Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
35
engin heimilisstörf, þegar hann
kom heim á kvöldin. Þannig vildu
þau bæði hafa þetta og nutu þeim
mun betur samvistanna í ró og
næði. Alla dekraði að sjálfsögðu
við sinn mann eins og konur hafa
gert frá ómunatíð, en Arne er vel
gerður maður, sem þoldi meðlætið
og launaði það ríkulega, er Alla
þurfti á því að halda f langvarandi
veikindum sínum.
Alla og Arne eignuðust því mið-
ur engin börn, heimili þeirra hefði
þó vissulega verið notalegur reitur
fyrir barnssálir. Þegar ég hugsa
til þessara elskulegu hjóna, finnst
mér alltaf eins og þau hafi verið
ein persóna, svo samstillt virtust
þau alltaf vera. Arne lagði sig
fram við að læra íslensku og talaði
góða íslensku. Hann ætlaðist ekki
til þess að fjölskylda og vinir frá
íslandi töluðu endilega hans mál.
Heimili þeirra, sem lengst af var í
Jernbane Allé 7B f Vanlose, var
afar notalegt og smekklegt.
Gestrisni húsbænda sérstök, enda
dvöldu þar fjölskyldumeðlimir og
vinir frá íslandi meira og minna.
Er ég ein af þeim, en í skjóli
þeirra var ég nokkra mánuði
1946—47 og minnist þess ætíð með
ánægju og þakklæti. Þetta var svo
stuttu eftir lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar, að spenna hennar og
afleiðingar voru enn ekki algjör-
lega um garð gengnar. Timi, sem
sjálfsagt enginn gleymir, sem
upplifði hann, en sem allir gjarn-
an reyndu að gleyma með því að
tala sem minnst um.
AUa var glæsileg í sjón og raun,
hún hafði létta lund, var spaug-
söm og glettin og hafði því góð
áhrif á umhverfi sitt, bjátaði hins
vegar eitthvað á var hún raungóð-
ur vinur vina sinna. Hún sá hið
bjarta f tilverunni, einnig þegar
hún sjálf var sárþjáð, trúarstyrk-
ur móður hennar var einnig henn-
ar styrkur. Dönskuna tileinkaði
Alla sér fljótt og vel eins og hið
nýja föðurland sitt, þó að hún
væri fyrst og síðast sannur fslend-
ingur.
Veikindi öllu stóðu í 9 ár, byrj-
uðu með mjaðmarbroti 1974, gekk
hún undir nokkrar skurðaðgerðir
á þessum árum og lést 10 dögum
eftir síðustu aðgerð án þess að
komast til meðvitundar.
Útför Öllu fór fram 15. þ.m. frá
Hyltebjerg Kirke í Vanlose. Ann-
aðist hana sóknarpresturinn Eg-
ede Jensen ásamt íslenska prest-
inum í Kaupmannahöfn, séra Ág-
ústi Sigurðssyni. Var hann þar
með lítinn islenskan kór, sem söng
tvo sálma með íslenskum texta,
auk þess var leikið á orgelið lagið
við íslenska þjóðsönginn.
Við erum mörg hér heima á ís-
landi sem minnumst og söknum
Öllu og höfum hugsað til Arne f
hans mikla missi. Við systkinin og
fjölskyldur vottum honum, Frið-
jóni og bræðrabörnum öllu dýpstu
samúð okkar.
Blessuð sé minning Aðalbjargar
Sigfúsdóttur Voss.
Ingibjörg Jónsdóttir
Aðalbjörg Sigfúsdóttir Voss lést
í Kaupmannahöfn 8. nóvember
1983, og fór jarðarför hennar fram
í Hyltebjerg Kirke í Vanlöse við
hátíðlega athöfn þ. 15.11. Eftirlif-
andi eiginmaður hennar er lektor,
cand. mag. Arne Voss, Jernbane-
allé 7B, Vanlöse.
Aðalbjörg, eða Alla, eins og hún
var kölluð, fæddist 3. júní 1912 á
Norðfirði. Foreldrar hennar voru
ólöf Guðmundsdóttir og Sigfús
Sveinsson, kaupmaður og útgerð-
armaður á Norðfirði, og franskur
konsúll, hinn mesti athafna- og
dugnaðarmaður. Börn þeirra voru
Guðmundur, Sveinn, Aðalbjörg,
Jóhanna, Friðný og Friðjón, en
hann er einn á lífi af systkinunum.
Heimili þeirra sæmdarhjóna
Ólafar og Sigfúsar var einstakt
myndar- og menningarheimili.
Sigfús var glæsilegur maður,
gáfaður og harðduglegur, rak
stóra útgerð og hafði fjölda manns
í vinnu. ólöf var einstök kona, gáf-
uð og elskuleg, geislandi af fjöri og
léttleika og bar fjölskyldu sína á
höndum sér. Hún var rómuð fyrir
hjálpsemi við þá, sem bágt áttu og
mátti ekkert aumt sjá. Hún var
mikil trúkona og lýsti það sér í
orðum hennar og athöfnum. Aðal-
björg var um margt lík foreldrum
sínum báðum, hún var há og
grönn og tíguleg í fasi og vakti
athygli hvar sem hún fór, glaðlynd
og elskuleg og mjög skemmtileg.
Að loknu barnaskólanámi fór hún
í Kvennaskólann í Reykjavík og
útskrifaðist þaðan 1930. Ari síðar
fór hún til Danmerkur til að læra
hússtjórn á sjálenskum herra-
garði, Gisselfeldt. Hún hugði á
frekara nám, og í Kaupmannahöfn
fór hún á námskeið í hárgreiðslu
og snyrtingu og vann við það um
tíma, en 1935 fór hún aftur heim
til íslands, því faðir hennar var þá
orðinn mjög veikur og lést hann
13. janúar 1935, langt um aldur
fram. f Kaupmannahöfn hafði
Alla kynnst ungum manni, stud.
mag. Arne Voss, og þau giftu sig
16. maí 1937. Arne var magister í
þýsku og ensku, og fyrstu búskap-
arárin rak hann sinn eigin tungu-
málaskóla, og var Alla honum
hjálpleg við rekstur hans, og eins
og hann sagði sjálfur var hún stoð
hans og stytta við dagleg störf
hans. 1950 gerðist hann kennari
við Hærens Officerskole og síðar
lektor við Forsvarets Gymnasium.
Eftir það helgaði Alla sig ein-
göngu heimili og eiginmanni. Hún
var mikil húsmóðir og hið fallega
heimili þeirra bar vott um smekk
og snyrtimennsku húsfreyjunnar.
Heimili þeirra hjóna var rómað
fyrir gestrisni og rausn, og voru
það ekki síst fslendingar, sem
nutu gestrisni þeirra, bæði ætt-
ingjar og vinir, sem gistu höfuð-
borgina. Arne hefur alla tíð verið
mikill fslandsvinur, og þó hann
hafi aldrei búið á fslandi lagði
hann það á sig að læra íslensku,
svo að hann gæti taiað tungumál
eiginkonu sinnar, en Alla talaði
dönskuna eins og innfædd. Hjóna-
band þeirra var mjög farsælt,
enda ríkti með þeim fullkomið
jafnræði. Þau voru bæði gáfuð og
glæsileg, heilsteyptar og heiðar-
legar manneskjur, sem unnu sam-
an að því að byggja upp líf sitt,
heimili og hamingju.
Öllu, frænku mína, sá ég nokkr-
um sinnum er ég var barn og ungl-
ingur og átti heima á Eskifirði, en
þá fórum við systurnar oft í heim-
sókn til frændfólksins á Norðfirði,
eða það kom til okkar. Það var
gaman að koma í Sigfúsarhúsið,
þar sem manni var tekið opnum
örmum, og allt gert til að
skemmta okkur og gleðja. En best
kynntist ég Öllu og Arne þegar ég
var við nám í Kaupmannahöfn
1950—51. Ég var nær daglegur
gestur á heimili þeirra, þar sem
mér var tekið með kostum og
kynjum, og stjanað við mig á alla
lund, og æ síðan, er ég staldraði
við í heimsborginni, var mér boðið
heim til þeirra í dýrindis veislu-
mat, en Alla var hinn mesti snill-
ingur í allri matargerð, og fáa hef
ég þekkt, sem stóðu henni á sporði
í þeim efnum.
Allan síðasta áratug átti Alla
við langvarandi veikindi og van-
heilsu að stríða og þurfti oft á
sjúkrahúsvist að halda. Allan
þann tíma stóð hinn góði eigin-
maður hennar við hlið hennar til
að hjálpa henni og hjúkra er hún
var heima og annast hana eins og
hann gat. Ég votta honum, bróður
hennar og bræðrabörnum innileg-
ustu samúð mína og fjölskyldu
minnar. Ég kveð hana með hrygg-
um huga, en fagrar minningar um
horfnar samverustundir munu
gleðja hug minn um ókomin ár.
Þorbjörg Magnúsdóttir
Heimsstyrjaldarárin á
íslandi 1939 til 1945
ÚT ER komin hjá Erni og Örlygi bók-
in Heimstyrjaldarárin á fslandi 1939
til 1945, fyrra bindi. Undirtitill bókar-
innar er „Mestu umbrotaár á fslandi
frá því á þjóóveldisöld" og er bókin
eftir Tómas Þór Tómasson. í bókinni
eru margar myndir frá þessum árum
og hafa sumar þeirra ekki birzt áður.
f fréttatilkynningu frá forlaginu
segir meðal annars: „f bókinni fjall-
ar Tómas Þór um þetta sérkenni-
legasta tímabil fslandssögunnar.
Rakinn er gangur mála allt frá
byrjun heimsstyrjaldarinnar til
loka hennar og farið yfir vítt svið
íslenskra þjóðmála og stjórnmála á
þessum árum, fjallað er um þá at-
vinnubyltingu sem varð í landinu í
kjölfar hernámsins og áhrif hennar
og um sambýlið, fyrst við breskt og
síðan amerískt herlið. í bókinni eru
fjölmargar myndir frá þessum ár-
um. Stór hluti þeirra hefur hvergi
birzt áður, enda var víða leitað
fanga í myndaöflun. Bókin Heims-
styrjaldarárin á fslandi er filmu-
sett og prentuð í prentsmiðju G.
Benediktssonar en bundin hjá Arn-
arfelli hf. Sigurþór Jakobsson
hannaði bókarkápu, myndin sem
prýðir kápuna var tekin er breski
forsætisráðherrann Winston
Churchill var að kveðja eftir stutta
heimsókn til landsins.
og margt
margt
margt fleira.
ólamarkaðurinn
í kjallara Kjörgarðs
Stórkostlegt
úrval
Gjafavörur — Jólaföndur —
Leikföng — Fatnaöur á alla
fjölskylduna — Sængur
fatnaöur — Vefnaöarvörur
— Skartgripir — Hljómplötur
í miklu úrvali
Líttu inn á jólamarkaðinn
í kjallara Kjörgarðs
þú færð örugglega eitthvað
við þitt hæfi.
Jólamarkaóurinn
í kjallara Kjörgarðs