Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 Félag íslenzkra iðnrekenda: Aukin iðnaðarframleiðsla undirstaða batnandi lífskjara MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá Félagi ís- lenzkra iðnrekenda: Það er óumdeilt að næg atvinna og batnandi lífskjör verða ekki tryggð nema með því að auka iðn- aðarframleiðslu, bæði fyrir heimamarkað og til útflutnings. Að öðrum kosti verður áfram halli á utanríkisviðskiptum og aukning á erlendri skuldasöfnun. Það er því mikið í húfi, að á næstunni verði iðnaðinum sköpuð þau skilyrði, að hann geti gegnt Fermingartímar í Fríkirkjunni FYRSTI fermingartími í Fríkirkj- unni í Reykjavík verður laguardag- inn 1. október kl. 14.00 í kirkjunni við Fríkirkjuveg. Fræðslan er ætluð börnum, sem fermast í vor. Ferm- ingarbörn Fríkirkjusafnaðarins eru beðin að koma til skráningar og við- tals við safnaðarprest. Börnin hafi með sér fermingarkverið „Líf með Jesú“, Nýja testamentið, stílabók og penna. Fimm fermingartímar verða fram að áramótum; þrjár klukku- stundir hver með hléum. Næsti tími verðu 22. október, þá 12. nóv- ember, 3. desember og 10. desem- ber. Þá verða þeir tengdir guðs- þjónustunni sunnudeginum eftir. Góðir gestir munu vitja barnanna í tímunum, sem fara fram í kirkj- unni, sem áður segir, en auk þess, hið bóklega, að Fríkirkjuvegi 9. Þjóðminjasafnið verður heimsótt og í vor verður farið í ferðalag. Ég vona, að sem flest ferming- arbarna Fríkirkjunnar sjái sér fært að koma laugardaginn 1. október næstkomandi kl. 14.00. Gunnar Björnsson, fríkirkjuprestur. Heba hekdur viðheilsunni Nýtt námskeið aö hefjast. Dag- og kvöldtímar tvisvar eða íjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leiklimi - Scaina - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kaíii - Jane Fonda leikfimi Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 53. Kópavogi Bladburóarfólk óskast! Vesturbær Austurbær Brávallagata Flókagata 1—51 Flókagata 1—51 vaxtarhlutverki sínu. Á undan- förnum mánuðum hefur sam- keppnisstaða iðnaðarins gagnvart erlendum keppinautum batnað, en hún var mjög erfið undangengin tvö ár. Viðunandi samkeppnisstaða með tilliti til gengis- og kostnað- arþróunar er nauðsynleg forsenda þess aS iðnaður vaxi á næstu ár- um. Það eitt nægir hins vegar ekki. Það, sem skipta mun sköpum á næstu misserum, er að stjórn- endum og starfsmönnum iðnfyr- irtækja gefist ráðrúm til að ein- beita sér að því að auka verð- mætasköpun í fyrirtækjunum. Það verður fyrst og fremst gert með bættri þekkingu og tækni og aukinni fjárfestingu í rannsókn- um og vöruþróun og með víðtækri markaðsstarfsemi. Slík viðleitni er eina raunhæfa undirstaða vax- andi framleiðslu á næstu árum. Einungis með þeim hætti verður smám saman unnt að bæta lífs- kjör í landinu. Það er hins vegar óhugsandi að slfkt gerist í þeirri óðaverðbólgu og því efnahagsöng- þveiti, sem hér hefur ríkt. Stjórn FÍI vill taka undir álykt- un framkvæmdastjórnar Vinnu- veitendasambands Islands þess efnis, að verkalýðshreyfingin komi til viðræðna um leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, þannig að raunveruleg skilyrði skapist til bættra lífskjara. Stjóm Söngsveitarinnar ásamt stjórnanda, sínum Guðmundi Emilssyni (efst til vinstri). Ljósmynd Mbl./KÖE Söngsveitin Fflharmónía kynnir vetrarstarfið Vetrarstarf Söngsveitarinnar Ffl- harmónía er nú að hefjast og voru aöalverkefni vetrarins kynnt á blaðamannafundi fyrir skömmu. Á fyrstu tónleikum Söngsveit- arinnar 19. janúar verður Óratórí- an DIES IRAE (Dagur reiði) eftir pólska samtímatónskáldið K. Penderecki uppistöðuverkið. Það er samið 1967 að beiðni alþjóðlegr- ar nefndar er undirbjó minningar- athöfn um fórnarlömb nasista í Auswich-fangabúðunum, og var frumflutt sama ár. Verkið er fyrir stóra hljómsveit, kór og einsöngv- ara. Á sðmu tónleikum verður VILTU LOSNA VIÐ ÁHYGGJUR OG Kynningarfundur á Dale Carnegie-námskeiðinu í kvöld kl. 20.30 aö Síðumúla 35. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 82411. 82411 ( Q . Einkaleyfi á Islandi DALE^CARNEGIE STJÓRNUNARSKÓLINN namskeiðin Konráö Adolphsson Nýkomið úrval af dömuhúf- um og hálfpelsum. Feldskerinn Skólavörðustig 18, simi 10840. flutt REQUIEM eftir Jón Leifs og verk eftir Schumann. Á tónleikum 1. mars verður flutt óperan LUCIA di LAMM- EMOOR, eitt þekktasta verk ít- alska tónskáldsins Donizetti. Var hún samin árið 1835 og frumflutt í Napólí sama ár. Texti óperunnar er saminn af Salvadore Cammer- ano, og byggist hann á harmsögu eftir Sir Walter Scott. KÓRFANTASÍA í C-moll Op. 80, eftir Ludwig van Beethoven, verður flutt á tónleikum í Há- skólabíói 17. maí. Verkið var sam- ið 1808 og frumflutt í Vínarborg sama ár. I því koma fram auk kórsins sex einsöngvarar og hljómsveit. Jafnframt þessum verkum mun Söngsveitin Fílharmónía æfa ís- lensk verk, og meðal annars koma fram á jólahátíð Islensku hljómsveitarinnar og stjórna þar fjöldasöng. Söngsveitin var stofn- uð 1959 og starfaði fram til ársins 1974 undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar og alla tíð í náinnl samvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands, enda Söngsveitin stofnuð með það fyrir augum að flytja stærri kórverk fyrir blandaðan kór og sinfóníuhljómsveit. Frá ’74 til ’82 voru margir ágætir tónlist- armenn söngstjórar Söngsveitar- innar, en þeirra lengst Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Frá ’82 hefur Guðmundur Emilsson verið stjórnandi. Núverandi stjórn Söngsveitarinnar er þannig skip- uð: Dórothea Einarsdóttir (for- maður), Gunnar Böðvarsson (varaformaður), Anna María Þór- isdóttir, Jóhanna ögmundsdóttir, Sigríður Ása Ólafsdóttir. I Söng- sveitinni eru milli sjötíu og níutiu söngvarar, og fer fjöldinn eftir verkum. Nýir félagar eru ávallt velkomnir, og er ekki nauðsynlegt að geta lesið nótur, aðeins ef söng- rödd er frambærileg og viðkom- andi lagviss. Spónaplötur — Krossviður — Harðviður Fyrirliggjandi: Finnskar 1. fl. spónaplötur, 10—22 mm. Sléttur krossviöur, 4—18 mm. Plasthúðaðar spónaplötur (Silkopal og Wiruplast). Harðviður (am. eik, abachi, beyki, ramin). Oregon Pine, 21/2x5“ og 3x6“. Límtrébitar. Spónn (askur, beyki, eik og fura). PÁLL Þ0RGEIRSS0N &C0, Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.