Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 25 Hræ hundanna sem bitu fjóra menn brennd án rannsóknar: Ekkert óeðlilegt við það að rannsaka ekki hræin — segir Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir „ÞAÐ ER í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að hræ þessara hunda sem lögreglan skaut skuli hafa verið brennd án krufningar. Hundshræ eru yfírleitt ekki krufin og rannsökuð nema hegðun hundsins veki grun um að að hann hafí verið sjúkur, og mér skilst að svo hafí ekki verið í þessu tilfelli,“ sagði Páll Agnar Pálsson yfir- dýralæknir þegar Mbl. innti hann álits á þvf að hræ hundanna tveggja, sem bitu fjéra menn á Framnesveginum í síðustu viku, skuli hafa verið brennd án rannsóknar. „Bitsár eru alltaf varasöm, en ef ekki er ástæða til að ætla að bitið sé eftir sjúkan hund, fyigja læknar staðlaðri meðferð, sprauta við stíf- krampa og gefa fúkkalyf til að vama ígerð. Hundaæði hefur sem betur fer ekki borist til íslands enn sem komið er.“ Hræin voru brennd i brennsluofni tilraunastofu Háskólans í meina- fræði að Keldum, og sagði Páll að þar væru iðulega brennd á milli 5 og 10 hundshræ á viku hverri. „Við höfum gert þetta í greiðaskyni við fólk og sjaldnast eru hundarnir krufnir," sagði Páll. eti Stefáns ertar greiðslur Matthías Bjarnason 31. maí sl.: „Að gefnu tilefni skal tekið fram að samkvæmt 2. grein bráðabirgða- laga nr. 56/1983 hækka um 8% fjár- hæðir þær sem gilda áttu frá og með 1. júní nk., skv. reglugerðum um ráðstöfunarfé vistmanna á dval- arstofnunum aldraðra og um ráð- stöfunarfé örorku- og ekkjulífeyris- þega á dvalarstofnunum." Hér er skýrt áréttað að tilgreindar tölur í reglugerð skuli hækka um 8%. Þetta svar las hann upp á fundi Tryggingaráðs sem og viðkomandi reglugerðarákvæði. Engu að síður gerir Tryggingaráð undir forystu Stefáns Jónssonar, fyrrv. þing- manns Alþýðubandalagsins, svo- hljóðandi samþykkt 1. júní sl.: „Tryggingaráð samþykkir að vasapeningar fyrir júní 1983 hækki um 8% miðað við fjárhæð sem greidd var í maí.“ Hér er hækkunin miðuð við gamlan grunn, sem ekki hefur tekið breytingum samkvæmt nýrri reglugerð. Samþykktin mun hafa verið gerð með atkvæðum allra tryggingaráðsmanna. Það var með fullum vilja og reyndar samkvæmt ákvörðun Svav- ars Gestssonar, fyrrv. ráðherra, að frekari áfangar í greiðslu ráðstöf- unarfjár til vistmanna var ekki ákveðin af fyrrverandi ríkisstjórn, heldur frestað til ákvörðunar nýrr- ar stjórnar. Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins, sagði við blaðamann Mbl., sem leitaði frétta af gangi þessara mála hjá honum, að allt tal um frekari samninga milli heilbrigðisráðuneytisins og Tryggingastofnunarinnar varðandi mál þetta væri „út í loftið". Samn- ingar hefðu náð til þess eins að fresta útborgun frá 10. maí til 10. júní af hagkvæmnisástæðum í tölvukeyrslu. Hvorki heilbrigðisráðuneytið, fyrrv. eða núv. heilbrigðisráðherra höfðu vitneskju um ákvörðun Tryggingaráðs fyrr en ósamhljóða upplýsingar komu fram í viðtali fjölmiðils við ráðuneyti og Trygg- ingastofnun. Strax þegar þessi mis- skilningur lá ljós fyrir var staðið að ákvörðun um tafarlausa leiðrétt- ingu mála. Sjö ríkisstarfsmenn á orkuráðstefnu á Indlandi SJÖ opinberir starfsmenn sóttu Alþjóða orkumálaráðstefnuna, World En- ergy Conference, sem haldin var í Nýju Delhí á Indlandi í síðustu viku, og einn starfsmaður sjálfstæðrar verkfræðiskrifstofu að auki. Áætlað er, að útlagður kostnaður ríkisins vegna þessarar farar hafí verið um 700 þúsund krónur, vegna dagpeninga og flugfargjalda. „Ég tel engan vafa leika á að við höfum mjög gott gagn af þessum fundi," sagði Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðu- neytinu, í samtali við Mbl. um ráðstefnuna. „Það væri fáránlegt að útiloka okkur frá þessu sam- starfi, sem við höfum raunar tekið þátt í um árabil. Og við verðum að taka virkan þátt í þessu samstarfi, okkur dugar ekki að fá send hing- að plögg og pappíra. Til þess er málið of mikilvægt. Hitt er svo annað mál, að endalaust má rífast um hvort við hefðum átt að senda fimm menn eða sex eða sjö.“ Ráðstefna þessi er haldin á þriggja ára fresti. Hún var haldin í Munchen í Þýskalandi 1980 og sóttu hana þá sjö eða átta íslend- ingar, Páll Flygenring og þáver- andi iðnaðarráðherra þeirra á meðal, einnig Jakob Björnsson, orkumálastjóri, sem er formaður íslandsnefndar samtakanna og sem slíkur fulltrúi í framkvæmda- nefnd World Energy Conference. Fundinn í Nýju Delhí sóttu um 3000 fulltrúar frá flestum þjóðum heims. í íslensku nefndinni eiga sæti helstu orkufyrirtæki lands- ins, nokkrar verkfræðistofur, sem starfa mikið á þessu sviði, full- trúar raunvísindadeildar Háskóla íslands og fleiri aðilar. íslendingarnir, sem sátu ráð- stefnuna í Indlandi, voru Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Rútur Halldórsson, ritari tslandsnefnd- arinnar, Kristján Jónsson, for- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins, Ingvar B. Friðleifsson, forstöðu- maður jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á íslandi, Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Halldór Jóna- tansson, forstjóri Landsvirkjunar, Þóroddur Th. Sigurðsson, vatns- veitustjóri í Reykjavík og stjórn- armaður í Hitaveitu Suðurnesja, og loks Loftur Þorsteinsson, verk- fræðingur á verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen. Utanferðir ríkisstarfsmanna hafa kostað 30 milljónir það sem af er árinu: Hægt að gera þetta á ódýrari hátt — með því að skipta við einkafyrirtækin, segir formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa KOSTNAÐUR við utanlandsferðir opinberra starfsmanna fyrstu átta mánuði þessa árs nam um 30 milljónum króna, ríflega áætlað, að sögn Þórólfs G. Matthíassonar, ritara utanfaranefndar ríkisins. Utanfaranefndin hefur á árinu fengið 733 erindi til meðferðar. Hún hefur samþykkt 670 erindi óbreytt en breytt eða synjað 53, þar af hefur um það bil helmingur verið skorinn niður. Samþykktir ferðadagar þessa fyrstu átta mánuði voru samtals 6.147 en 383 ferðadagar skornir niður. Kostnaður við utanlandsferðir opinberra starfsmanna er reikn- aður meðalfargjald til Kaup- mannahafnar og dagpeningar, sem nú eru að meðaltali 3.250 krónur á dag. Þórólfur benti á, að þegar talað væri um 30 milljón krónur væru allar tölur færðar til verðlags dagsins í dag. Þá bæri og að gæta að því, að sumar ferðir væru að hluta til greiddar af öðr- um aðilum; einstaka stofnanir og fyrirtæki ríkisins fengju stundum styrki annars staðar frá til um- ræddra ferða þótt segja mætti að allur kostnaður kæmi úr einum og sama vasanum, ríkissjóði, þegar öllu væri á botninn hvolft. Langflestar ferðir ríkisstarfs- manna til útlanda fara í gegnum Ferðaskrifstofu ríkisins. „Þær eiga allar að fara í gegnum okkur," sagði Kjartan Lárusson forstjóri í samtali við blm. Morg- unblaðsins, „en einhverjar undan- tekningar eru á því, svona til að sanna regluna." Kjartan sagðist eiga erfitt með að nefna tölur um kostnað ríkisins af þessum ferðum í augnablikinu, þar sem yfir stæði endurskipulagning á öllu bók- haldskerfi Ferðaskrifstofu ríkis- ins, en hann sagðist þó telja að ferðalög ríkisstarfsmanna væru um fjórðungur af veltu fyrirtækis- ins. „Það gæti verið meira,“ sagði hann, „aukningin varð mikil á síð- asta ári en ég þori ekki að segja hve stór hluti þessi „pakki" er af viðskiptum okkar í dag. Hann er þó verulegur. Ég get nefnt sem dæmi, að umboðslaun okkar af farseðlum 1982, og þá eru innan- landsfarseðlar meðtaldir og þar eru viðskiptavinir að hluta al- mennir ferðamenn, voru tæpar tvær milljónir króna. Obbinn af því er vegna ferðalaga ríkis- starfsmanna. Þetta þýðir að brúttóandvirði farmiða á síðasta ári var um 17 milljónir og ég skýt á, að þar af hafi ríkisstarfsmenn keypt farseðla fyrir um 15 millj- ónir. En þetta eru ársgamlar tölur og það skiptir ekki svo litlu máli í þessu sambandi," sagði Kjartan. Kjartan sagði að þegar tekið væri tillit til þess hve opinber fyrirtæki og stofnanir hefðu greitt seint og illa fram á þennan dag, þá væri víst að enginn væri „öfunds- verður af að hafa þessa hít í gangi. Við, eins og aðrar ferðaskrifstof- ur, lifum á 9% umboðslaunum af seldum farseðlum. Við staðgreið- um sjálfir alla selda farmiða á fjórtánda degi en þegar ríkissjóð- ur hefur ekki borgað okkur eftir sex vikur, þá erum við farnir að borga með þessum miðum. Gríð- arlega stór hluti af þessum ríkis- starfsmannamiðum hefur verið greiddur á þann hátt og það er ekki lítil upphæð, sem Ferða- skrifstofa ríkisins hefur þannig látið af hendi rakna í ríkissjóð," sagði Kjartan. Hann bætti því við, að ef ríkissjóður borgaði reikninga eins og aðrir viðskiptavinir, eða vexti, eins og nú væri útlit fyrir að mætti gera, þá væru þessi við- skipti hagstæð fyrir Ferðaskrif- stofu ríkisins. Steinn Lárusson, formaður Fé- lags íslenskra ferðaskrifstofa, sagði í samtali við fréttamann blaðsins, að ferðaskrifstofur í einkaeign teldu sig oft geta gert hagstæðari farseðlakaup en nú væru gerð, því þær væru oft með á sinni könnu ódýrari tilboð en Ferðaskrifstofa ríkisins. „Það hlýtur og að teljast eðlilegt, að all- ir, ríkisgeirinn þá meðtalinn, megi versla við þá, sem geta veitt góða þjónustu og ég er vitaskuld ekkert að setja út á þá þjónustu, sem Ferðaskrifstofa ríkisins veitir," sagði Steinn. Hann sagði oft hafa verið vitnað til þess, að greiðslur kæmu það seint frá hinu opinbera fyrir þessa þjónustu sem og aðra, að það borgaði sig ekki fyrir sjálfstæðar ferðaskrifstofur að sækjast eftir ferðaviðskiptum við ríkið. Nú væri búið að setja undir þann leka með því að framvegis mætti vaxta- reikna ríkisfyrirtæki og ferða- skrifstofur í einkaeign gætu vafa- laust gert margt betur en ríkisfyr- irtæki. Vaxandi sala heimilistölva hér á landi SALA á svokölluðum heimilistölv- um hefur farið mjög vaxandi hér á landi síöustu misseri, en vinsældir þeirra hafa verið gífurlega miklar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin ár. Innflytjendur heimilistölva hér á landi, sem Morgunblaðið ræddi við, sögðu að mikið hefði selzt undanfarna mánuði og virt- ist lítið lát vera á sölunni. Þeir sögðu hins vegar, að ekki væri um neitt æði að ræða. Rafn Johnson, forstjóri Heim- ilistækja, sagði aðspurður, að hann væri sannfærður um að sala á svokölluðum heimilistölv- um ætti eftir að aukast verulega í náinni framtíð. „Þessar litlu tölvur eru mjög heppilegar fyrir ungt fólk til að spreyta sig á. Þær eru í raun það sem koma skal,“ sagði Rafn ennfremur. Það kom ennfremur fram í samtölum Morgunblaðsins við innflytjendur þessara tækja, að sífellt yngra fólk keypti heimil- istölvur. Það væri algengt, að ungir krakkar í grunnskólum keyptu tölvur og nýttu þær í sambandi við námið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.