Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 Egilsá í Skagafirði - heimili, skóli og þjálfunarstöð fyrir þroskaheft börn Nýlega boðaði fræðslustjóri Norðurlands vestra, Guðmundur Ingi Leifssson, til blaðamannafundar á Egilsá í Skagafirði. Tilefni fundarins var að fram hafa komið í fjölmiðlum ýmiskonar fréttir um starfið sem þar er unnið, ýmist rangar eða bjagað- ar, þannig að aðstandendum Egilsárheimilisins þótti nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir því og leiðrétta rangfærslur sem fram hafa komið. Á Egilsá í Akrahreppi sem er í Norðurárdal í austanverðum Skagafirði hefur frá því í haust verið starfrækt heimili, skóli og þjálfunarstöð fyrir born á grunnskólaaldri, börn sem vegna fötlunar hafa í skóla sínum ekki getað fylgt jafnöldrum sínum eftir í námi. Á Egilsá eru auk sex nemenda, heimilisfólkið, Þóra Jónsdóttir handavinnukennari og maður hennar, Sveinn A. Morthens upp- eldisfræðingur ásamt barni þeirra; Salóme Þórisdóttir þroska- þjálfi og Samúel Levefer félags- fræðingur ásamt barni þeirra og Anna Hlín Bjarnadóttir þroska- þjálfi. Þá er einnig á Egilsá eigandi jarðarinnar, Guðmundur L. Frið- finnsson, en strax þegar farið var að falast eftir aðstöðunni þar var hann mjög fús til að leggja til að- stöðu, en hann hefur mörg undan- farin ár séð um rekstur sumar- dvalarheimilis fyrir börn á Egilsá og var því tiltölulega auðvelt að hefja rekstur stofnunarinnar án mikilla breytinga. íbúðarhúsið var tekið á leigu til 5 ára og er um 370m2 að stærð. Að sögn fræðslustjóra grundvallast þessi starfsemi á grunnskólalög- unum, þ.e. reglugerð um sér- kennslu og fékkst fárveiting til þess að gera endurbætur á hús- næðinu í sumar sem leið og vann starfsfólk, foreldrar og iðnaðar- menn við þær. Eins og áður sagði eru sex börn við nám og auk þess er gert ráð fyrir því að eftir ára- mót verði bætt við einu barni í einu í skammtímavistun og verða það börn foreldra sem þurfa að víkja sér frá heimili sínu vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Það fyrsta sem manni kemur í hug þegar komið er að Egilsá er spurning um hvort staðurinn sé ekki of einangraður eða langt frá t.d. Varmahlíðarskóla en þar fer almenn kennsla barnanna fram. Að sögn starfsfólks og foreldra barnanna hefði verið æskilegt að heimilið hefði verið nær skólan- um, en þó skiptir það ekki höfuð- máli. Skóiabifreið sækir nemend- ur og kennara að Egilsá og er sá akstur ekki tímafrekari en t.d. akstur með börn úr Breiðholti í Öskjuhlíðarskóla svo dæmi sé tek- ið, reyndar fer heldur minni tími í ferðir. Þá er Egilsá í örfárra km fjarlægð frá þjóðveginum til Ak- ureyrar og leiðin á milli Egilsár og Varmahlíðar sú snjóléttasta í Skagafirði. Því er sennilega jafn- oft greiðfært þaðan til skólans og gerist og gengur úti á landi. Þá er einnig rétt að hafa það í huga að hugtakið einangrun er afstætt og er einangrun hvorki meiri né minni en fólk kýs sjálft og að sögn starfsfólksins, sem allt kemur sunnan frá Reykjavík, finnst þeim gott að vera á Egilsá og finna ekki fyrir neinni einsemd enda sam- skipti við skóla og annað fólk í nágrenninu með ágætum. Starfsfólk telur 5 manns — nemendur 6. Varðandi þá spurn- ingu hvort ekki væri óheyrilegur kostnaður vegna þessarar starf- semi þegar starfsmenn væru næstum jafnmargir og nemendur sagði Sveinn A. Morthens: Það er alls ekki, að vísu eru þarfir fatl- aðra barna aðrar og meiri en þeirra sem ekki búa við neinskon- ar fötlun og þessvegna eðlilega dýrara skólahald vegna þeirra. Það verður að gæta þess að hér er heimili barnanna þ.e. starfsfólkið er foreldrar, sér um matseld, þrif og ræstingu, auk þess að annast líkamlega þjálfun barnanna, and- legar æfingar og almenna kennslu bæði heima á Egilsá og svo í Varmahlíð í samstarfi við starfs- lið skólans þar. Við erum því raunar við störf allan sólarhring- inn, því við önnumst að sjálfsögðu gæslu barnanna í tómstundum og utan þess tíma sem hið eiginlega starf stofnunarinnar fer fram. Þá búum við öll hér á Egilsá þannig að ekki þarf að leggja til auka íbúðir. Allir eru undir sama þaki: Starfsfólk, börn þess, og svo þeir nemendur sem koma frá ýms- um svæðum á Norðurlandi vestra. Hér er því um að ræða eina stóra fjölskyldu þar sem öll börn hafa svipaða stöðu, nema hvað stefnt er að því að þroskaheftu börnin komist aftur til síns heima jafnskjótt og árangur hefur náðst með dvölinni á Egilsá. Sambýlisform af þessu tagi hef- ur marga kosti hvað snertir mannleg samskipti og manneskju- leg tengsl, bæði fyrir börn og full- orðna. Starfskraftar nýtast betur með þessum hætti, bæði hvað varðar tíma og gæði starfsins. Persónuleg samskipti verða með svipuðum hætti og er á venjulegu heimili og ýmsir gallar vaktafyr- irkomulagsins eru úr sögunni. Á sólarhringsstofnun þar sem Höfn í Hornafirði: Fjölmennur fundur sjálfstæðismanna FIMMTÁNDI og síðasti haust- fundur sjálfstæðismanna í Aust- urlandskjördæmi var haldinn sunnudaginn 20. nóvember síð- astliðinn, en jafnframt var þessi fundur síðasti fundurinn í fundaröð Sjálfstæðisflokksins, sem bar yfirskriftina „Á réttri leið“. Fundurinn var haldinn á Hótel Höfn á Höfn í Hornafirði og var vel sóttur, en þangað komu á milli 60 og 70 manns, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Ágli Jónssyni al- þingismanni. Auk Egils sátu fundinn ráðherrarnir Matthías Bjarnason og Sverrir Her- mannsson. Egill flutti í upphafi fundar- ins ræðu þar sem hann lýsti árangri og þeim breytingum sem fylgdu síðustu alþingis- kosningum. Sagði Egill að sterk staða Sjálfstæðisflokksins á Al- þingi hefði skapað honum ákjós- anlega samningsaðstöðu sem Sverrir Hermannsson ráðherra. síðan hefði leitt til þess að efna- hagsstefna flokksins hafði í meginatriðum verið tekin upp í stjórnarsáttmála. Egill gat þess að ríkisstjórnin myndi móta sína stefnu í einstökum mála- flokkum með flutningi frum- varpa, en þar sem skammt væri af þingi væri of snemmt að fjalla sérstaklega um þau mál á þessu stigi. Matthías Bjarnason flutti að- alræðu kvöldsins og í ítarlegu máli fjallaði hann um hvernig hin ýmsu mál hefðu þokast til betri vegar. Lagði hann áherslu á að gengi hefði verið stöðugt, vextir farið lækkandi og efna- hagslífið væri að færast í betra horf. Þá ræddi Matthías um erf- iðleika í sjávarútvegi og auk þess ræddi hánn sérstaklega samgöngumál og heilbrigðismál. Að ræðum loknum voru lagð- ar fyrirspurnir fyrir ráðherrana og beindust þær einkum að mál- um sem snertu atvinnulífið og einnig kjördæmið. Var spurt um fyrirkomulag fiskveiða, orku- og iðnaðarmál, samninga við ÍSAL og fleira. Matthías Bjarnason ráðherra og Egill Jónsson alþingismaður. Frá fundinum.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað (30.11.1983)
https://timarit.is/issue/119420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað (30.11.1983)

Aðgerðir: