Morgunblaðið - 13.10.1983, Page 24

Morgunblaðið - 13.10.1983, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Framkvæmdin skiptir höfuðmáli Ifrumvarpi aö fjárlögum kom- andi árs, sem lagt var fram á Alþingi sl. þriðjudag, koma fram höfuðþættir í efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Þrjú atriði rísa hæst og verða, ef vel tekst til, hornsteinar betri tíðar í þjóðar- og ríkisbúskap: • 1) Mörkuð er stefna í kjara- þróun, sem tekur mið af efna- hagslegum staðreyndum á líð- andi stund og í næstu framtíð. Markmiðið er að varðveita þann árangur í hjöðnun verðbólgu, sem náðst hefur, og þoka þar málum áfram til réttrar áttar. Þetta er mikilvægt atriði, ekki aðeins til að tryggja rekstr- argrundvöll atvinnuvega og at- vinnuöryggi fólks, heldur ekki síður til að skapa jarðveg fyrir aukin atvinnuumsvif og vöxt þjóðartekna, sem er eina raun- hæfa leiðin til betri lífskjara. • 2) Frumvarpið felur í sér al- hliða sparnað í ríkisútgjöldum og er fellt að viðblasandi sam- drætti í þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum. Þetta er afger- andi vendipunktur. Raunar var ekki annarra kosta völ. Ekki var hægt að hækka enn skattheimtu sem hlutfall af þjóðartekjum — á sama tíma og almennur kaup- máttur hefur þrengzt. • 3) Skuldasöfnun erlendis er stöðvuð. Skuldasúpan nemur þegar um 60% af árlegri þjóðar- framleiðslu og greiðslubyrðin um fjórðungi útflutningstekna. Erlendar skuldir vóru komnar langt yfir hættumark og stefndu lánstrausti þjóðarinnar og efna- hagslegu sjálfstæði í tvísýnu. Stefnumörkun hins nýja fjár- lagafrumvarps er raunhæt og réttsýn — og reist á efnahags- legum staðreyndum, sem ekki var hægt að loka lengur augum fyrir. En það er framkvæmdin sem skiptir öllu máli. Það þarf mikið þor og mikið þrek til að standa af sér þann þrýsting, sem ríkisstjórn og ein- stakir ráðherrar munu sæta á næstu vikum og mánuðum. Margvíslegir þrýstihópar munu knýja á dyr fjárveitingavalds- ins: talsmenn hagsmunahópa, oddvitar félagasamtaka, for- ystumenn sveitarfélaga og — ef að líkum lætur — hinir og þessir þingmenn. Þá kemur í ljós, hvort ríkisstjórnin og einstakir fagráðherrar hafa þrek til að standa af sér þrýstinginn — og halda trúnað við fjárlaga- stefnuna, sem er réttvísandi. Reynslan ein getur þar um dæmt — og kjósendur, þegar þeirra tími kemur. Spurning er ennfremur, hvort embættismannakerfið lætur að stjórn þegar alhliða sparnaður í ríkisútgjöldum á í hlut. Sú um- ræða, sem nú fer fram í Dan- mörku um aðhald í ríkisbú- skapnum, bendir til þess, að stjórnmálamenn, og þá fyrst og fremst ráðherrar, verði að taka á honum stóra sínum, til að beygja „kerfið" til hlýðni; til að fylgja eftir sparnaðaráformum — og breyta orðum í efndir. Það hefur og gerzt, að ráð- herrar hafi fremur gengist upp í því að vera „talsmenn" ráðu- neyta sinna — og þar með kerf- isins — en almennings og þjóð- arheildar, sem þeir sækja um- boð til. Frumvarp til fjárlaga, eins og það er fram lagt á Alþingi, er góð byrjun. Vonandi tekst ríkis- stjórninni að gera sig það gild- andi í þjóðlífinu — og í eðlilegu samstarfi við aðila vinnumark- aðarins — að hún ráði ferðinni, út úr þeim mikia vanda, sem við er að glíma. Þar skiptir þrek, þor og úthald hennar, og ein- stakra ráðherra, miklu, en mestu þó, að henni takizt ac vinna sér almennan trúnað fólksins í landinu. Samtaka á þjóðin færa leið til farsældar. Samskipti stjórnvalda og almennings að er smátt sem hunds- tungan finnur ekki“. " Þannig hefur þjóðin í tímanna rás lýst smásmygli nöldur- seggja. Þjóðviljinn fer á kostum í hlutverki smásmyglinnar í gær, þegar hann gerir það að höfuð- atriði undirskriftasöfnunar á vegum verkalýðshreyfingar, að forsætisráðherra kjósi að svara öllum viðkomandi persónulega — og gera þeim grein fyrir við- horfum og sjónarmiðum ríkis- stjórnarinnar. Tengsl stjórnmálamanna og stjórnvalda annarsvegar og al- mennings hinsvegar eru sízt of mikil eða náin. Það vóru sjálf- sögð viðbrögð af hálfu forsætis- ráðherra, að vilja sýna undir- skrifendum þá lágmarkshátt- vísi, að svara þeim persónulega. Stéttarfélög eru ekki einungis fáeinir „toppmenn", heldur fjöl- margir einstaklingar, sem eiga sama og jafnan rétt til svara af hálfu stjórnvalda. Þjóðviljanum er að vísu frjálst að vaða aur í eyru, en hitt má ekki liggja í láginni, að for- fallaritstjóri blaðsins telur ís- lenzka alþýðu ekki svaraverða. Arnór hefur engan bata fengið ennþá: „KSÍ gaf mér því að ég yrði landsleikjum loforð fyrir tryggður í ef ég spilaði" tekjumissi hjá Anderlecht en verði svo þá hlýt ég að fá það bætt með tryggingum. — Það er hreint út sagt ægilegt að verða fyrir þessu nú í upphafi keppnistímabils- ins hjá nýju félagi þar sem maður þurfti að tryggja sér fast sæti í keppnisliði félags- ins og jafnframt að aðlagast ýmsum nýjum aðstæðum. Ég kem til með að missa Evrópu- leiki og marga deildarleiki. Ég hugsa það ekki til enda ef ég fæ mig ekki góðan af þessu á næstunni, sagði Arnór. MEIÐSLI Arnórs GuAjohnsen knattspyrnumanns eru alvarlegri en í fyrstu leit út fyrir. Læknar telja jafnvel að um vöðvaslit sé að ræða. Arnór hefur verið í læknismeðferð að undanförnu og að eigin sögn hefur hann engan bata fengið. En nú eru liðnar þrjár vikur frá því að hann slasaðist í landsleik hér heima gegn írlandi. — Útlitið er langt frá^því að vera gott hjá mér núna. Ég hef verið í stöðugri læknismeðferð í þrjár vikur en engan bata fengið ennþá. Ég reyndi síðast í gærdag að fara í létta æfingu og hita upp en mér var það útilokað. Læknar telja að ég geti átt lengi í þessu ennþá, sagði Arnór. — Stjórn Anderlecht hefur boðað mig á fund hjá sér á föstudaginn til þess að ræða meiðslin og tryggingar þær sem ég á að hafa heima. Knattspyrnusamband íslands gaf mér loforð um það að ég yrði tryggður fyrir meiðslum í landsleikjum, og það loforð hlýtur að standa. Ég veit ekki ennþá hvort að ég verð fyrir Albert Matthías Á. Guðmundsson Mathiesen Sverrir Hermannsson „Á réttri leið“ — fundaherferð Sjálf- stæðisflokksins: Fyrstu fund- irnir á Akra- nesi og í Hafn- arfirði í kvöld FYRSTU tveir fundirnir í funda- herferð Sjálfstæðisflokksins undir yfirskriftinni „Á réttri leið“ verða haldnir á Akranesi og í Hafnarfirði í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Á fundunum munu ráðherrar flokksins og þing- menn fjalla um árangurinn sem náðst hefur í efnahagsmálum vegna aðgerða ríkisstjórnarinn- ar og horfurnar framundan. Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra og Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra verða framsögumenn á fundinum í Hafnarfirði sem haldinn verður í Gafl-inn við Reykjanesbraut. Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra er framsögumaður á fundinum á Blönduósi. Báðir fundirnir hefjast kl. 20.30 í kvöld og eru þeir öllum opnir. Bæjarstjóm Garðabæjar um lagningu Reyt Arðbærasta vegafrai — verður að vinnast í einum áfanga BÆJARSTJÓRNIN í Garðabæ hefur skorað á þingmenn Reykjaneskjör- dæmis að „sjá til þess að Vegagerð ríkisins veröi tryggt fjármagn til þess að geta boðið út framkvæmdir við Reykjanesbraut í einum áfanga. Fram- kvæmdir hefji nú í haust og þeim verði lokið í byrjun árs 1985. Öll önnur til- högun framkvæmda er frávik frá yfir- lýsingum þingmanna frá árunum 1980 og 1981“, eins og segir í ályktun, sem bæjarstjórnin hefur sent þingmönnum í Þingsályktunartillaga með áskorun um a „Líta þingmei á sig sem mei — segir Stefán Benediktsson, þingmaður Banda „ÞETTA er bara spurning um ákveðið slyðruorð sem mér finnst að Alþingi verði að reka af sér. Líta þingmenn almennt á sig sem messagutta?", sagði Stefán Benediktsson, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um afsögn þingmennsku, sem lögð var fram á Alþingi í gær, en hún felur í sér að Alþingi skori á Ellert B. Schram, 6. þingmann Reykjavíkur, að segja af sér þing- mennsku. Stefán var spurður ástæðu til- löguflutningsins, en meðflutn- ingsmenn hans eru allir þingmenn Bandalags jafnaðarmanna. Hann var einnig spurður af hverju þeir Bandalagsmenn hefðu ekki gert athugasemd við afgreiðslu kjör- bréfs Ellerts. I greinargerð með tillögunni segir m.a., að þingmað- urinn (þ.e. Ellert) hafi ekki, sam- kvæmt yfirlýsingum í blöðum, lit- ið á framboð sitt til Alþingis sem yfirlýsingu um að vilja vinna að því að setja landinu lög, heldur hafi hann gefið kost á sér til ábyrgðarstarfa innan Sjálfstæðis-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.