Morgunblaðið - 30.11.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 30.11.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 31 Guömundur Ingi Leifsson (t.v.), freöslustjóri Noröurlands vestra, og Jón Dýrfjörð, formaöur Þroskahjálpar á Noröurlandi vestra. unnið er á vöktum er nauðsynlegt að hafa u.þ.b. 4,5 stöðugildi til þess eins að hafa einn mann á vakt allan sólarhringinn 7 daga vikunnar. Þar koma til viðbótar forföll sem alltaf verður að reikna með í einhverjum mæli. Auðveld- lega má þá sýna fram á að ef 2—3 starfsmenn væru að vinna sam- tímis einhvern hluta sólarhrings- ins fjölgaði stöðugildum um allt að helming þ.e. stöðugildi yrðu þá 8—10. Þá er rétt að ítreka það að aðalmarkmiðið með starfinu hér er endurhæfing, þ.e. að nemendur fari aftur til heimahaga sinna, hæfari en áður til að fást við hið daglega líf. Reynslan sýnir hversu mikilvæg stöðug og náin tilfinn- ingaleg tengsl eru til að einhver framför eigi sér stað. Þetta á jafnt við andlega þroskaheft barn og barn sem af mismunandi félags- legum ástæðum hefur stöðvast í námi og uppeldisþroska. Hin svo- kallaða ADL-þjálfun (Aðlögun til daglegs lífs) sem fram fer á öðrum stofnunum er á Egilsá sjálfur hversdagsleikinn. í tísku er aö leggja hluti undir mælistiku Hagvangs í Reykjavík. Ég þori hiklaust að leggja starfsemina hér undir þá mælistiku og veit aö í samanburði er rekstur starfseminn- ar hér á Egilsá mjög hagstæöur. Varðandi það atriði sem fram hefur komið í fjölmiðlum að sam- tökin Þroskahjálp hefðu gagnrýnt starfsemina á Egilsá kom fram hjá Jóni Dýrfjörð, formanni sam- takanna á Norðurlandi vestra, að ekki hefði verið um gagnrýni að ræða af hálfu samtakanna heldur hefði einstaklingur sett fram það sjónarmið að frekar eigi að efla starfsemi á þessu sviði í Reykjavík en stofna til heimilis eins og gert hefur verið hér. Hjá okkur sem hlut eigum að máli og þeirra sem að þessu hafa staðið með okkur er algjör samstaða. Það er sameiginleg skoðun allra þeirra sem eru fulltrúar Þroska- hjálpar hér á Norðurlandi vestra að þessi starfsemi hér á Egilsá sé allt í senn, hagkvæm, nauðsynleg, börnunum til góðs og aðstandend- um þeirra. Sá hópur sérmenntað fólks sem nú vinnur á Egilsá leys- ir brýna þörf, við erum staðsett miðsvæðis í þessu kjördæmi, í góðum tengslum við almennan skóla, og ætlum að geta náð til fleiri þurfandi einstaklinga en hægt hefur verið áður og áorkað meiru en maður hefði fyrir ári lát- ið sig dreyma um. Geta má þess að frá árinu 1979 hafa sex fjölskyldur flutt til Reykjavíkur og ein til Ak- ureyrar vegna þroskaheftra barna sinna. Það er von okkar sem að þessari starfsemi stöndum að fólksflótti héðan þurfi ekki lengur að vera af þessari ástæðu. Búseturöskun af þessari ástæðu er ósanngjörn og raunar óafsak- anleg af hálfu þjóðfélagsins, sagði Jón Dýrfjörð að lokum. Ófeigur Landssambönd stangaveidifélaga og veiðifélaga: Hugmynd um lax- veiðar í sjó á mis- skilningi byggd VEGNA frétta hljóðvarps 18. nóv. um samþykkt Farmanna- og fiski- mannasambands fslands og undir- tektir sjávarútvegsráðherra um mögulegar laxveiöar íslendinga í sjó, lýsa stjórnir Landssambands stangaveiðifélaga og Landssam- bands Veiðifélaga furðu sinni á þeim hugmyndum, sem þar koma fram, íslendingar hafa vakið athygli annarra þjóða fyrir skynsamlega löggjöf um laxveiði og áratuga uppbyggingarstarf í laxveiðimál- um, og stjórnvöld hafa fordæmt veiðar annarra þjóða á laxi í sjó. Engar vísindarannsóknir liggja fyrir um annað en að laxinn hrygni eingöngu i ferskvatni. fs- lendingar eru aðilar að samþykkt um bann við laxveiðum í sjó, sem undirrituð var á ráðstefnu, sem haldin var í Reykjavík í janúar 1982. f aldaraðir hefir lax verið nytjaður í landbúnaði og verið ómetanleg búbót. Nú eru laxveiði- árnar flestar nýttar til stanga- veiði og gefa þannig almenningi tækifæri til hollrar útivistar. Miklu fjármagni hefur verið varið til ræktunar á laxi og ný atvinnu- grein er risin upp, hafbeit, sem mikils fjárhagslegs ávinnings er vænst af. Öll rök hníga að því, að þessi hugmynd um laxveiðar í sjó, sé á misskilningi byggð og taka stjórn- ir Landssambands stangaveiðifé- laga og Landssambands veiðifé- laga undir orð veiðimálastjóra, sem fram komu í fréttum hljóð- varps 18. nóv. sl. en þar sagði veiðimálastjóri, að hálfrar aldar uppbygging okkar í veiðimálum mundi hrynja til grunna, ef lax- veiði í sjó yrði leyfð innan tólf mílna markanna hér við land. Þjóð í kreppu fsafoldarprentsmiðja hf. hefur sent frá sér ritið „Þjóð í kreppu", en það er 21 erindi flutt á ráð- stefnu Lífs og lands þ. 19. nóvem- ber sl. Ritið er gefið út í samvinnu við Líf og land. Það er 137 bls. að stærð og útsöluverð er kr. 389,00. Jóla hvað? Auövitaö jólaverö Springdýnurúm Stærö 90x200 cm. Staögr. kr. „ Stærö 105x200 cm. Staögr. kr. Stærö 120x200 cm. Staögr. kr. Afborgunarskilmálar Sendum um land al,t ÁRMÚLA 1a 4.706,- 5.586.- 6.641.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.