Morgunblaðið - 13.10.1983, Qupperneq 18
lg MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983
Hvers vegna breytta skipan
yfirstjórnar fræðslumála?
Fræðslustjórinn kemur
að kjarna málsins
— eftir Markús
Örn Antonsson
„Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslu-
stjóri sagðist í g*r hafa þá vinnu-
reglu, að þegar ágreiningur yrði um
mál í fraeðsluráði skýrði hún ráðu-
neytinu hlutlaust frá afgreiðslu þess,
en þegar ráðið samþykkti mál sam-
hljóða óskaði hún eftir stuðningi
ráðuneytisins.“
(Dagblaðið Tíminn, 8. okt. sl.)
Tæpast er unnt að ímynda sér
greinarbetri eða gagnorðari lýs-
ingu á ástandinu í fræðslumálum
Reykjavíkurborgar, og í hvert
óefni þau eru komin, þegar
fræðslustjórinn í Reykjavík segir
berum orðum að hann telji sig
ekki eiga að fylgja eftir málum við
menntamálaráðuneytið sem
meirihlutasamþykkt fræðsluráðs
stendur að baki. Aðeins ef full-
trúar minnihlutans, þ.e. Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og Fram-
sóknar ljá málum fulltingi sitt í
fræðsluráði ásamt meirihlutanum
eða sitja hjá, óskar Áslaug Brynj-
ólfsdóttir fræðslustjóri eftir
stuðningi ráðuneytisins við þau.
Þegar eftir slíku er leitað ræður
afstaða ráðuneytis oftast úrslitum
um það, hvort af tilteknum að-
gerðum í skólamálum Reykvík-
inga, sem til nýjunga og framfara
horfa og fræðsluráðið hefur haft
til umfjöllunar, getur orðið eða
ekki.
Kennsla 5 ára barna
Þessi tilvitnuðu ummæli í Tím-
anum eru til komin vegna um-
ræðna, er urðu í borgarstjórn sl.
fimmtudag. Þar var fjallað um
kennslu 5 ára barna í Álftamýr-
arskóla, sem hófst nú í haust, en
fulltrúar minnihlutans í borgar-
stjórn hafa vart á heilum sér tekið
eftir að við sjálfstæðismenn í
fræðsluráði, ásamt fulltrúa Al-
þýðuflokksins, samþykktum á sl.
vetri að stefna að þessari ný-
breytni í starfi eins grunnskólans
í borginni, þar sem breyttar að-
stæður gera slíkt kleift. Það var
borgarfulltrúi Framsóknarflokks-
ins, Gerður Steinþórsdóttir, sem
hóf máls á því i borgarstjórn að
meirihlutinn væri að fremja lög-
brot með því að kennsla 5 ára
barna í Álftamýrarskóla væri haf-
in án þess að skriflegt samþykki
menntamálaráðuneytisins hefði
borizt. Sérstaklega beindi Gerður
spjótum sínum að Ragnari Júlí-
ussyni, skólastjóra Álftamýrar-
skóla og borgarfulltrúa, og lýsti
honum sem persónugervingi þeirr-
ar lögbrotaiðju, sem meirihlutinn
hefði haft í frammi enda þótt
Ragnar hefði margítrekað að
munnlegt samþykki núverandi
menntamálaráðherra væri fyrir
kennslu 5 ára barnanna. Til alls-
narpra umræðna í borgarstjórn
kom vegna ræðu Gerðar og var
sérstaklega vikið að þætti
fræðslustjórans sem fram-
kvæmdastjóra fræðsluráðs í mál-
inu að því er varðar bréf hans til
menntamálaráðuneytisins. Það
bréf er mjög lýsandi fyrir þann
skilning, sem fræðslustjórinn
leggur í hlutverk sitt í embætt-
isstólnum og fram kemur í viðtal-
inu við Tímann á föstudaginn. Þó
að fimm fræðsluráðsfulltrúar af
sjö hafi staðið að samþykktinni
um kennslu 5 ára barnanna, setti
fræðslustjórinn f Reykjavík ekki
fram ósk við ráðuneytið í nafni
embættis síns um að það virti
þennan vilja meirihluta fræðslu-
ráðs og samþykkti þá nýjung í
starfsemi Álftamýrarskóla, sem
niðurstaða fræðsluráðs gerði ráð
fyrir. í öðru bréfi, sem Áslaug
Brynjólfsdóttir sendi skömmu
seinna til ráðuneytisins vegna
starfsemi sérdeildar fyrir blind
börn í Álftamýrarskóla, lét hún
skýrt koma fram óskir embættis
síns um að samþykkt fræðsluráðs
yrði staðfest og að ríkið legði fé af
mörkum vegna blindradeildarinn-
ar.
Ríkisembættismaður
Fræðslustjórinn í Reykjavík er
ríkisembættismaður lögum sam-
kvæmt. Hann er trúnaðarmaður
menntamálaráðuneytisins í sínu
umdæmi. Embættismenn í ráðu-
neytinu hljóta að merkja þann
mun sem greinilegur er á bréfum
Áslaugar Brynjólfsdóttur, þegar
hún kynnir samþykktir fræðslu-
ráðs fyrir þeim — hvaða málum
hún fylgir eftir og hverjum ekki. I
þeim efnum telur fræðslustjórinn
sér ekki skylt að fylgja eftir af
fullum þunga eins og embætt-
ismanni er kleift öllum málum
sem meirihlutasamþykki er fyrir í
fræðsluráði Reykjavíkur, en
fræðsluráð gegnir jafnframt hlut-
verki skólanefndar í umboði borg-
arstjórnar. Fræðslustjórinn Ás-
laug Brynjólfsdóttir telur sig því
ekki hafa skyldur við löglegan
meirihluta í fræðsluráði sem
starfar í umboði borgarstjórnar
Reykjavíkur að hinum margvís-
legu rekstrar- og framkvæmda-
þáttum á sviði skólamála í borg-
inni. Því aðeins að allir fuiltrúar
minnihlutans séu sömu skoðunar
og meirihlutinn mun núverand
fræðslustjóri óska eftir stuðning
ráðuneytisins!
Óviöunandi ástand
Við þetta ástand geta borgaryf-
irvöld ekki unað og sízt af öllu
meirihluti fræðsluráðs, sem fram
til þessa hefur mátt treysta því að
embætti fræðslustjórans legði all-
ar löglegar meirihlutaákvarðanir
fræðsluráðs fyrir menntamála-
ráðuneytið með sömu eiiidregnu
óskum og tilmælum um jákvæð
viðbrögð ráðuneytisins við viljayf-
irlýsingum fræðsluyfirvalda
Markús Örn Antonsson
„Fræðslustjórinn í
Reykjavík er ríkisembætt-
ismaður lögum sam-
kvæmt. Hann er trúnaðar-
maður menntamálaráðu-
neytisins í sínu umdæmi.
Embættismenn í ráðuneyt-
inu hljóta aö merkja þann
mun sem greinilegur er á
bréfum Áslaugar Brynj-
ólfsdóttur, þegar hún
kynnir samþykktir
fræðsluráðs fyrir þeim, —
hvaða málum hún fylgir
eftir og hverjum ekki.“
Reykjavíkur. Slík málsmeðferð er
ekki lengur viðhöfð eftir að Ás-
laug Brynjólfsdóttir hefur tekið
við embætti fræðslustjóra, að því
er hún segir sjálf í blaðaviðtalinu.
Samskiptamál borgar og ríkis í
fræðslumálum eru margslungin
og oft verður ágreiningur með
þessum stjórnvöldum um einstök
atriði. Borgin þarf á öllum sínum
styrk að halda í viðskiptum við
ríkisvaldið og það er illt í efni, ef
starfsmenn menntamálaráðuneyt-
is fara nú að skýla sér á bak við
bréf fræðslustjórans í Reykjavík
þegar fulltrúar Reykjavíkurborg-
ar sækja á um aðgerðir ráðuneyt-
isins í skólamálum reykvískra
barna og unglinga.
Svo vildi til að Gerður Stein-
þórsdóttir, borgarfulltrúi, gaf til-
efni til umræðna um stöðu
fræðslustjórans á síðasta borgar-
stjórnarfundi einmitt um það leyti
sem menntamálaráðherra hafði
óskað umsagnar fræðsluráðs um
beiðni Áslaugar Brynjólfsdóttur
um skipun í embætti. Það er því
fróðlegt og gagnlegt að í tilefni af
þessu upphlaupi Gerðar Stein-
þórsdóttur í borgarstjórn hefur
fræðslustjórinn tjáð sig opinber-
lega um afstöðu sína til þeirra yf-
irvalda, sem hann á að starfa fyrir
við óbreytta skipun. Var það
vissulega tímabært framlag til
umræðunnar um yfirstjórn
fræðslumála í Reykjavík og þær
breytingar á henni, sem við
sjálfstæðismenn höfum talið
nauðsynlegar og erum að berjast
fvrir. Með ummælum sínum tekur
Áslaug Brynjólfsdóttir af allan
vafa um það að hún treystir sér
ekki sem ríkisembættismaður til
að starfa í þágu meirihluta
fræðsluráðs, sem starfar aftur í
umboði meirihluta Reykvíkinga og
borgarstjórnar. Tel ég að þarna
höfum við talsmenn breytinga á
stjórn fræðslumála í Reykjavfk
fengið óvæntan liðsmann á ör-
lagastundu.
Starfssvið fræðslustjóra
Á fundi fræðsluráðs sl. mánu-
dag var samþykkt gerð vegna
beiðni Áslaugar Brynjólfsdóttur
um skipun í embætti fræðslustjór-
ans. Áð henni stóðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins f ráðinu, sem
vildu f tilefni af skipunarmálinu
leggja enn á ný áherzlu á þörf
þeirrar breyttu skipunar á stjórn
fræðslumála borgarinnar, sem bú-
ið var að semja um við fulltrúa
menntamálaráðuneytisins á sl.
vetri. Þessi samþykkt, sem svo
gjörla lýsir afstöðu okkar til máls-
ins, hljóðar þannig:
„Fræðsluráð leggur áherzlu á,
að áður en komi til ákvörðunar
menntamálaráðherra um fast-
ráðningu Áslaugar Brynjólfsdótt-
ur í embætti fræðslustjóra, stað-
festi ráðuneytið þær breytingar á
yfirstjórn fræðslumála f Reykja-
vík, sem kveðið er á um í tillögu að
samkomulagi um það efni, er full-
trúar ráðuneytisins og Reykjavík-
urborgar undirrituðu hinn 30.
marz sl., sbr. og umsögn fræðslu-
ráðs um samkomulagið frá 16. maí
sl.
í samkomulaginu er gert ráð
fyrir að fræðsluskrifstofa Reykja-
víkur í núverandi mynd verði lögð
niður en komið á fót fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkurumdæmis undir
stjórn fræðslustjóra f umboði
menntamálaráðuneytisins en
jafnframt verði stofnuð skóla-
skrifstofa Reykjavíkurborgar er
fari með þau stofn- og rekstrar-
málefni grunnskóla, sem ekki falla
beint undir menntamálaráðuneyt-
ið eða fræðslustjóra í umboði þess.
Fræðsluráð telur löngu orðið
tímabært að framkvæma þessa
breyttu skipan þannig að starfs-
svið fræðslustjórans sem embætt-
ismanns ríkisins verði skýrt af-
markað en þeim málefnum, er
heyra stjórnunarlega og fjármála-
lega beint undir borgarstjórn og
skólanefnd í umboði hennar sam-
kvæmt grunnskólalögum, verði
haldið aðskildum undir umsjá
skólaskrifstofu Reykjavíkurborg-
ar, sbr. samþykktir borgarstjórn-
ar þar að lútandi."
Markús Örn Antonsson er forseti
borgarstjórnar Reykjavíkur og
formadur fræðsluráðs Reykjavíkur.
Jeppinn endaði ofaní skurði.
Morgunbladið/ Davíö Pétursaon.
Borgarfjörður:
Fór heila
veltu og
yfir
girðingu
Grvnd, SkorradaJ, 7. október.
UMFERÐARÓHAPP varð við
Hest í Borgarfirði sl. mánu-
dagsmorgun. Ökumaður Land-
Rover-bifreiðar missti stjóm á
bfl sínum með þeim afleiðingum
að hann fór heila veltu, kastaðist
yfir girðingu og lenti síðan á hjól-
unum ofan í skurði. Ökumann
sakaði ekki meira en það, að
hann kom sér með næsta bfl í
Borgarnes til vinnu sinnar.
Ástæðan fyrir óhappinu var
að ökumaður jeppans hefur ek-
ið alltof hratt miðað við ástand
„ó-vega“ Borgarfjarðarhéraðs.
Vegagerðin hefur t.d. verið að
plægja rásir meðfram vegin-
um, og skefur moldina inn á
veginn. Síðan verður, í rign-
ingartíð, yfirborð vegarins
stórvarasamt — flughálft á
moldinni, að viðbættu þvi, að
oft eru einnig stórgrýtissteinar
hér og þar á veginum.
Þetta óhapp sýnir hversu að-
kallandi það er að láta yfirbera
vegina með möl sem allra fyrst
og eftir aðgerðir sem þessar, en
hafa ekki slysagildrur á löng-
um vegaköflum svo vikum eða
jafnvel mánuðum skiptir.
D.P.
Háskóli íslands:
Fyrirlestur um
„Náttúruspeki“
DANSKI heimspekingurinn Lars
Christiansen, mag. art., flytur
opinberan fyrirlestur í boði heim-
spekideildar Háskóla íslands og
Félags áhugamanna um heim-
speki laugardaginn 15. október
1983 kl. 15.00 í stofu 101 í Lög-
bergi.
Fyrirlesturinn nefnist „Nátt-
úruspeki: Tilraun til að sameina
mannvísindi og raunvísindi" og
verður fluttur á íslensku. öllum er
heimill aðgangur.
í kvÖM til kl. 20
TT h fí TT h TTT) Skeifunni 15
IlAuIiAU r Reykjavík