Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.10.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 27 Utanfaranefnd óstarfhæf: Sveinbjörn fjarverandi — þegar tveir ráðuneytisstjóranna sögðu af sér í mótmælaskyni „UTANFARANEFND ríkisins er augljóslega óstarfhæf. Tveir af þremur hafa sagt sig úr nefndinni og ekki er hægt að kalla mig einan nefnd. Það hefur ekkert verið rætt um hvort aðrir menn taka sæti í stað hinna tveggja og raunar óljóst hvað verður, enda hefur fjármálaráðherra boðað nýjar reglur um utanlandsferðir ríkisstarfsmanna,“ sagði Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Eins og fram hefur komið i blaðinu sögðu tveir af þremur ráðuneytisstjórum í utanfara- nefnd, þeir Baldur Möller og Hali- grímur Dalberg, sig úr nefndinni þar sem þeim þótti ekki nægilegt tillit tekið til álits nefndarinnar. Útslagið gerðu tvær ferðir á veg- um stofnana undir menntamála- ráðuneytinu, sem nefndin hafði * Arsfundur Hafnasam- bands sveitar- félaga 14. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga verður haldinn í Stykk- ishólmi dagana 13.—15. október 1983. Samgönguráðherra Matthías Bjarnason mun ávarpa fundinn á fóstudag. Á fundinum verður að vanda fjallað um gjaldskrármál og fjár- hagsstöðu hafna. Rætt verður við- hald hafnarmannvirkja og um ýms- ar samþykktir Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar, er snerta flutning og siglingar hér við land. Þá verður frumvarp til nýrra hafnalaga á dagskrá svo og 4ra ára áætlun um hafnargerðir. Að fund- inum loknum mun verða farin skoð- unarferð um norðanvert Snæfells- nes og m.a. skoðuð hafnarmann- virki í Grundarfirði og Ólafsvíkur- kaupstað. 60 hafnir eiga nú aðild að Hafnasambandinu. Formaður þess er Gunnar B. Guðmundsson, hafn- arstjóri í Reykjavík. risinn" fjallar um risann sem dreymir dagdrauma meðan kona hans mæðist í mörgu. Tónlistina við „risann" samdi Askell Máson. •„Eggið" segir höfundur að sé hugleiðing um rómverska spak- mælið „omne vium ex ovo“, eða allt líf kemur úr eggi. • „Búkolla" er gömul íslensk þjóðsaga, sem Bryndís Gunnars- dóttir færði í leikbúning fyrir Leikbrúðuland. Gerði Bryndís einnig brúður og leikmynd, en tónlistina samdi Jón Ásgeirsson. Sögumaður í „Búkollu" er Sigurð- ur Sigurjónsson, leikari. Aðstandendur Leikbrúðulands tóku fram að sýningin í Iðnó væri ekki eingöngu ætluð börnum, heldur væri þetta sýning „fyrir alla fjölskylduna" en að sjálfsögðu sæju fullorðnir hana með öðrum augum en börnin. Hins vegar yrði sérstök barnadagskrá, sú sem var í Brúðubílnum í sumar, sýnd á laugardögum á Fríkirkjuvegi 11. Bryndís Gunnarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen stjórna öllum brúðunum og brugðu þær á leik fyrir blaða- menn. Ekki verður annað sagt en að hin nýja dagskrá Lei'k'brúðul- ands sé forvitnileg, ekki síst sakir , hins mikla fjölhrevtileikn sem einkennir leikbrúður og leik- myndir. Fyrsta sýning Leikbrúðulands verður í Iðnó á sunnudaginn kem- ur og hefst hún kl. 15. Miðaverð hefur verið ákveðið 100 kr. og verða miðarnir seldir í Iðnó. Btom. lagst gegn. „Það var aldrei um neinn skoðanaágreining á milli okkar þriggja að ræða,“ sagði Sveinbjörn Dagfinnsson. „Ég var í leyfi þegar þessi tilvik komu upp, sem gerðu útslagið fyrir hina tvo, svo ég tók ekki þátt í þeirri af- greiðslu. Og satt best að segja vissi ég ekki að þessari umsögn nefndarinnar hefði verið áfrýjað til menntamálaráðherra. Nefndin hafði áður spyrnt við fótum og það hafði staðið enda vorum við þrír sammála um, að okkar hlutverk væri að hafa hamlandi áhrif á utanferðir. Það er rétt, sem ég sá í Morgunblaðinu, að það er van- þakklátt starf að sitja í þessari nefnd enda hefur oftar en einu sinni verið skipt um menn í henni. Það hefur ef til vill valdið því, m.a., að það hafa ekki skapast mjög fastar reglur í henni. En kjarni málsins er sá,“ sagði Sveinbjörn að síðustu, „að nefndin er óstarfhæf og öll þessi mál geta tekið á sig breytta mynd áður en varir.“ Úr krikmyndinni í heljargreipum. Bíóhöllin sýnir í helj- argreipum KVIKMYNDIN í heljargreipum, eóa „Split Image“, eins og hún heitir á frummálinu, verður frum- sýnd í Bíóhöllinni í dag. Leikstjóri myndarinnar er Ted Kotcheff, sá sami og leikstýrði kvikmyndinni First Blood, segir í fréttatilkynn- ingu frá Bíóhöllinni. Efnisþráður myndarinnar er í stórum dráttum á þá leið að ungur og efnilegur íþróttamað- ur kynnist stúlku sem býður honum að eyða helginni á sveitabúgarði sem kallaður er Homeland. Ferðin til Homeland hefur síðan alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Aðalhlut- verk í kvikmyndinni leika Michael O’Keefe, Karen Allen, Peter Fonda og Elizabeth Ash- ley. Bandarísku prófessorarnir, sem verða gestir á Sælkerakvöldinu í kvöld, fyrir utan Hótel Loftleiðir f „Kántrý-gallanum". Texas grill og Tortillas á Sælkerakvöldi í kvöld f KVÖLD, fimmtudag, verður Sælkerakvöld á Hótel Loftleiðum. Gestir kvöldsins verða 2 bandarískir prófessorar, Andrew Schwarz og David Dorf. í fréttatilkynningu frá Hótel Loftleiðum segir, að þeir félagar kenni hótelrekstur, veitingamennsku og matargerð vestanhafs, og séu því langt frá því að vera byrjendur í faginu. Þar segir ennfremur að þeir hafi verið leiðbeinendur á sérstöku námskeiði fyrir starfsmenn ís- lenskra veitingahúsa undanfarna daga. Mælst er til þess að gestir þeirra mæti í „kántrí-gallanum”, þ.e. í skyrtu og léttum buxum eða gailabuxum og með klút um hálsinn, á Sælkerakvöldið í kvöld. Aukasýning kínversku listamannanna UNDANFARNA daga hefur dvalist hér á landi listfimleikahópur frá Henan í Kína. Hópurinn hefur haldið nokkrar sýningar í Laugardalshöll auk þess sem nokkrir listamenn fóru til Laug- arvatns og skemmtu starfsfólki og nemendum skólanna á Laugarvatni. í fréttatilkynningu frá Fimleika- sambandi íslands og Kínversk- íslenska menningarfélaginu, segir að ákveðið hafi verið að efna til auka- sýningar. Verður hún í kvöld og hefst kl. 20. 11. þing Verkamanna- sambands íslands: Aöalmál þings- ins kjaramál og lagabreytingar 11. ÞING Verkamannasambands ís- lands verður haldið í Vestmannaeyjum dagana 13.—16. þ.m. Hefst þinghald fímmtudaginn 13. október kl. 17.30 og áætlað er að þinginu Ijúki um hádegi á sunnudag. Rétt til þingsetu eiga 139 fulltrúar 53 aðildarfélaga VMSl. I aðildarfélögum VMSl eru nú um 26.100 félagsmenn. Aðalmál þingsins verða, auk fastra dagskrárliða svo sem skýrslu stjórnar, afgreiðslu reikninga og kosningu stjórnar sambandsins fyrir næsta kjörtímabil, kjaramálin og breytingar á lögum VMSl. Þá verður á þinginu dagskrá til minningar um Eðvarð Sigurðsson fyrsta formann VMSl, en hann lést 9. júní sl. EIGENDUR SPARID BENSIN LÁTID STILLA OG YFIR- FARA BÍUNN FYRIR VETURINN ÞJÖNUSTA 1. Vélarþvottur. 2. Ath. bensín, vatns-og olluleka. 3. Ath. hleöslu, rafgeymi og geymissambönd. 4. Stilla ventla. 5. Mæla loft i hjólbörðum. 6. Stilla rúöusprautur. 7. Frostþol mælt. 8. Ath. þurrkublöö og vökva á rúöu- sprautu. 9. Athuga loftsíu. 10. Skipta um kerti og platinur. 11. Timastilla kveikju. 12. Stilla blöndung. 13. Ath. viftureim. Þér fáiö vandaöa og örugga þjónustu hjá sérþjálfuóum fagmönnum MAZDA verkstæðisins. Pantið tíma ( simum: 81225 og '81299. • • ■ • • ' - ' •' BÍLABORG HF Smiöshöföa 23. 14. 15. 16. 17. 18. 19. Ath. slag í kúplingu og bremsu- pedala. Smyrja hurðalamir. Setja silikon á þéttikanta. Ljósastilling. Vélarstilling með nákvæmum stiliitækjum. Skiptum bensínsiu. Verð meö söluskatti kr. 1.770.00 Innifalið I veröi: Platinur, kerti, ventla- lokspakkning og frostvari á rúöusprautu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.