Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 Austurbæjarbíó frumsýnir: SPHINX meö Lesley-Anne Down í aðalhlutverki AIJSTURBÆJARBÍÓ hefur frum- sýnt nýja mynd frá Warner Bros, SPHINX, sem byggð er á skáldsögu eftir Robin Cook. Segir myndin frá ferðum og rannsóknum ungrar konu, dr. Er- iku Brown, sem er aðstoðarmaður og nemandi eins helsta Egypta- landsfræðings heims. Hún lendir í ýmsum ævintýrum við rannsóknir sinar og allan tímann hafa menn gætur á ferðum hennar, eins og þá gruni að hún viti meira en hún vill vera láta. Með aðalhlutverk í myndinni fer Lesley-Anne Down og Frank Langella. NÚFER HANNAÐ KOMA, EFHANNERÞÁEKKI LÖNGU KOMINN. Áfengis- og fíkniefnaráðstefnan: Leitað nýrra leiða í fræðslu í skólum ALÞJÓÐLEG ráðstefna um áfeng- is- og fíkniefnamál stendur nú yfír á Hótel Loftleiðum í Reykjavfk, eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum Morgunblaðsins. Það er Áfengisvarnarráð sem hefur skipu- lagt ráðstefnuna í umboði heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins, og í samvinnu við mennta- málaráðuneytið og Alþjóðaráöið um áfcngis- og fíkniefnamál (ICAA) í Sviss. Til ráðstefnunnar var sérstak- lega boðið innlendum og erlend- um aðilum, sem vinna að rann- sóknum og sálfræðilegri, félags- legri og líkamlegri mótun ein- staklingsins, eins og segir i kynn- ingarriti ráðstefnunnar. Sér- staklega er í því sambandi vitnað til lækna, félagsráðgjafa, sál- fræðinga, presta, kennara, íþrótta- og félagsleiðtoga og fleiri aðila, en samhliða ráð- stefnunni er haldin sérstök tveggja daga námstefna um þessi mál, fyrir skólamenn og aðra þá sem vinna að uppeldismálum. Þessi ráðstefna hefst í dag, fimmtudag, og er haldin á Hótel Loftleiðum eins og aðalráðstefn- an. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti að máli þá Sigurð Pálsson námsstjóra og Árna Einarsson í Hinir nýju eigendur. F.v. Ólafur Theodórsson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Erna Jóhannsdóttir og Birgir Tómasson. Eigendaskipti á veit- ingahúsinu Skiphóli skemmtikraftar munu troða upp. Þá verður þeim aðilum sem hyggj- ast halda mannfagnaði f húsinu, svo sem brúðkaup, fermingarveisl- ur og þess háttar boðin sú þjón- usta að láta taka fagnaðinn upp á myndband, sér að kostnaðarlausu. Veitingahúsið Skiphóll verður formlega opnað af hinum nýju eig- endum föstudaginn 30. september og gestum þá boðið upp á hanastél frá kl. 21.00. Hljómsveitin Upp- lyfting leikur fyrir dansi. EIGENDASKIPTI urðu á veitinga- húsinu Skiphóli í Hafnarfírði um mánaðamótin ágúst/september sl. Þá tóku við rekstri hússins þau Birg- ir Tómasson, Erna Jóhannsdóttir, Ólafur Theódórsson og Ásthildur Kristjánsdóttir af fyrri eiganda stað- arins, Birgi Pálssyni. Eru þau þriðju eigendur Skiphóls. f vetur hyggjast hinir nýju eig- endur brydda upp á ýmsum nýj- ungum í rekstrinum, m.a. verður leikin lifandi tónlist og ýmsir FRJÁLST FRAMTAK hf. Utgáfa timanta og bófca augtýsmgagarð og ráðgpt Ármula 18 - 105 Rcyfcjavtk - fsiand - Simi 82300 Lýðræðið, lífskjörin og barátt- an gegn ríkisstjórninni ALÞÝÐUBANDALAGIÐ efnir á næstu vikum til fundaferða um land- ið. Yfírskrift fundanna er: „Lýðræð- ið, lífskjörin og baráttan gegn ríkis- stjórninni". Þingmenn og forystumenn flokksins tala á fundunum en fyrsti fundurinn verður haldinn á Akranesi í kvöld, fimmtudags- kvöld. Þar eru framsögumenn Svavar Gestsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Skúli Alexand- ersson. OPNAR Á MORGUN KL. 12 AÐ SIGTÚNI 3,II. HÆÐ Fjöldi þekktra fyrirtækja bjóða mikiö úrval af mjög ódýrum vörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.