Morgunblaðið - 13.10.1983, Side 26

Morgunblaðið - 13.10.1983, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 BRIDGESTONE RALL 83: Flugeldasýning og ann- að sprell í rásmarkinu BRlDGESTONE-rallið, sem leggur af stað frá Hjólbarðahöllinni í Fellsmúla á morgun kl. 22.00, verður síðasta rallkeppni ársins og jafnframt tuttug- asta rallkeppnin er Bifreiðaíþrótta- klúbbur Revkjavíkur skipuleggur. 23 keppnisbílar eru skráðir til leiks og verður þeim skotið af stað með mikilli flugeldasýningu og öðru spreili, sem hefst kl. 21.00 og er stjórnað af strák- unum í Hjólbarðahöllinni og Hjálpar- sveit skáta. „Við ætlum að vinna, alveg sama hvernig aðrir keyra,“ sagði Jón Ragnarsson í samtali við Morgun- blaðið, en hann og Ómar munu nú aka Renault-5 bilnum að nýju í Bridgestone-rallinu. „Við hugsum ekkert um íslandsmeistaratitilinn, ætlum bara að vinna rallið," bætti Jón við. Þeir bræður eru mjög sigur- stranglegir í rallinu ásamt Halldóri Úlfarssyni og Tryggva Aðalsteins- syni, sem aka Toyota Corolla 1600. Þessar áhafnir eru í efsta sæti í bar- áttunni um íslandsmeistaratitilinn. f keppni ökumanna hefur Halldór 65 stig, en Ómar 52 og þriðji er Rík- harður Kristinsson með 25 stig. Að- stoðarökumenn keppa einnig um ís- landsmeistaratitil innbyrðis og er það gert í fyrsta skipti á þessu ári. Morgunblaðið/Gunnlaugur Halldór Úlfarsson á Toyota Corolla verður ræstur fyrstur af stað í Bridge- stone-rallinu ásamt félaga sínum Tryggva Aðalsteinssyni. Þeir berjast um íslandsmeistaratitilinn við Ómar og Jón Ragnarsson. Þar er Jón Ragnarsson efstur með 52 stig, Tryggvi annar með 45 stig og Atli Vilhjálmsson er þriðji með 25 stig. Fyrir fyrsta sætið í rallinu fást 20 stig í stigakeppni til fslandsmeist- aratitils, annað 15 og þriðja 12 stig. Því verða Halldór og Ómar að sigra ef annarhvor ætlar sér titilinn, en Jóni nægir að lenda í öðru sæti ef Halldór og Tryggvi sigra. Hvernig þessir keppendur ætla að haga akstrinum kostar örugglega heila- brot hjá einhverjum. f fyrsta skipti í langan tíma verð- ur hörð keppni um sigur í vélarflokki 0-1300 cc bíla. Þar er skrautlegasti bíll rallsins, Zaztava bílkríli þeirra Braga Guðmundssonar og Matthías- ar Sverrissonar. Síðast er Mbl. frétti af þeim félögum leituðu þeir dyrum og dyngjum að varahlutum í gír- kassa bílsins. Ef einhver á slfkt er þá félaga að finna á bílaverkstæðinu Toppur í Kópavogi. Skoðun keppnisbílanna fer fram í kvöld kl. 21.00 og verður síðan fund- ur með keppendum. Listasprang í bjarginu í Spröngunni í Eyjum. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. Bjargveiðiveizla Hótels Loftleiða ÁRLEG bjargveiðimannaveizla Hótels Loftleiða í stíl bjargveiði- manna í Vestmannaeyjum verður í Víkingasal hótelsins nk. laugar- dagskvöld. Um árabil hefur Hótel Loftleiðir boðið upp á slíka veizlu, en lögð er megináherslan á lunda, nýja, reykta og mariner- aða, auk súlu bæði nýrrar og reyktrar, en hlaðborð bjargveiði- mannaveizlunnar er hlaðið ýmsum dýrindis krásum úr sjó og lofti. Veizlustjórn er í höndum Eyjamannanna Árna Johnsen, Sigurgeirs Jónssonar frá Þorlaugargerði og Ása í Bæ, en að loknu borðhaldi er dansað fram eftir nóttu við undirleik Stuðlatríós. Listahátíð í léttum dúr annað kvöld „LISTAHÁTÍÐ í léttum dúr“ verður haldin í Háskólabíói annað kvöld, fóstudagskvöld, kl. 23:15, í tilefni af 10 ára afmæli Slysasjóðs Félags ís- lenskra leikara og Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar fslands. Þar koma fram margir af færustu listamönnum þjóðarinnar og má þar nefna Sinfóníuhljómsvcit fslands ásamt einsöngvurum og kór Þjóðleikhússins. íslenski dansflokkurinn sýnir listdans og margir leikarar skemmta með fjölbreytilegri dagskrá garaanmála. Heimsforseti Kiwanis á Islandi: Á fundi hjá Nes-klúbbnum Heimsforseti Kiwanishreyfingarinn- ar, Aubrey E. Irby, frá Tyler í Texas er staddur hérlendis og situr hann kvöld- verðarfundi hjá Kiwanisklúbbnum Nes á Seltjarnarnesi í kvöld. Aubrey E. Irby verður gestur Nes-klúbbsins í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og heldur þar ræðu. Þetta er eini opni fundurinn, sem heims- forsetanum gefst tími til að sitja hérlendis að þessu sinni og vonast forvígismenn hreyfingarinnar til að sem flestir Kiwanismenn sjái sér fært að mæta og eru þeir beðnir að boða komu sína. Fundurinn er hald- inn í félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi og hefst hann kl. 19.30. Aubrey E. Irby, heimsforseti Kiwan- ishreyfingarinnar. Slysasjóður FÍL og SSÍ var stofnaður til að leggja lið þeim er orðið hefðu fyrir slysum og/eða aðstandendum þeirra, er látist hefðu af slysförum. Ákveðið var að efna til skemmtunar til að afla sjóðnum tekna og var fyrsta skemmtunin haldin 11. maí 1973, sem síðan er talinn stofndagur sjóðsins. Skipulagsskrá sióðsins hlaut staðfestingu forseta Islands 21. desember það ár og var þar ákveðið að sjóðurinn skuli vera í vörslu Siysavarnafélags íslands, er tilnefni einn aðila í stjórn sjóðsins ásamt fulltrúum frá Fé- lagi íslenskra leikara og Starfs- mannafélagi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Stjórnin hefur verið óbreytt í tíu ár, en hana skipa Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik- ari, Lárus Sveinsson hljóðfæra- leikari og Hannes Þ. Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lagsins. Félagar í FÍL og SSÍ hafa árlega efnt til skemmtana, þar sem lista- fólk félaganna hefur endurgjalds- laust annast undirbúning og fram- kvæmd. Úthlutun úr sjóðnum hef- ur farið fram árlega síðan 1974 og hefur nú verið veitt rúmum 96 þúsund krónum til 25 aðila víðs- vegar um landið. Sala aðgöngu- miða á skemmtunina annað kvöld verður í Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg og í Háskólabíói. Á morgun, föstudag, kl. 16 mun Sinfóníuhljómsveitin leika létt lög á Lækjartorgi og leikarar selja að- göngumiða, að því er segir í frétta- tilkynningu frá sjóðnum. „Ógerlegt að fá brúður til að brosa“ Leikbrúðuland sýnir í Iðnó: segir Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri VINALEGUR hópur leikbrúða, ásamt sköpurum sínum og aðstandend- um, tók á móti hlaðamanni er hann kom f kjallara húss þess, sem stendur við Frfkirkjuveg númer 11, þar sem Leikbrúðuland hefur aðset- ur sitt. Ástæða þessarar heimsóknar var blaðamannafundur, sem boðað var til vegna nýs starfsárs sem nú er að hefjast hjá Leikbrúðulandi, og þeirrar nýjungar, að sýningar Leikbrúðulands verða í Iðnó í vetur. Iæikbrúðuland hefur starfað frá árinu 1969. Að sýningunni í ár standa Bryndís Gunnarsdóttir, Hallveig Thorlacius, Helga Steffensen og Þórhallur Sigurðs- son, sem er leikstjóri sýningarinn- ar. Er þetta í annað sinn, sem hann leikstýrir sýningu hjá Leik- brúðulandi. „Brúðurnar eru erfið- ari viðfangs en mennirnir, það er til dæmis alveg ógerlegt að fá brúður til að brosa!" sagði Þór- hallur og brosti breitt, er hann var spurður hvort erfiðara væri að leikstýra leikbrúðum en fólki. Sýningin í ár er byggð á 4 einþátt- ungum sem heita Ástarsaga úr fjöllunum, Búkolla, Draumlyndi risinn og Eggið. Á blaðamannafundinum kom m.a. fram að leikbrúðugerð er forn tækni, sem upprunnin er í Indó- nesíu en er tiltölulega ný listgrein hér á landi. Sögðu aðstandendur Iæikbrúðulands, að erfitt væri að læra leikbrúðugerð á íslandi, og engan skóla sem kenndi leikbrúðu- gerð væri að finna á Norðurlönd- um. Sögðust þær stöllur hafa lært mikið af reynslunni við vinnu sína í Leikbrúðulandi, en jafnframt hefðu þær farið á mörg námskeið í leikbrúðugerð bæði hér á landi og erlendis. Einnig fara þær á brúðu- leikhúshátíðir þegar færi gefst. Sú sýning, sem nú er að hefjast, var sýnd á alþjóðlegri brúðuleik- húshátíð í Vasa í Finnlandi síðast- liðið vor. Stefán Baldursson, leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, sagði að sýningin væri það viða- mikil að húsnæðið á Fríkirkjuvegi dygði engan veginn. Því hefði orð- ið samkomulag um að Leikbrúðu- land sýndi í Iðnó á sunnudögum. Sagði Stefán að salnum í Iðnó hefði verið breytt í fyrra og væri hann því hentugri fyrir barnasýn- ingar nú en áður. Aftari hluti sal- arins hefði verið hækkaður upp, þannig að börn ættu nú betra með að sjá það sem fram fer á sviðinu. • „Ástarsaga úr fjöllunum" er í leikgerð Hallveigar Thorlacius, sem einnig gerði brúður og leik- mynd. Upprunalega sagan er eftir Guðrúnu Helgadóttur. Atli Heim- ir Sveinsson samdi tónlistina sér- staklega fyrir þessa sýningu. Textann í „Ástarsögunni" flytja leikararnir Jón Sigurbjörnsson og Steinunn Jóhannesdóttir. • „Draumlyndi risinn" og „Eggið" eru eftir Helgu Steffensen og gerði hún brúður og leikmynd fyrir bæði verkin. „Draumlyndi Adstandendur Leikbrúðulands, talið frá vinstri. Bryndís Gunnarsdóttir, Ha- llveig Thorlacius, Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri og Helga Steffensen. Stóra brúðan, sem snæfir yfir alla heitir Flymbra og er aðalpersónan í „Ástarsögu úr fjöllunum". Einnig sést í Búkollu, draumlynda risnn og tröllskessuna úr „BÚkollu". Morgunbiaöiö/ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.