Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahi______ „Verður erfitt að skipta um hjólfar“ — sagði Davíð Ólafsson seðlabankastjóri um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála Vöruskiptajöfnuöur íslendinga var óhagstæöur um iiðlega 914,2 milljónir króna fyrstu átta mánuði ársins, þegar verðmæti útflutnings var 11.280,8 milljónir króna, en verðmæti innflutnings hins vegar liðlega 12.195 milljónir króna. Til samanburðar var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um liðlega 2.089,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra, þegar verðmæti útflutnings var tæplega 4.806,4 milljónir króna, en verðmæti inn- flutnings hins vegar um 6.896 milljónir króna. í ágústmánuði sl. gerðist það síðan að vöruskiptajöfnuður landsmanna var hagstæður um liðlega 283,7 milljónir króna, þeg- ar verðmæti útflutnings var lið- lega 2.120,6 milljónir króna, en verðmæti innflutnings hins vegar liðlega 1.836,9 milljónir króna. Til samanburðar var vöru- skiptajöfnuður landsmanna óhagstæður um liðlega 434,5 millj- ónir króna á sama tíma í fyrra, Plast hækk- ar í verði í Evrópu — Þegar farið að hafa áhrif hér á landi HRÁEFNI til plastfilmu- gerðar í Evrópu hefur hækkað um 30—40% það sem af er þessu ári og er búizt við frekari hækkun- um fram á næsta ár, sam- kvæmt upplýsingum í nýj- asta fréttabréfi Verzlun- arráðs íslands. Þar segir ennfremur að ástæðan sé minni útflutningur frá Banda- ríkjunum vegna efnahagsbatans þar og aukin eftirspurn I Evrópu erlendis frá, einkum frá Austur- löndum og Kína. Þetta hefur valdið því, að poly- ethylene-framleiðendur í Evrópu anna ekki eftirspurn. Áhrifa þess- arar hækkunar er þegar farið að gæta og hefur hún valdið um 30% hækkun á verði á plastfilmum og plastpokum. þegar verðmæti útflutnings var tæplega 504,4 milljónir króna, en verðmæti innflutnings hins vegar tæplega 938,9 milljónir króna. I útflutningi fyrstu átta mánuði ársins ber mest á áli og álmelmi, en verðmæti þess á umræddu tímabili var liðlega 1.980,9 millj- ónir króna, en var til samanburð- ar um 491,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verðmæti álút- flutningsins í ágúst var tæplega 325,3 milljónir króna, en var til samanburðar liðlega 76,5 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Verðmæti kísiljárnsútflutnings fyrstu átta mánuði ársins var lið- lega 377,6 milljónir króna, en var til samanburðar liðlega 131,9 milljónir króna á sama tíma I fyrra. í innflutningi til landsins fyrstu átta mánuði ársins ber mest á inn- flutningi fyrir ÍSAL, en verðmæti hans var um 985,6 milljónir króna, en var til samanburðar liðlega 407,6 milljónir á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings fyrii ís- lenzka járnblendifélagið var tæp- lega 139,5 milljónir króna, en var til samanburðar 71,5 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verð- mæti skipainnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var liðlega 104,9 milljónir króna, en var til samanburðar um 252,8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Við samanburð við utanríkis- verzlunartölur 1982 verður að hafa í huga að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar til ágúst í ár er talið vera um 103,5% hærra en það var í sömu mánuðum í fyrra. Af framangreindum tölum er því ljóst, að útflutningur lands- manna hefur aukizt allnokkuð að raungildi á umræddu tímabili, þvf aukningin í krónum milli ára er tæplega 135%. Innflutningur hef- ur hins vegar dregizt verulega saman, en verðmætaaukningin milli ára er aðeins tæplega 77%, eða töluvert undir gengishækkun- inni milli ára. „VIÐ höfum ekið í sama far- inu í rúm 20 ár og því verður erfiðara að skipta um hjól- far,“ sagði Davíð Ólafsson, Seðlabankastjóri, um núver- andi skipan gjaldeyris- og viðskiptamála á fundi stjórn- ar Verzlunarráðs íslands 5. september sl. Sem kunnugt er, er Davíð Ólafsson formaður nefndar þeirr- ar, sem Matthías Mathiesen við- skiptaráðherra hefur skipað til að endurskoða lög um gjaldeyris- og viðskiptamál. Endurskoðunin skal m.a. beinast að því að draga úr viðskiptahömlum og rýmka reglur um gjaldeyrismeðferð. Davíð sagði, að brotið hefði ver- ið blað í viðskiptalífinu árið 1960, þegar horfið var frá innflutn- ingshöftum, skömmtunum og fjöl- þættu gengi. Sumum hefði þá fundist breytingarnar djarflegar, en eftir á að hyggja hefði þarna verið farið að með gát. Megin- stefnu laganna frá 1960 hefði síð- an verið fylgt og litlar breytingar orðið, nema hvað fyllt hefði verið út í heimildir laganna. Þó hefðu lögin frá 1979 opnað leið til aukins frjálsræðis á ýmsum sviðum. Davíð vék að núverandi fyrir- komulagi í inn- og útflutnings- verslun og meðferð gjaldeyris, en nefndi síðan nokkur atriði, sem til álita kæmi að breyta, en tók fram, að nefndin væri nýtekin til starfa og að sjálfsögðu væri ekkert hægt að fullyrða um væntanlegar niður- stöður hennar. Um fyrirkomulag útflutnings, sagði Davíð, að til athugunar væri að heimila frjálsan útflutning fjölbreytts iðnvarnings, en óvíst væri hvernig tekið yrði á útflutn- ingi á sjávarafurðum. Þar væri rótgróið kerfi, sem ætti sér sögu- legar og félagslegar forsendur, og vissum vandkvæðum væri bundið að hrófla við því. Þá nefndi Davíð að til greina kæmi að rýmka til um skilaskyldu á gjaldeyri með því að lengja skilatímann og heimila inneignir á gjaldeyrisreikningi, t.d. að því marki sem næmi kostnaði útflutn- ingsfyrirtækja erlendis við gjald- eyrisöflunina. Ennfremur væri fyrirkomulag á erlendum lántökum til athugunar, bæði langtímalán og vörukaupa- lán, svo og reglur um fyrirfram- kaup á gjaldeyri, sem miðuðu að þvf að draga úr gengisáhættu í utanríkisviðskiptum. Janúar—júlí: Gjaldeyris- kaupin nei- kvæð um 509 milljónir Neikvæð um 2.103 millj. kr. á sama tíma í fyrra Gjaldeyriskaup bankanna nettó voru neikvæö um 509 milljónir króna fyrstu sjö mánuði ársins, þeg- ar keyptur gjaldeyrir var að verð- mæti um 13.602 milljónir króna, en verðmæti selds gjaldeyris var hins vegar 14.111 milljónir króna á um- ræddu tímabili. Til samanburðar voru gjaldeyr- iskaup bankanna nettó neikvæð um 2.103 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, þegar verðmæti keypts gjaldeyris var um 14.178 milljónir króna, en verðmæti selds gjaldeyris hins vegar um 16.281 milljón króna. Tölur hafa hér ver- ið umreiknaðar til gengis 1983 samkvæmt vísitölu meðalgengis. í júlímánuði einum voru gjald- eyriskaup bankanna nettó hag- stæð um 224 milljónir króna, þeg- ar verðmæti keypts gjaldeyris var um 2.488 milljónir króna, en verð- mæti selds gjaldeyris hins vegar um 2.264 milljónir króna. Til sam- anburðar voru gjaldeyriskaup bankanna nettó óhagstæð um 528 milljónir króna í júlimánuði á síð- asta ári, þegar verðmæti keypts gjaldeyris var um 2.817 milljónir króna, en verðmæti selds gjald- eyris hins vegar um 3.345 milljón- ir króna. Á síðasta ári voru gjaldeyris- kaup bankanna neikvæð um 1.172 milljónir króna, þegar verðmæti keypts gjaldeyris var um 14.036 milljónir króna, en verðmæti selds gjaldeyris hins vegar 15.208 millj- ónir króna. Á árabilinu 1978 til 1981 voru gjaldeyriskaupin hins vegar jákvæð. Breytingar hjá Hafskip í sl. mánuði lauk umfangsmikilli endurskoðun á starfsháttum vöruafgreiðslu Hafskips hf., sem leiddi m.a. til breytinga á yfirstjórn hennar, að sögn Jóns Hákons Magnússonar, framkvæmdastjóra markaðs- og flutningasviðs Hafskips. Ciuðmundur H. Eyjólfsnon er yfirverkstjóri, en hann er 42 ára Bolvlkingur. Guðmundur lauk prófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1969 og prófi í hagnýtum verslunar- stðrfum 1966 frá Verslunar- skólanum. Hann hefur starfað hjá Hafskip slðan 1962 og ver- ið háseti, vélstióri, stýrimaður og skipstjóri. Arið 1978 kom hann I land og hefur verið verkstjóri frá 1979. Ólafur Magnússon, skipa- tæknifræðingur, tók samtimis við starfi rekstrarstjóra vðru- afgreiðslu félagsins, en hann er 31 árs Reykvikingur. Ólafur lauk námi frá Elsinore-tækni- skólanum i Danmörku 1977, með B.Sc.-gráðu i skipatækni- fræði og 1981 lauk hann námi i rekstrarfræði frá Verslun- arháskólanum f Kaupmanna- höfn. Hann starfaði um tima hjá Dwinger Marineconsult AS og hjá Elsinore-skipa- smíðastöðinni AS frá 1981, þar til hann kom til Hafskips 1. maí 1983. Birna Ragnarsdóttir hefur verið skipuð deildarstjóri f farmskrárdeild Hafskips hf. Hún er 27 ára Akurnesingur og lauk prófi frá Verslunar- skóla Isiands 1975. Eftir það starfaði hún um tíma hjá Landsbankanum á Akranesi og Fálkanum hf., en réðst til Hafskips 1977 i farmskrár- deild og hefur starfað þar síð- Þórður H. Hilmarsson. rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn deildarstjóri skipulags- og hagdeildar Haf- skips hf., en hann tekur við þvi starfi af Jóni Sævari Jónssyni, sem nú starfar hjá Slippfélag- inu ( Reykjavik hf. Þórður er 32 ára Akurnesingur. Hann lauk Samvinnuskólaprófi 1971 og cand.merc.-prófi frá Versl- unarháskólanum i Kaup- mannahöfn 1976, með skipu- lagsfræði sem sérgrein. Þórð- ur hefur starfað sem kennari og undanfarin ár við rekstr- arráðgjöf hjá Hagvangi hf., en hóf störf hjá félaginu nú f september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.