Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 DROPI í HAFIÐ Bókmenntír Sveinbjörn I. Baldvinsson Óskar Þórðarson frá Haga: Frá heimabyggð og hernámsárum FrásöguþKttir. 175 bis. Hörpuútgáf- an. Það virðist svo komið að ís- lenskum körlum sem lifa það að komast á eftirlaun og setjast í helgan stein finnist lff sitt að ein- hverju leyti ófullkomið sendi þeir ekki frá sér æviminnningar á bók. Er þarna reyndar á ferðinni eitt af síðustu vígjum karlveldisins, því enn sem komið er hafa hliðstæðar bækur eftir konur verið næsta sjaldséðar, enda þótt konur setjist unnvörpum ( helgan stein, ekki síður en karlar, þegar aldurinn fæist yfir. En þær virðast ekki hafa sömu þðrf fyrir að útbreiða ævisögu sína og karlarnir. Kannski eru þær líka önnum kafn- ar við að prjóna á afkomendurna eða við barnapðssun. Svo þarf nú líka að halda heimili fyrir hina pennaglöðu karla. Frásöguþættir óskars Þórðar- sonar eru á engan hátt merkari eða ómerkari en obbinn af hlið- stæðum bókum. Það má telja höf- undinum til tekna að þættirnir eru skráðir af einlægni og á eðli- legu og ágætu máli. óskar Þórð- arson frá Haga er ljóslega hinn vænsti maður sem án efa er gam- an að spjalla við, eins og reyndar flesta menn og konur af hans kynslóð, en fleiri bóka frá hans hendi mun ég ekki bfða með óþreyju. í frásöguþáttunum kemur óskar víða við. Hann segir frá rjúpnaveiði, jeppaslarki í byl og ófærð, vinnu og bíltúr hjá Stein- dóri og nokkrir þættir fjalla um vinnu hans fyrir hernámsliðið á Hvítanesi í Hvalfirði. Ennfremur eru nokkrir sögukaflar um það sem kalla mætti dulræn fyrirbæri. Þykja mér þeir kaflar reyndar einna síst áhugaverðir í bókinni og þeir atburðir sem þar er lýst, sum- ir hverjir a.m.k., svo alvanalegir að þeir hæfi betur í samræðum manna en sem bókarkaflar. FTest- ir gætu víst skrifað alllangt mál, færu þeir að telja upp þau skipti er þeir hafa heyrt torkennileg hljóð að nóttu til, eða lent f ein- hverjum skringilegheitum í anda- glasi. Einn af þessum „dulrænu" þáttum er þó ansi skemmtilegur, en þar segir frá reynslu eins kunn- ingja óskars frá enskri hafnar- borg á stríðsárunum, þegar loft- árásir á enskar borgir voru tfðar. Sátu þá einhverju sinni sem oftar tveir miklir drykkjuboltar úr áhöfninni af skipi sögumanns að drykkju í öldurhúsi. Var jafnan allt að þvf ógerningur að tosa þá til skips á réttum tfma sakir brennivfns- og skemmtanafýsnar. En f þessu tilfelli tóku þeir sig allt f einu til og kváðu upp úr með það, hálftfma áður en skipið átti að láta ur höfn á ný, að þeir væru farnir og skjögruðu þar með út og skipsfélagar þeirra furðu lostnir á eftir. Fáeinum mfnútum sfðar féll sprengja á öldurhúsið. Þvf miður beið ekkert skip eftir hinum gest- unum á kránni. Kaflarnir um vinnu Óskars á Hvítanesi ollu mér nokkrum vonbrigðum. Ég hélt að þar hefði ef til vill meira gerst sem í frásög- ur væri færandi en víða annars staðar. Sú virðist ekki raunin. Mér finnst óskari ekki takast að bregða upp heillegri mynd af því mannlífi sem þarna var lifað og ræður þar kannski töluverðu, að enskukunnátta hans var að eigin sögn bágborin og því erfitt fyrir hann að kynnast Bretunum og síð- ar Bandaríkjamönnunum. Hins vegar þótti mér athyglisvert að lesa um matarskortinn er þarna ríkti að minnsta kosti í byrjun. Virðist ekki hafa verið ofsögum sagt af hallærisganginum f her hennar hátignar og muninum á Bretunum blessuðum og hinum ríku, glaðværu og hávaðasömu stælgæjum frá Vesturheimi er tóku við af þeim. Enda þótt sá sem þetta skrifar sé ekki ýkja áfjáður f bækur af þvf tagi sem „Frá heimabyggð og hernámsárum" er, er það alveg ljóst að svona bækur eiga vfsan nokkuð stóran lesendahóp, því að öðrum kosti myndu útgefendur ekki sjá sér akk í þvf að senda þær á markað. Þessi lesendahópur er eflaust að langmestu leyti jafn- aldrar höfundanna og iðulega sveitungar þeirra, ættingjar eða kunningjar, eða jafnvel allt f senn. Með þessari bók bætist einn dropi í það ómælishaf af minningabók- um sem rosknir íslendingar virð- ast óþreytandi við að lesa. Og skrifa. Myndlist Mannvirki og landslag Bragi Ásgeirsson í Listmunahúsinu við Lækj- argötu stendur nú yfir sýning á 34 myndverkum, sem gert hefur Þorbjörg Höskuldsdóttir. Nafn Þorbjargar hefur á seinni árum festst í vitund þeirra er fylgjast með fslenzkri myndlist sem ein atkvæðamesta myndlistarkona þjóðarinnar. Þannig er beðið eftir hverri nýrri sýningu frá hennar hálfu með vaxandi áhuga. Það er stutt sfðan Þorbjörg átti nokkur verk á sýningu „Vetrarmyndar" í Listaskála Al- þýðu og vöktu þá einkum teikn- ingar listakonunnar mikla at- hygli en málverkin þóttu nokkuð hörð í útfærslu. . Það er svo, að þegar myndefn- ið byggist á landslagi og fjar- vídd, sem grundvallast á ýmsum einingum er geta minnt á mann- virkjagerð eða jafnvel parkett- gólf sem gengur inn í fjöll og firnindi, — vilja ýmis næsta óyf- irstíganleg vandamál mæta ger- andanum. Leikurinn er snjallur og býður upp á margar óvæntar lausnir, bæði léttkeyptar, sem mjög vandasamar. Margur fellur í þá freistni er vinnur á svipaðan hátt, að afmarka sér þægilegan bás og orna sér við notalegheit öruggs sölumarkaðar þegar við- urkenning er fengin. En svo er það ekki með Þorbjörgu Hös- kuldsdóttur, því að hún sækir stöðugt á brattann, óvflsöm og áræðin. Hún hefur ekki heldur fundið sér neina staðlaða myndastærð heldur vinnur jafnt í mjög smáum formum sem stór- um og svo allt þar á milli. Málverkin á sýningunni í Listmunahúsinu eru sum öllu heillegar unnin en á sýningu Vetrarmyndar, í senn mýkri og samstæðari. Ég vil hér einkum benda á myndirnar „Jökullinn" (2) þar sem ferningar ganga lauflétt inn l jaðar jökulsins, „Almannagjá" (3), sem er mjög ryþmísk f útfærslu og „Hrafn- björg“ (4) þar sem mér þykir listakonan brjóta og byggja landslagið rökrétt upp í form- sterka heild. En einna mestum heilabrotum olli mér hin stóra mynd „Baula“ (1) fyrir hin miklu umbrot og átök sem þar koma fram. Mjög áleitin mynd er vinn- ur á, jafnt og þétt, en þarf nokkra fjarlægð og viss birtu- skilyrði til að njóta sín til fulln- ustu. Slfkar sviptingar á mynd- fleti kann ég vel að meta. Teikningar Þorbjargar, sem hún útfærir í blýi og olíukrít, eru saga útaf fyrir sig. Hér hefur listakonan náð mjög sterkum tökum á efniviðnum og ég minn- ist þess vart að hafa séð betri riss frá hendi hennar, og var hún þar enginn aukvisi fyrir. Hér eru myndir Þorbjargar hreinar og hnitmiðaðar, hvort heldur þær eru kraftmiklar f útfærslu eða byggjast á örfínum blæbrigðum. En ég tel rangt að bæta inn í jafn agað handverk klippi svo sem hún gerir á einum stað, því að þótt það sé vel gert þá finnst mér persónulega, sem myndin missi kraft við endurtekin kynni. í heild er þetta sterk sýning og hrifmikil þótt ekki fylli hún alla sali Listmunahússins og er þannig með minni sýningum er þar hafa sést. En gæðin bæta það fyllilega upp og gott betur. Hvar er ábyrgðartilfinning kvenna? Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Alþýðuleikhúsið: Kaffitár og frelsi: Raincr Werner Fassbinder Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson Tónlist: Snorri Sigfús Birgisson Þýðing á Ijóði: Böðvar Guðmundsson Lýsing: Ólafur Orn Thoroddsen Leikmynd og búningar: Guð- rún Erla Geirsdóttir Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Staða konunnar í nútíma- þjóðfélagi samanborið við kjör hennar áður: þessu er stillt upp sem hliðstæðum. Aum staða konunnar og kyn- ferðisleg kúgun og viðhorf til þeirra hugdjörfu kvenna, sem hafa reynt að rísa upp og mótmæla og vilja fá að hugsa og vera gjaldgengar manneskjur. Efnið er ekki frumlegt og það má deila um hversu mikið erindi þetta verk Fassbinders á til okkar nú, þó að ekki séu nema rúmlega tíu ár síðan það var frumsýnt hefur það kannski haft sterkari skírskotun þá, meðan umræður um þessa aumu stöðu og kynferðislegu kúgun voru á dálítið öðru grasrótarstigi en nú. Nú hafa konur loks kúvent og ákveðið að þær vilji vera konur og meira að segja miklar konur og vilja fá viðurkenningu sem slíkar. ólíkt þykir mér það geðfelldara sjónarmið. Rainer Fassbinder hefur áreiðanlega ætlað að semja verk sem væri til framdrátt- ar konunni, sem sýndi bága stöðu hennar og niðurlæg- ingu. En hvað skyldi þá hafa gerzt? Einhvers staðar hefur þetta skolazt til. í leikritinu á konan Geesche að vera full- trúi þessara kúguðu kvenna. En Geesche er (eftir að hún hefur drepið fyrsta mann sinn, sem var andstyggilegur og barði hana), á valdi kyn- ferðislegra hvata, sem leiða hana á refilstigu og það er svo sem ekki mikil reisn yfir henni, né heldur er hægt að áfellast karlmennina sem verða á vegi hennar og vilja forða sér. En hún kann ráð við því, hún drepur þá bara á eitri. í stað þess að axla ábyrgðina og taka afleiðing- um gerða sinna laumar hún eitri í kaffitárið. Og drepur reyndar líka börnin sín — til að öðlast þetta óskilgreinda frelsi sem í því virðist vera fólgið að sofa hjá pétri og páli og reyndar dundar hún við að reka fyrirtæki líka, þótt það verði afar þoku- kennt í verkinu. Þetta leikrit er ekki málstað kvenna til framdráttar og kúnstugt nokkuð að draga það fram nú. Leikstjórn Sigrúnar Val- bergsdóttur er nokkuð óbeizluð, væri ekki hægt að gera Geesche ögn betur úr garði? Væri ekki hægt að sýna okkur niðurlægingu hennar þannig að við skild- um eitthvað í þessari óábyrgu manneskju sem á sviðinu birtist. Leikmynd og búningar tókust prýðilega og þýðingin hljómaði vel. Leik- ur þeirra Jórunnar Sigurð- ardóttur og Pálma Gestsson- ar var á stundum dálítið gagnfræðaskólalegur, en þau vantaði ekki viljann til að gera vel. Borgar Garðarsson og Sigurveig Jónsdóttir höfðu hér augljósa yfirburði í krafti reynslu sinnar. Bjarni Ingvarsson fór með tvö lítil hlutverk og leysti þau af hendi án þess að nokkuð reyndi á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.