Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
Birgir ísleifur Gunnarsson:
Öryggishagsmunir íslands
og alhliða gagnkvæm afvopnun
„Alþingi ályktar að brýna naurtsyn
beri til að þjóðir heims, og ekki síst
kjarnorkuvcldin, sameinist um raun-
hæfa stefnu í afvopnunarmálum, sem
leitt geti til samninga um gagnkvæma
og alhliða afvopnun þar sem fram-
kvæmd verði tryggð með alþjóðlegu
eftirliti.
Jafnframt ályktar Alþingi að fela
utanríkisráðherra að láta gera úttekt á
þeim hugmyndum, sem nú eru uppi
um afvopnun og takmörkun vígbúnað-
ar, með sérstöku tilliti til legu Islands
og aðildar þjóðarinnar að alþjóðlegu
samstarfi. A grundvelli slíkrar skýrslu
verði síðan leitað samstöðu meðal
stjórnmálaflokkanna um sameiginlega
stefnu í þessum málum.“
Birgir ísleifur Gunnarsson (S)
mælti í gær fyrir framangreindri
tillögu til þingsályktunar, sem hann
flytur ásamt sextán öðrum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokks. Efnis-
atriði úr ræðu hans fara hér á eftir:
Tvær hliðar öryggismála
Meiri samstaða ríkir nú en oft áð-
ur um stefnuna í öryggismálum ís-
lands. Grunnþættir hennar eru að-
ildin að Atlantshafsbandalaginu og
varnarsamstarfið við Bandaríkin.
Hugmyndir hafa komið fram um
aukna þátttöku íslands í eigin vörn-
um innan þessa ramma og eru um-
ræður um þær alkunnar. Á örygg-
ismálum eru tvær hliðar, ef þannig
má að orði komast: annars vegar sú
er lýtur að því að tryggja öryggið
með varnarviðbúnaði og hins vegar
sú er lýtur að afvopnun og takmörk-
un vígbúnaðar. Til marks um það,
hve þessir þættir eru nátengdir, er
ákvörðun utanríkisráðherrafundar
Atlantshafsbandalagsins frá 12.
desember 1979 um endurnýjun á
meðallangdrægum kjarnorkuher-
afla á vegum bandalagsins í Evrópu
og að teknar verði upp viðræður um
niðurskurð slíkra vopna í álfunni.
Tillaga 17 þing-
manna Sjálf-
stæöisflokksins
Á Alþingi hafa á undanförnum
áratugum komið fram ýmsar tillög-
ur um afvopnunarmál og takmörk-
un vígbúnaðar. Það er einkenni
þessara tillagna, að rökstuðningur
fyrir þeim byggist fremur á
óskhyggju en raunsæju mati á
vænlegum leiðum. Flestar bera til-
lögurnar þess og merki, að þær eru
af erlendum uppruna og taka ekki
beinlínis mið af innlendu mati og
íslenskum öryggishagsmunum. Allir
eru sammála um það, að varhuga-
vert sé að láta óskhyggju ráða ferð-
inni í umræðum um stríð og frið.
Eftir því sem innlend þekking á her-
fræðilegum þáttum hefur aukist
hefur samstaða um stefnu þjóðar-
innar í öryggismálum vaxið. Æski-
legt er að sama þróun verði í afstöð-
unni til afvopnunarmála. Á því sviði
þurfa að liggja fyrir skýrir og
þaulhugsaðir kostir.
Friðarumræðurnar, sem sett hafa
verulegan svip á stórnmálalíf á
Vesturlöndum undanfarin misseri,
snúast í raun um það, með hvaða
hætti á að takmarka vígbúnað og
skera niður vopnakerfi. Um þessi
mál er rætt hvarvetna þar sem
stjórnmálamenn og stjórnarerind-
rekar hittast á alþjóðavettvangi. Is-
lendingar hafa lítið sem ekkert látið
að sér kveða á þessu sviði, enda lítið
verið stuðlað að mótun sameigin-
legrar stefnu í þessum málum.
Venjulega láta Islendingar sér
nægja að benda á það, að þeir séu
vopnlaus þjóð og meiri afvopnun-
arsinna sé ekki unnt að finna. Svo
einfaldar röksemdir duga ekki leng-
ur, hvorki í umræðum innanlands
né utan. Það þarf að móta mark-
vissa og samræmda stefnu íslands í
afvopnunarmálum þar sem tekið er
mið af íslenskum hagsmunum. For-
senda þess, að slík stefna verði mót-
uð, er sú alhliða úttekt sem hér er
hvatt til að gerð verði.
Hugmyndir byggðar
á eigin mati
Það vekur athygli, þegar lesið er
erindisbréf Öryggismálanefndar
sem skipuð var á grundvelli sam-
komulags milli Alþýðubandalags,
Alþýðuflokks og Framsóknarflokks
haustið 1978, að þar er hvergi vikið
beint að afvopnunarmálum þótt
nefndinni sé að vísu falið að fjalla
um „hugmyndir um friðlýsingu,
friðargæslu og eftirlit á Norður-
Atlantshafi". Afvopnunarmál
spanna miklu víðtækara svið en
þetta, eins og fram kom til dæmis á
aukaallsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna sumarið 1982 og til um-
ræðu hefur verið á Madrid-ráðstefn-
unni um öryggi og samvinnu í Evr-
ópu. I hvorugu tilviki hafa íslend-
ingar kynnt hugmyndir um afvopn-
un eða takmörkun vígbúnaðar sem
byggðar eru á þeirra eigin mati og
niðurstöðum. íslendingar eiga
óbeina aðild í gegnum Atlantshafs-
bandalagið að viðræðunum í Vínar-
borg um jafnan og gagnkvæman
samdrátt venjulegs herafla í Mið-
Evrópu (MBFR-viðræðurnar), og á
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði á Alþingi í gær að nauð-
synlegt væri að fækka fiskiskipum á
raiðunum og upp hefði komið hug-
mynd um að aðstoða menn til að
leggja skipum. Hins vegar sagðist
ráðherrann aldrei hafa nefnt ákveðna
tölu, sem skipum þyrfti að fækka um,
en hins vegar hefðu slíkar tölur heyrst
í umræðum manna. Halldór tók fram
að fráleitt væri að ætla, að tækist að
fækka skipum um 30, eins og nefnt
hefði verið.
Þetta kom fram í umræðum utan
dagskrár á Alþingi, en umræðuna
hóf Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.),
og bar hann fram fyrirspurnir til
sjávarútvegsráðherra. Spurði þing-
vettvangi Atlantshafsbandalagsins
hafa þeir einstakt tækifæri til að
fylgjast með viðræðum Bandaríkja-
manna og Sovétríkjanna í Genf
annars vegar um niðurskurð lang-
drægra kjarnorkuvopna (START)
og hins vegar um niðurskurð meðal-
langdrægra kjarnorkuvopna (INF).
Hins vegar liggur ekkert fyrir um
það í opinberum umræðum hér á
landi, hvaða áhrif þessar viðræður
hafa beint á stöðu íslands. Fram
hafa komið athyglisverðar hug-
myndir um takmörkun vígbúnaðar í
hafinu, meðal annars þess efnis, að
eldflaugakafbátar búnir langdræg-
um eldflaugum fái griðastað á af-
mörkuðum hafsvæðum. Þessar hug-
myndir hafa lítt eða ekkert verið
kynntar hér á landi og þannig mætti
áfram telja.
f Öryggismálanefnd sitja full-
trúar allra þingflokka. Nefndin hef-
ur ekki tillögurétt samkvæmt erind-
maðurinn m.a. að því, í tilefni um-
mæla sjávarútvegsráðherra á fiski-
þingi, hve mörgum skipum ætti að
leggja og hvort þau skip væru eink-
um á SV-hluta landsins.
I máli Halldórs Ásgrímssonar
kom ennfremur fram að fiskveiði-
stefna væri í undirbúningi. Kvaðst
hann ekki sækjast eftir valdi til þess
að leggja skipum. Hins vegar myndi
slík ráðstöfun skapa mikla atvinnu-
erfiðleika, en ef leggja ætti skipum
með skipulögðum hætti yrði að
tryggja atvinnu fólksins.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að hann
varaði menn við því að hefja um-
ræðuna með þeim hætti að koma af
Birgir ísleifur Gunnarsson
isbréfi sínu, heldur á hún að afla
gagna og gefa út álitsgerðir um ör-
yggismál íslenska lýðveldisins. Ekki
væri óeðlilegt, næði sú tillaga, sem
hér er flutt.fram að ganga, að utan-
ríkisráðherra fengi Öryggismála-
nefnd til að semja þá skýrslu sem í
tillögunni er getið. Við það starf
mundi einnig reyna á samstöðu
stjórnmálaflokkanna og stuðning
þeirra við frekari framgang máls-
ins.
stað togstreitu á milli byggðanna í
landinu. Hins vegar væri það svo að
þegar afli minnkaði þá hlyti það að
koma niður á atvinnulífinu. Þá
nefndi Þorsteinn að nauðsyn væri á
almennum aðgerðum til þess að
hjálpa mönnum við að gera út fiski-
skip, en einnig til þess að hætta að
gera út. Við athugun á því, hvaða
aðilar ættu að leggja skipum, sagði
Þorsteinn að þrennt kæmi til. Það
væri mat á arðsemi fyrirtækja,
samningar við útgerðarfyrirtæki
hins opinbera um að hætta útgerð
og í þriðja lagi að draga úr útgerð á
þeim svæðum þar sem unnið væri að
aukningu atvinnutækifæra á öðrum
sviðum.
Umræður utan dagskrár á Alþingi um fækkun fiskiskipa:
Fráleitt að takist að
fækka skipum um 30
— sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
IJr myndinni „Stríð og friður“ sem er ein tíu mynda á hátíðinni „Við
krefjumst framtíðar“ í Regnboganum.
Kvikmyndahátíð gegn kjarn-
orkuvopnum í Regnboganum
Svissnesk vika á Naustinu
Svissnesku matreiðslumeistararnir Katharine og Sepp. Mbl. KrUtjin Már.
Sýningu Hans Christiansen í
Ásmundarsal lýkur í kvöld
Kvikmyndahátíð sem ber yfir-
skriftina „Við krefjumst framtíð-
ar“ hófst í kvikmyndahúsinu
Regnboganum 26. nóvember sl.
og stendur hún til 4. desember.
Á kvikmyndahátíðinni eru
sýndar tíu myndir: Hjá Prússa-
kóngi, Engin undankomuleið,
Ameríka — frá Hitler til
MX-eldflauganna, Við erum til-
raunadýrin, Svarti hringurinn,
Glataða kynslóðin, Stríð og
friður, Stríðsleikurinn, Járn-
maðurinn og Dómsdagur.
ÞAÐ VAR góð stemmning á veitinga-
húsinu Nausti þegar svissnesk sælu-
vika hófst á sunnudag. Til liðs við sig
hefur Naustið fengið kunnan sviss-
neskan matreiðslumeistara, Sepp
Hugi, yfirmatreiðslumeistara hótels
Crans Ambassadors, sem er fimm
stjörnu hótel, og Katharina Maier,
matreiðslumeistara. Fjölmargir gestir
voru og nutu góðra veitinga, þeirra á
meðal Sveinn Björnsson, aðalræðis-
maður Sviss á fslandi.
Naustið hefur mikinn viðbúnað
vegna svissnesku vikunnar og Arnar-
flug flutti sérstaklega svissneska osta
hingað til lands. Var gestum boðið
upp á Raclette, glóðarbræddan ost
með kartöflum, lauk og súrsuðum ag-
úrkum frá Anzere-héraði — niikið
lostæti. Þá var boðið upp á kalda
bláberjasúpu, kálfakjöt að hætti
Zurich-búa og brúnaðan vanillubúð-
ing. I lok veislunnar voru svissnesku
matreiðslumennirnir kallaðir fram í
sal og hylltir.
Ymsar skemmtilegar uppákomur
voru. Sigurður Björnsson og Elín Sig-
urvinsdóttir sungu við undirleik Agn-
esar Löve, en Elín hljóp í skarðið
fyrir Sieglinde Kahmann, sem veikt-
ist. Módel '79 sýndu skíðavörur frá
Útilífi og Arnarflug kynnti skíða-
paradísina í Vallisdal í Sviss, en Arn-
arflug flutti hina erlendu gesti
hingað til lands.
Þess má geta að Naustið verður
næsta sumar með íslandskynningu í
Sviss, svipaða þeirri sem haldin var í
Svíþjóð í haust og heppnaðist ákaf-
lega vel.
SÝNINGU Hans Christiansen list-
málara, sem undanfarið hefur staðið
í Ásmundarsal við Freyjugötu, lýkur í
kvöld, miðvikudagskvöld.
Er sýningin opin í dag milli
klukkan 13 og 23. Ranglega var
sagt í Morgunblaðinu um helgina
að sýningunni lyki í gær, þriðju-
dag, og eru listamaðurinn og les-
endur blaðsins beðnir velvirðingar
á því.
Á sýningunni eru milli 30 og 40
vatnslitamyndir, sem allar eru til
sölu. Aðsókn að sýningunni hefur
verið góð, og all margar myndir
eru þegar seldar.