Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 pltrgiwi Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Fiskveiði- stefnan Mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálamanna þessa daga er að ná víðtækri sam- stöðu um skynsamlega fisk- veiðistefnu á næsta ári. Þessi stefna þarf að taka mið af þeirri staðreynd að fiskifræð- ingar leggja til 200 þúsund tonna hámarksafla af þorski 1984, fjölmörg útgerðarfyrir- tæki berjast í bökkum, at- vinna er óviss í mörgum byggðarlögum og staða okkar hefur versnað á mikilvægustu fiskmörkuðum undanfarin ár. Ekki liðu nema fáeinir dag- ar frá því að Þjóðhagsstofnun lagði fram áætlun um afkomu þjóðarbúsins fyrir árið 1984 þar sem byggt var á um 300 þúsund tonna þorskafla þar til fiskifræðingar sögðu að hann mætti ekki verða meiri en 200 þúsund tonn. Enn er ekki ljóst hver lokaniðurstaðan verður um þetta lykilatriði í afkomu íslensku þjóðarinnar. Brýnt er að frá henni verði skýrt sem fyrst svo að unnt sé að móta aðra þætti fiskveiðistefnunnar í samræmi við það. Við ákvörð- un um þetta atriði kemur til álita hvort leggja eigi meiri áherslu á mat fiskifræðinga eða þá skoðun sem Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri, lýsti með þessum orðum við setn- ingu fiskiþings: „Sjávarútveg- urinn er okkar stóriðja. Happ- drættisspil, en ekki námu- rekstur. Vinningarnir koma alltaf, en því miður ekki með jöfnu millibili." Hugmyndir hafa komið fram um að leysa vanda útgerðar- innar með einu pennastriki. Ekkert sýnist hins vegar hafa verið gert til að hrinda þeim í framkvæmd. Skuldadæmi út- gerðarinnar er ógnvekjandi og erfitt viðfangs. Undan því verður ekki vikist. Ein leiðin sem um hefur verið rætt er að fækka skipum á miðunum til þess að önnur hafi betri rekstrargrundvöll. Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráð- herra, hefur vakið máls á þessu atriði meðal annars við setningu fiskiþings, þegar hann sagði: „Mörg dæmi eru fyrir því að aðeins eitt tog- veiðiskip stendur í reynd undir allri verðmætasköpun í við- komandi byggðarlagi. Ef þessu skipi er lagt er grundvöllurinn í reynd hruninn. Þar sem þétt- býli er meira er þessu öðruvísi farið enda þótt fiskiskipin þar séu ekki síður mikilvæg því fólki sem hefur atvinnu í sjáv- arútvegi. Þar eru hins vegar möguleikarnir meiri til upp- byggingar nýrra atvinnuvega og stækkunar fyrirtækja sem fyrir eru.“ Röksemdafærsla sjávarút- vegsráðherra er skýr þegar hann lýsir aðstöðumun manna til atvinnu með þessum hætti. En hagsmunirnir eru miklir og það er einföldun á stað- reyndum að láta sem svo að fiskveiðar skipti ekki miklu um atvinnu í þéttbýli. Væri annað uppi á teningnum hefðu bæði Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær fyrir löngu horfið frá útgerð og fisk- vinnslu. Til að samstaða takist um skynsamlega fiskveiði- stefnu þarf að ræða það ofan í kjölinn og fordómalaust hvaða skipum er skynsamlegast að leggja án tillits til þéttbýlis og dreifbýlis. Halldór Ásgrímsson varði réttilega töluverðum tíma í það í ræðunni á fiskiþingi að greina frá horfum í markaðs- málum. Hann sagði að móta þyrfti markaðsstefnu — ís- lensk fiskveiðistefna án mark- aðsstefnu er að sjálfsögðu markleysa. Morgunblaðið hef- ur rækilega kynnt stórsókn Kanadamanna í fisksölu á okkar bestu mörkuðum í Bandaríkjunum og Portúgal. Sjávarútvegsráðherra nefndi nýjar tölur því til staðfest- ingar: 1979 seldu íslendingar 50,7% frystra þorskflaka í Bandaríkjunum og Kanada- menn 35%, 1983 er áætlað að hlutdeild okkar verði 23% en Kanadamanna 63%. Þessir hörðu keppinautar okkar sækja æ meira inn á besta hluta Bandaríkjamarkaðs þar sem við höfum lengi verið ein- ir um hituna vegna yfirburða í gæðum. Fiskveiðar eru alþjóðleg at- vinnugrein í fleiri en einum skilningi. Samkeppni er al- þjóðleg á bestu mörkuðunum og atvinnutækin sjálf eru ekki staðbundin. Þess vegna er eng- in von til þess að skynsamleg fiskveiðistefna verði mótuð hér á landi ef heimóttarskap- ur og einangrunarhyggja setja svip á hana. Þrjár þjóðir hafa nú heimild til veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu. Lausnin á vanda okkar sjálfra felst ekki í því að bægja þeim héðan á brott og áhersla á uppsögn þessara þriggja fiskveiði- samninga dregur athygli frá þeim meginatriðum sem hafa verður í huga við mótun ís- lenskrar fiskveiðistefnu. í stað einangrunar í fiskveiðum verðum við að hefja útrás og æskja eftir heimildum til veiða í lögsögu nágranna okk- ar bæði fyrir austan og vestan. áherslu á sam- eiginlegan hátíðisdag „YFIRSKRIFT hátíðarhaldanna, „friður — frelsi — mannréttindi", er mjög í anda starfsemi Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta," sagði Gunnar Jóhann Birgisson, formaður félagsins, er blm. Morgunblaðsins ræddi við hann í gær í tilefni af fullveldisfagnaði stúdenta, sem er á morgun, 1. desember. Messa, hátíðardagskrá og dansleikur „Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem Vaka sér um fullveldisfagnað- inn. Því má segja að þetta sé sögu- legur viðburður. Stjórn Vöku, 1. des.-nefnd og fleiri Vökumenn hafa unnið þrotlaust starf nú að undanförnu við undirbúning há- tíðarinnar, sem verður mun viða- meiri í ár, en verið hefur. Hátíðin hefst klukkan 11 á stúdentamessu í Háskólakapellu, þar sem Sólveig Anna Bóasdóttir prédikar. Mess- unni verður útvarpað beint, eins og dagskránni í Háskólabíói, sem hefst klukkan 14. Það er tveggja tíma dagskrá sem byggist upp á tíu at.riðum. Ég byrja á því að Rætt við Gunnar J. Birgisson, formann Vöku um fullveldis- fagnað stúdenta setja hátíðina, síðan flytur Guð- mundur Magnússon, háskólarekt- or, ávarp. Þetta er í fyrsta sinn sem hann flytur ávarp á fullveld- isfagnaði, frá því hann tók við embætti. Pétur Jónasson leikur á gítar, Davíð Oddsson, borgar- stjóri, flytur hátíðarræðu, Matthí- as Johannessen les úr eigin verk- um og Hrönn Geirlaugsdóttir og Guðni Þ. Guðmundsson leika sam- leik á fiðlu og píanó. Kvartett Menntaskóla Kópavogs flytur tónlist, svo og ný hljómsveit sem ber nafnið „Guðjón Guðmundsson og íslandssjokkið". Ólafur Arnar- son flytur ræðu stúdents og karla- kórinn Fóstbræður lýkur dag- skránni með nokkrum léttum lög- um. Kynnir verður Bergljót Frið- riksdóttir. Um kvöldið verður haldinn dansleikur á Hótel Sögu. Hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi og þegar dans- leiknum lýkur, um klukkan þrjú, aðfaranótt annars desember, er víst óhætt að segja að hátíðar- höldunum sé lokið að sinni." Hvers virði er 1. des. stúdentum? „Þessi dagur var óskadagur þjóðarinnar árið 1918, þegar ís- land varð fullvalda ríki. Við stofn- un lýðveldisins þótti 1. desember ekki lengur eins hátíðlegur og áð- ur. Virðing manna fyrir deginum sem fullveldisdegi hefur farið þverrandi með árunum. Nú er hann til dæmis ekki lengur viður- kenndur sem frídagur, nema í skólum. Við leggjum áherslu á að dagurinn sé sameiginlegur hátíð- isdagur allrar þjóðarinnar, en ekki eingöngu stúdenta. Við viljum að fólk sameinist á þessum degi. Dagskránni er því ætlað að höfða til sem flestra. Allir eru velkomnir í guðsþjónustu okkar og í Há- skólabíó, þar sem aðgangseyrir er enginn." Friður — frelsi — mannréttindi Við kosningar nú í haust var að- eins um 16% kjörsókn. Ég tel að þessi lága tala, sem aldrei hefur verið svo lág, stafi alls ekki af áhugaleysi stúdenta, heldur vil ég kenna bágbornu kosningafyrir- komulagi þar um. Kjörorð okkar í kosningunum var hið sama og yf- irskrift 1. desember núna, „friður — frelsi — mannréttindi", og er það ekki að ástæðulausu. Við krefjumst friðar, en bendum um leið á að friður án frelsis og mannréttinda er ekki til neins. Friðarumræðan hefur verið mjög ofarlega á baugi undanfarið, en við viljum byggja hana á raunhæf- ari grundvelli, en verið hefur. Ég vil að lokum benda á að við teljum frelsi í raun dýrmætara friði og að það sé ekkert sem réttlæti það að frelsi einstaklingsins sé fórnað." Gunnar Jóhann Birgisson, laganemi og formaöur Vöku, ólafur Arnarson, tannlæknanemi og ritari 1. des.-nefndar og Ari Sigurðsson, viðskiptafræði- nemi og gjaldkeri Vöku. MorgunbUði*/ Kriðþjófur. Skattafrádráttur vegna fjárfestinga í atvinnurekstri - efni tveggja stjórnarfrumvarpa sem af- greiða á í þingflokkum stjórnarliða í dag RÍKISSTJÓRNIN afgreiddi í gær- morgun tvö frumvörp, sem lögð voru fyrir þingflokka stjórnarliða í dag. Annað þeirra fjallar um breytingar á tekju- og eignarskattslögum, en bæði fjalla um frádrátt frá tekjum til skattlagningar vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Frumvörpin verða væntanlega lögð fyrir Alþingi á morgun, ef þau hljóta samþykki þingflokkanna í dag. Varðandi skattafslátt einstakl- inga er m.a. gert ráð fyrir að feng- inn arður af hlutafjáreign verði frádráttarbær hjá einstaklingum allt að 10% af nafnverði hlutabréfa eða hluta, þó að hámarki 25 þús. kr. hjá einstaklingi og 50 þús. kr. hjá hjónum. Einnig er gert ráð fyrir frádráttarbærri hámarksupphæð, sem færð er félagsmanni í sam- vinnufélagi til tekna í stofnsjóð, hækki úr 5% í 7%. Þá er það nýmæli að einstakling- um verður heimilt að draga frá tekjum sínum árlega aukningu á fjárfestingu í atvinnurekstri, allt að 20 þús. kr. hjá einstaklingi og 40 þús. kr. hjá hjónum. Gert er ráð fyrir fjórum mismunandi tegund- um fjárfestinga. Þá er lagt til að hlutabréfaeign og innstæður á stofnfjárreikning- um einstaklinga verði heimilt að draga frá eignum einstaklinga við ákvörðun á eignarskattstofni, allt að 250 þús. kr. á einstaklingi og 500 þús. kr. hjá hjónum. Breytingar sem snúa að atvinnu- rekstri eru m.a. þær að með sam- þykkt frumvarpanna verður unnt að mynda fjárfestingasjóði með frádrætti frá tekjum, allt að 40% af skattskyldum hagnaði ársins. 50% af tilllagi í fjárfestingarsjóð skal leggja inn á bundinn reikning í bankastofnun, „Fjárfestingarreikn- ing“, en þeir skulu verðtryggðir. Þá er lagt til að úthlutaður arður verði frádráttarbær hjá hlutafélagi að fullu, allt að 10% af nafnverði, og getur frádrátturinn myndað yf- irfæranlegt rekstrartap. Frádrátt- arbær arður af viðskiptum félags- manna samvinnufélaga verði að há- marki 7% í stað 5%. Fyrningar verða eftirtaldar: Skip og skipsbúnaður verði 10% í stað 8%; verksmiðjuvélar og hvers kon- ar iðnaðarvélar og tæki verði 15% í stað 12%; vélar og tæki til jarð- vinnslu og mannvirkjagerðar, bif- reiðir, tölvubúnaður o.fl. verði 20% í stað 2—6%; mannvirki verði 2—10% í stað 2—6%, íbúðarhús- næði, sem notað er í atvinnurekstri verði fyrnanlegt, en það er ekki fyrnanlegt samkvæmt núg. lögum. Af öðrum breytingartillögum frumvarpanna má nefna að lagt er til að innstæður á póstgírórreikn- ingum og orlofsfjárreikningum verði frádráttarbærar frá eignum manna við álagningu eignarskatts á sama hátt og innstæður í bönkum og sparisjóðum. Frumvörpum þess- um er ætlað að öðlast gildi á þessu ári og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignar- skatts á árinu 1984. Þó er gert ráð fyrir því að ákvæðin um frádrátt frá tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri gildi um fjárfestingu frá og með 1. janúar 1984 og hafi fyrst áhrif við álagn- ingu tekjuskatts á árinu 1985.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað (30.11.1983)
https://timarit.is/issue/119420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað (30.11.1983)

Aðgerðir: