Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 Busavígsla í MK Þarna hefur einn businn verið gómaður og merktur rækilega áður en hann er settur í réttan dilk. Egilsstaðir: Aðalfundur Sjálf- stædisfélags Fljótsdalshéraðs Sigurður Grétarsson kjörinn formaður Egilsstöðum, 16. september. í GÆR var aðalfundur Sjálfstæðisfé- lags Fljótdalshéraðs haldinn í Veit- ingaskálanum Val við Lagarfljótsbrú. I skýrslu fráfarandi formanns, Aðalsteins Aðalsteinssonar, bónda á Vaðbrekku, kom fram að starf félagsins á liðnu starfsári mótaðist að verulegu leyti af alþingiskosn- ingum fyrr á þessu ári. Á fundinum í gær var Sigurður Grétarsson, framkvæmdastjóri í Fellabæ, kjörinn formaður félags- ins — en fráfarandi formaður gaf ekki kost á sé til endurkjörs. Auk Sigurðar voru eftirtaldir kjörnir í stjórn: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Vaðbrekku, Helga Aðalsteinsdótt- ir, Egilsstöðum, Magnús Þórðar- son, Egilsstöðum, og Jónas Jó- hannsson, Egilsstöðum. Hinn 1. október næstkomandi verður haldinn á Egilsstöðum aðal- fundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- Sigurður Grétarsson flokksins í Austurlandskjördæmi og að venju hið árlega haustmót sjálfstæðisfélaganna. — Ólafur Mikil eftirspurn eftir húsnæði í Stykkishólmi StykkLshólmi, 23. september. ÞRÁTT fyrir að talsvert sé byggt af íbúðarhúsum hér i Stykkishólmi, bærinn þenjist út í allar áttir, þá virð- ist enn raikil húsnæðisþörf og hvert húsnæði sem losnar eftirsótt. A árinu hafa einnig mörg íbúðarhús hér skipt um eigendur. Menn annaðhvort flytja eða byggja sér ný hús. Hér vilja margir komast inn og hafa margir komið það sem af er þessu ári, en húsnæð- isvandræði hindra að menn flytjist hingað að nokkru marki. Þó fjölgar íbúum jafnt og þétt og hingað til hefir verið hér næg atvinna. Milli 10 og 15 hús eru nú í byggingu hér. Það fer aftur á móti ekki framhjá neinum að erfiðleikar eru fram- undan. Minni kaupgeta er farin að segja til sín og þeir sem að iðnaði standa, ugga um líðandi stund. Verkefni þrjóta og þeir sem standa í byggingum eiga ailtaf erfiðara og erfiðara með að standa við skuld- bindingar. Vörur og þjónusta hækka jafnt og þétt og fleiri og fleiri krónur þarf í nauðþurftir. T.d. í maí í fyrra kostuðu tékkhefti 16 krónur. Nú kosta þau 65 kr. og annað er eftir því. FrélUriUri Borgarfjörður: Listir tengdar setningu Klepp- járnsreykjaskóla Ilömrum, Keykholbtdal, 26. Neptember. EINS OG venja hefur verið sl. 5 ár var grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal settur laugardaginn eftir Rauðsgilsrétt. Að þessu sinni bar þann dag upp á 24. september. Eftir að skólastjórinn, Guðlaugur Óskarsson, hafði boðið fólk velkomið flutti sóknar- prestur stutta hugleiðingu og bað skólastarfinu bless- unar Guðs. Að því loknu flutti skólastjóri fyrir nem- endur mikilvægi þess að virða lífsviðhorf annarra, svo og gæta þess að glata aldrei sjálfsvirðingu sinni. Skólastjóri gat þess, að frá því að sundlaugin var tekin í notkun hafi ekkert verið byggt við skól- ann. Hins vegar væri þess að vænta, að baðhús sundlaugar yrði reist á næsta ári. Enda bæri brýna nauðsyn til. Ekki væri úti- lokað að samfara baðhúsbygg- ingu yrði byrjað á íþróttahúsi. Við skólann í vetur starfa auk skólastjóra 8 kennarar ásamt 12 öðrum starfsmönnum. Nemend- ur verða í vetur nálægt 110, sem eru frá forskóla til og með 8. bekk. Að lokinni ræðu skólastjóra kynnti Björn Leifssón, skóla- stjóri Tónlistarskóla Borgar- fjarðar, starf tónlistarskólans í vetur og lék ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur frá Húsafelli tónverk fyrir blásturshljóðfæri og píanó. Að lokinni þessari samveru- stund héldu nemendur með kennurum sínum í stofur. En foreldrar og starfsmannafélag héldu fund í borðsal skólans. Þar á veggjum gat að líta á þriðja tug málverka eftir Pál Guð- mundsson frá Húsafelli. Sýning Páls mun standa yfir í hálfan mánuð í skólanum. Þetta er nýbreytni í starfsemi skólans að tengja listir við setn- ingu skólans. Guðlaugur óskars- Nokkrar mynda Páls Guðmundssonar í matsal Kleppjárnsreykjaskóla. son, skólastjóri, sagði, að til- gangurinn með þessari ný- breytni væri tvíþættur. Annars vegar sá, að kynna borgfirzka listamenn. Það þótti því við hæfi að fá systkinabörnin frá Húsa- felli, Ingibjörgu og Pál, þar sem þau höfðu bæði verið í Klepp- járnsreykjaskóla á sínum tíma. Hins vegar væri tilgangurinn sá með þessum listum að örva nem- endur til listskoðunar. — pþ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.