Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
„Vatn hinna bláu fjalla á íslandi“:
íslenskt ilm-
vatn á markað
ÍSLENSKT ilmvatn, l’eau des Monts Bleus d’lslande (eða Bláfjallavatn
frá íslandi), kemur á markað hér í næstu viku. Um tvær tegundir
ilmvatnsins verður að ræða, no. 720 í blaúm umbúðum og no. 721 í
bleikum. Ilmvatnið er blandað hérlendis á efnafræðistofu fyrirtækisins
Nyco en forstöðumenn þess eru Jóhann Jakobsson, efnaverkfræðingur,
og synir hans tveir, Jakob og Lárus.
„Fyrir um tveimur árum vor-
um við heima að horfa á ilm-
vatnsauglýsingar í sjónvarpi og
þá kastaði einhver fram spurn-
ingunni: Hvers vegna getum við
ekki búið til ilmvatn hér á ís-
landi?” sagði Jóhann í spjalli við
blm. Morgunblaðsins. „Ég sagði
að það væri að sjálfsögðu hægt
en það tæki tíma. Síðan höfum
við verið að gera tilraunir með
þetta og prófa okkur áfram þar
til við höfum náð þeirri blöndu,
sem nú verður sett á markaðinn.
Það má kannski helst lýsa ilm-
vatninu með vísu, sem er prentuð
á bakhlið pakkningarinnar, en
hún er svona: Frískt eins og læk-
urinn létti/ loftið á fjallsins
tindi/litaspil ljóssins og frer-
ans/laufblaðsins mýkt og yndi.
Þessi vísa er prentuð á fimm
tungumálum, þ.e. íslensku,
ensku, frönsku, arabísku og kín-
versku."
— Hvers vegna á svo mörgum
tungumálum?
„Vegna þess að við munum ein-
beita okkur að því að koma fram-
leiðslunni á markað erlendis,"
sagði Jóhann Jakobsson. „Sér-
staklega erum við spenntir fyrir
því að koma ilmvatninu á mark-
að í Kína en við höfum þegar ver-
ið í sambandi við innflytjendur í
mörgum löndum og m.a. fengið
tilraunapantanir frá Norður-
löndunum."
Jóhann sagði að „Bláfjalla-
vatnið" væri blandað úr náttúru-
legum ilmblöndum, sem Nyco
keypti frá sænsku fyrirtæki er
væri í tengslum við franska ilm-
efnaframleiðendur. Verð þess í
smásölu yrði sambærilegt við
aðrar ilmvatnstegundir í sam-
bærilegum gæðaflokki, eða nærri
650 krónur fyrir 15 millilítra
glas. Síðar hyggjast feðgarnir í
Nyco framleiða fleiri ilmvatns-
tegundir en áður en að því kemur
hafa þeir þó áhuga á að fram-
leiða íslenskan rakspíra.
„Allir sem hafa komið nærri
þessu með okkur," sögðu þeir að
lokum, „hafa sýnt málinu mikinn
áhuga, hvort sem það eru sænsku
framleiðendurnir, glasaframleið-
endurnir í Frakklandi, hönnuðir
umbúðanna, iðnaðarmenn eða
aðrir. Við erum ánægðir með
framleiðsluna enda fullyrðum
við, að þessi vara er fullkomlega
sambærileg við þekktustu og
vinsælustu ilmvatnstegundir,
sem hér eru á markaði."
Feðgarnir í Nyco með íslenska ilmvatnið, sem kemur á markað í næstu viku. Frá vinstri: Lárus, Jakob og
Jóhann Jakobsson. Morgunhi»ðió/ Friðþjófur.
Ásmundarsafn:
Tvö hundruð
afsteypur af
höggmynd-
inni „Kona
með bikar“
í Ásmundarsafni eru um 350
höggmyndir, gifsmyndir og eir-
afsteypur. Margar stærri högg-
myndanna, sem Ásmundur
Sveinsson mótaði á sínum tíma í
steinsteypu, eru illa farnar af
skemmdum og hefur stjórn
safnsins ákveðið að hefjast
handa við að gera bronsafsteypur
af þeim. Er það mikið verk og
fjárfrekt, til dæmis er áætlað að
bronsafsteypa af „Helreiðinni”
myndi kosta kr. 1,5 milljónir. Til
að fjármagna bronsafsteypurnar
verða seldar afsteypur af verkum
Ásmundar.sem Baldur Ásgeirs-
son, mótasmiður, hefur unnið í
brenndan leir.
Afsteypan nú er af högg-
myndinni „Kona með bikar”
sem Ásmundur gerði árið 1933.
Af styttunni, sem er 39 sm á
hæð, verða gerð 200 tölusett
eintök og kostar hvert þeirra
kr. 12.500. Pantanir eru teknar
í safninu, þar sem styttan er til
sýnis, en áætlað er að afhenda
leirafsteypurnar fyrir jól.
Fjölbreytt dagskrá á ödru starfs-
ári Listvinafélags Hallgrímskirkju
Listvinafélag Hallgrímskirkju
hefur nú í byrjun aðvcntu 1983 sitt
annað starfsár. Tilgangur þess er
að „efla listalíf Hallgrímskirkju í
Reykjavík, sem samboðið sé hinni
veglegu landskirkju og hlutverki
hennar". Félagið er ekki takmark-
að við sóknarmörk kirkjunnar,
segir í fréttatilkynningu frá félag-
inu. '
Þar segir ennfremur: Á fyrsta
starfsári þjónaði félagið tilgangi
sínum með ýmsum hætti. Á
Liljukvöldi komu fram Knut
Ödegárd, Þorgerður Ingólfsdótt-
ir, Björn Björneboe og Gunnar
Eyjólfsson, fluttur var ljóða-
bálkur dr. Jakobs Jónssonar frá
Hrauni, Síðu-Hallur, í kantötu-
guðsþjónustu fluttu kór, hljóm-
sveit og einsöngvarar Bach-
kantötu nr. 61, Mótettukórinn
söng á jólatónleikum, passíutón-
leikum og vortónleikum, sýndar
voru passíumyndir Barböru
Árnason, einnig helgilist Sigrún-
ár Jónsdóttur og vinnuteikn-
ingar og frumdrög að steindum
gluggum Leifs Breiðfjörð.
Náttsöngur, forn tíðagjörð,
varð fastur liður í kirkjulífinu,
en í sambandi við hann og aðrar
guðsþjónustur komu fram marg-
ir fremstu tónlistarmenn þjóð-
arinnar. Nýstofnaður Mótettu-
kór Hallgrímskirkju söng á
þrennum tónleikum og Barnakór
Hallgrímskirkju starfaði í sam-
vinnu við Tónlistarskólann í
Reykjavík og auðgaði hann
kirkjuna ungu lífi. Orgelsjóði
kirkjunnar bárust margar góðar
gjafir, m.a. frá listamönnunum
sjálfum.
Árgjald fyrir annað starfsár
félagsins (1983—’84) er krónur
400 og gildir það sem áskrift að
listviðburðum á vegum þess.
Á öðru starfsári Listvinafé-
lags Hallgrímskirkju er eftirfar-
andi dagskrá fyrirhuguð:
Tónlist: Kantötuguðsþjónusta
annan sunnudag í aðventu, 4.
desember. Aðventutónleikar í
Kristskirkju (Mótettukórinn,
einsöngvarar, hljómsveit, 4. des-
ember). Kammertónleikar á
föstunni (Guðrún Sigríður Birg-
isdóttir, Martial Nardeau, Þór-
hallur Birgisson, Kathleen Be-
arden o.fl.). Orgeltónleikar í
Kristskirkju (Hörður Áskelsson,
mars). Passíutónleikar í dymb-
ilviku (Mótettukór og hljóðfæra-
leikarar). Vortónleikar Mótettu-
kórs Hallgrímskirkju. Fjölbreytt
tónlist í guðsþjónustum og
náttsöng.
Myndlist: Leifur Breiðfjörð,
sem nú er með sýningu í for-
kirkjunni (var opnuð 16. október
sl.), heldur kynningarkvöld með
litskyggnum í skammdeginu
(þrjú kvöld, með myndum frá
öllum stíltímabilum) og sumar-
sýningu í klukkuturninum og
forkirkjunni.
Bókmenntir: „Tómasarkvöld",
lestur úr ljóðum Tómasar Guð-
mundssonar, Matthías Johann-
essen les úr samtalsbók sinni
„Svo kvað Tómas“, tónlist (18.
janúar). Ljóðakvöld með Knut
Ödegárd og Matthíasi Johann-
essen.
Leiklist: Dagskrá um Kaj
Munk í umsjá Guðrúnar Ás-
mundsdóttur, fyrirhuguð á dán-
ardegi Munks þann 4. janúar.
Fyrsti listviðburður hins ný-
byrjaða starfsárs er kantötu-
guðsþjónusta annan sunnudag í
aðventu, 4. desember nk., en þá
verður flutt hin hátíðlega að-
ventukantata „Schwingt freudig
euch empor" eftir J.S. Bach fyrir
einsöngvara, kór og hljómsveit.
Flytjendur eru einsöngvararnir
Sigríður Gröndal, Elísabet
Waage, Garðar Cortes og Hall-
dór Vilhelmsson, kammersveit
og Mótettukór Hallgrímskirkju.
Konsertmeistari er Rut Ing-
ólfsdóttir og stjórnandi Hörður
Áskelsson. Kantatan verður
flutt í safnaðarguðsþjónustu
eins og við frumflutninginn í
Tómasarkirkjunni 1731, prédik-
uninni er ætlaður staður í miðri
kantötu. Hún skiptist í inngang,
kór, 3 aríur og 4 „kórala" (sálma-
lög) í mismunandi útfærslu.
Sama dag verður verkið flutt á
aðventutónleikum Mótettukórs
Hallgrímskirkju, sem einnig
flytur aðventulög og lofgjörð-
armótettur frá 16. 17. og 18. öld.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17.
Aðgangur að þessum listvið-
burðum er innifalinn í félags-
gjaldi Listvinafélagsins. Greiða
má félagsgjöld við innganginn
og nýir félagar eru velkomnir.
SH gaf Námsgagnastofnun kvikmyndir
ÞANN 29. nóvember 1983 af-
henti Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna Námsgagnastofnun
til eignar 44 eintök af tveim-
ur kvikmyndum, sem SH
hefur nýlega látið gera um
fiskvinnslu hérlendis og sölu
frystra sjávarafurða á vegum
fyrirtækisins í Bandaríkjun-
um.
Myndirnar sem hér um ræðir
eru: Fagur fiskur úr sjó, 2 ein-
tök á filmu, 17 mínútur, 10 ein-
tök á VHS-kassettu, 10 eintök á
Beta-kassettu og Með kveðju
frá íslandi, 2 eintök á filmu, 19
mínútur, 10 eintök á VHS-kass-
ettu, 10 eintök á Beta-kassettu.
Myndin er frá afhendingu
kvikmyndanna, þar sem for-
ráðamenn Námsgagnastofnun-
ar, þeir Ásgeir Guðmundsson,
framkvæmdastjóri, og Karl
Jeppesen, deildarstjóri, veita
myndunum viðtöku, sem Eyjólf-
ur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri
SH, afhenti. Á myndinni eru
einnig Guðmundur H. Garð-
arsson, hjá SH, og Sigurður
Sverrir Pálsson, frá Lifandi
myndum hf., sem framleiddi
myndirnar.