Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 23 Börn í biðröð eftir matargjöfum í kjölfar menningarbyltingarinnar. síðar, að almenningur í landinu fékk vitneskju um það sem gerst hafði og þá í gegnum breska út- varpið, BBC, sem byggði frétt sína á upplýsingum frá bresku leyni- þjónustunni. I augum fólksins var tákn Jiang Qing krabbi. Þegar fréttirnar bárust fögnuðu þeir, sem efni höfðu á, með því að borða krabbakjöt..." „... Ég átti samtal við Hu Qiao- mu. Hann hafði á fjórða áratugn- um verið einn af menntamönnum Shanghai, en hélt síðar norður til Yanan og varð einkaritari Maós, starfaði við hlið Deng Xiaoping og var á leið enn lengra upp metorða- stigann er honum var sparkað í menningarbyltingunni 1966. Hu var pyndaður, en komst lifandi úr þeim hörmungum. Fjöldi manna átti ekki slíku láni að fagna. Sorgin í Iífi Maós Ég reyndi að fá hann til að lýsa fyrir mér einstökum persónum. Hann sagði Peng hafa verið of stoltan og þrjóskan, Lian Biao of metnaðargjarnan tækifærissinna. Hann hefði fyrst nánast límt sig við Maó, en síðan reynt að ráða hann af dögum. Loks kom hann að Jiang Qing. Þá loks brustu öll bönd hjá honum. „Ef ætti að skrifa ævisögu Maós,“ sagði hann, „þá væri hún sorgin í lífi hans.“ Sem dæmi um hana nefndi Hu þegar hún fylgdi Imelda Marcos, eiginkonu Marcosar Filippseyja- forseta, til Tianjin. Á leiðinni ók bílalestin á fullri ferð í gegnum bændahóp með þeim afleiðingum að einn bændanna varð fyrir ein- um bílanna og lést. „Nemið stað- ar,“ hrópaði forsetafrúin. „Akið áfram," hrópaði Qing. Vissi Maó af hryllingnum? Hvernig gat hann hugsanlega lát- ið taka bæði Peng Dehuai og Liu Shaoqi af lífi jafn nánir vinir hans og samstarfsmenn og þeir höfðu verið um langt skeið? Hu dró seiminn, en sagði svo: „Nei... nei... Maó vissi ekki um hann. Það fór allt svo leynt. Ekki einu sinni stjórnmálaráðið vissi af þessu. Peng var lagður inn á sjúkrahús undir • fölsku nafni. Jafnvel læknarnir vissu ekki hið rétta nafn hans.“ Chou reyndi að grennslast fyrir um afdrif hans. „Hann varð einskis vísari. Þessu var jafnvel leynt fyrir honum." Maó treysti engum síðustu ævi- daga sína..." „... Ég reyndi að fá Hu til að segja mér frá hinni opinberu játn- ingu. „Vandamálið," sagði hann „var hvernig skella mætti skuld- inni á Maó án þess að lítilsvirða framlag hans, þótt gallalaust væri það ekki. Eftir þrjá fundi mið- stjórnarinnar var sæst á þá mála- miðlun, sem nú er ráðandi í hugs- un Kínverja: „Það eru glæpir og það eru afglöp, þar er munur á.“ „Maó var ekki glæpamaður," sagði Hu. „Maó hafði gert sig sekan um afglöp, hann hafði svikið Maó- hugsunina og þannig komist í mótsögn við sjálfan sig. Framlag hans vegur þó þyngra en afglöpin. Afleiðingin varð opinber harm- saga og fall guðs af valdastalli." (Þýtt og endursagt úr Tiœe, -88v.) Notkun vasa- tölva bönn- uð um borð í flugvélum WS Journal, 25. september. FIMM meiriháttar flugfélög og allmörg smærri, hafa lagt blátt bann við aö farþegar noti vasatölvur meöan á flugi stendur. Þannig stendur á því, að nokkur ótti ríkir í garð alls þess sem kann að trufla með einhverjum hætti siglingar- tæki flugvéla. „Þessi taekni er svo ný af nál- inni, að það er alls ekki full- kannað hvaða áhrif hún kann að hafa á siglingartæki og því þorum við ekki annað en að banna tækin fyrst um sinn, enda eru reglugerðirnar á þá lund að flugfélögin beri alla ábyrgð ef eitthvað fer úrskeiðis í þessum efnum,“ sagði ónefnd- ur talsmaður eins flugfélag- anna um málið. Sami maður sagði að ókunnugt væri um at- vik þar sem vasatölvur hefðu truflað tæki flugvéla, félag hans hefði gert ýmsar tilraunir en orðið einskis vísara. Tölvuframleiðendur óttast nokkuð að vegna þessa dragi úr sölu á vasatölvum. Þeir hafa gert margvíslegar tilraunir í þessum efnum, en ekkert hefur komið í ljós sem ýtir undir ótta flugfélaganna. Þannig hafa framleiðendurnir komist að þeirri niðurstöðu að flugfélögin óttist hið óþekkta og slíkan ótta væri erfitt að yfirbuga. SKRÚFSTYKKI ALLA STÆRDIR SKRÚFSTYKKI ALLA STÆRÐIR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL ÞJALIR MIKIó URVAL TRÉRASPAR ÞJALARBURSTAR VINKLAR TRÉKJULLUR SIKLINGAR BORSVEIFAR RISSALIR, SINDMÁT SKRÚFJÁRN, fjölbr. úrval HEFLAR FALSHEFLAR ÞVERSKERAR BAKKASAGIR ÚTSÖGUNARSAGIR BEIN- OG SILFURSAGIR JARNSAGARBOGAR JÁRNSAGARBLÖO UTSÖGUNARBLÖO FÖNDURHNÍFAR SPORJÁRN fl. gerðir KLAUFHAMRAR PENNAHAMRAR KÚLUHAMRAR SLAGHAMRAR SKRÚFÞVINGUR KLEMMUR KLEMMUÞVINGUR HORNAÞVINGUR TRÉBORAR, alls konar JÁRNBORAR ÚRSNARAR HRINGFARAR BLIKKKLIPPUR KJÖRNAFAR, SÍLAR MEITLAR, m. geröir SKIPTILYKLAR SEXKANTLYKLAR TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL LÓÐBOLTAR LÓÐBYSSUR, LÓOTIN SKÍFMÁT, MÁLBÖND GASSMÍOAT ÆKI STÆKKUNARGLER HALLAMÁL SMERGELSTEINAR HÖGGPÍPUR TOMMUSTOKKAR VERKFÆRABRYNI HVERFISTEINAR SKÆRI, margar geröir DÚKAHNÍFAR SMURKÖNNUR VERKFÆRAKASSAR Opid á fimmtudögum til kl. 21, á föstudögum til kl. 19 og til hádegis á laugardögum. RAFM. HVERFI- STEINAR RAFM. SMERGELSKÍFUR RAFMAGNSBORVÉLAR RAFMAGNSSLÍPISKÍFUR m/boröa BORVÉLAR m/rafhlööu SMERGELAFRÉTTARAR SEGURSTÁL STÁLSTAFASETT SANDPAPPÍR SMERGELLÉREFT SLÍPIPAPPÍR SLÁLULL TRÉFYLLIR RAFSUÐUHANSKAR HLÍFOARGLERAUGU ANDLITSHLÍFAR Sími 28855 Opið laugardaga 9—12. MASTER sófasett VANDAÐ, FALLEGT, Á GÓÐU VERÐI OG HAGSTÆÐUM GREIÐSLUSKILMÁLUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.