Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 Ovenjulegur Dropi í hafið Hijóm- plotur Árni Johnsen Dropi í hafið heitir hljómplata ungs fólks sem auðheyrilega vill tjá hug sinn, von og þrá í takt við tónlistina. Aðstandendur Dropa í hafið eru Kristinn Ní- elsson, Sveinn Hauksson, Sig- urður Rúnar Jónsson, Hildur Ragnarsdóttir, Helgi Pétursson og Reynir Sigurðsson. Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér stundum hvað hið unga fólk, sem sinnir tónlistinni af al- mætti, gerði ef það fyndi ekki orku sinni og hugsjónum farveg hjá tónlistargyðjunni, en víst er að það er mikið efni í þessu fólki og það reynir eins og vera ber að brjóta nýjar leiðir, nýja mögu- leika í tjáningunni. Lögin í Dropa í hafið eru byggð á hversdagsmyndum úr mannlífinu, alþjóðlegur tónn. E1 Salvador heitir eitt, Hugleiðing annað, Sporið það þriðja, gull- fallegt lag sem er skemmtilega flutt, Aðeins þú. Þá má nefna lagið Á leið í vinnuna sem er hummað og trallað á vinalegan hátt. Sterkasti hluti plötunnar eru lögin þar sem hljóðfærin ein fá tækifæri til að spjalla saman, enda eru þar einnig beztu lögin í einum rykk, svo sem Olíuborun í Flatey, Spurn og Dropi í hafið. Það er mikill kraftur á bak við verk fólksins á Dropa í hafið og platan er altjent meira en venju- legur dropi í hafið. Ein af betri plötum ársins Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson UB 40 Labour of Love. DEP Inter./ Steinar Það hlaut að koma að því að hin frábæra tónlist, sem UB 40 spilar, næði almennum vinsæld- um. Undanfarin ár hefur UB 40 verið í hópi bestu reggae- hljómsveita, ef ekki sú besta. Þeir hafa verið vinsælir í heima- landi sínu, Bretlandi, en annars staðar hefur minna farið fyrir þeim. En fyrir nokkru braut lag- ið „Red, Red Wine“ ísinn. Hér- iendis var því tekið opnum örm- um og ekki af ástæðulausu. Lag- ið er tekið af nýlegri plötu UB 40 sem þeir kalla „Labour of Love". Öll lögin á plötunni eru eftir aðra en þá félaga en eiga það öll sameiginlegt að hafa verið upp- áhaldslög þeirra í æsku. Lögin eru tíu og öll tekin upp á hljóm- leikaferðalagi hljómsveitarinnar fyrr á árinu, þótt ekkert bendi til þess, þegar á er hlustað. Með- ferðin er hreint frábær. Allar út- setningar gefa lögunum nýjan svip án þess að rýra gæði lagsins eða brjóta gamla formið. Um hvert og eitt lag mætti halda langa tölu. Ekki verður farið út í þá sálma hér en ég bendi á þrjú lög. „Red, Red Wine“, ættu allir að þekkja. Það er einstakt og eitt af bestu lög- um plötunnar. (Heyrst hefur að nokkrir ungir sveinar hafi ekki treyst sér til að nefna rauðvín svo oft á nafn og því breytt nafn- inu í „Red Red Gredd", hvað sem það nú þýðir.) Annað jafn gott er „Cherry oh Baby“. Ef þetta verð- ur ekki vinsælt á eftir rauðvín- inu er ég illa svikinn. Þriðja og jafnframt langbesta lag plöt- unnar, og eitt besta „reggae“-lag sem heyrst hefur lengi, er „Guilty". Rólegur hjartaknúsari sem aðeins er hægt að segja eitt um: unaðslegt. Hafi einhver veigrað sér við að kaupa „Labour of Love“ vegna þess að sá hélt „Red, Red Wine“ vera það eina sem bragð væri að á plötunni þá er honum hér með tilkynnt: Hlauptu strax og kauptu rauðvínið ásamt hinu góðgætinu. FM/ AM. Hressileg endurfæðing Hljóm nrnTTra Sigurður Sverrisson Black Sabbath Born Again Vertigo/Fálkinn Mönnum leist ekki á blikuna þegar tilkynnt var, að Ian Gillan tæki við hljóðnemanum hjá Sabbath úr höndum Ronnie James Dio. Tortryggnin var skiljanleg því ekki voru nema nokkrir mánuðir frá því Gillan varð að taka sér hlé frá söngnum vegna meins í hálsi. Þannig á sig kominn virtist hann eiga tak- markaða möguleika á að feta í fótspor Dio svo eitthvert bragð væri að. Born Again heitir fyrsta af- kvæmi samvinnu Ian Gillan og hinna í Sabbath. Þótt sjálfur sé ég orðinn dulítið leiður á Gillan á köflum verður því ekki í móti mælt, að hann kemst frá þessari plötu með slíkum glæsiþrag að undrum sætir. Mér er til efs að hann hafi skilað betri söng í ára- raðir. Sérstaklega fer hann á kostum í laginu Disturbing the Priest, þar sem undirtónninn er ógn- vekjandi og geðveikislegar hlátrarokur og öskur Gillan eru þess eðlis, að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Sabbath hefur alltaf haft þennan „djöfuls“-stimpil á sér og ég fæ ekki séð að hann verði þveginn af með þessari plötu. Eftir að hafa fylgst nokkuð grannt með gangi mála hjá þess- um sveinum vel á annan áratug er mér til efs, að tónlistin hafi verið þyngri. Auðvitað setur Gillan mark sitt á þessa plötu og það hressi- lega. Söngur hans er á þá lund, að ekki er hægt með nokkrum ráðum að láta hann framhjá sér fara. Með kröftugum undirleik þeirra Bill Ward á trommur og Geezer Butler á bassa (hann er miklu betri en af er látið) og skerandí gítarsólóum og effekt- um Tony Iommi myndar þetta allt saman tónlistarlega heild, sem heldur manni bergnumdum í stólnum, hvort sem manni líkar það betur eða verr. Ég er á því að Born Again sé ein af betri plötum Sabbath. Þótt ekki sé ég fyllilega sáttur við alla effektana og þetta matta „sánd“ á plötunni eru það létt- vægar aðfinnslur í ljósi þess, sem vel er gert á henni. Lögin eru sum hver kynngimögnuð, önnur ekki eins góð. Sýnu best þykja mér Stonehenge/Disturb- ing the Priest, Hot Line og The Dark/ Zero the Hero. SANDKORNJ OG SILFUR i Bókmenntir Erlendur Jónsson Mánasilfur. V. 302. bls. Gils Guö- mundsson valdi. Iðunn. Reykjavík, 1983. Þetta fimmta bindi Mánasilfurs inniheldur endurminningabrot þrjátíu og fjögra höfunda. Gils Guðmundsson hefur sem fyrr val- ið efnið og séð um útgáfuna. Hefur hann sýnilega sem fyrr haft það sjónarmið fyrir augum að safnið yrði sem fjölbreyttast og gæfi sem breiðasta mynd af endurminn- ingaritun Islendinga. Sumir þætt- irnir eru teknir upp úr sjálfsævi- sögum, aðrir voru í fyrstunni fluttir sem sérstök útvarpserindi eða birtir sem kaflar í safnritun eða jafnvel blöðum og tímaritum. Elstu minningarnar voru skráðar á sautjándu öld, hinar yngstu á allra síðustu árum. Og að minnsta kosti einn þátturinn hefur ekki birst áður. Þessi mikla fjölbreytni hefur sína kosti og galla. Hún sýnir hvernig endurminningaritun hef- ur þróast og breyst með aldanna rás. Hins vegar verður ritið harla ósamstætt fyrir bragðið. Hér er svo ólíku efni safnað saman sem framast má verða. Þetta er ekki úrval, heldur sýnisbók. Löng er leið frá Ólafi Egilssyni með Reisu í Barbaríið til ungs höfundar sem segir frá kynnum sínum af fína fólkinu í Reykjavík. Nítjándu ald- ar menn ólust upp við sagna- skemmtun og þekktu ekki mála- lengingar. Eiríkur Ólafsson, Magnús Bl. Jónsson og Björn Eysteinsson skrifuðu allir frá- bærlega vel, hver með sínum hætti. Enginn þeirra var þó rit- höfundur, sem maður kallar svo, tveir óskólagengnir. Ekki er held- ur sennilegt að neinn þeirra hafi gert sér far um að ástunda ein- hvers konar stílsnilld. Efnið bar uppi frásögnina, hitt kom af sjálfu sér. Þessir menn voru líka prýðilega hreinskilnir. Laundrýldni, dylgjur og »frá því verður ekki greint hér« var þeim fjarri. Pappírinn var dýr í þá daga. Menn eyddu honum ekki undir orðagjálfur. Þó margt hafi verið skrifað vel á seinni árum og ævisögurnar geti bráðum talist í þúsundum er of algengt að menn vaði elginn án þess í raun og veru að segja nokk- uð sem máli skiptir. Menn fjölyrða um það í löngu og leiðinlegu máli »þegar ég man fyrst eftir mér« — álíka hróðugir og þeir séu að Ijóstra upp leyndardómum sjálfr- ar lífsgátunnar. Algengt er að ævisöguritarar fari í sparifötin og stilli sér upp eins og menn sátu fyrir í gamla daga: settlegir og svipbrigðalausir. Miklar umbúðir utan um lítið efni er naumast und- antekning — nær því að vera regla. Að óreyndu hefði ég talið Gils Guðmundsson manna hæfastan til að velja efni í bók af þessu tagi. Hann er manna handgengnastur endurminningum, hefur t.d. lesið margar ævisögur í útvarp. En að mínum dómi hefði hann getað val- ið betur. Þættirnir í bókinni eru svo margir að hlutur hvers um sig verður harla rýr — mismunandi þó. Margar endurminningar liggja hér og þar í löngu út komnum bók- um og tímaritum sem eru fáum tiltæk nú á dögum. Finnst mér að umsjónarmaður svona útgáfu hefði átt að halda sig við þess kon- ar efni fremur en að grípa efni upp úr bókum sem eru nýlega út- komnar og öllum tiltækar. í því sambandi kemur mér í hug nafn Odds Oddssonar, fræðimanns á Eyrarbakka. Hér er þáttur eftir hann sem heitir Fiskiróður. Oddur skrifaði marga slíka þætti í tímarit á fyrri Listin að lifa Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: UÓSBROT Nokkrir orðskviðir, — flestallir frumsamdir — örfáir orðfærðir. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akur- eyri 1983. Þegar ég sest niður til að fara nokkrum orðum um orðskviði Guðmundar Þorsteinssonar frá Lundi blasir við mér í upphafi kversins áminning til þeirra sem listgagnrýni skrifa. „Þar sem skilninginn þrýtur, tekur oft skvaldrið við. (samanber: marga lista- og ritdóma)." Guðmundur er eins og fram kemur í kverinu á móti ritdómur- um, tísku og óháttbundnum ljóð- um. Hann telur tískuna ráðríkasta allra harðstjóra og talar um form- laus og andlaus gerviljóð sem fáir taki eftir. Það sem aftur á móti er af hinu góða er reglubundinn hjartsláttur, róleg hugsun og góð sjálfsstjórn. Ekki eru Ljósbrot beinlínis til vitnis um frumleik, enda líklega til of mikils rnælst að ætla sér að gera slíka kröfu. Engu að síður þurfa orðskviðir að koma á óvart til að eftir þeim sé tekið og þeir lagðir á minnið. f einkunnarorðum Ljósbrota kemst Guðmundur þannig að orði að hann langi að vera til gagns. Og vissulega vill Guðmundur þjóna sannleikanum. í Ljósbrotum eru mestmegnis ýmsir siðalærdómar sem Guð- mundur hefur tileinkað sér á langri ævi og vill nú miðla öðrum. Flest kemur kunnuglega fyrir sjónir, er fengið í reynslubrunni kynslóðanna og á sér yfirleitt fornar rætur. Margt er haglega orðað, annað er sem endurómur. Þegar Guðmundi er mest niðri fyrir hættir honum til alhæfinga sem skortir list þeirrar bók- menntagreinar sem hann iðkar. Orðskviðir þurfa nefnilega að vekja njótandann til íhugunar án þess að skipa honum fyrir verkum. Góður vilji Guðmundar og gott málfar bjarga þó miklu svo að kverið verður hin geðfelldasta lesning þegar á allt er litið. Að lokum vel ég tvo orðskviði um leið og ég þakka Guðmundi fyrir Ljósbrot. Þessi dæmi eru ekki síðri en sumt af því sem snjallir kjarnyrðahöfundar hafa látið frá sér fara: Listin að lifa er langtum æðri stælingu hennar: Að skrifa. (157) Hver sem vegna myrkfælni, illa þorir um íbúð þvera, — er eitthvað heimskari en hann ætlar sig vera. (168) Gils Guðmundsson hluta aldarinnar. Og hann hefur fengið inni í riti þessu. En jafnok- ar Odds voru og eru margir sem hvergi er að finna í Mánasilfri. Meðal slíkra nefni ég Jóhannes Jónsson frá Asparvík, sem er að vísu yngri maður en Oddur og hef- ur birt þætti sína á seinni árum — en í ritum sem eru í fárra hönd- um. Hins vegar hefur Gils Guð- mundsson tekið upp í rit þetta margar frægðarpersónur úr bókmenntunum sem eru þó kunn- ar fyrir flest annað en ævisögurit- Fimm stór bindi eru nú komin út af Mánasilfri og þar með mun útgáfu þess lokið. Lýkur þessu síð- asta bindi með efnisskrá allra bókanna. Útgefandi hefur að sínu leytinu gert verk þetta vel úr garði. Það er hið ásjálegasta að útliti. Kom ekki vorið? Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Anitræ Vorkoma. Helena Valtýsdóttir þýddi. Útg. ísafold 1983. Bækur eftir norsku skáldkon- una Anitru hafa verið tíðir gestir á jólabókamarkaði hérlendis síð- ustu árin og hér lítur sú hin nýj- asta dagsins ljós. Sveitasaga, þar sem er stéttaskipting, afbrýðis- emi, framhjáhald, kærleikur, ill- indi og allt það, sem tilheyrir í sögu af þessu tagi. Þrenn hjón eru helztu persónur í sögunni og þau eiga öll við sín vandamál að glíma, mismunandi alvarleg þó, og einnig er þarna á sveimi á milli þeirra allra fiðluleikarinn Jo sem er vin- ur þeirra allra á sinn hátt og á hlut að því, hvernig úr „örlaga- vefnum" raknar. Mér skilst að Anitra sé höfund- arnafn Aslaugar Jevanord, sem vann við blaðamennsku áður en hún fór að skrifa bækur. Knappur stíll og sæmileg gætni með orð gætu verið einhverjar eftirstöðvar frá blaðamennskuárunum. En það vantar mikið á að henni takist að glæða persónur sínar holdi og blóði. Það er ekki nóg að láta Lísu þjást af því að Hjörleifur er sýknt og heilagt að flangast með ídu, eiginkonu Gunnars, og segja okk- ur frá því hversu hjónaband Bíbí- ar og leiðinlega læknisins Tomm er á heljarþröm, meðal annars vegna illsku sonar hans frá fyrra hjónabandi. Það vantar alla festu í frásögnina, en umfram allt skortir á, að lesandi geti fengið áhuga á fólkinu. Og það sem verra er honum er öldungis ansi mikið sama um allar þessar tragedíur. Og fiðluleikarinn Jo, sem líkast til á að vera boðberi hins góða og þess sem sættir, verður ákaflega þokukennd guðsráfa, og allt held- ur klaufalegt sem hann segir og gerir. Þýðing Helenu Valtýsdóttur virðist vel af hendi leyst, en tekið skal fram, að ég þekki ekki bókina á frummálinu.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað (30.11.1983)
https://timarit.is/issue/119420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað (30.11.1983)

Aðgerðir: