Morgunblaðið - 30.11.1983, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
yfi\Jor\(x, reyrdu cab> úhJeya rr\Jejr pe.trtc\
allt 7 \>a sfcaL 'eg vefa vjds^ari við þ>9
nxsta Ár."
ást er...
... aö ætlast ekki
til þess að alltaf
sé þríréttað.
TM Refl U.S. Pat Oft—all rights reserved
c 1983L°s Angeles Times Syndicate
Það er bara í trýninu á honum,
drengir!
mo^unkaffinu
Er’ann eitthvert rustamenni þessi
strákur sem þú ert med, úr því þú
kemur ekki með hann?
HÖGNI HREKKVISI
„ INMDÆ-L QJÖF, FALLEGA PÖICKOP /NM OG
BUNDlM MEp KOLKISAB&A/"
Þjóðþrifa-
verk að
veiða
drauga-
netin upp
úr sjónum
Halldór Björnsson skrifar 19. nóv.:
Fimmtudaginn 17. nóv. var þátt-
ur um landsins gagn og nauðsynjar
í útvarpinu. Var hann nokkuð góð-
ur. Datt mér í hug að nefna tvennt
til viðbótar, en það eru selir og
drauganet.
Flestir vita að selir eru mikill
skaðvaldur i fiskstofnunum, éta
óhemjuna alla og smita fiskinn með
hringormi. Það kostar svo of fjár að
hreinsa fiskinn, en þetta er kannski
ekki verst. Að vísu mæli ég með því
að selurinn verði drepinn og ætti
það varla að vera ómannúðlegra en
að drepa sauðfé sér til matar, a.m.k.
ef vanir veiðimenn fást við þetta.
Hitt dæmið er svo drauganetin.
Ég hef verið tvær netavertíðir og á
annarri týndi kallinn engri trossu,
en það var önnur saga um hina.
Fyrst týndist ein á Tánni. Svo
komst togari í fjöldann allan af
trossum og var ekkert nema tægj-
urnar eftir, rekandi út um allan sjó.
Lítið náðist upp. Það er aldrei að
vita nema meira hafi glatast.
Á þessum bát drógum við einu
sinni upp gamla trossu. Hún var öll
útbíuð í kröbbum o.fl., afgömul. I
henni voru úldnir, hálfúldnir og lif-
andi þorskar. Var hún búin að
drepa fisk árum saman, eins og öll
drauganet gera. Held ég að drauga-
net séu allt í kringum landið og þó
mest suður af landinu. Mætti segja
mér að þetta fiskleysi sé eitthvað
þeim að kenna.
Ég hef heyrt að bannað sé að
draga drauganet. Held ég að hægt
væri að stunda útgerð út á þetta.
Finnst mér því ráð að það opinbera
tæki að sér að kraka eftir drauga-
netum, það mundi jafnvel standa
undir kostnaði, ef miðað væri við
afla. Að ekki sé nú talað um allan
þann fisk sem bjargaðist frá því að
úldna í netunum. Einnig mætti
reyna að fá upplýst hjá skipstjór-
um, meðan þeir eru á lífi, hvar þeir
hafi týnt trossum.
Held ég að það yrði þjóðþrifaverk
að veiða þetta upp úr sjónum."
Jón Helgason, Sólvangi, Hafnar-
firði, skrifar:
„Víðkunni Velvakandi.
Það virðast sjálfumglaðir sálu-
félagar þeir dr. Gunnlaugur Þórð-
arson og Ásgeir hvítaskáld, sem
láta á þrykk út ganga í Morgun-
blaðinu 17. nóv. sl. lofgerð sína um
neyslu bjórs og brennivíns sem og
annarra áfengra drykkja.
Ekki skal neita því, að þarna
geti átt við máltækið: „Fátt er svo
með öllu illt, að ekki boði nokkuð
gott.“ En að mínu mati er bindind-
ismaðurinn, þ.e. sá sem ekki kýs
sér þennan „gleðigjafa", miklu lík-
legri til að ganga gæfubraut en sá
Varöskip á loðnu-
miðin ásamt lækni
sem fer að „súpa á“ og auðvitað
ekki nema í hófi. Jú, vafalaust
tekst mörgum það. En hinir eru þó
allt allt of margir sem fara yfir í
óhófið og þá er voðinn vís.
En sá sem aldrei tekur fyrsta
staupið á ekki þessa hættu yfir
höfði sér.
Spurning og svar
Hvað er sem við halda megum
heimskulegast geti skeð?
Að greiða móti „guðaveigum"
gjaldið hátt og vitið með.
Já, allir góðir menn. Boðið bind-
indi en ekki bjór- og brennivíns-
drykkju."
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langar til að bera fram þakkir til
alþingismannsins sem lagði það til
utan dagskrár að senda varðskip á
loðnumiðin. Það er leiðinlegt til
þess að vita, að það skuli þurfa að
verða hörmulegt slys áður en þjóð-
in áttar sig á, hvernig búa verður
að sjómönnum á hafi úti í mis-
jöfnum veðrum. Farið var fram á
að læknir yrði um borð í varðskip-
inu, en manni skildist, að ekki
væri gert ráð fyrir sliku á fjárlög-
um. Er nú ekki öðru eins eytt í
vafasamar aðgerðir eða jafnvel
óþarfa, að þetta ætti ekki að þurfa
að velkjast lengi fyrir fjárveit-
ingavaldinu. Ég hugsa, að það yrði
a.m.k. mikið gleðiefni fyrir fjöl-
skyldur sjómanna, ef af því gæti
orðið. .
Sýnt verði frá feg-
urdarsamkeppnum
LJ. hringdi og hafði eftirfarandi
að segja: — Ég sá að einhver les-
anda þinna var að óska eftir því
við Sjónvarpið, að sýndar yrðu
myndir frá þeim fegurðarsam-
keppnum sem íslenskar stúlkur
hafa tekið þátt í núna undanfarið.
Ég leyfi mér að taka undir þessa
ósk; enn fremur þá að sýndar verði
gamlar úrvalsmyndir, 30—40 ára,
en ég hef séð þess farið á leit í
þessum dálkum, oftar en einu
sinni.
Ægir Sæmundsson hringdi og
HRII.RÆT)!
Foreldrar:
Látið bornin bera endurskinsmerki. Notkun þeirra tryggir
öryggi barnanna í umferðinni.
Kennarar:
Brýnið fyrir börnunum að fara varlega í umferðinni og gefið
þeim góð ráð í þeim efnum.
Vegfarendur:
Hvert fótmál í umferðinni krefst umhugsunar og aðgæslu.
Ökumenn:
Ljósker bifreiðanna verða að vera hrein og ljósin rétt stillt til
þess að ljósmagnið nýtist sem best við aksturinn. Rétt notkun
stefnuljósa auðveldar alla umferð.