Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 7 Hjartans þakkir til dUra þeirra er glöddu mig á einn og annan hátt á sjötugsafmæli mínu 23. sept. sL Gæfanfylgi ykkur. Herdís Jónsdóttir, Austurbrún 2. ítalska og spænska, námskeiö fyrir byrjendur hefst í október. Upplýsingar og innritun í síma 84236 kl. 5—7. Rigmor. Kópavogsbúar athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, blástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. Verið velkomin. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. BYGGIR Fullkomnustu íþróttagólf á heimsmarkaöinum hf. Grensásvegi 16. sími 37090. Metsölub/aó á hverjum degi! Hortugheit Á dögunum var vakirt máls á því í Staksteinum hve smjaöurslega fyrirlitn- ingu stjómendur Þjóðvilj- ans sýndu verkalýðsrek- endum Alþýðubandalags- ins um þessar mundir. Blaðið hefur ekki enn látið svo litið að birta niðurstöð- ur aðalfundar verkalýðs- málaráðs Alþýðubanda- lagsins sem haldinn var fyrir 10 dögum. Ber að skoða þetta i Ijósi þeirra innanflokksátaka sem nú eru háð af miklu kappi inn- an Alþýðubandalagsins. Hortugheit Þjóðviljans hafa magnast í garð Öeiri en verkalýðsrekenda kommúnista eftir að Ólaf- ur R. Grímsson fékk leyfi Svavars Gestssonar og rauðu klíkunnar sem á blaðið og flokkinn til að skrifa forystugreinar í „málgagn sósíalisma, verkalýðshreynngar og þjóðfrelsis". Síðustu daga hefur Ólafur verið að böl- sótast yfir því að frétta- menn ríkisfjölmiðlanna láti ekki endursegja efni Þjóð- viljans. Kveður nú við ann- an tón í garð þessara opin- beru starfsmanna en þegar Þjóðviljinn heldur uppi vörnum fyrir vinstri- mennskuna í fréttatímum. f forystugrein Þjóðvilj- ans á þriðjudag segir með- al annars: „Ymsir sjálf- skipaðir spekingar í fjöl miðlaheiminum, starfs- menn annarra blaða og kempurnar á fréttastofum ríkisfjölmiðlanna, settu sig á háan hest og fóru í sam- ræðum (!) háðuglegum orð- um um fréttaflutning Þjóð- viljans (um að Kllert B. Schram ætlaði ekki að setj- ast á þing, innsk. Stak- steina). Þessum snillingum var farið að líða illa vegna þess að nær daglega (síðan Olafur R. Grímsson hóf störf á blaðinu, innsk. Staksteina) hefur Þjóðvilj- inn flutt mikilvægar (!) fréttir um gang atburöa í þjóðfélaginu, sem aðrir fjölmiðlar hafa ýmist ekki vitað eða reynt að fela. Kátbroslegast hefur þó verið þegar fréttastofa út- DJOÐVIUINN Bílakaup Steingríms — Kjarabót á krepputímum 700.000 kr. f ríðindi Riktssjóður hjálpar forsætisráðherra að eignast 1200 þús.króna Blazer- lúxusbifreið fyrir 500 þús. kr. • Ágóðinn nemur árslaunum 5 verka- manna m „Þjóðin þarf að leggja hart að sér” segir Steingrímur Tilgangurinn augljós Meö hverjum deginum veröur lesendum Þjóöviljans þaö Ijósara aö Ólafur R. Grímsson notar aöstööuna á ritstjórn blaösins miskunnarlaust í innanflokksátökum. Hann færir sig sífellt meira upp á skaftið gagnvart Svavari Gestssyni og fyrrverandi ráöherrum flokksins. Nú er árásum beint gegn Steingrími Hermannssyni til aö vekja athygli á bílakjörum ráöherra sem þeir Svavar, Ragnar og Hjörleifur hafa notiö undanfarin þrjú ár og njóta nú í nokkra mánuöi eftir aö þeir hættu ráöherrastörfum, ef reglunum hefur ekki veriö breytt. Tilgangurinn hjá Ólafi R. Grímssyni er þeim augljós sem þekkja innviði Alþýðubandalagsins: Hann er aö undirbúa framboö til varaformanns á landsfundinum í nóvember — ef hann hefur ekki Svavar sjálfan í sigti. varpsin.s og dagblaðið Tím- inn hafa verið að vitna hvort í annað til að koma sér hjá því að fjalla um það sem raunverulega er að gerast í íslensku samfélagi og Þjóðviljinn fræðir les- endur sína um á hverjum degi.“ Þessa forystugrein skrif- ar auðvitað enginn annar en Ólafur R. Grímsson. f gær, miðvikudag, er enn kvartað undan því í Þjóð- viljanum að aðrir fjölmiðK ar hreyfí ekki þeim málum sem Olafur R. Grímsson telur „mikilvæg". Bomburnar Hinar mikilvægu frétta- bombur Ólafs R. Gríms- sonar hafa einkum verið tvær, fréttin um launalaust leyfi Ellerts B. Schram frá þingstörfum og að Trygg- ingaráð sem lýtur for- mennsku Stefáns Jónsson- ar, fyrrum þingmanns Al- þýðubandalagsins, skuli ekki hafa hrundið kosn- ingareglugerð Svavars Gestssonar um hækkun á tryggingabótum til gamla fólksins í framkvæmd. Fróðlegt er að skoða þessar fréttir í samhengi við stöðu Ólafs R. Gríms- sonar innan Alþýðubanda- lagsins. I fyrsta lagi er það æðsti draumur hans að einhverj- um Reykjavikurþing- manna Alþýðubandalags- ins detti hið sama í hug og Ellert, þar með væri Ólafur kominn inn á þing, en eins og kunnugt er hefur verið gripið til þess ráðs að senda Guðmund J. Guð- mundsson til New York í haust til að leyfa Ólafi að sitia á þingi. 1 öðru lagi geta þeir sem hnútum eru kunnugir ekki túlkað skrif Þjóðviljans um tryggingabætur gamla fólksins á annan veg en þann að blaðið sé með árásum á forystu Trygg- ingaráðs undir formennsku Stefáns Jónssonar að varpa skugga á Svavar Gestsson, flokksformann, sem var heilbrigðis- og trygginga- ráðherra til 26. maí. Fer ekki á milli mála að ekki hefur verið staðið sem skyldi að framkvæmd reglugerðar og ábyrgðin er auðvitað endanlega hjá ráðherra. Var Svavari í lófa lagið að koma málum í við- unandi horf fyrir stjórn- arskiptin. Þriðja og nýjasta bomba Þjóðviljans er um það að Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hafi keypt sér nýjan jeppa og notið ráðherrakjara. Það er tekið fram í Þjóðviljafrétt- inni að í eitt ár 1978—79 hafí ráðherrar afsalað sér þessum kjörum. Boðskap- urinn í bflafréttinni um Steingrím Hermannsson er auðvitað þessi: í rúm þrjú ár bjuggu þeir Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson við þessi kjör. SIEMENS Hinar fjölhæfu SIEMENS ELDA VÉLAR sameina tvær þekktar bökunaraðferöir: • með yfir- og undirhita • meö blæstri auk orkusparandi glóðar- steikingar með umloftun í lokuðum ofni. Vönduð og stílhrein v-þýsk gæöavara, sem tryggir áratuga endingu. Smith & Norland hf. Nóatúni 4, sími 28300. _________1-------------|ff Ittargisnbfobtb MeLsöhiNck) á hverjwn degi! TSttamaiktiðannn A r .p* -t óifí1 wy — <~jrettirj0tu 12-18 Honda Quintet 1981 5 dyra Grænn, framdrifsbíll, ekinn 25 þús. 5 gíra. Verö 260 þús. M. Benz 300 dieael 1982 Peugeot 504 1981 Grænsans., ekinn aöeins 35 þús km. Góöur bíll. Verð kr. 260 þús (skipti á ódýrari.) Datsun Cherry GL 1981 Brúnsans., ekinn aöeins 10 þús. Útvarp. Sem nýr. Verð 185 þús. Saab 99 GL 1981 Hvitur, 5 cyl. sjálfsk. m/ öllu. Út- varp, segulband. Leöursæti. Ekinn aöeins 72 þ. km. Verö 780 þús. Blásans, 2 dyra, ekinn 36 þús km. Útvarp og segulband. Tvelr dekkja- gangar. Verö 300 þús. (Ath. skipti á ódýrari.) * Galant station 1600 1981 Beige, ekinn 45 þús, tveir dekkja- gangar. Verð 245 þús. Subaru 1800 4 x 4 1983 Ljósbrúnn (sans.), eklnn 9 þús km. Sem nýr. Verö kr. 380 þús. Dodge Aspen 1978 Rauöur, ekinn 46 þús km. 6 cyl. sjálfsk. Tveir dekkjagangar. Verö 185 þús. Volvo 343 GLS 1982 Blásans, ekinn aöeins 12 þús. Sem nýr bíll. Verö 320 þús. (Ath. skipti á ódýrari).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.