni enn, þcí'Si þA»v«, /" Ást er ... ... að láta sig dreyma á hlýju haustkvöldi. TM Reg U S Pat Oft —all rights reserved ©1983 Los Angeles Times Syndicate Nei vinur, ég þarf að lesa hér dálít- ið í hlaðinu. En leystu á meðan nokkrar efnafra-ðilausnir, vinur. Mér virðist þeir setja of mikið gas á þessar blöðrur sínar þarna í skemmtigarðinum. HÖGNI HREKKVlSI Skriðufljót í Langá. Ljósm. (>uAm. Giðj. Helgi Kristjánsson: Nú veit ég þó hver staða veiðifélagsins er Helgi Kristjánsson, Ólafsvík, skrifar: „Þegar ég las svar Jóhannesar Guðmundssonar, formanns Veiði- félags Langár, við fyrirspurnum mínum, kom mér í hug það, sem séra Sigvaldi var látinn segja, er hann var að ljúka við að semja ræðu: „Hér mætti hafa amen eftir efninu.“ Engu að síður þakka ég Jóhannesi fyrir að svara. Nú veit ég þó, hver staða veiðifélagsins er varðandi samskipti veiðimanna við hina ýmsu landeigendur og veiðisala við Langá. Þar á greini- lega ekki að fara í geitarhúsin eft- ir ullinni. Raunar skil ég ekki til hvers verið er að hengja til sýnis úr- skurði frá hinni hæstvirtu stjórn, ef henni koma málin ekki við. Mér virðist þó, að það sé meira gert vegna veiðisalanna sjálfra en veiðimannanna. Hitt er svo annað mál, að stjórn veiðifélagsins er vorkunn, þótt hún reyni að láta fara lítið fyrir sér. En þegar járn- ið er harðara en hamarinn, hlýtur svo að fara. Allt bjargast þetta svo vegna þess, að Langá er eftirsóknarverð og dásemdir árinnar bæta upp þá hnökra, sem kunna að verða á samskiptum veiðimanna við land- eigendur. Þannig er í mínu tilfelli. Þrátt fyrir leiðindauppákomu mun ég freista þess að fá veiðileyfi aftur. Fari svo, mun ég vissulega fara í Stangarhyl, þó að stjórn veiðifélagsins greiði ekki götu mina þangað. Hér kemur svo mitt amen um þetta efni: Óþarft er að tipla á tám, titrandi og ragur, þó að hitti Grettir Glám og geti orðið slagur.“ I.H. skrifar 21. september: Ég er þeirrar skoðunar að of lít- ið sé gert af því að geta þess sem vel er. Þó eru á því ánægjulegar undantekningar eins og t.d. „kona úr Garðabæ" sem sagði um daginn frá ánægjulegri Eddu-ferð sem hún fór í nýlega með Hvatarkon- um (Velvakandi 17. september sl.). Þá rifjaðist upp fyrir mér ferð sem ég fór snemma í sumar með Norröna ásamt konum úr kvenfé- laginu Vorhvöt. Hvílík ferð! Og hvílíkar konur! Það eru svo sann- arlega góðar manneskjur. Hópur- inn var eins og ósvikið perluband og á fararstjóri hópsins, hún Sig- urbjörg Siglaugsdóttir, miklar þakkir skilið. Hún er kannski ekki eins skemmtileg og fararstjóri þeirra Hvatarkvenna, hvorki á sjó né landi, en hjá henni er kærleik- ur til alls og allra í fyrirrúmi og öllum var hún tilbúin að veita að- stoð af elskusemi sinni. Ég vona að slík ferð verði farin aftur næsta sumar og ég fái tæki- færi til að ferðast með svo ágæt- um konum aftur. Ég veit að ég tala hér fyrir fleiri úr hópnum. Þökk sé Vorhvöt fyrir þetta góða tækifæri. P.s. Væri ekki skemmtilegt að þessi tvö ágætu félög, Hvöt og Vorhvöt, sameinuðust um ferðir af þessu tagi í framtíðinni?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.