Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 Stálfélagið hf.: Skipt um for- mann Á fundi í stjórn Stálfélagsins hf. í gær var Leifur Hannesson bygginga- verkfræðingur kjörinn formaður í stað Jóhanns Jakobssonar efnaverk- fræðings. Stjómarmenn, sem blm. Morgunblaðsins hafði samband við, vildu í gærkvöld ekki tjá sig um það, sem gerst hafði á fundinum. Stjórn félagsins, sem hefur deilt hart að undanförnu eins og m.a. hefur komið fram í Morgunblað- inu, ætlaði að ræða m.a. hugsanleg kaup á notuðu stálveri frá Svíþjóð, en erfiðleikar í hlutafjársöfnun hafa fælt menn frá hugmyndum um að kaupa nýtt stálver. Jón Magnússon, einn stjórnarmanna, sagði Mbl. í fyrradag að hann hefði nýlega verið í Svíþjóð með ráðgjafa fyrirtækisins, og þeir skoðað þar stálver. „Það er hægt að fá fjölmörg stálver í Evrópu, sem verið er að loka núna vegna ástandsins á markaðnum," sagði Jón. „Það gæti komið vel út fyrir okkur að kaupa notaðan búnað, ekki síst ef hægt verður að lækka stofnkostnað verksmiðjunnar þannig um 400 milljónir." Reiknað er með, að endanleg ákvörðun um kaup á stálveri verði tekin á hluthafafundi, sem boðað hefur verið til 17. desember næstkomandi, „enda er allt háð samþykki stjórnar og hluthafa," eins og Jón Magnússon sagði. Símamynd Morgunhlaóið Wolfgang Bora. Forsetinn við Berlínarmúrinn Heimsókn forscta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Vestur-Þýskalands lauk í gær. Vigdís fór meðal annars til Berlínar, þar sem hún opnaði íslenska menningarviku, og einnig heimsótti hún höfuðborgina Bonn og Hamborg. Forseti og fylgdarlið hennar komu úr hinni opinberu heimsókn í Þýskalandi til Kaupmannahafnar í gærkveldi. A myndinni sést er frú Vigdís Finnbogadóttir og leiðsögumenn hennar skoðuðu Berlínarmúrinn og horfðu yfir til Austur-Berlínar. Gjaldskrár: Sveitarfélög fá ákvörð- unarvald 1. febrúar nk. Borgarnesi, 28. nóvember. RÍKISSTJÓRNIN stefnir að því að sveitarfélögin fái ákvörðunarvald um gjaldskrár sínar þann 1. febrúar næst- komandi. Þetta kom fram í ávarpi Alexanders Stefánsson- ar, félagsmálaráðherra, á aðal- fundi Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi um helgina. Sagðist félgsmálaráðherra vera því fylgjandi að sveitarfélögin hefðu sem mest vald í eigin mál- um sem á þeirra ábyrgð væru, svo sem varðandi nýtingu eigin tekju- stofna og gjaldskrár eigin þjón- ustufyrirtækja, en ríkisvaldið ætti ekki að skipta sér um of af þeirra innri málum. Þetta væri þýð- © INNLENT Starf forstjóra SVR: Borgarráð staðfesti samþykkt stjórnar SVR Heilsast vel * MÆÐGINUNUM heilsast vel þrátt fyrir sögulega fæðingu. Marsibil Erlendsdóttir ól sveinbarn á dekki bátsins bv. Anný frá Mjóafirði rétt utan við höfnina í Neskaupstað í liðinni viku, en verið var að fiytja hana frá Mjóafirði til Neskaupstaðar til að ala barnið, eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. Sjö millj. kr. til kartöflubænda BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sínum í gær samþykkt stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur um að ráða Svein Björnsson verk- fræðing í starf forstjóra Stræt- isvagna Reykjavíkur. Var sam- þykktin gerð með fimm sam- hljóða atkvæðum. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk á borgarskrifstofup.um í gær verður málið væntanlega afgreitt á borgarstjórnarfundi Seyðisfjörður: Bæjar- stjórinn hættir JÓNAS Hallgrímsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, hefur sagt starfi sínu lausu og gerir sér vonir um að geta látið af störfum „þegar það hentar einhverntíma fyrir vorið,“ eins og hann orðaði það í samtali við blm. Morgun- blaðsins. „Ég hef verið í þessu starfi á 'tíunda ár og tel að það sé orðið nægilega langur tími. Menn verða eitthvað að hugsa um sinn garð líka,“ sagði Jónas. Hann kvaðst ekkert hafa ákveðið hvað hann myndi taka sér fyrir hend- ur þegar hann léti af störfum bæjarstjóra, en sagðist ekki ætla að flytja frá Seyðisfirði ef hann fengi þar „eitthvað að dútla við. Þetta gerist allt í mik- illi eindrægni og vinskap, enda hef ég ekkert nema gott eitt að segja um mitt samstarfsfólk. Það hefur ýmislegt þokast áfram hér á undanförnum ára- tug en nú tel ég vera kominn tíma til að breyta um fyrst möguleiki er á. Það held ég að sé öllum fyrir bestu,“ sagði Jónas Hallgrímsson. ingarmikið fyrir sjálfstæði þeirra og sjálfræði. Væri hann persónu- lega fylgjandi þessu sjónarmiði og stefndi ríkisstjórnin að því að sveitarféiögin fengju ákvörðun- arvald um gjaldskrár sínar þann 1. febrúar næstkomandi. _ jjgj þann 1. desember næstkomandi, en þar verður samþykktin borin sérstaklega undir atkvæði. Fannst látinn FJÖLMENNT lið lögreglu og leit- arflokka leituðu í fyrrakvöld að 73 ára gömlum manni sem hvarf að heiman frá sér síðdegis á mánu- dag. Hann fannst látinn undir Höfðabakkabrúnni um fjögurleyt- ið í fyrrinótt. „Unaðslíf ástarinn- ar“ bannað LÖGREGLAN í Kópavogi lagöi á laugardag hald á kvikmyndaspólu, sem ad undanfórnu hefur verið sýnd í Bíóbæ í Kópavogi, að kröfu embættis ríkissaksóknara. Rann- sóknarlögregla ríkisins hefur mál- ið til rannsóknar. Filman þykir brjóta í bága við 210. grein hegningarlaganna en hún hljóðar svo: „Ef klám birtist á prenti skal sá sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í út- breiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opin- bers fyrirlestrar eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt ... “ Kvikmyndin, sem um ræðir, heitir í íslenzkri þýðingu „Un- aðslíf ástarinnar". Fyrir nokkru var önnur djörf mynd sem sýnd var í Bíóbæ kæro tií ’bæjarfóget- ans í Kópavogi. Hún bar titilinn „Astareldur" en spólan hafði verið send úr landi, þegar til að- gerða var gripið. UÍKÍSSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun heimild til handa landbúnaðarráðherra að leita aðstoðar Grænmetisverslunar ríkis- ins til handa Bjargráðasjóði, svo sjóðurinn geti veitt kartöflubændum sjö milljónir kr. fjárhagsaðstoð vegna áburðarkaupa. ATHYGLI skal vakin á því, að Myndasögur Moggans fylgja með blaðinu í dag. Næst koma Mynda- sögurnar út eftir jól. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, sagði í samtali við Mbl. að landbúnaðarráðuneytið myndi senda Bjargráðasjóði tillögur í samráði við kartöflubændur um tilhögun greiðslu bótanna. Land- búnaðarráðherra sagði ekki ljost, hvernig Grænmetisverslunin út- vegaði sjö milljónir kr., en ekki ætti að verða um hækkun á út- söluverði að ræða. Ljóst væri þó að Grænmetisverslunin yrði að taka peningana úr rekstri sínum. Landbúnaðarráðherra sagði að- spurður, að heildartjón kartöflu- bænda vegna uppskerubrestsins í haust væri áætlaður um 60 millj- ónir kr., en þessar sjö milljónir væru einvörðungu ætlaðar til áburðarkaupa. Krossavík og Hólmatindur rákust á úti af Langanesi Fskinrúi. 29. nóvember 1983. Kskinrói, 29. nóvember 1983. AÐFARANÓTT mánudags fékk Krossavík frá Breiðdalsvík veiðar- færi í skrúfuna, er skipið var statt norðaustur af Langanesi í leiðinda- veðri. Varð skipið stjórnlaust við, en Hólmatindur frá Eskifirði var nærstaddur og komu skipverjar þar strax til hjálpar. Illa gekk að koma vír milli skip- anna sökum veðurs. I einni til- rauninni varð það óhapp að bilun varð í skiptingu Hólmatinds og skullu skipin saman. Skemmdir urðu á Hólmatindi, og gekk lunn- ing inn á eins til tveggja metra kafla og einnig urðu skemmdir á einum klefa þar undir. Heppni var að ekki fór verr. Sturlaugi Stefánssyni, skipstjóra, tókst með snarræði að setja neyð- arstopp á Hólmatindinn, og af- stýra því að harðari árekstur yrði. Lagði Hólmatindur síðan af stað með Krossanesið í togi og kom með það hingað til Eskifjarðar í gær- kveldi eftir 18 tíma siglingu. Hólmatindsmenn komu með fleira en Krossanesið að landi, því þeir voru einnig með 85 til 90 tonn af þorski til löndunar. Eitt loðnuskip kom hingað í gærkvöldi með 570 tonn af loðnu, það var Kap II frá Vestmannaeyj- um. Fengu skipverjar hana mjög austarlega eða á Glettingarnes- flaki. Búið er að landa um 1800 tonnum af loðnu hér. Síldarskip hafa verið að veiðum hér við Hólmanesið í dag, og sum fengið góðan afla, 3—5 tunnur í net af góðri síld. — Ævar.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað (30.11.1983)
https://timarit.is/issue/119420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað (30.11.1983)

Aðgerðir: