Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 37 fólks í þessu ágæta nágrannaríki okkar, sem við í gegnum aldirnar höfum haft svo náin tengsl við. — Þær bjuggu í Kaupmannahöfn á heimili Jóns Krabbe, sem þá var skrifstofustjóri í stjórnarráði ís- lands í Kaupmannahöfn og hygg ég að dvöl þeirra þar hafi verið þeim í senn bæði lærdómsrík og hagnýt. A heimili Jóns Krabbe hafa þær frænkurnar vafalaust kynnst menningarstraumum samtíðar- innar og hefur stórborgin Kaup- mannahöfn með sínu iðandi mannlífi, listasöfnum, söng- og leiklistarhúsum heillað og víkkað sjóndeildarhring hinna ísfirsku dætra, þótt Sólveig síðar á lífsleið- inni hafi oft átt þess kost að dvelja á meginlandi álfu vorrar, meðal ættingja ástkærs eigin- manns. Mér er ekki kunnugt um helstu áhugamál Sólveigar meðan hún dvaldist á ísafirði, en eftir heim- komuna frá Danmörku var hún ráðin verslunarstjóri Braunsversl- unar þar og síðar einnig verslun- arstjóri sömu verslunar á Akur- eyri líklega 1921—1923. Braun, eigandi verslunarinnar, var bú- settur í Hamborg. 1921 sendi Braun 23 ára gamlan verslunarmann, Karl Petersen, til þess að veita forstöðu Brauns- verslun í Reykjavík. Kynni Sólveigar og Karls þróuð- ust í einlæga ást og voru þau gefin saman í hjónaband á ísafirði 10. marz 1923 af þáverandi sóknar- presti staðarins, sr. Sigurgeiri Sigurðssyni, síðar biskupi yfir ís- landi Sólveig og Karl hófu búskap sinn í Reykjavík og eignuðust tvö börn, Kristínu Anne Líse, sem fæddist 1. ágúst 1923, en hún lést aðeins þriggja mánaða gömul 23. nóvember 1923 og varð þeim hjón- um mikill harmdauði, og Martín, sem er fæddur 9. júlí 1925. Martín starfaði um mjög langt árabil hjá Loftleiðum hf., lengst af sem markaðsstjóri félagsins og átti hann drjúgan þátt í uppbyggingu Loftleiða og hinni öru þróun fé- lagsins, er það haslaði sér vöU á Norður-Atlantshafsleiðinni, svo sem flestum landsmönnum er í fersku minni. Martín er nú með- eigandi í verksmiðjufyrirtæki hér í borg. Karl Petersen gegndi verslunar- stjórastörfum við Braunsverslun hér í Reykjavík allt fram að þeim tíma, er eigendaskipti urðu á versluninni, en þá stofnaði hann sína eigin umboðs- og heildversl- un, sem hann rak þar til að landið var hernumið snemma í seinni heimsstyrjöldinni. Karl Petersen var rólyndur maður og afar dag- farsprúður og átti hann hér marga vini og kunningja. Hann var áreið- anlegur og tryggur og gagnkvæm virðing ríkti milli hans og starfsstúlknanna í Braunsverslun. Eldri stúlkurnar sendi hann iðu- lega til Þýskalands, til þess að gera innkaup fyrir verslunina, og er það talandi vottur þess trausts, sem hann bar til starfsfólksins og skilningur hans á kunnáttu stúlknanna til að velja réttar vör- ur fyrir okkar aðstæður og tísku, en Braunsverslun mun hafa verið alhliða verslun með hverskyns fatnað fyrir konur og karla, vefn- aðarvörur og margt fleira. Mikil þáttaskil urðu í lífi þeirra Sólveigar og Karls, þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og fs- land var hernumið af Englending- um. Strax í upphafi hernámsins var Karl tekinn til fanga og fljót- lega sendur í fangabúðir í Eng- landi. Hann fórst með „Arandorra Starr“ 2. júlí 1940, er skipið sökk við Skotlandsstrendur eftir að það hafði orðið fyrir tundurskeyti. Skipið var á leið til Kanada með 1500 þýska og ítalska stríðsfanga, sem flytja átti til Kanada og þar áttu að vera í haldi til stríðsloka. Heyrt hef ég að við þessar hörmu- legu aðstæður hafi prúðmennska og skapstilling Karls skýrt komið í ljós og hann frekar unnt öðrum björgunar en að bjarga eigin lífi, en styrjaldarhörmungum hafði hann kynnst áður á vígvöllum fyrri heimsstyrjaldarinnar, en þar var mjög hætt kominn er hann særðist alvarlega og missti m.a. aðra höndina. Karl Petersen fæddist í Steinfeld, Schleswigh- Holstein, 18 september 1898 og á eftirlifandi systur, er býr með syni sínum í Eckenförde. Eftir andlát Karls hélt Sólveig heimili fyrir Martín son sinn, en fram að þeim tíma hafði fjölskyld- an lengst af búið á Sólvallagötu 22 í fallegu húsi, sem Karl byggði snemma eftir að hann kvæntist Sólveigu. Þegar Martín kvæntist og stofn- aði sitt eigið heimili, bjó Sólveig hjá honum og naut umhyggju hans og tengdadóttur sinnar, þar til Sólveig fór á Hrafnistu í júlí 1977, 85 ára gömul, eins og áður er greint frá. Martín er kvæntur Kristínu Sigurðardóttur, Kristjánssonar f.v. alþingismanns Reykvíkinga, en Kristján starfaði um langt ára- bil á Isafirði sem kennari við barnaskóla og iðnskóla staðarins. Þau Martín og Kristín eiga þrjú börn, Ragnar, sem er fæddur 1953, Karl, fæddur, 1960 og Kristínu, fædd 1965. Kvenfélagið Hringurinn naut í mörg ár starfskrafta Sólveigar og innan þess félags starfaði hún í fjölmörgum fjáröflunarnefndum. Hún sótti af dugnaði fundi Hringsins og var í alla staði iðinn og traustur meðlimur félagsins og naut vináttu og virðingar sam- starfskvennanna i ríkum mæli. Þær heimsóttu hana á dvalar- heimilið oft og iðulega síðustu ár- in og hefur f.v. formaður Hrings- ins, frú Ragnheiður Einarsdóttir, beðið mig að flytja aðstandendum Sólveigar kærar kveðjur frá félag- inu. Um langt árabil, líklega 1940 til 1955 eða jafnvel lengur, starfaði Sólveig af dugnaði og eljusemi með þeim frú Önnu Ásmundsdótt- ur og frú Laufeyju Vilhjálmsdótt- ur, er ráku hér í borg umboðssöl- una íslensk ull, en þær tóku að sér að koma á markað heimaunnum íslenskum ullarvörum og unnu þær óþrjótandi starf við að kynna gæði íslensku ullarinnar og ferð- uðust um nær allt landið til að kenna meðferð hennar og vinnslu. Var þessi starfsemi þeirra fyrsti vísirinn að ullariðnaði þeim, sem nú er landsþekktur, en fatnaður, sjöl, hyrnur og margt fleira prjón- að úr íslenskri ull, er nú þekktur víða um heim og er orðinn eftir- sótt vara. Á þessum vettvangi naut Sólveig sín vel og hefur reynsla hennar frá árunum, er hún var verslunarstjóri Brauns- verslunar á ísafirði og Akureyri, vafalaust komið henni að góðu gagni við sölu og dreifingu þessara vinsælu vörutegunda. Ég og eldri systkinabörnin eig- um sannarlega margar ánægju- legar endurminningar frá liðnum bernsku- og æskudögum, er við vorum í heimsókn hjá Sólveigu og Karli á Sólvallagötu 22. Gestrisni þeirra var við brugðið og við börn- in urðum aðnjótandi hjartahlýju þeirra og góðsemi. Heimsóknir á jólum voru ánægjulegar og minn- isstæð eru mér páskaboðin, en þá kynntumst við þýskum páskasið- um, er við höfum mikla ánægju af. Nú á þessum tímamótum, er elskuleg móðir og amma er horfin héðan til helgra ljóssins byggða, þar sem bíða hennar eiginmaður, dóttir, foreldrar og fjölmargir kærir ástvinir í varpa, sendi ég og fjölskylda mín Martíni, Kristínu og börnum þeirra innilegar kveðj- ur okkar með þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu kærrar föðursystur minnar. Árni Þorsteinsson Granaskjóli 10. hugskotssjónum hversu góður fulltrúi hún var fyrir það besta er liðin öld hafði að gefa. Þuríður tal- aði meitlað og fagurt mál. Hugsun hennar var skýr og rökföst. Manngildi og mannleg reisn var hennar yfirbragð. Trúin átti djúp- ar rætur í lífi hennar og gætti þar arfs æskuheimilis hennar að Kalastöðum. Þar var Guðsorðið jafnan haft um hönd á helgum og hátíðum og sálmar Hallgríms skipuðu sérstakan virðingarsess. Það er ekki að undra að slíkt at- læti í æsku skili sér. Þegar ég og fjölskylda mín heimsóttum Þuríði bar frelsisverk Jesú Krists oft á góma. Við fundum að hún átti djúpa virðingu fyrir trúnni á frelsarann og þegar þessi mál voru til umfjöllunar snerti það djúpan streng í hjarta hennar. Nú fyrir skömmu, er ég heimsótti hana á sjúkrahús, báðum við sam- an. Við lyftum hugsunum og rödd- um okkar til Hans sem gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Þá og þar fékk ég staðfest að hún trúði með hjarta sínu og játaði með vörum sínum og var því reiðubúin að hverfa í eilífðarfaðm Guðs. Trúin á Jesúm Krist og játning þeirrar trúar er sporið frá dauðanum til lífsins. Á kveðjustund er mikil huggun og mikill léttir að vita hvert ferðinni er heitið. Þuríður amma er farin í ferð til fyrirheita Guðs. Þau bregðast ekki. Börnin mín hafa beðið fyrir langömmu sinni frá því að þau fóru að tala. Það er mér gleði að geta sagt þeim að þau þurfi nú ekki lengur að biðja fyrir Þuríði langömmu, hún er farin til að vera með Kristi og hún er umvafin náð Hans og miskunn. Það er gott að geta sagt á svona degi eins og Davíð konungur sagði: Drottinn er minn hiröir, mig mun ekkert breata. Á grænum grundum lætur Hann mig hvílast, leiftir mig að vðtnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mina, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns sins. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mlnum, þú smyr hðfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur, já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Lífsbikar Þuríðar var barma- fullur. Hún var níutíu og fjögurra ára er hún kváddl þennan heim. Við erum þakklát fyrir alla sokk- ana og vettlingana. Við erum þakklát fyrir minningarnar. En fyrst og fremst erum við þakklát fyrir sameiginlega trú á lifandi Guð og frelsara, Drottin Jesúm Krist. Gunnar Þorsteinsson + Alúðarþakkir minar og fjölskyldu minnar færi óg öllum þeim sem vottuöu okkur samúð sína og vináttu vegna andláts konunnar minnar, UNNAR MAGNÚSDÓTTUR. Gunnar Guöjónsson. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ' ÁRNA KR. SIGURÐSSONAR, bónda, Bjarkalandi, Vestur-Eyjafjöllum. Isleif Ingibjörg Jónsdóttir, Sigurður Árnason, Bragi Árnason, Valdimar Árnason, Trausti Árnason, Erna Markúsdóttir, Edda Traustadóttir. + Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, ALFREOS G. SÆMUNDSSONAR. Þóra Stefánsdóttir, Sæmundur Alfreösson, Erna J. Arnþórsdóttir, Unnur St. Alfreðsdóttir, Þorgeir Jónsson, Helga Alfreðsdóttir, Björk Alfreðsdóttir, Stefán Alfreðsson, + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför JÓNS STEFÁNSSONAR, Skaftafelli. Vandamenn. + Hugheilar þakklr færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför mannsins mins, fööur, stjúpfööur, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ODDGEIRS KRISTINSSONAR, Fossheiði 1, Selfossi. Guðrún Eiriksdóttir, Helga Jóhannesdóttir, Valdimar Þórðarson, Hjördís Ólafsdóttir, Jón Ólafsson, Kristín Vilhjálmsdóttir, Viöar Ólafsson, Stefanía Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengda- fööur, afa og langafa, SIGÞÓRS G. GUDMUNDSSONAR, Hofsvallagötu 21, Sigrfður Jónsdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Óskar Guömundsson, Steinunn Sigþórsdóttir, Einar Kristinsson, Jónína Sigþórsdóttir, Skafti Skúlason, Kristfn Sigþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS SIGURÐSSONAR, Hringbraut 52, Hafnarfiröi, og heiöruöu minningu hans. Sérstakar þakkir eru færöar læknum og öllu starfsfólki hjartadeildar Landspítalans í gegnum árin. Guös blessun fylgi ykkur öllum. Ásdfs Þórðardóttir, Þóröur Valdimarsson, Svanhildur Isleifsdóttir, Sígrfður Valdimarsdóttir, Gunnar Gíslason, Ragna Valdimarsdóttir, Eðvald Karl Eövalds og barnabörn. Þakkarkort verða ekki send en andviröi gefiö liknarstofnunum.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað (30.11.1983)
https://timarit.is/issue/119420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað (30.11.1983)

Aðgerðir: