Morgunblaðið - 13.10.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.10.1983, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1983 Norska ríkisútvarpiö: Þáttur um kenningar Einars Pálssonar NORSKA rfkisútvarpið hefur látið gera þriggja stundarfjórðunga lang- an þátt um kenningar Einars Páls- sonar um „Rætur íslenskrar menn- ingar“. Á norsku nefnist þátturinn „Utfordrer í norrön kultur granskn- ing“ sem gæti útlagst „Áskorandi í norrænum menningarrannsóknum.“ Menn frá norska ríkisútvarpinu Norrænt bókmennta- ár hafið NORRÆNT bókmenntaár hófst formlega í Norræna húsinu laugar- daginn 8. október. Bókmenntaárið miðast við skólaárið 1983—1984 og hefur starfað nefnd á vegum Nor- ræna félagsins udanfarið ár til und- irbúnings bókmenntaárinu. Formað- ur hennar er Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins. Það sem vakir fyrir norrænu fé- lögunum með bókmenntaárinu er að kynna norrænar bókmenntir, bæði samtíma og gamlar. Verða bókakynningar í samráði við stærstu bókaverslanir landsins og bókalistar sendir til bókasafna og skóla. Þá verður meira af norrænu efni í útvarpi og sjónvarpi en áður hefur tíðkast. Rithöfundar frá Norðurlöndum heimsækja síðan ísland og halda hér kynningar á verkum sínum og íslenskir rithöf- undar verða sendir til Norður- landanna, þó ekki sé endanlega ákveðið hverjir fari héðan. Þetta er í annað sinn sem nor- rænu félögin taka fyrir kynn- ingarverkefni, en það var áður gert árið 1981, þegar haldið var norrænt málaár. komu hingað til lands vegna þáttar- gerðarinnar, en þátturinn verður á dagskrá norska útvarpsins mánu- daginn 17. október næstkomandi, klukkan 22.30 að norskum tíma. Norðmennirnir, sem hingað komu vegna þáttargerðarinnar, létu þýða á norsku fjölmargar blaðagreinar Einars Pálssonar um menningarathuganir hans, og einnig höfðu þeir aðgang að bók- um hans. Er þeir voru hér á landi ræddu þeir við Einar um kenning- ar hans, og einnig við Guðmund Magnússon háskólarektor og fleiri aðila. Einar Pálsson hefur sem kunnugt er um árabil stundað rannsóknir á norrænni menningu, og gefið út ritsafn í sex bindum um um þessar rannsóknir sínar, er hann nefnir „Rætur íslenskrar menningar". Kenningar hans hafa verið umdeildar, og þær hafa ekki hlotið viðurkenningu þorra pró- fessora við Háskóla íslands. Eldur í Kópavogi Morgunblaðið/Júlíus. LAUST fyrir klukkan hálfellefu í fyrrakvöld kom upp eldur í Hafnarbraut 9 í Kópavogi, sem er fokhelt iðnaðarhúsnæði og hefur verið notað sem geymsluhúsnæði. Eldur kom upp í vörubrettum og ýmsu lauslegu og er talið að eldurinn hafi komið upp eftir að börn hafí verið að leik með eld í húsinu. Allt slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á vettvang. Sprengihætta var í húsinu, því gaskútar voru í því. Um 530 atvinnulausir að meðaltali í september sl. — Atvinnustig betra en í öörum mánuðum ársins ALLS voru skráðir 11.503 atvinnuleysisdagar á landinu í septembermánuði, samkvæmt mánaðarlegu yfirliti vinnumála- deildar félagsmálaráðuneytisins. Þetta svarar til þess að 530 manns hafí verið á atvinnuleysisskrá all- an mánuðinn, sem jafngildir um Laugameshverfi: 1200 íbúar mótmæla stórmarkaðshugmynd 0,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Skráður atvinnu- leysisdögum hefur fækkað frá mánuðinum á undan um 3.241 dag og atvinnulausum um 130. I frétt félagsmálaráðuneytis- ins segir, að atvinnustig hafi verið betra í nýliðnum septem- bermánuði en í öðrum mánuð- um ársins. Þó voru skráðir at- vinnuleysisdagar nú rösklega helmingi fleiri en í sama mán- uði í fyrra. „Er þetta í samræmi við framvindu atvinnustigs í fyrri mánuðum ársins," segir ennfremur. Fystu níu mánuði yfirstand- andi árs hafa verið skráðir 218.363 atvinnuleysisdagar á móti 151.610 dögum í sömu mánuðum árið 1982. Aukningin er 66.753 dagar eða um 44%. í heild svarar skráð atvinnuleysi fyrstu níu mánuði ársins til þess að rösklega ellefu hundruð manns hafi verið á atvinnuleys- isskrá eða um 1% af áætluðum mannafla. Sú fækkun skráðra atvinnu- leysisdaga, sem varð í septem- bermánuði nú, hefur að mestum hluta orðið á höfuðborgarsvæð- inu eða um 2.500 dagar af 3.241. í frétt félagsmálaráðuneytis- ins segir, að veitt hafi verið at- vinnuleyfi fyrir um 100 útlend- inga til starfa við fiskvinnslu hér á landi. Er það svipaður fjöldi og á sama tíma undanfar- in ár. Loks segir í frétt félagsmála- ráðuneytisins, að vinnumála- deild hafi borizt í september til- kynningar frá 10 fyrirtækjum um uppsagnir á starfsfólki og taki þær til um 170 starfs- manna. Flestar uppsagnirnar koma til framkvæmda um ára- mótin. TÓLF HUNDRUÐ íbúar í Uugar- neshverfí hafa skrifað undir mót- mælaskjal gegn hugmyndum um byggingu stórverslunar á horni Laugalækjar og Sundlaugavegar. Undirskriftalistarnir voru afhentir borgarstjóra nýlega og greinargerð fyrir mótmælunum. Foreldrafélög í hverfínu, kennarar við hverfisskól- ana og fleiri hafa tekið undir mót- mælin. Rök íbúanna, skv. bréfi sem þeir sendu borgarstjóra, eru einkum þau, að stórmarkaður kalli á aukna umferð í hverfinu og þar af leiðandi aukna slysahættu, sér- staklega fyrir yngri börnin á leið í skóla og úr; hverfinu sé þegar ágætlega séð fyrir verslunarhús- næði; skortur bílastæða muni bitna á íbúum húsa í nágrenni markaðarins og starfsemi skóla og stofnana í nágrenninu, svo sem Þórscafé sækir um stækkun VEITINGAHÚSIÐ Þórscafé hefur sótt um leyfí til þess að innrétta fjórðu hæð Brautarholts 20 þar sem Þórscafé er til húsa. Nú eru veitingasalir á 1. og 2. hæð, en Verkfræðingafélag íslands á þriðju hæð hússins. Veitingasalir hafa verið teiknaðir á fjórðu hæð, þar sem nú eru skrifstofur og íbúð en hæðin er að stórum hluta ónotuð. Teikningarnar hafa ekki verið samþykktar og óljóst hvort leyfi fyrir stækkun fæst. Þannig mun Slökkviliðsstjóri hafa lagst gegn veitingasölum á fjórðu hæð. sundlauganna; auk þess sé ljóst, að stórmarkaður muni skapa ónæði fyrir skólastarf og íbúa í næriiggjandi götum. Segir í bréf- inu að ljóst sé að umtalsverður meirihluti kosningabærra íbúa í hverfinu sé andsnúinn rekstri stórverslunar á þessum stað. „Þessar undirtektir ættu ekki að koma neinum, sem þekkir til að- stæðna, á óvart,“ segja bréfritar- ar. „Um hið umdeilda svæði liggur aðalgönguleið meirihluta skóla- barna við Laugarnes- og Lauga- lækjarskóla. Þetta hefur borgar- yfirvöldum verið ljóst og þau kappkostað til þessa að beina um- ferð annarra en íbúa út fyrir hverfið. Með tilkomu hringvegar um Skúlagötu, Sætún, Kleppsveg og áfram hefur gegnumakstur minnkað verulega, og að sama skapi dregið úr slysahættu eins og dæmin sanna. Fyrirhuguð verslun þjónar engan veginn hagsmunum hverfisbúa, og hefur augljóslega í för með sér mjög aukna slysa- hættu með meiru." íbúarnir segjast vænta þess að Reykjavíkurborg falli frá hug- myndum um að úthluta svæðinu til verslunarreksturs og að um- ræddri verslun verði fundinn ann- ar og hentugri byggingarstaður. „Við erum reiðubúin að ræða þetta mál nánar," segja íbúarnir að síð- ustu í bréfinu til borgarstjóra, „og til að fara með þér og starfs- mönnum borgarinnar um hverfið til að skýra betur aðstæður á staðnum og umferðarvandamál barna almennt í hverfinu." W' Óperusöngvararnir Martha Colalillo og Piero Visconti á Hótel Sögu, þar sem þau búa á meðan dvöl þeirra stendur. „Meinilla við kvef ‘ segir ítalski óperusöngvarinn Piero Visconti Sinfóníuhljómsveit íslands held- ur óperutónleika í Háskólabíói í kvöld. Óperusöngvararnir Martha ('olalillo, sópran, og Piero Vis- conti, tenórsöngvari, munu syngja og leika atriði úr ýmsum óperum á tónleikunum í kvöld. „Þetta er í annað skipti, sem við syngjum saman. Við sungum einu sinni saman í Luca, sem er fæðingarstaður höfundarins að óperunni „La Boheme", sagði sópransöngkonan Martha Cola- lillo, er blaðamaður hitti þau Piero Visconti að máli á hótel Sögu í gær. „Annars er það fyrir algera tilviljun að ég er stödd á íslandi núna,“ hélt hún áfram. „Söngkonan Adriana Maliponte sem átti að syngja hérna, for- fallaðist á síðustu stundu og því var ég beðin að koma og syngja í hennar stað. Þetta gerðist allt svo skyndilega. Nokkrum klukkustundum eftir að búið var að biðja mig að fara norður til íslands til að syngja sat ég í flugvél á leiðinni hingað." Piero Visconti sagðist hins vegar hafa vitað fyrir ári síðan að hann ætti að syngja hér þennan ákveðna dag. „Það er bara verst hvað það er kalt hérna á íslandi", sagði hann, „loftið er svo kalt og þurrt, að ég voga mér ekki út fyrir hússins dyr. Mér er nefnilega meinilla við að fá kvef“, sagði hann um leið og hann vafði ull- artrefli um háls sér. Sagðist hann reyna allt hvað hann gæti til að forðast kvef. „Þetta finn- ast mér nú óþarfar áhyggjur", sagði Martha. „Það er ekki hægt að lifa í eilífum ótta við að kvef- ast, maður verður jú að passa sig, sérstaklega fyrir tónleika. En almáttugur, ekki gæti ég lif- að, ef ég hugsaði ekki um annað en að kvefast ekki!“ Það sem þeim kom mest á óvart sögðu þau að væri þessi frábæra sinfónúhljómsveit, sem við íslendingar ættum. „Hún er vægast sagt stórkostleg. Þarna eru flestir hljóðfæraleikararnir ungir en þeir spila allir af svo mikilli tilfinningu og eru svo „professional" í hljóðfæraleik sínum að hrein unun er að fylgj- ast með þeim,“ sagði hin glæsi- lega argentínska sópransöng- kona að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.