Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÖVEMBER 1983
Minning:
Aðalbjörg Sig-
fúsdóttir Voss
Fædd 3. júní 1912
Dáin 8. nóvember 1983
Þann 8. þ.m. lést í Kaupmanna-
höfn Aðalbjörg Sigfúsdóttir Voss
eftir langvarandi veikindi.
Alla, en það var hún alltaf köll-
uð af fjölskyldu og vinum, fæddist
og ólst upp á Norðfirði. Foreldrar
hennar voru hin mætu hjón Sigfús
Sveinsson, kaupmaður og útgerð-
armaður, og ólöf Guðmundsdótt-
ir. Bæði voru þau miklar dugn-
aðarmanneskjur eins og þau áttu
kyn til.
Verslun Sigfúsar Sveinssonar,
Norðfirði, var um árabil eitt
stærsta og blómlegasta verslunar-
og útgerðarfyrirtæki iandsins.
Veitti það fjölda manns atvinnu,
ekki einungis fólki heimilisföstu á
staðnum, heldur einnig aðkomu-
fólki.
Þegar atburðir líðandi stundar
fá mann til að staldra við og láta
hugann reika áratugi aftur í tím-
ann, er næsta ótrúlegt hversu
ljóslifandi minningarnar streyma
fram.
„Sigfúsarhús" í kringum 1930
var glæsilegt myndarheimili. Þar
TÖKUM AÐ OKKUR AÐ ÞÉTTA OPNAN-
LEGA GLUGGA OG HURÐIR MEÐ
„SLOIISUSTEN“ INNFRÆSTUM VAR-
ANLEGUM ÞETTILISTUM:
siam
Ólafur Kr. Sigurðsson HF
Suðurlandsbraut 6, sími 83499
Bókhald —
Rekstrarþjónusta
Tölvubúöin hf. býöur nú upp á alhliöa
rekstrarþjónustu meö sérhæföu starfsliöi
og notkun fullkominna tölva.
— Fjárhagsbókhald, merking fylgiskjala,
færsla, afstemmingar og uppgjör.
— Viðskiptamannabókhald, nótuút-
skrift.
— Launabókhald, launaseðlar.
— Áætlanagerð, tölvuvinnsla.
— Hvers kyns önnur verkefni er krefjast
tölvuvinnslu.
— Rekstrarráðgjöf og ráðgjöf varðandi
tölvuvinnslu.
Sérhæft starfsliö á sviöi rekstrarhagfræöi og for-
ritunar tryggja skjóta og örugga þjónustu fyrir
smærri jafnt sem stærri rekstraraðila.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
TQLVUBÚDINHF
TÖLVUÞJÓNUSTA
Skipholti 1, — Sími 25410.
voru efni meiri en almennt gerðist
þá, en jafnframt nýtni og spar-
semi í heiðri höfð. Auk verslunar
með nýlenduvörur, álnavörur o.fl.
voru gerðir út nokkrir stórir vél-
bátar; rafstöð, íshúsi og hafskipa-
bryggju hafði verið komið upp,
lystibátur lá við bryggjuna og
„drossía" við dyrnar.
En það eru ekki aðeins þessi
veraldlegu efni, sem framkallast í
huga mér. Það er ekki síður fólkið,
sem þarna lifði og starfaði. Það er
auðvelt að fá fram mynd Hjálm-
ars Ólafssonar, hins röska og sam-
viskusama verkstjóra, sem ég var
reyndar alltaf svolítið hrædd við
að ónáða, þegar ég var send í is-
húsið eftir kjöti. Ég heyri hann
ennþá segja dálítið hranalega:
„Getið þið aldrei borðað annað en
kjöt?“ en kjötið sótti hann. Hjálm-
ar var mikið gull af manni, hann
hafði áður unnið hjá Sveini Sig-
fússyni, föður Sigfúsar, og fylgdi
því raunar fyrirtækinu yfir til
næstu kynslóðar. Hjálmar var
einnig meðhjálpari í kirkjunni.
Kristín Daníelsdóttir, hægri hönd
ólafar, er mér einnig afar minn-
isstæð, hún var alltaf létt og kát,
má segja að hún hafi gengið í
gegnum súrt og sætt með fjöl-
skyldunni svo vel sem hún reynd-
ist börnunum á heimilinu og af-
komendum þeirra. „Stebbi litli" er
minnisstæður persónuleiki,
dvergvaxinn maður, snar í snún-
ingum, vann ýmis störf hjá fyrir-
tækinu og tilheyrði heimilinu þar
til hann var allur. Sigurður Sig-
finnsson, laglegi, kurteisi af-
greiðslumaðurinn, sem bauð mér
inn fyrir búðarborðið, þegar ég
kom með móður minni í búðina,
það var heilmikið varið í það. Sal-
gerður blessunin, sem mjólkaði
kýrnar og við systurnar náðum
sérsamningi við, um að mjólka
okkar kú síðast; útivist okkar á
kvöldin var miðuð við mjaltirnar
og það gat munað þó nokkrum
mínútum.
Svo sannarlega eru margir,
margir fleiri innan rammans, sem
rúma mínar fyrstu bernskuminn-
ingar að austan. Einna minnis-
stæðust eru mér samt föðurbróðir
minn Sigfús, ólöf konan hans og
börnin þeirra. ólöf og Sigfús
eignuðust 6 börn: Guðmund,
Svein, Aðalbjörgu, Jóhönnu, Frið-
nýju og Friðjón. Af þessum stóra
systkinahópi er nú aðeins Friðjón
einn á lífi. Sigfús var glæsilegur,
vel menntaður maður; hann var
mikill athafnamaður, virðulegur í
fasi, hægfara og fámáll. Ólöfu sé
ég aftur á móti fyrir mér alltaf á
fleygiferð, hún var afar rösk og
stjórnsöm kona. Móðir mín sagði
oft, að hún hefði aldrei kynnst
myndarlegri manneskju en ólöfu.
Það var eftirsóknarvert fyrir ung-
ar stúlkur á þessum tíma að kom-
ast í vist á slík myndarheimili,
reyndist það mörgum ómetanleg-
ur skóli. Ölöf var afar trúuð kona,
sem innrætti börnum sínum Guðs
trú og góða siði, mun trú hennar
oft hafa verið styrkur hennar um
dagana.
AHa naut þess á bernsku- og
æskuárum eins og systkini hennar
öll, að fjölskyldan var í góðum
efnum. Að þeirra tíma sið, þegar
stúlkurnar voru fyrst og fremst
menntaðar með það fyrir augum
að verða fyrirmyndar húsmæður,
fór hún í Kvennaskólann í Reykja-
vík. Vegna tengsla Islands og Dan-
merkur leituðu íslendingar á þeim
tíma yfirleitt til Danmerkur, þeg-
ar farið var út fyrir landsteinana.
Þangað lá einnig leið Öllu árið
1931. Alla var svo heppin, að þetta
hefðbundna kvennanám hentaði
henni mjög vel, hún átti ekki langt
að sækja myndarskapinn og hún
virkilega naut sín í húsmóðurhlut-
verkinu, sem varð hennar aðalævi-
starf. Fyrsta tímann í Danmörku
dvaldi hún á „Herregárden Giss-
elfeldt" á Suður-Sjálandi, þar sem
hún lærði „husholdning". Þetta
mun hafa verið strangur skóli og
fór hún því fljótlega í annað auð-
veldara. Var hún þá um tíma hjá
eldri hjónum í Ordrup, sem voru
henni sem væri hún þeirra eigin
dóttir. Síðar lærði Alla snyrtingu
og hárgreiðslu í Kaupmannahöfn
Minning:
Sigurborg Gunnars-
dóttir - Seyðisfirði
í dag verður gerð útför Sigur-
borgar Gunnarsdóttur frá Seyð-
isfjarðarkirkju. Hún andaðist í
Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 22. nóv-
ember. Með henni er horfin af
sjónarsviðinu merk kona, sem
margir eiga gott upp að unna,
þeirra á meðal sá, er þessar línur
ritar, til þess að tjá nú að leiðar-
lokum heila þökk fyrir þann mikla
þroska, sem hún miðlaði mér af,
þá er ég var að byrja prestskap á
Seyðisfirði.
Sigurborg var fædd í Firði í
Mjóafirði 9. apríl 1906 og voru for-
eldrar hennar Gunnar Sigfússon
og Anna Jórunn Jónsdóttir, síðar
bændur að Völvuholti þar í Mjóa-
firði. Þau áttu ellefu börn, og kom-
ust átta þeirra til fullorðinsára.
Lifa nú tvö þeirra. Sigurborg fór
að heiman upp úr fermingu til að
vinna fyrir sér, fyrst á Héraði, svo
í Vopnafirði og kom þaðan til
Seyðisfjarðar til þess að leggja
stund á nám í karlmannafata-
saumi hjá Guðrúnu Gísladóttur,
klæðskera (hún var systir Þor-
steins Gíslasonar, símstöðvar-
stjóra).
Þar kynntist hún Eymundi
Ingvarssyni, sjómanni og gekk
með honum í hjónaband 1924.
Börn þeirra eru Garðar, húsa-
smiður á Seyðisfirði, Axel Hart-
mann, múrari á Akureyri, Stella
Kristín kennari í Ólafsvík, Anna
Erla, húsmóðir á Siglufirði, og
Arabella, húsmóðir á Seyðisfirði.
Þau Eymundur voru stéttvíst
fólk, sem lét sig varða um fram-
vindu mála. Þau voru búsett alla
sína tíð frá hjúskaparstofnun á
Seyðisfirði og eru á ungum aldri
og að ala upp börn á gegnumbrots-
árum verkalýðsbaráttu á íslandi.
Þau tóku þátt í henni af heilum
hug og munaði um það er þau
lögðu til mála. Með þeim virðist
hafa verið jafnræði um flesta
hluti.
Sigurborg hlaut það þunga
hlutskipti að bera ólæknandi
sjúkdóm þrjá síðustu áratugi ævi
sinnar. Ef ég nefni Parkinsons-
sjúkdóm, þá skynja þeir, sem hana
þekkja, hvílíkur kross var á hana
lagður. Þegar sjúkdómurinn tók
að ágerast var Eymundur kominn
í land og bar drengilega það af
krossins þunga er hann gat af
henni létt. Eftir að hann fellur frá
1959 dvelur hún á heimili Arabellu
í áratug, uns hún varð vistföst á
sjúkrahúsinu. Þar dvaldi hún er
ég átti heima á Seyðisfirði árin
1973-77.
Af kynnum mínum af Sigur-
borgu varð mér ljóst að hún bjó
yfir góðum gáfum. Hún var skörp
og djúphugul, hleypidómalaus og
heiðarleg. Listrænar gáfur átti
hún ríkulega og var sögð hafa ver-
ið sérlega vel verki farin og list-
feng í höndum. En stærst finnst
mér hún muni hafa verið í baráttu
sinni við sjúkdóm sinn. Mér leikur
enginn vafi á að í því stríði hafði
hún sigur. Hún tapaði að vísu
margri baráttu en stríðið vann
hún. Andi hennar, sem nú lifir að
okkar beggja trú frjáls ofar tím-
ans straumi, hefur komið full-
reyndur en ókrenktur úr eldi
stríðsins. Ekkert var sjálfsagðara
en hún gæfist' upp og félli í
sjálfsvorkunn og biturð eða biði
andlegan dauða, en hún átti trú-
arloga, sem skein skærar og skær-
ar því meir sem á var reynt.
Að fá að vera þátttakandi í
þessari baráttu voru mikil forrétt-
indi og ávinningur. Sá andans
auður, sem hún átti af að gefa, var
öllu jarðnesku guili eftirsóknar-
verðari. Hana mun ég alltaf telja í
og starfaði við það um tíma. I
Kaupmannahöfn kynntist Alla
eftirlifandi eiginmanni sínum,
lektor, cand. mag. Arne Voss. Þau
gengu í hjónaband 16. maí 1937.
Danmörk varð því annað föður-
land Öllu og til íslands kom hún
raunar aðeins sem gestur eftir að
hún fór að heiman árið 1931.
Hjónaband Öllu og Arne var
áreiðanlega óvenju farsælt. Ég
mun ávallt minnast þess hversu
ástfangin þau alltaf virtust vera.
Nærgætni þeirra, umhyggja,
gagnkvæmt traust og virðing
hvors þeirra fyrir öðru fór ekki
fram hjá neinum, sem umgekkst
þau.
Fyrstu hjónabandsár þeirra rak
Arne einkatungumálaskóla og var
Alla hans aðalhjálp í sambandi
við rekstur hans. 1950 varð Arne
kennari við „Hærens Officers-
skole" í Kaupmannahöfn og
seinna lektor við „Forsvarets
Gymnasium" sama stað. Kennslu-
starf er erfitt starf, þar sem sífellt
er þörf fyrir að fylgjast með og
endurnýja þekkingu sína. Veikir
punktar mega ekki finnast á kenn-
ara, ef vel á að fara. Arne var svo
lánsamur að geta óskiptur helgað
sig starfi sínu, því að heimilið var
í góðri umsjá hinnar myndarlegu
eiginkonu hans. Það biðu hans
hópi andlegra foreldra minna og
virða hana svo.
Ég get ekki stillt mig um að
bregða upp leiftri frá liðinni tíð.
Tvenn seinni jólin, sem við vorum
á Seyðisfirði, Auður og drengirnir,
komum við í ömmu- og afaleysi
okkar í heimsóknir á Sjúkrahúsið.
Þar voru þau sem í forsæti jafnan
Sigurborg og Einar Bekk Guð-
mundsson, annar góður vinur
minn eystra. Hlýleikinn og friður-
inn, sem þarna ríkti, var sem fag-
urt ævintýr, sem við máttum vera
þátttakendur í hina helgu hátíð.
Svipur Sigurborgar og þeirra
fleiri, sem þar bjuggu, geymist í
þeirri umgjörð lengi og veitir
hlýju að hjartarótum okkar allra.
Við bárum fram og þágum gleði-
óskir. Bros, vingjarnleg orð og
veitingar söddu okkur. Andlegt
fjör og reisn þeirra í forsætinu
gerði heimilisbraginn menning-
arlegan og rammíslenskan.
Sigurborgar getum við saknað,
en það væri rangt að harma það
að hún hefði endað sitt skeið í
þessum punkti. Stríð hennar er á
enda og upphiminn fegri en auga
leit blasir nú við frjálsum anda
hennar eftir að andlátið kom hægt
og með líkn. Kristur lýsi henni, og
launi svo sem hann einn kann.
Jakob Hjálmarsson