Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 27 Aburðarverksmiðja ríkisins: Starfrækt árum sam- an án starfeleyfis „Nýja saltpéturssýruverksmiðjan er eini hlutinn sem enn hefur fengið formlegt starfsleyfi," sagði landbúnaðarráðherra á Alþingi ÞEGAR Áburðarverksmiðja ríkisins tók til starfa 1954 þurfti ekki sérstakt starfs- leyfi stjórnvalda til rekstrar. I»að nægði að Alþingi hafði ákveðið byggingu og starf- rækslu hennar. Með reglu- gerð nr. 164/1972, um varnir gegn megnun, var hins vegar ákveðið að sérstakt starfs- leyfi þyrfti til slíks rekstrar. Áburðarverksmiðjan sendi umsókn um starfsleyfi fyrst 1972 en svar hefur ekki enn borizt. Árið 1977 var heil- brigðiseftirlitið minnt á um- sókn Áburðarverksmiðj- unnar, en án árangurs. Árið 1979 var ákveðið að endur- nýja eina af fimm verksmiðj- um í framleiðslurás Áburðar- verksmiðjunnar, sem starfs- leyfi fékkst fyrir 2. janúar 1981. „Er því Ijóst að hin nýja saltpéturssýruverk- smiðja er eini hluti Áburðar- Kristín verksmiðjunnar, sem enn hefur fengið formlegt starfs- leyfi.“ Þetta var efnislegt svar Jóns Helgasonar, land- búnaöarráðherra, við fyrir- spurn Kristínar S. Kvaran (BJ) á Alþingi í gær. „Hefur Aburðarverksmiðja ríkisins leyfi til rekstrar gömlu fram- leiðslurásarinnar?" Landbúnaðarráðherra kvað svars við annarri spurningu Kristínar, hvort ætlunin sé í framtíðinni að leyfa starfs- leyfi fyrir báðum framleiðslu- rásum verksmiðjunnar, að leita hjá heilbrigðisráðuneyti. Á hitt væri að líta að til væri hjá Hollustuvernd ríkisins ít- arleg skýrsla um „mælingar á köfnunarefnisoxíðum í ná- grenni Áburðarverksmiðju ríkisins" frá í nóvember 1982 sem draga mætti þær ályktan- ir af, að hér væru mengunar- áhrif innan hættumarka. Kristín S. Kvaran (BJ), fyrir- spyrjandi, taldi Áburðarverk- smiðjuna spúa í andrúmsloftið 600 tonnum af köfnunarefnis- sýringi, ef eldri framleiðslu- rásir störfuðu. Furðu mætti gegna að verksmiðjan hefði verið starfrækt árum saman án tilskilins leyfis, og án þess að viðkomandi stjórnvöld hefðust að. Guðmundur Einarsson (BJ) kvað þetta bera vott um dæma laust kæruleysi yfirvalda. Hér þyrfti betur að fara ofan í sauma á málum og fá á hreint, hver á heldur og hver veldur. Ný þingmál: Framsal sakamanna — al- menn stjórnsýslulöggjöf Framsal sakamanna Fram hefur verið lagt stjórn- arfrumvarp um framsal saka- manna og aðra aðstoð í sakamái- um. Frumvarpið er samið í dómsmálaráðuneyti í tengslum við væntanlega aðild íslands að samningum Evrópuráðs um framsal sakamanna o.fl. Verði frumvarpið samþykkt staðfestir ísland viðbótarsamning um þetta efni. Frumvarpið byggir á norrænni löggjöf. Hér á landi eru ekki í gildi almenn lög um framsal sakamanna. Framsal er aðeins heimilt, skv. frumvarpinu, að verknaður varði a.m.k. 1 árs fangelsi, skv. íslenzkum lögum. Framsal á ís- lenzkum ríkisborgara er ekki heimilt. Framsal vegna stjórn- málaafbrots er einnig óheimilt, sem og framsal vegna verknaðar er varðar við herlög. Frumvarpið fjallar efnislega um: I) Skilyrði fyrir framsali, 2) meðferð framsalsmála, 3) ákvarðanir í tengslum við fram- sal, 4) aðstoð og samstarf vegna reksturs sakamála og 5) samn- inga við önnur ríki um skyldu til framsals o.fl. Setning almennrar stjórnsýslulöggjafar Gunnar G. Schram (S), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.), Kjartan Jó- hannsson (A), Páll Pétursson (F), Svavar Gestsson (Abl.) og Friórik Sophusson (S) flytja tillögu til þingsályktunar um undirbúning að setningu almennrar stjórn- sýslulöggjafar. Frumvarpið fel- ur ríkisstjórninni, ef samþykkt verður, „að skipa nefnd til að semja frumvarp að almennum stjórnsýslulögum og leggja fyrir Alþingi svo fljótt sem verða má“. I greinargerð segir að nauð- synlegt sé að setja skýrar og ótvíræðar reglur um stjórnsýslu ríkisins, en hér á landi séu engin almenn stjórnsýslulög. Þetta sé nauðsynlegt til að tryggja rétt- aröryggi borgaranna. Fyrir- myndir að slíkri löggjöf megi finna á Norðurlöndum. Alexander Stefánsson Jóhanna Siguróardóttir Félagsmálaráðherra um útsvör 1984: Kanna álagsheim- ild í hverju tilfelli Tilmælum beint til sveitar- stjórna um hófsemd í álögum STEFNA ber aó auknu sjálfstæði sveitarfélaga, sagði félagsmála- ráðherra á Alþingi í gær, þar sem frumkvæði og fjárhagsleg ábyrgð fer saman. Sveitarstjórnir þekkja bezt tekjuþörf sveitarfélaga og hagi fólks í sínum umdæmum. Ég mun hins vegar ekki leyfa álag á álagsprósentu útsvara (lagaheim- ild stendur til 10% álaga á 11% útsvarsprósentu á álagningar- stofn), nema þar sem brýn nauð- syn er fyrir hendi. Sé sveitarsjóð- ur þann veg staddur vegna skuldastöðu og óhjákvæmilegra framkvæmda, að álagsprósent- unnar sé þörf, er hins vegar eng- um greiði gerður með því að synja um álag, sem síðar kynni að leiða til þess að sveitarsjóðurinn kæm- ist í greiðsluþrot. Þetta voru efn- isleg svör Alexanders Stefánsson- ar, ráðherra, við fyrirspurn frá Jó- hönnu Sigurðardóttur (A) um út- svarsálagningu 1984. Ráðherra svaraði fyrirspurn sama þingmanns um fasteigna- gjöld, hvort álagning yrði við það miðuð 1984 að skattbyrði heimila aukizt ekki á svipaðan veg. „Ég vil ekki beita sveitar- stjórnir lögþvingun í þessu máli, enda skortir mig og þá 59 þingmenn aðra, sem hér sitja, þekkingu sem nauðsynleg er til að hafa um áhrif lögskipaðrar lækkunar útsvars og fasteigna- gjalda á fjárhag og stöðu ein- stakra sveitarfélaga." Ráðherra sagði ríkisstjórnina koma til móts við hina lægst launuðu með skattlagafrum- varpi, sem enn yrði lagt fram, og tilmælum til sveitarstjórna um varfærni í skattheimtu, en ekki grípa fram fyrir hendur sveitarstjórnarmanna, sem gerst þekktu heimavettvang. Jóhanna Sigurðardóttur (A) kvað svör ráðherra valda sér vonbrigðum. Ríkisstjórnin hefði heitið að beita sér skipulega fyrir því að skattbyrði aukizt ekki. Greiðsluþrot heimilanna skiptu ekki minna máli en greiðsluvandi sveitarfélaga. Stuttar þingfréttir Skipasmíðaiðnaður — K-bygging Land- spítala — húsnæðismál 2000 námsmanna af landsbyggðinni sem sækja nám í Reykjavík Viðhald og endurbætur á skipastólnum flutt inn í landið Davíð Aóalsteinsson (F) flytur ásamt fleiri þingmönnum Fram- sóknarflokks tillögu til þings- ályktunar þess efnis, að viðhald og endurbætur á skipastólnum fari í ríkara mæli fram innan- lands en verið hefur. Skal ríkis- stjórnin, ef tillagan verður sam- þykkt, beita sér fyrir þróun f þá átt. í greinargerð segir að skipa- stóll landsmanna sé rúmlega 193.000 lestir, 58% fiskiskip, 37% flutningaskip og 5% skip af öðru tagi. Flutningsmaður segir hér „um gífurlega fjármuni að tefla“, auk atvinnusjónarmiða. Tveir varaþingmenn bætast við á Alþingi Tveir varaþingmenn Fram- sóknarflokks hafa tekið sæti á Alþingi. Haraldur ólafsson, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavík, í fjarveru ólafs Jó- hannessonar, og Magnús R. Guð- mundsson, fyrsti varaþingmaður flokksins á Vestfjörðum, í fjar- veru Steingríms Hermannsson- ar, forsætisráðherra. K-byggin Landspítala Jóhanna Sigurdardóttir (A) spyr heilbrigðisráðherra: 1) Hvernig hyggst heilbrigðisráðherra bregðast við eftirfarandi um- mælum stjórnar læknaráðs Landspítala: „Ef ekki verður leyst úr vanda deildarinnar er fyrirsjánlegt að geislameðferð mun falla niður vegna úreltrar aðstöðu. Krabbameinssjúkl- ingar, sem síðastliðið ár hafa langflestir notið geislameðferðar á þessari deild Landspítala, yrðu þá tilneyddir til að leita lækn- inga erlendis“? 2) Hver eru áform heilbrigðismálaráðherra um framkvæmdahraða við K-byggingu Landspítala? Húsnæðismál námsmanna Stefán Guðmundsson (F) og fleiri þingmenn Framsóknar- flokks flytja tillögu til þings- ályktunar, sem felur ríkisstjórn, ef samþykkt verður, „að kanna sérstaklega á hvern hátt megi bæta úr þeim mikla húsnæðis- vanda sem námsmenn utan Reykjavíkur og nágrennis búa við vegna staðsetningar Háskóla íslands og flestra sérskóla. Áhersla skal lögð á það að ljúka þessari könnun svo fljótt sem kostur er“. í greinargerð segir að rúmlega 1.800—2.000 námsmenn, hvað- anæva af landinu, sæki 19 til- greinda skóla er þjóni landinu í heild, en séu staðsettir á höfuð- borgarsvæðinu. í greinargerð kemur og fram að um 5.500- —6.000 íbúðir séu leigðar út í Reykjavík, ásókn í þær sé gífur- leg, og há húsaleiga torveldi mjög framhaldsnám lands- byggðarfólks í þessum samskól- um þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað (30.11.1983)
https://timarit.is/issue/119420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað (30.11.1983)

Aðgerðir: