Morgunblaðið - 30.11.1983, Side 21

Morgunblaðið - 30.11.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 21 VTmuefni og eiturlyf — eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Það er ótrúlegt en satt, að á ofanverðri 20. öld er enn til fólk á íslandi sem veit ekki hvað vín- menning er, trúir því jafnvel ekki að fyrirbærið sé til. Fræðilega séð getur slík menning skapast í kringum hvaða vímugjafa sem er og sögu- lega hefur notkun nokkurra slíkra efna fylgt menningu af þessu tagi. I reynd á slík menning því erfið- ara uppdráttar sem efnið er (1) sterkara og (2) meira hreinsað (unnið) af ástæðum sem öllum ættu að vera ljósar. Þannig er helsta orsök þess hve vínmenning hér á landi er lítil sú, að þjóðin fær megnið af vínandan- um í sterkum drykkjum (mun hærra hlutfall en aðrir Vestur- landabúar). í síðustu greinum var fjallað um tvo aðalflokka vímugjafa. f þessari verður fjallað um þann þriðja, örvandi efni (spítt), þ.e. um kókaín og amfetamín. Bæði þessi efni eru svo vana- bindandi að neytandinn getur án- etjast á skömmum tíma. Jafnframt er þverrandi verkun og vaxandi FÆDA OG HEILBRIGÐI þunglyndi oft „eytt“ með enn hættulegri efnum. Fyrst í stað verka efnin örv- andi, en með vaxandi notkun eykst þolið jafnt og þétt uns neytandinn er svo hart keyrður að hann hefur tæmt alla andlega og líkamlega sjóði. Kókaín Kókaín er náttúrulegt alkaloíð unnið úr kókablöðum. Á meðan neyslan var bundin við blöðin, varð hún tilefni til nokkurrar menningar, m.a. hjá Inkaprest- um í Perú. En þegar búið er að einangra kókaínið fer að kárna gamanið. Er það nú nýjasta vímuefna- plága Bandaríkjanna (4—5 milljónir manna á mánuði). Við notkun efnisins rennur á neytandann sjálfsdýrkunaræði eða „egotrip" sem varir 20—30 mínútur eða skemur. Með tíman- um eykst þolið og áhrifin dofna. Efnið er tekið í nefið og getur brennt burt slímhúðina. En sá vandi er smávægilegur því efnið er svo vanabindandi að neytand- inn ánetjast oft á fáeinum vik- um. Með vaxandi þoli snýst tilver- an æ meira um það eitt að út- vega nóg eitur til að viðhalda vananum. Auk þess koma hlið- aráhrif nú æ betur í ljós. Þessi áhrif eru fyrst gífurleg vonbrigði vegna þverrandi verk- unar og þunglyndi (sem oft er „eytt“ með enn sterkari efnum) og síðan svefnleysi, ofsóknaræði og geðveiki. En um leið eykst hættan á ofskömmtun. En áður en það gerist, rata sumir á enn ban- vænni leið: spíttbolta í æð (heróín + kókaín). Þá er fokið í síðasta skjólið. Amfetamín Öfugt við kókain sem er enn fátítt hér á landi (og verður von- andi framvegis) hefur amfeta- mín verið talsvert útbreitt. Öfugt við kókaín er amfetamín- ið gerviefni sem á sér engar sögu- legar forsendur. Var það fyrst markaðssett um 1930 sem lyf við kvefi, þunglyndi og jafnvel megrun. Amfetamín dregur úr matar- lyst, heldur neytandanum vak- andi, skerpir athyglisgáfuna, eykur frumkvæði og sjálfstraust og spornar gegn þreytu ... um sinn. En áður en varir fer efnið að sýna sitt rétta andlit og hin geð- rænu áhrif koma æ betur í ljós: vaxandi eirðarleysi, tauga- spenna, ofsóknaræði og loks tímabundin geðveiki. Lokaorð Hvorugur þessara „vímu- gjafa" ber það nafn með rentu, því bæði þessi efni eru úlfar í sauðargæru, lífshættuleg eitur- lyf sem enginn óbrjálaður maður ætti að snerta á. í næstu grein verður botninn sleginn í skrif um vímuefni mannkynsins. Eftir það verður fjallað um mótun nýrrar áfeng- isstefnu. Bæklingur um kvikmyndir í Háskólabíói Háskólabíó hefur gefið út bækl- ing til kynningar á þeim kvik- myndum, sem sýndar verða í bíó- inu í vetur 1983/1984. Bæklingur- inn liggur frammi í Háskólabíói, endurgjaldslaust. Tímarit Máls og menningar komið út TÍMARIT Máls og menningar um bókmenntaefni, 5. hefti, er komið út, að því er segir í frétt frá útgáfunni. Þar segir, að í tilefni 70 ára afmælis Líneyjar Jóhannesdóttur sé birt smásagan „Olánsmerkið" eftir hana og einnig bréf til hennar frá Þorgeir Þorgeirssyni. Önnur smásaga er í heftinu eft- ir íranska rithöfundinn Samad Behrangi, myndskreytt af óþekkt- um listamanni sem einnig mynd- skreytir forsíðu ritsins. í heftinu er síðan að finna ým- islegt bókmenntaefni eftir fjölda listamanna. I LEIDANDIFYRIRTÆKIÍ LiKAMSRÆKTARVÖRUM Hver eru lágmarkskaup fyrir góða líkamsræktarstöð í heimahúsi? Fjöldi viðskiptavina hefur spurt okkur þessarar spurningar. Vaxtarræktin býður nú upp á tvo valkosti, GYM-1 og GYM-2 Teg. 1402 - Mittisbekkur með stillanlegri hæð. Teg. 1713 Sippubönd. GYM 1 samanstendur af eftirtöldum tækjum: Teg. 1000 - Vinylhúöaö lyftingasett meö handlóðastöngum. #ITL. W | 1 Teg. 1400 ■#\ JSSm TILBOÐSVERÐ Pressubekkur með AÐEINS r fwanlegur bak, Kr. 7.990.00 - Athugið: Greiðsluskilmálarl Seinna er svo hægt að kaupa viðbótarlóð og fylgi- hluti á pressubekkinn. Þaðeraðsegja, hnébeygjustand, kurl-bretti, fótabeygjutæki o.fl. GYM-2 valkosturinn gerir ráð fyrir því að kaupa strax öll þau tæki sem ein fjölskylda þarf 1402 - Mittisbekkur með stillanlegri — haað. Teg. 1713 Sippubönd. Teg. 1100 - Golden Triumph lyftingasett. Æfingakerfi Joe Weiders á íslensku, ásamt 6 veggspjöldum *ylgir með tækjunum Golden Triumph lóö Æfingakerfi Joe Weiders á íslensku, ásamt 6 veggspjöldum t fylgir með mtnkjunum. Tilboðsverð aðeins kr.^4.93ö.00 ATHUGIÐ: Greiðsluskilmálar! Það er mikill tímasparnaður og þægindi að geta æft heima hjá sér í ró og næði, á þeim tíma sem hentar eg. 1421 - Pressubekkur með öllum fylgihlutum Pöntunarsími er 35000 Velkomin í sýningarsalinn að Dugguvogi 7, S: 35000 Verið velkomin í sýningarsal Vaxtarræktar- innar í Dugguvogi 7. Þar gefst tækifæri á að skoða og prófa mikið úrval WEIDER líkams- ræktar- og æfingatækja, sem ætluð eru fyr ir æfingasali og líkamsræktaraðstöðu fyrir- tækja og stofnana. Verslun Vaxtarræktarínnar Dugguvogi 7 I I Sendið mér GYM-1 á kr. 7.990.00 aö viðbættum sendingarkostn I I Sendið mér GYM-2 é kr. 14.990.00 að viöbættum sendingerkostn. | NAFN_______________________________________ | HEIMILI_____________ I STAÐUR:________________ PÓSTNR : “1 I I I i ,_L ÞAÐ MUNAR UM MINNA Lambaham- borgarhryggirlOO Okkarverðkr. I4LO Nýja veröiö kr. 228 Londonlambt|CO Okkar verð kr. IJO Nýja veröið kr. 296 Úrbeinuð hangilæriO'IO Okkar verð kr. mm IO Nýja verðiö kr. 331 Úrbeinaöir hangiframpartar'1 /k O Okkar verð kr. I ■ O Nýja verðið kr. 234 HangilærilOO Okkar verð kr. I4LO Nýja veröið kr. 217 Hangifram- parturOC15 Okkar verö kr. O w Nýja verðið kr. 120,15 Söltuð rúllupylsa Cf| Okkar verð kr. OO Nýja veröið kr. 127 Reykt rúllupylsa "7®% Okkarverökr. f Nýja verðiö kr. 127 Vz folalda- skrokkar tilbúnirf f% í frystinn kr. / O kg. Opíð alla daga til kl. 7 Opið laugardaga til kl. 4 IgWALLTAF ‘ OPIÐ í tHÁDEGINU mm Laugalæk 2 — s. 86511. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.