Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
5
Brahms á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar
Gunnar Björnsson Halldór Haraldsson
Sellótónleikar
í Fríkirkjunni
Fimmtudaginn 1. desem-
ber kl. 20.30 verða hljóm-
leikar í Fríkirkjunni í
Reykjavík.
Sr. Gunnar Björnsson og Hall-
Hækkanir á SVFR:
Miðað við
vísitölu
október til
október
VIÐ samningsgerð við landeigendur sl.
haust og í vetur um hækkun á leigu
fyrir veiðiár þær sem Stangarveiðifélag
Kcvkjavíkur hefur á leigu, var miðað
við vísitöluhækkanir á tímabilinu
október 1982 til október 1983, sam-
kvæmt upplysingum sem Morgunblað-
ið fékk hjá Olafi G. Karlssyni, for-
manni Stangarveiðifélags Reykjavíkur
í gær.
I Morgunblaöinu i gær var skýrt
frá hækkunum á árleigu frá síðasta
ári og tók ólafur fram í því sam- |
bandi að verðskrá fyrir næsta sumar
hefði ekki verið gerð hjá Stangar-
veiðifélaginu. Benti hann á að hægt
væri að breyta verðhlutföllum veiði-
leyfa í ám á veiðitímabilinu, t.d. með
því að lækka verðið á dýrari tíma en
hækka það á þeim ódýrari. Einnig
nefndi hann dæmi um verð leyfa í
Leirvogsá, en í fyrra hækkuðu leyfi
til veiðimanna minna en verð til
landeigenda og tók Stangarveiðifé-
lagið á sig tapið, sem af mismunin-
um orsakaöist.
Þá nefndi Ólafur að í frétt Mbl.
hefði ekki komið fram að árleiga Ell-
iðaánna hefði hækkað um 37% á
milli ára, en frá þeirri hækkun hefur
áður verið skýrt í blaðinu. Þá nefndi
Ólafur að ekki yrði um mjög mikla
hækkun að ræða á leyfinu í Soginu,
en samningar þar eru nú á lokastigi.
Varðandi hækkun vfstalna á því
tímabili sem samið er um hjá Stang-
arveiðifélagi Reykjavíkur, sagði
Ólafur að vísitala byggingarkostnað-
ar hefði hækkað um 66%, lánskjara-
vísitala um 88% og vísitala vöru og
þjónustu um 86%. Með tilliti til
þessa hefði verið reynt að fara milli-
veginn í samningum við landeigend-
ur.
Loðnuveiðarnar:
6 bátar með
3.570 tonn
SEX bátar tilkynntu loðnuafla á
siðasta sólarhring, samtals 3.570
tonn, samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk í gær hjá And-
rési Finnbogasyni framkvæmda-
stjóra loðnunefndar. Skipin eru
þessi:
Gullberg 600 tonn, Ljósfari 470,
Sæbjörg 400, Hilmir 1200, Bergur
400 og Þórshamar 500.
dór Haraldsson flytja Einleiks-
svítu fyrir selló nr. 1 í G-dúr eftir
Jóhann Sebastían Bach og Sónötu
op. 102 nr. 2 í D-dúr fyrir píanó og
selló eftir Ludvig van Beethoven.
Ágóða af tónleikunum verður
varið til styrktar orgelsjóði Frí-
kirkjunnar í Reykjavík, en orgelið
er hið eina síðrómantíska orgel á
landinu, byggt af Sauer-verkstæð-
inu í Frankfurt-am-Oder árið 1926
og þótti eitt besta orgelverkstæði
síns tíma.
FIMMTU áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands verða í
Háskólabíói á morgun, fimmtudag-
inn 1. desember, og hefjast kl. 20.30.
Tónleikarnir eru helgaðir Johannesi
Brahms, en á þessu ári eru liðin 150
ár frá fæðingu hans, segir í frétta-
tilkynningu frá hljómsveitinni.
Efnisskráin er sem hér segir:
Johannes Brahms: Sinfónía nr. 3 í
F-dúr, op. 90; Fiðlukonsert í D-
dúr, op 77; Akademiskur hátíða-
forleikur, op. 80.
Stjórnandi er þýski hljómsveit-
arstjórinn, Klauspeter Seibel og er
hann mikill aufúsugestur hljóm-
sveitarinnar. Hann er fæddur í
Offenbach am Main 1936 en ólst
upp í Nurnberg og hóf þar tónlist-
arnám. Aðalgreinar hans voru pí-
anóleikur, tónsmíðar og hljóm-
sveitarstjórn, en síðan 1957 hefur
hljómsveitarstjórn verið aðalstarf
hans. Hann hefur stjórnað mikl-
um fjölda tónleika austan hafs og
vestan, svo og óperusýningum við
mörg helstu óperuhús heimsins,
m.a. í Berlín, Vínarborg, Munchen,
Frankfurt, Hamborg, Zúrich og
Moskvu. Hann er nú aðalstjórn-
andi sinfóníuhljómsveitarinnar í
Núrnberg og jafnframt fyrsti
hljómsveitarstjóri óperunnar í
Hamborg og prófessor við tón-
listarháskólann þar í borg.
Klauspeter Seibel stjórnaði
Klauspeter Seibel
einnig kammertónleikum í Gamla
bíói 26. nóvember sl. við frábærar
undirtektir.
Franski fiðlusnillingurinn
Jean-Pierre Wallez, er fæddur í
Lille 1939. Hann hlaut fyrstu verð-
laun fyrir fiðluleik í tónlistar-
háskólanum í París, hin svonefndu
Paganini-verðlaun, og vann síðar
bæði Genfar-keppnina og Long-
Thibaut-keppni fiðluleikara. Eftir
það kom hann fram bæði með
Jean-Pierre Wallez
hljómsveitum og á einleiks- og
kammertónleikum um víða veröld
og átti þátt í mörgum upptökum á
hljómplötur. Síðan 1974 hefur
hann verið listrænn stjórnandi
tónlistarhátíðar þar sem lögð hef-
ur verið áhersla á flutning margs
konar fáheyrðrar tónlistar, og
hefur þessi starfsemi vakið heims-
athygli. Hann starfar nú jöfnum
höndum sem fiðluleikari og
hljómsveitarstjóri.
JólatOI
IIIII
SVEFNBEKKUR
FATASKÁPUR
SKRIFBORÐ
Stærö 80x200 cm.
Staðgreitt kr. 6.824.-
Afborg. verð kr. 7.225.-
Útborgun kr. 2.800.-
Eftirstöövar á 4—6 mánuöum.
SVEFNBEKKUR
SKRIFBORÐ
SKÁPAR
Stærö 80x200 cm.
Breidd m/boröi 180 cm.
Staðgreitt kr. 7.764.-
Afborg. verö kr. 8.172.-
Útborgun kr. 3.200.-
Eftirstöðvar á 4—6 mánuöum.
Sendum um land allt
Vörumarkaðurinnhf.
J Ármúla 1a, sími 86112.